Sjávarafl 1.tbl 11.árg 2024

Page 1

SJÁVARAFL

2024 1. tölublað 11. árgangur Gleðilegapáska
Mars
nýsköðunar?
við
en tveir
af Viljum byggja upp nýsköpunarþekkingu Vanmetin auðlind
Hvar verða höfuðstöðvar blárrar
Kambur sökk
Færeyjar, fjórtán bjargað
taldir

Efnisyfirlit

4 Viljum byggja upp nýsköpunarþekkingu fyrir skapandi fólk

6 Kambur sökk við Færeyjar, fjórtán bjargað en tveir taldir af

8 Hvar verða höfuðstöðvar blárrar nýsköðunar?

10 Æfing í blíðskaparveðri

11 Grásleppuveiðileyfi

11 Fjarstýrðir Thyborøn toghlerar

12 Saltfiskur í mars?

16 Kútter Ingvar ferst við Reykjavík

18 Tannlaus um tíma

19 Þvílíkar hetjur!

20 Kjarasamningur sjómanna

21 Hafa rýnt í 590 þúsund maga

22 Skötuselurinn var vanmetin auðlind

25 Faxaflóahafnir endurnýja styrktarsamning við Landsbjörg og björgurnarsveitir við Faxaflóa

26 Hrognkelsi borin á tún

26 Skötuselur með brokkólíi

27 Ofnbakaður þorskhnakki

Útgefandi: Tímaritið Sjávarafl ehf

Sími: 6622 600

Ritstjóri og

ábyrgðarmaður: Elín Bragadóttir elin@sjavarafl.is

Vefsíða: www.sjavarafl.is

Umbrot og hönnun: Prentmet Oddi ehf

Ljósmyndari: Óskar Ólafsson

Forsíðumynd: Óskar Ólafsson

Prentun: Prentmet Oddi ehf

Að efla okkar hag

Auðlegð Íslendinga liggur í landinu og fólkinu sem það byggir. Þá skiptir ekki máli hvort um ræðir náttúruauðlindir eða þann auð sem býr í þekkingu og færni landsmanna. Mikilvægi þess að valda ekki óafturkræfum spjöllum mun nýtast okkur vel inn í framtíðina. Til að koma í veg fyrir ofveiði fiskstofna hafa verið gerðar rannsóknir í fleiri tugi ára en hefur það verið gert til að við nýtum okkar auðlind á sem skynsamastan hátt. Stofnmælingar botnfiska á Íslandsmiðum eru oft kallaðar togararall eða marsrall og hefur Hafrannsóknastofnun haft umsjón með því verkefni frá árinu 1985. Einnig eru gerðar stofnmælingar botnfiska að haustlagi sem hófust 1996 og kallast þær haustrall. Þessar rannsóknir hafa verið gerðar á nokkurn veginn sama hátt öll þessi ár. Mikilvægi þess að hefja þessar rannsóknir voru á sínum tíma til að efla rannsóknir á grálúðu og karfa. Það var gert með það að markmiði að styrkja ráðgjöf Hafró til að meta veiðiþol á fyrrnefndum tegundum. Upphaflega var þó ekki gert ráð fyrir að þessar rannsóknir á fiskstofnum á Íslandsmiðum skiluðu marktækum niðurstöðum til að byrja með og því yrðu rannsóknir gerðar í nokkur ár. Mat á stofnstærðum í gegnum tíðina hefur verið bætt svo um munar. Allar þessar rannsóknir skila þeim markmiðum að vernda fiskimið umhverfis landið. Okkar auður er lítils virði ef við nýtum hann ekki rétt.

Elín Bragadóttir ritstjóri

Ásgerður Jóhannsdóttir, blaðamaður Sigrún Erna Geirsdóttir, blaðamaður Óskar Ólafsson, ljósmyndari Óskar Þór Halldórsson, blaðamaður Guðrún Erlingsdóttir, blaðamaður Alda Áskelsdóttir, blaðamaður BLAÐSÍÐA

Síldarvinnslan hf óskar öllum landsmönnum gleðilegra páska

Drift er til húsa í Landsbankahúsinu við Ráðhústorg á Akureyri, sem hér sést fyrir miðri mynd.

