5 minute read

Störf stjórnenda hafa breyst í tímans rás

Verkstjórasamband Íslands var stofnað þann 10. apríl 1938. Í ár fagnar félagið 85 ára afmæli en nafni félagsins var breytt og Samband stjórnendafélaga, STF eins og það er skammstafað. Í STF eru tíu stéttarfélög stjórnenda um allt land. Félagsmenn nálgast nú 4000 og fer fjölgandi.

Starfsumhverfi stjórnenda krefjandi

Jóhann Baldursson, framkvæmdarstjóri STF og fráfarandi forseti, segir að stjórnendur starfi nú í flóknara umhverfi en áður og menntun- og endurmenntun þeirra sé mikilvæg. Það þekki stjórnendur sem starfa við sjávarútveginn

,,Það er flókið að vera stjórnandi og margt sem þarf að taka tillit til. Tæknin breytist hratt og mannleg samskipti virðast flóknari en áður. Mér finnst stjórnendur einnig berskjaldaðri og það á ekki alltaf saman þegar stjórnendur og undirmenn þeirra eru í sama stéttarfélagi,“ segir Jóhann og bætir við að reynslan sýni að þegar upp komi vandamál á vinnustað þá sé málstaður undirmanna oftar tekinn framyfir og ef báðir eru í sama stéttarfélagi, komi upp spurningin, hver gæti hagsmuna yfirmannsins.

Vinnuálag mikið og erfitt að slíta sig frá vinnunni ,,Ég hef miklar áhyggjur af þróun mála þegar kemur að vinnuálagi og vanlíðan í vinnu. Í könnun sem við létum gera meðal félagsmanna komu sláandi tölur hvað varðar vinnutíma og líðan stjórnenda,“ segir Jóhann sem þekkir vel til sem stjórnarmaður í Brú félagi stjórnenda til margra ára, formaður þess félags og síðar framkvæmdastjóri og forseti STF.

Jóhann telur að hluti af vandamálinu sé að fólk yfirhlaði sig og álagið verði þar af leiðandi allt of mikið.

Samkvæmt könnuninni sem gerð var í nóvember 2022 kom fram að meðalvinnutími á viku hjá stjórnendum væru 45 og hjá einu af tíu aðildarfélögum STF var meðalvinnutími 50 klukkustundir. Það er mín

,,Það að 9% af félagsmönnum okkar langi ekki í vinnuna næsta dag og að 42% geti ekki hætt að hugsa um vinnuna er sláandi og alls ekki nógu gott, hvað þá að 23% okkar félagsmanna séu svo þreyttir að þeir geti ekkert gert utan vinnu,“ tilfinning að stjórnendur í sjávarútvegi séu undir miklu vinnuálagi og séu margir hverjir að skila hátt í 50 klst. í vinnu á viku.

,,Það að 9% af félagsmönnum okkar langi ekki í vinnuna næsta dag og að 42% geti ekki hætt að hugsa um vinnuna er sláandi og alls ekki nógu gott, hvað þá að 23% okkar félagsmanna séu svo þreyttir að þeir geti ekkert gert utan vinnu,“ segir Jóhann og bætir við að 89% telja vinnuálag of mikið. Umsóknum í sjúkrasjóð vegna andlegra veikinda hafi fjölgað mikið og það sé ekki fjarri lagi að álykta að mikið vinnuálag spili þar inn í.

Stéttarfélögin verða að vera á tánum

,,Fyrir nokkrum árum gerðum við átak í því að hvetja félagsmenn okkar til þess að passa sig á fastlaunasamningum sem margir hverju voru ekki með skilgreindri yfirvinnu, auk þess sem vöntun var á starfslýsingum og ráðningarsamningum,“ segir Jóhann og bætir við að í kjölfarið hafi félagsmönnum fjölgað sem kröfðust þess að fá ráðningarsamninga og starfslýsingar. Jóhann segir nauðsynlegt að stéttarfélögin séu á alltaf á tánum og leiðbeini félagsmönnum hvernig þeir geti tryggt réttindi sín og vinnuaðstöðu.

Enginn stjórnandi án rafrænna samskipta

Jóhann sem verið hefur félagsmaður hjá aðildarfélagi innan STF í 31 ár og hefur gengt ýmsum trúnaðarstörfum. Jóhann hætti sem forseti STF á þingi sambandsins 6. maí eftir fjögur ár í því embætti. Jóhann mun halda áfram störfum sem framkvæmdarstjóri fram á næsta ár. Hann segir margt hafa breyst frá því að hann hóf að starfa með Brú, áður Verkstjórafélagi Reykjavíkur sem er eitt af aðildarfélögum STF.

,,Miklar tæknibreytingar hafi átt sér stað, nú getur enginn stjórnandi verið án tölvu eða rafrænna samskipta. Félagsfólk í aðildarfélögum STF er margt farið að eldast og þörf á að ný kynslóð taki við stjórnartaumunum,“ segir Jóhann sem hefur lagt mikla áherslu á þá framtíðarsýn að öll aðildarfélögin 10 sameinist í eitt landsfélag með sterkri tengingu við grasrótina alls staðar á landinu. Með einu félagi eignist stjórnendur sterkara stéttarfélag, sem veitt geti 4000 félagsmönnum betri þjónustu. Félagsmenn koma m.a. úr röðum stjórnenda, millistjórnenda, verkefnastjóra og einyrkja.

