1 minute read

Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi

ann 6. Júní næstkomandi stendur Matís fyrir sérstöku málþingi í Norðurljósasal Hörpu um framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi. Þarna verður framtíð rannsókna og nýsköpunar í íslenskri matvælaframleiðslu í brennidepli. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, opnar viðburðinn. Farið verður yfir verkefni Matís í nútíð og framtíð og samstarfsaðilar segja frá samstarfi sínu við Matís. Starfsfólk Matís mun meðal annars flytja erindi um sjálfbæra matvælaframleiðslu, fæðuöryggi, áburðarframleiðslu, ný tækifæri í matvælaframleiðslu á Íslandi, t.d. í þararæktun og kornrækt og fleira.

Sérstakur heiðursgestur málþingsins verður Alejandro H. Buschmann frá Síle, en hann er einn helsti sérfræðingur heims í þörungarækt, strandvistfræði og sjókvíaeldi, með áherslu á hlutverk samþættrar fjöltrofísks fiskeldis (IMTA) í átt að sjálfbærri þróun fiskeldis. Hann var forseti International Seaweed Association (ISAC) og er meðlimur Chile Academy of Science. Hann hefur hlotið viðurkenningu International Foundation for Science (IFS) fyrir vísindaafrek sín í tengslum við sjókvíaeldi.

Ítarleg dagskrá málþingsins verður birt fljótlega á vefsíðu Matís, matis. is, og þar er einnig hægt að skrá sig á viðburðinn. Fundarstjórn verður í höndum Bergs Ebba Benediktssonar.