Viljum byggja upp nýsköpunar­

þekkingu fyrir skapandi fólk

„Ég leyfi mér að fullyrða að Drift er og verður staður fyrir skapandi fólk. Við viljum líta á okkur sem eins konar brúarsmiði sem tengi saman ólíka aðila og styðji við að góðar hugmyndir þróist yfir í öfluga og arðbæra atvinnustarfsemi. Við ætlum ekki að tjalda til einnar nætur enda er það svo að nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi er langhlaup,“ segir Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri frumkvöðla- og nýsköpunarfélagsins Driftar á Akureyri.

Félagið stofnuðu Samherjafrændurnir Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson á liðnu ári og hefur það aðsetur í Landsbankahúsinu við Ráðhústorg á Akureyri, sem fjárfestingarfélagið Kaldbakur keypti árið 2022 af Landsbankanum. Kaldbakur hefur komið sér fyrir á annarri hæð hússins en Landsbankinn verður áfram næstu mánuði með starfsemi sína á jarðhæð þess eða þar til hann flytur undir lok árs í annað húsnæði í bænum.

Í mínum huga hefur lengi vantað slíkt athvarf hér á svæðinu fyrir skapandi fólk

Undirbúningur og mótun félagsins

„Við höfum verið að vinna að því að móta starfsemi félagsins og koma hlutum af stað. Nú þegar er búið að stofna félag undir nafninu Drift ehf. og núna erum við að vinna að fjölmörgum atriðum til þess að undirbúa að koma starfseminni í fullan gang. Eitt af því eru húsnæðismálin. Kaldbakur leggur félaginu til húsnæði í Landsbankahúsinu og þar verðum við á þriðju og fjórðu hæð. Nú er unnið að því að standsetja húsnæðið fyrir starfsemina. Í því felst að endurskipuleggja rýmið til þess að geta boðið þeim sem vilja vinna hugmyndum sínum framgang upp á skrifstofuaðstöðu. Það má líta á Drift sem stað sem er drifinn áfram af frumkvöðlum og fær bæði stuðning frá öðrum frumkvöðlum og fagfólki sem getur vísað veginn. Það eru miklar áskoranir í því fólgnar að takast á við nýsköpun og vegurinn getur verið grýttur ef ekki er rétt á málum haldið. Eitt er að fá góða hugmynd og annað er að hrinda henni í framkvæmd. Reynslan er sú að það mikilvægasta til þess að þróa góða hugmynd er að hafa aðgang að sérfræðiþjónustu, t.d. aðstoð á sviði lögfræði, verkfræði eða sem lýtur að fjármögnun. Ætlun okkar hjá Drift er sú að frumkvöðlar fái hér aðstoð og leiðbeiningar frá slíkum sérfræðingum. Hversu margir þeir verða og á hvaða sviðum á tíminn eftir að leiða í ljós en það er alveg ljóst, og um það eru allir þeir sem fara í gegnum slíka vinnu sammála, að það er lykilatriði að hafa ákveðinn vegvísi. Hann getur verið í formi ráðlegginga sérfræðinga um

Óskar Þór Halldórsson 4 SJÁVARAFL MARS 2024

Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir er framkvæmdastjóri frumkvöðla- og nýsköpunarfélagsins Driftar á Akureyri.

hvert sé best að leita, að leita til annarra frumkvöðla hér á landi og erlendis, skoða fyrirliggjandi rannsóknir í fræðasamfélaginu eða leita til fyrirtækja sem geta miðlað af þekkingu sinni og reynslu. Við horfum ekkert síður út fyrir landsteinana í þekkingaröflun. Við munum nýta alla þá þræði sem í boði eru. Sjálf hef ég í störfum mínum undanfarin ár og í eigin nýsköpun og atvinnurekstri byggt upp tengslanet og eigendur félagsins hafa ekki síður sterkt tengslanet úr áratuga rekstri alþjóðlegs sjávarútvegsfyrirtækis. Innan Samherja hefur í gegnum tíðina verið mikil nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi á ýmsum sviðum og öll þessi þekking og reynsla nýtist vel í starfsemi Driftar,“ segir Sesselja.