Kynslóðaskipti í STF

Jóhann sem ekki gaf kost á sér til forseta segist ánægður með að nýr forseti STF Bjarni Þór Gústafsson, sé töluvert yngri en hann. Það þurfi að fjölga yngra fólki í trúnaðarstörfum fyrir STF og aðildarfélögin innan þess og svo þurfi að laga kynjahalla sem sé sláandi.

„Þetta er allt í áttina en betur má ef duga skal. Það var samþykkt á þinginu okkar að fara í kynningarherferð með það að markmiði að fjölga félagsfólki og fá fleiri konur og yngra fólk til liðs við okkur. Við státum af góðum sjúkrasjóði, heilsusjóði, tveimur menntasjóðum og 100% fjarnám í Stjórnendanámi stjórnendafræðslunnar í samstarfi við Háskólann á Akureyri,“ segir Jóhann og bætir stoltur við að hann viti ekki til þess að önnur stéttarfélög veiti sínum félagsmönnum ævilöng réttindi í sjóði eftir að starfsævinni lýkur. ,,Við höfum látið gott af okkur leiða í tengslum við þingin okkar sem haldinn eru á tveggja ára fresti í mismunandi bæjarfélögum. Á þinginu í maí gáfum við tæki fyrir 1.500.000 kr. til HSN á Húsavík,“ segir Jóhann.

Þeir sem byggðu upp félagið fá að njóta ávaxtanna

,,Ég er afskaplega stoltur af sjúkrasjóðnum okkar og einnig þeirri staðreynd að stjórnendur sem láta af störfum vegna aldurs eða detta alfarið út af vinnumarkaði halda öllum réttindum ef þeir hafa verið félagsmenn síðustu tíu ár fyrir starfslok. Þeir sem ekki ná tíu árum fá réttindi í samræmi við félagsaldur,“ segir Jóhann og bendir á að mörgum sárni þegar þeir eru sviptir öllum réttindum eftir áratuga greiðslur til félagsins. Eldri félagsmenn hafi rétt á sumarbústöðum, styrkjum úr sjúkrasjóði, rétt til dánarbóta og geti sótt um tómstundastyrki.

,,Við eigum sterka sjóði og getum staðið við það sem við höfum lofað fram að þessu. Ungt fólk er líka vel sett hjá okkur svo og þeir sem um eða yfir miðjan aldur.

Metnaðarfullt rafrænt stjórnendanám á vegum STF og HA

Rík hefð er fyrir metnaðarfullri menntun og endurmenntun innan STF. Árið 1961 voru til að mynda sett lög um Verkstjóranámskeið. „Við fundum fyrir vöntun á hagnýtri menntun og endurmenntun fyrir stjórnendur og fórum því að stað með þarfagreiningu árið 2011. Ég held að stjórnendur í sjávarútvegi geti tekið undir það með mér. Eftir fimm ára þróunarvinnu var gerður samningur við endurmenntun Háskólans á Akureyri. Menntasjóður STF og SA eru bakhjarlar námsins,“ segir Jóhann, stoltur af náminu. Hann bætir við að ekki þurfi formlega menntun til þess að fara í námið og það gefi 30 ECT einingar við Háskólann á Akureyri ef allar fimm lotur námsins eru kláraðar. Hægt er að taka allar lotur eða stakar allt eftir óskum nemenda en hver lota er 8 til 16 vikur. Námið er opið öllum.

„Við fundum fyrir vöntun á hagnýtri menntun og endurmenntun fyrir stjórnendur og fórum því að stað með þarfagreiningu árið 2011. Ég held að stjórnendur í sjávarútvegi geti tekið undir það með mér. Eftir fimm ára þróunarvinnu var gerður samningur við endurmenntun Háskólans á Akureyri. Menntasjóður STF og SA eru bakhjarlar námsins,“ segir Jóhann, stoltur af náminu.

,,Við höfum ekki orðið vör við annað en mikla ánægju með námið og flestir ef ekki allir hafa klárað allar fimm loturnar. Í náminu myndast ómetanleg tengsl þrátt fyrir að það sé 100% rafrænt með engum staðarlotum,“ segir Jóhann og bendir á að félagsmenn STF geti sótt um menntastyrk fyrir allar fimm lotur námsins allt að 80% af námskeiðskostnaði en fullt nám kostar nú 920.000 kr.

,,Námið er í sífelldri endurskoðun og nú er að störfum ráðgjafahópur til þess að yfirfara og aðlaga námið að líðandi stund, segir Jóhann sem hefur fulla trú á því að innan STF verði til stærri og sterkari einingar en hann hefur talað fyrir því að aðildarfélögin tíu sameinist í framtíðinni í eitt landsfélag.