1 minute read

Lögbundinn frídagur í 36 ár Á

rið 1938 var fyrsti Sjómannadagurinn haldin hátíðlegur, dagurinn var gerður að hátíðardegi af Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands. Upphaflega voru þessi hátíðarhöld í Reykjavík og á Ísafirði. Sjómannadagurinn er fyrsti sunnudagurinn í júní á hverju ári, nema ef hvítasunnu ber upp á þann dag, þá seinkar deginum um eina viku. Það er ekki fyrr en 1987 sem dagurinn var lögskipaður frídagur sjómanna. Má rétt ímynda sér gleðina á öllu landinu fyrsta sjómannadaginn, enda höfðu margir menn gert það að ævistarfi sínu að stunda sjómennsku, starfi sem er gjörólíkt öðrum störfum, en það er bæði mjög erfitt, hættulegt og stundum einmannalegt. Sjómannadagurinn var stofnaður til að efla samstöðu meðal sjómanna. Þá eru markmiðin nokkuð margvísleg, meðal annars að heiðra minningu látinna sjómanna og sérstaklega þeirra sem voru við störf þegar þeir slösuðust eða druknuðu. Sem betur fer hefur tækninni farið fram og nú á tímum er mun minna um sjóslys. Mér er samt þakklæti efst í huga að hetjur hafsins sigla oft á tíðum í ólgusjó að auðugum fiskimiðum og færa þjóðarbúi umtalsverðar tekjur sem er öllum til hagsbóta. Þó að markmið sjómanna hafi alltaf verið að afla vel, þá er það óumdeilt að mestu máli skiptir að þeir komi heilir heim.

Það eru einungis 85 ár síðan að fyrsti sjómannadagurinn var haldin hátíðlegur og í tilefni dagsins eru mikil hátíðarhöld sem fara fram um allt land. Í hugum landsmanna er þessi lögbundni frídagur mikill gleðidagur og oft lang stærsta hátíð bæjarfélaga, þar sem viðburðir eru frá morgni og langt fram á nótt.

Sjómenn og ykkar aðstandendur, gleðilega hátíð og hjartanlegar hamingjuóskir með daginn ykkar.

Megi sjósókn og glíman við Ægi sem hefur markað þjóðarsálina frá örófi alda, verða ávalt ykkur í hag. Takk fyrir ykkar mikilvæga starf.

Útgefandi: Tímaritið Sjávarafl ehf

Sími: 6622 600

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Elín Bragadóttir

Vefsíða: www.sjavarafl.is

Netfang: elin@sjavarafl.is

Umbrot og hönnun: Anna Helgadóttir anna.helgadottir55@gmail.com

Forsíðumynd: Ísleifur Vignisson

Prentun: Prentmet Oddi ehf