Við ætlum ekki að tjalda til einnar nætur enda er það svo að nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi er langhlaup

Áhersla á nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi á Eyjafjarðarsvæðinu

Sesselja hóf störf hjá Drift í nóvember en áður var hún framkvæmdastjóri Eims, sem er samstarfsverkefni orkufyrirtækja, Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra og Umhverfis- orku, og loftslagsráðuneytisins. Fyrst og fremst horfir Drift til frumkvöðla og nýsköpunar á Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu þar sem þeir frændur Þorsteinn Már og Kristján, eigendur félagsins, hafa í rúma fjóra áratugi byggt upp kjarnastarfsemi sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja. En Sesselja tekur fram að landfræðilega sé starfsemin ekki algjörlega bundin við þetta svæði en hugsunin sé þó sú að leggja höfuðáherslu á að hlúa að frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun á Eyjafjarðarsvæðinu. Þrátt fyrir fjölbreytt og öflugt atvinnulíf á þessu svæði hafi ekki mörgum nýjum framleiðslufyrirtækjum verið ýtt úr vör á síðustu árum. En afar mikilvægt sé, segir Sesselja, að tengja Drift vel við atvinnulífið á svæðinu

og nýta alla þá þekkingu sem sé þegar til staðar. Ekki megi heldur gleyma fræðasamfélaginu, bæði Háskólanum á Akureyri og öflugum framhaldsskólum. Þegar allt komi til alls sé nú þegar mikil þekking á svæðinu til þess að styrkja og efla frumkvöðla en það skorti hins vegar hreyfiaflið eða miðpunktinn til þess að koma hlutunum af stað. Drift sé ætlað að vera það hreyfiafl.

Það má líta á Drift sem stað sem er drifinn áfram af frumkvöðlum og fær bæði stuðning frá öðrum frumkvöðlum og fagfólki sem getur vísað veginn

Horft til allra átta

Framkvæmdastjóri Driftar segir við það miðað að geta boðið frumkvöðlum upp á skrifstofuaðstöðu í Landsbankahúsinu, tímabundið á meðan þeir vinni að því að koma hugmyndum sínum í framkvæmd og byggja upp fyrirtæki. „Í mínum huga hefur lengi vantað slíkt athvarf hér á svæðinu fyrir skapandi fólk sem brennur fyrir að koma hugmyndum sínum í farveg og framkvæmd,“ segir Sesselja. Ætlunin er að styðja öðru fremur við nýsköpun á sviði heilbrigðis- og öldrunarmála, líftækni, matvælaframleiðslu, hugbúnaðarlausna í sjávarútvegi og grænna lausna. Sesselja segir þetta vera meginlínurnar sem útiloki þó ekki að Drift vinni að nýsköpun í öðrum atvinnugreinum.

„Þó svo að ekki sé langt síðan tilkynnt var um stofnun Driftar og við séum enn með marga bolta á lofti í undirbúningnum er fólk nú þegar byrjað að hafa samband við okkur. Sem er mjög jákvætt því það staðfestir, sem við töldum okkur vita, að það er mikil þörf fyrir þessa starfsemi. En það er vert að undirstrika að Drift er ekki félag sem veitir beina styrki til ólíkra verkefna. Meginhugmyndin er að félagið byggi upp nýsköpunarþekkingu fyrir skapandi fólk. Það verður okkar stóra verkefni,“ segir Sesselja. Sem fyrr segir er unnið að því að endurhanna efri hæðir Landsbankahússins á Akureyri fyrir starfsemi Driftar og væntir Sesselja þess að á vordögum verði línur skýrari með þá aðstöðu sem verður í boði fyrir frumkvöðla. Þegar húsnæðismálin verði komin lengra á veg verði unnt að sjá betur hvenær starfsemin fari í fullan gang.

