7 minute read

Mikilvægi hafrannsókna

Ég heiti Árni Sverrisson og er formaður í Félagi skipstjórnarmanna frá ársbyrjun 2023. Ég tók við formennsku af nafna mínum Árna Bjarnasyni sem hafði verið formaður frá stofnun félagsins í janúar 2004. Ég hóf störf hjá félaginu í ágúst 2017, tók svo við starfi framkvæmdastjóra í byrjun árs 2019. Það æxlaðist þannig að nafni minn ákvað á síðasta ári að láta af störfum og setjast í helgan stein. Þetta var á miðju kjörtímabili og því eðlilegast að varaformaður, tæki við eða einhver annar úr stjórn félagsins. Enginn stjórnarmaður hafði tök á því þannig að ákveðið var að efna til kosninga um formann. Það var skorað á mig að gefa kost á mér sem ég og gerði, var sá eini sem bauð mig fram, þannig að ég var sjálfkjörinn formaður. Tilkynnt var um niðustöðuna á aukaaðalfundi þann 30. desember sl. Ég tók svo við formennskunni þann 1. janúar síðastliðinn.

Ég er fæddur og uppalinn á Siglufirði, þar sem lífið snérist um sjósókn og fiskvinnslu. Ég hafði snemma mikinn áhuga fyrir því að komast á sjó og gerði það, en jafnframt hafði ég áhuga á því að mennta mig. Eftir stúdentspróf fór ég í útgerðartækni í Tækniskólann gamla uppá Höfða, þaðan í Viðskiptafræði í HÍ, en hætti á þriðja ári og ákvað að ná mér í skipstjórnarréttindi í Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Sjórinn togaði í mig, ég var öll námsárin á sjó þegar færi gafst og líkaði vel. Ég byrjaði til sjós á Sigluvík frá Siglufirði, var einnig á Siglfirðing og fleiri skipum heima, síðan eftir að ég fór suður var ég meðal annars á Ými HF og á Viðey RE. Næstu tvo áratugina var ég á sjónum á alls konar skipum, síðustu tíu árin hjá Hafrannsóknastofnun, stýrimaður og skipstjóri. Ég hef tekið mismikinn þátt í veiðum í öll veiðarfæri nema dragnót (snurvoð), svo hef ég aldrei verið á hvalveiðum, en sjálfbærar hvalveiðar styð ég hins vegar heilshugar. Eftir að ég

Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson hætti hjá Hafró fór ég í land og réði mig til Scanmar á Íslandi. Ég var þar í nokkur ár framkvæmdastjóri, fór þaðan til VÍS, þar sem ég var í níu ár, hélt utanum skipa- og áhafnatryggingar og tryggingar á útgerðum. Ég hef gaman að allri fjölbreyttri vinnu og alltaf tengst sjómönnum með einum eða öðrum hætti og útgerðarmönnum í gegnum störf mín.

Úthaldsdagar rannsóknaskipanna voru færri en árið 2020 eða 156 talsins á Árna og 140 á Bjarna. Á myndinni hérna fyrir neðan má sjá yfirlit yfir úthaldsdaga skipanna frá árinu 2000.

Félag skipstjórnarmanna

Félag Skipstjórnarmanna, skammstafað FS, var stofnað í janúar 2004. Félagið varð til með sameiningu þriggja gamalgróinna félaga, þau voru Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan sem var eitt elsta stéttarfélag landsins stofnað 1893, Skipstjóra- og stýrimannafélag

Norðlendinga stofnað 1918, og Félag íslenskra skipstjórnarmanna sem varð til með sameiningu þriggja eldri félaga árið 2000, en á rætur að rekja aftur til ársins 1919. Á síðari stigum varð Skipstjóraog stýrimannafélagið Sindri aðili að Félagi Skipstjórnarmanna og einnig Skipstjóra- og stýrimannafélagið Bylgjan á Vestfjörðum. Þegar Farmanna og fiskimannasamband Íslands FFSÍ var lagt niður í nóvember 2017, tók Félag skipstjórnarmanna við hlutverki þess. Skipstjóra- og stýrimannafélögin Verðandi í Vestmannaeyjum og Vísir á Suðurnesjum gerðu þjónustusamning við Félag Skipstjórnarmanna. Góð samvinna er á milli félaganna þriggja, FS fer með samningsumboð fyrir félögin þrjú.

Í FS eru tæplega 800 félagsmenn, af þeim eru starfandi skipstjórnarmenn um 480, 270 eru á fiskiskipum, um 50 hafnsögumenn og skipstjórar hjá sveitarfélögum, um 40 á flutningaskipum, 30 hjá Landhelgisgæslu Íslands, um 25 hjá fiskeldisfyrirtækjum, 14 í ferðaþjónustu, um 20 á ferjum, 8 hjá Hafrannsóknastofnun og rúmlega 20 á öðrum tegundum skipa.