Stuðnings- og tengslanet

Við Íslendingar erum eftirbátar margra þjóða í nýsköpun. Ef til vill er skýringin sú að aðgangur að svokölluðu þolinmóðu fjármagni er takmarkaður. Nýsköpun er langhlaup en ekki spretthlaup og vert er að hafa í huga að fjarri því allar hugmyndir fara alla leið. Sesselja nefnir að til dæmis í Svíþjóð, sem vert sé að horfa til í frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun, sé árangurshlutfallið 67%, sem með öðrum orðum þýðir að tæplega sjö af hverjum tíu hugmyndum frumkvöðla ná í gegnum allar síur og þróast yfir í fyrirtæki. Hér á landi hefur sem næst ein af hverjum tíu hugmyndum þróast yfir í fullburða fyrirtæki. Því segir Sesselja verk að vinna. Hún segir að í Svíþjóð hafi fjármagnið og stuðningur til frumkvöðla komið til að byrja með frá opinbera geiranum en síðan hafi nýsköpun í auknum mæli færst til einkafyrirtækja. „Svíum er það löngu ljóst að það borgar sig að fjárfesta í nýsköpun. Þó að alls ekki allar hugmyndir gangi upp, þá ná samt margar þeirra alla leið. En til þess þarf stuðnings- og tengslanet eins og við hjá Drift ætlum okkur að byggja upp á Akureyri,“ segir Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir.

5 SJÁVARAFL MARS 2024

Kambur sem fórst við Færeyjar 6. febrúar

sem landaði, um 1600 tonnum árið 2023. Hann stundaði veiðar við Íslandi og var með um 760 tonna kvóta í íslenskri lögsögu. Ljósmynd/in.fo

Kambur sökk við Færeyjar, fjórtán bjargað en tveir taldir af

Færeyska frystilínuskipið Kambur DF 454 sendi frá sér neyðarkall kl. 7.45 að morgni þriðjudagsins 6. febrúar. Skipið var þá statt 17 sjómílur suður af Suðurey í Færeyjum. Skipið var komið með slagsíðu og hugðust skipverjar fara í björgunarbátana. Þetta kom fram á fiskur.fo en þar er að finna samantekt um björgunaraðgerðir MRCC, færeysku sjóbjörgunarmiðstöðvarinnar sem stýrir m.a. björgun á hafi við Færeyjar.

Þyrla bjargaði 14 skipverjum

Varðskipið Brimil ásamt öðrum skipum var strax beint í áttina að Kambi og björgunarþyrla frá Atlantic var send af stað. Áður en fyrsta aðstoð barst var Kambur lagstur á hliðina. Sextán voru í áhöfn Kambs og voru fjórtán þeirra á skipssíðunni þegar björgunarþyrlan kom á staðinn. Vel gekk að ná þrettán skipverjum en björgunarmenn áttu í erfiðleikum með að sjá og ná þeim fjórtánda. Tekin var ákvörðun um að fljúga með skipverjana þrettán til aðhlynningar á sjúkrahúsið í Suðurey. Þyrlan hélt svo aftur af stað og náði í fjórtanda manninn sem hafði haldið til illa búinn við lunningu skipins. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Suðurey og var sá eini sem lagður var inn. Hinir skipbrotsmennirnir fóru heim að lokinni aðhlynningu.

Stuttu áður en síðasta skipverjanum var bjargað um kl. 10.30 sama dag sökk Kambur samkvæmt kvf.fo.

Treysti sér ekki til að stökkva í sjóinn Í sjóprófi sem haldið var í Færeyjum 13. febrúar sagði sjómaðurinn sem bjargað var í seinni ferð þyrlunnar að hann hefði reynt að fara í björgunarbát ásamt öðrum þeirra sem nú er talinn af. Hann hafi með

harðfylgi komist aftur upp á hlið Kambs og staðið einn við lunninguna þegar þyrlan sótti hina mennina. Hann hafi reynt að láta vita af sér og loks hefði sést til hans. Eftir tvær tilraunir til að bjarga honum sem ekki tókst, flaug þyrlan af stað með mennina þrettán.

Þegar þyrlan kom aftur til að sækja manninn, treysti hann sé ekki til að stökkva í sjóinn. Eftir að björgunartilraunir höfðu staðið í fimmtíu mínútur stökk hann í sjóinn og synti frá skipinu. Honum var bjargað einni og hálfri mínútu síðar.

Sjór flæddi inn um lúgu sem ekki lokaðist

Við sjópróf kom einnig fram að ekki var hægt að loka lúgu bakborðsmegin á skipinu. Þrír skipverjar voru að undirbúa sig fyrir að taka á móti bauju þegar alda skall á skipinu. Hún var ekki stór en mikill sjór komst inn um lúguna sem varð til þess að Kambur lyftist stjórnborðsmegin og sjór flæddi inn, stuttu síðar skall á önnur alda. Skipverjarnir reyndu að loka lúgunni án árangurs. Ekki er ljós hvers vegna lúgan sem var með vökakerfi og átti að vera hægt stjórna frá stýrishúsinu lokaðist ekki.

Leitað að tveimur skipverjum í rúma fjóra sólarhringa

Leit af skipverjunum tveimur sem saknað var hófst strax og tóku þátt í henni Varðskipið Brimil, skip á svæðinu þyrla og flugvélar. Ölduhæð á leitarstað var 7 metrar og 15 -18 metra vindur á sekúndu.

Leit stóð yfir í fjóra og hálfan sólarhring og var hætt um kvöldmatarleytið laugardaginn 10. febrúar. Mennirnir sem leitað var að voru 47 og 57 ára gamlir. Þeir eru nú taldir af.

Tvö íslensk skip tóku þátt í leitinni að Kambi en það voru Barði NK og Hoffell SU.

Guðrún Erlingsdóttir
6 SJÁVARAFL MARS 2024
2024, var glæsilegt skip

SPORÐSKURÐARVÉL

EYKUR AFKÖST UM ALLT AÐ FJÓRÐUNG

20% MINNKUN Í BLOKK

25% MINNKUN Í MARNING

AUÐVELDARI ÍSETNING Í FLÖKUNARVÉLAR

HÆRRA FRAMLEIÐSLUHLUTFALL

ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA

350 GRUNDARFJÖRÐUR

898 0989

Staðan í afla einstakra tegunda innan kvótans

ÞORSKUR

Aflamark 162.317.161 kg

Veiddur afli: 58,4%

UFSI

Aflamark 67.777.008 kg

Veiddur afli: 21,5%

KARFI

Aflamark 34.297.343 kg

Veiddur afli: 47,5%

ÝSA

Aflamark 60.462.245 kg

Veiddur afli: 50,6%

//
// 4FISH@4FISH.IS 7 SJÁVARAFL MARS 2024

Þór Sigfússon, stofnandi og stjórnarformaður Íslenska Sjávarklasans. Ljósmynd/Aðsend

Þór Sigfússon, stofnandi og stjórnarformaður Íslenska Sjávarklasans. Ljósmynd/Aðsend

Hvar verða höfuðstöðvar blárrar nýsköðunar?

Á skömmum tíma hafa mörg af mest hraðvaxandi fyrirtækjum hérlendis verið seld erlendum fjárfestum. Við fögnum þessum aukna áhuga erlendra fjárfesta á íslenskri nýsköpun og auðlindum henni tengdri. En þessi þróun kallar þó á að við metum hvaða áhrif hún getur haft á íslenska nýsköpun og athafnalíf. Eins er mikilvægt að rekstrarskilyrði þessara fyrirtækja séu sem best þannig að höfuðstöðvar þeirra haldist hér áfram. Sjávarklasinn hefur ekki hingað til talið skipta máli hvaða litur er á vegabréfum eigenda íslenskra fyrirtækja en þegar erlendir aðilar taka að fullu yfir okkar framsæknustu fyrirtæki er ástæða til að skoða áhrifin af því. Í þessari greiningu Sjávarklasans er fjallað um erlenda fjárfestingu og möguleg áhrif hennar á bláa hagkerfið hérlendis. Nýverið var nýsköpunarfyrirtækið Kerecis selt erlendu fyrirtæki og nutu margir innlendir fjárfestar um allt land góðs af þeirri sölu. Önnur dæmi má taka af leiðandi fyrirtækjum sem hafa verið seld erlendum aðilum á undanförnum árum. Má þar nefna Stofnfisk (Benchmark Genetics) sem er eitt framsæknasta fyrirtæki heims í laxahrogna-framleiðslu og Ensímtækni (Zymetech) sem er í forystu á heimsvísu í þróun þorskensíma. Nú berast fréttir af áhuga erlendra fjárfesta á Marel, verðmætasta fyrirtæki landsins. Marel hefur um árabil verið eitt helsta tákn um nýsköpun í íslenskum sjávarútvegi og forystu Íslands á því sviði á heimsvísu. Erlendir fjárfestar hafa lengi átt hlut í Marel en nú hafa erlendir fjárfestar sýnt áhuga á yfirtöku á Marel. Sama hvort af þeim viðskiptum verður eða ekki, vekur þessi möguleiki upp vangaveltur um hvaða áhrif slík yfirtaka