Mikilvægasta verkefni okkar hjá FS er að gera kjarasamninga fyrir skipstjórnarmenn og fylgja því eftir að eftir þeim sé farið. Auk þess leiðbeina félagsmönnum varðandi hagsmuni þeirra, er varðar til dæmis, ráðningarsamninga, veikinda og slysarétt, bætur og fjölmargt er lýtur að þeirra hagsmuna- og réttindamálum. Þá eigum við í miklu sambandi við opinbera aðila, Samgöngustofu, ráðuneyti, skóla og svo mætti lengi telja. Auk reksturs félagsins, rekum við sjúkrasjóð, orlofssjóð og endurmenntunarsjóð. Starfsemi sjúkrasjóðs gengur út á greiðslu sjúkradagpeninga og styrkja til félagsmanna á sjúkrakostnaði og fleiru er lýtur að heilsu og velferð. Starfsemi olofssjóðs snýst um rekstrur orlofsíbúða og sumarhúsa, en FS á fimm íbúðir í Reykjavík, þrjár á Akureyri og sex sumarhús. Endurmenntunarsjóður veitir styrki til náms. Ég sit í nokkrum ráðum og nefndum fyrir hönd félagsins, til dæmis í úrskurðarnefnd um fiskverð, það er nefnd sem fundar í byrjun hvers mánaðar og úrskurðar um verð á þorski, ýsu, ufsa og karfa í beinum viðskiptum á milli skyldra aðila. Siglingarráði sem er fagráð um siglingamál. Sjómannadagsráði sem sinnir velferðarmálum sjómanna og leiðandi aðili í öldrunarþjónustu á landinu.

Sjá ennfremur www.skipstjorn.is

Hafrannsóknir þarf að stórefla.

Eins og áður segir var ég rúman áratug stýrimaður og skipstjóri hjá Hafrannsóknastofnun (Hafró). Fyrir aldamótin var mikil umræða um að stórefla hafrannsóknir á Íslandi. Árið 1998 var ákveðið að smíða nýtt rannsóknarskip, nýjan Árna Friðriksson. Skipið var smíðað í Chile og kom til heimahafnar í Reykjavík 18. maí árið 2000. Við sem ráðnir vorum á skipið og sóttum það bundum miklar vonir við þetta nýja

Átt þú rétt á styrk ?

Sjómennt er fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga

Sjómennt styrkir starfsmenntun sjómanna beint til fyrirtækja í útgerð.

Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna.

Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Sjómenntar

Kynntu þér rétt þinn á www.sjomennt.is

Guðrúnartún 1 • 105 Reykjavík

Sími 599 1450 sjomennt@sjomennt.is

Hús Hafrannsóknastofnunar og skipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson. Ljósmynd/ Sigrún Arna Aradóttir fullkomna „hafrannsóknaskip. Það átti að efla hafrannsóknir, fara í veiðarfæratilraunir, skoða möguleika á veiðum á fiskistofnum sem ekki voru nýttir á þeim tíma, kortleggja hafsbotninn og stórbæta rafræn sjókort. Það átti með öðrum orðum að bæta í hafrannsóknir með þessu nýja öfluga skipi. En til að gera langa sögu stutta, þá gerðist það ekki, skipið reyndist eðlilega dýrara í rekstri en gamli Árni Friðriksson, enda mun stærra og öflugra. Það fylgdi ekki fjármagn til rekstrar á skipinu, þannig að Hafrannsóknastofnun átti enga möguleika aðra en að draga úr úthaldi skipanna. Þetta olli mér vonbrigðum, ég ákvað að hætta í árslok 2004 þegar úthaldsdagar skipsins voru komnir niður undir 150 á ári. Hér er lítið dæmi um það hvernig umræðan var á þessum tíma, Guðjón Arnar Kristjánsson heitinn, alþingismaður í mars 2002 spyr þáverandi sjávarútvegsráðherra á Alþingi um úthald hafrannsóknaskipanna. „Við erum nýlega búin að eignast stórt, gott, mikið og vandað rannsóknaskip, dýrt en afkastamikið tæki. Ég vil meina að við nýtum þá fjárfestingu afar illa með svo litlu úthaldi sem fyrirhugað er, 220--240 dögum. Þess vegna vil ég spyrja hæstv. sjávrh. hvort hann hyggist ekki reyna að beita sér fyrir því að úthald rannsóknaskipanna, sérstaklega Árna Friðrikssonar nýja, verði aukið á þessu ári til margra verðugra verkefna sem vafalaust bíða og hvort hann sjái ekki möguleika til að auka við fé til þess að lengja úthald skipsins og takast á við m.a. rannsóknir á hafsbotninum, kortlagningu hans, rannsóknir á fiskstofnum, t.d. miðsjávartegundunum eða samanburðarrannsóknir