og sölur á íslenskum fyrirtækjum, sem eiga það sammerkt að vera með talsverða markaðshlutdeild á stærri mörkuðum og jafnvel á heimsvísu, hefur almennt á íslenskt atvinnulíf og ekki síst nýsköpun.

Af hverju skipta höfuðstöðvar máli?

Það er mjög jákvætt að íslensk nýsköpun sé að fá jafn mikla viðurkenningu á alþjóðamarkaði og áhugi erlendra fjárfesta ber með sér. Spurningin er hins vegar hvernig best sé að tryggja að höfuðstöðvar og helsta stoðstarfsemi þessara fyrirtækja, sem mörg eru með einkaleyfi eins og á fullnýtingu hluta þorskins, verði áfram í landinu.

Fá dæmi eru um lönd eða svæði, með svipaðan fjölda íbúa og Ísland, þar sem byggst hafa upp jafn mörg alþjóðafyrirtæki eins og hérlendis; fyrirtæki sem hafa höfuðstöðvar hér úti á miðju Atlantshafi. Væntanlega er ekkert eitt sem hefur skapað þessa sérstöðu Íslands, en afleiðingar hennar hafa verið mun meiri en við gerum okkur flest grein fyrir. Stóru fyrirtækin eins og Marel, Össur, Alvotech, CCP og Hampiðjan hafa þurft á margvíslegri stoð- og tækniþjónustu að halda sem hefur orðið til hérlendis vegna þarfa þessara fyrirtækja. Hér má nefna m.a. geislaskurð, hugbúnaðarþróun og hlutaframleiðslu, en þessi þjónusta og hugvitið sem hún byggir á hefur síðan staðið öðrum nýsköpunarfyrirtækjum til boða. Þannig hefur staðsetning höfuðstöðva þessara fyrirtækja stuðlað að þekkingar- og tækniyfirfærslu sem flýtt hefur fyrir framförum, nýsköpun og útrás í ýmsum greinum. Mörg innlendu stoðfyrirtækjanna hafa þróað búnað í samvinnu við þessi stóru fyrirtæki, sem orðin er sjálfstæð í útflutningsvara stoðfyrirtækjanna. Það má því segja að öflug alþjóðleg fyrirtæki á borð við Marel hafi verið kjarninn í uppbyggingu klasa tækni- og hugvitsfyrirtækja sem hafa síðan smám saman myndað öfluga heild. Þetta net stoðfyrirtækja er líklega önnur ástæða þess að þrátt fyrir að fyrirtækin séu yfirtekin af erlendum aðilum þá haldist meginstarfsemin hérlendis.