Úthafsrækjuafli á Íslandsmiðum fjöldi skipa

Humarafli á Íslandmiðum frá 1970 á veiðarfærum, svo ekki sé talað um botngerð, setlög og aðrar slíkar rannsóknir sem m.a. gætu nýst við að kanna samsetningu botnsins og jafnvel til að kortleggja setlagagerð í botninum“

Þáverandi sjávarútvegsráðherra Árni M. Mathiesen svarar „Herra forseti. Því eru nánast engin takmörk sett hvað ég gæti ímyndað mér að væru verðug verkefni til rannsókna fyrir hafrannsóknaskip okkar Íslendinga. Hins vegar er það þannig í þessu máli eins og öðrum að fjárhagslegar skorður eru reistar við því hvað við getum aðhafst mikið eða rannsakað mikið og það eru þær fjárveitingar sem Alþingi lætur til starfseminnar renna hverju sinni sem því ráða. osfrv.“

Á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar í ársskýrslu fyrir árið 2021 má sjá línurit um úthald skipanna, en þess ber að geta að árið 2005 var skipunum fækkað úr þremur í tvö, en þá var Dröfn RE-135 seld. Á línuritinu sést að frá árinu 2000 hefur nýting Árna Friðrikssonar verið um 200 dagar á ári og Bjarna Sæmundssonar nær 160 dagar á ári. Þannig að orð Guðjóns Arnars um að nýting skipanna í 220 til 240 daga á ári væri léleg, er enn verri.

Verið er að smíða nýtt hafrannsóknaskip í stað Bjarna Sæmundssonar sem er löngu tímabært, skipið verður 53 ára á þessu ári. Von er á nýja skipinu á árinu 2025, það verða mikil tímamót. Ég skora á stjórnvöld að tryggja Hafrannsóknastofnun fjármagn til þess að hægt verði að stórefla hafrannsóknir. Á því er mikil þörf. Breytingar í hafinu í kringum Ísland eru verulegar, hækkandi hitastig, súrnun sjávar, samspil tegunda ofl. Hjá Hafró starfar hæft fólk með mikla þekkingu, en okkur vantar svör við ýmsum spurningum. Til dæmis: Hvers vegna hafa humarveiðar hrunið? Hafró lagði til bann við humarveiðum árin 2022 og 2023. Hver eru áhrif flotrollsveiða á loðnu? Hvers vegna veiðist hörpudiskur vart lengur í Breiðafirði? Hvers vegna ganga ufsaveiðar afar illa á þessu fiskveiðiári? Hvers vegna hefur úthafsrækjustofn snarminnkað? Veiði úthafsrækju var mest 1997, 62. þúsund tonn, en árið 2020 var aflinn 1.960 tonn eða 3,22% af afla ársins 1997. Hvaða áhrif hefur stórfjölgun Hnúfubaks í lögsögu Íslands, inn um alla firði og flóa? Hvaða áhrif hefur stóraukið fiskeldi inn um firði og flóa? Ég tek það fram að ég er persónulega fylgjandi fiskeldi í kvíum, en náttúran verður að njóta vafans, rannsóknir og vöktun umhverfis eru lykilatriði þannig að öruggt sé við vitum hvort áhrifin eru einhver. Athygli vekur að þegar maður spyr lærða sem leikmenn þessara spurninga, þá fær maður jafnmörg svör við spurningunum. Mér hefur fundist að stjórnvöld hafi löngum skort skilning á mikilvægi hafrannsókna, það er ekki nóg að eiga fullkomin hafrannsóknaskip, það þarf að tryggja fjármagn til rekstrarins. Margir leiðangrar sem farið var í um langt árabil hafa verið felldir niður. Ég nefni til dæmis seiðaleiðangra sem farnir voru á hverju hausti til að kanna útbreiðslu fiskseiða í kringum landið. Að fylgjast með og vakta fiskistofnana, mæla hitastig, seltu, strauma og efnasamsetningu sjávar leggja okkur til mikilvæga gagnagrunna sem gera okkur kleift að skilja náttúruna. Starfsemi Hafrannsóknastofnunar er fjárfrek, það er dýrt að halda úti sérhæfðum rannsóknaskipum. Ég hef þá skoðun að efla þurfi samvinnu vísindamanna, skipstjórnarmanna og sjávarútvegsfyrirtækja, hjá öllum þessum aðilum er mikil þekking. Samtalið skiptir svo miklu máli. Ég er í eðli mínu bjartsýnismaður og hef þá trú að stjórnvöldum beri gæfa til að stórefla hafrannsóknir.

Nýtt hafrannsóknaskip

Bjarni Sæmundsson er væntanlegur til landsins á árinu 2025. Mynd/ Aðsend

Ég óska sjómönnum og landsmönnum öllum til hamingju með sjómannadaginn.