8 SJÁVARAFL MARS 2024

Samkeppni um höfuðstöðvar

Erlendar athuganir, sem hafa beinst að áhrifum höfuðstöðva alþjóðlegra fyrirtækja í borgum, hafa eðlilega beinst að þekktum heimsborgum. Athugun sem gerð var fyrir Lundúnaborg leiddi í ljós að um 40% af erlendum fjárfestingum í borginni komu til vegna verkefna fyrir höfuðstöðvar fyrirtækja eða stoðþjónustustarfsemi í kringum þær. Staðsetning höfuðstöðva virðist því skipta miklu máli um fjárfestingar á svæðum og er ástæða fyrir áhuga borga á að laða til sín höfuðstöðvar fyrirtækja. Algengt er að stærri borgir á Vesturlöndum keppi um að bjóða stórfyrirtækjum aðstöðu og fríðindi setji þau upp höfuðstöðvar sínar í borgunum. Ástæðan er sú, eins og áður er rakið, að störf í höfuðstöðvum eru „margfaldandi“ störf fyrir hagkerfi borga. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna er talið að þessi margföldunaráhrif séu frá einu og upp í fjögur störf fyrir hvert starf sem verði til í höfuðstöðvum fyrirtækja. Önnur ástæða áhuga samfélaga á höfuðstöðvum er sú staðreynd að í höfuðstöðvum starfa sérfræðingar sem greiða oft háa skatta og nýta margvíslega aðra þjónustu í stórum stíl. Þetta fólk er því mikilvægir skattgreiðendur og hvetjandi fyrir allt efnahagsumhverfi borga. Loks má nefna að til þess að laða að hæfileikafólk og fyrirtæki þarf að vera til staðar nokkur fjöldi fyrirtækja, sem hafa höfuðstöðvar á svæðinu. Með nægilegum fjölda áhugaverðra fyrirtækja, sem stunda alþjóðastarfsemi, eru meiri líkur á því að hæfileikafólk velji að flytja til svæðisins þar sem það hefur meiri vissu fyrir því að þótt til uppsagna komi hjá einu fyrirtæki séu tækifæri fyrir þekkingarstarfsmenn í öðrum áhugaverðum fyrirtækjum á svæðinu. Hérlendis hefur þetta verið hindrun fyrir mörg íslensk fyrirtæki í að laða til sín erlent vinnuafl sökum fábreyttra atvinnutækifæra. En fleiri höfuðstöðvar alþjóðlegra fyrirtækja geta stuðlað að því að laða til landsins fleiri þekkingarstarfsmenn og skapað þannig aukinn hagvöxt.

Hér má einnig bæta við að samkvæmt niðurstöðum erlendra rannsókna njóta góðgerðarfélög ýmis konar verulegs ábata af því að höfuðstöðvar stórra fyrirtækja séu á þeim svæðum sem þau starfa. Gott dæmi um þetta í okkar samfélagi er stuðningur sjávarútvegsfyrirtækja við fjölbreytta starfsemi íþróttafélaga og annarra samfélagslegra verkefna í sinni heimabyggð. Hingað til hafa eldisfyrirtækin verið minna áberandi í þessum efnum, en sum eru þó að feta sig meira inn á þessa braut!

Útibúalandið

Miðað við stærð landsins og samanburð við álíka lönd hefur Íslandi farnast vel að halda í höfuðstöðvar öflugra fyrirtækja á meðan mörg álíka samfélög eru fremur eins konar útibúalönd. Á þessum svæðum, þar sem höfuðstöðvar skortir, hefur orðið meiri atgervisflótti en á svæðum sem hafa haldið í höfuðstöðvar fyrirtækja. Án efa hefur skipt máli hér að stofnendur þessara fyrirtækja og helstu stjórnendur eru íslenskir. Um flest þeirra fyrirtækja, sem nefnd hafa verið hér að framan, hefur það átt við. Ekkert erlent fyrirtæki, sem hefur haft erlenda stofnendur og stjórnendur, hefur valið að flytja höfðustöðvar sínar til landsins. Besta leiðin til að tryggja að höfuðstöðvar framtíðarfyrirtækja í bláa hagkerfinu verði áfram hérlendis er að gera rekstrarumhverfi þessara fyrirtækja samkeppnishæft. Ekki er síður mikilvægt að efla enn frekar nýsköpunar- og fjárfestingaumhverfið hérlendis og fjölga þannig stöðugt í hópi áhugaverðra sprotafyrirtækja sem geta orðið okkar næsta Kerecis og Marel. Þarna geta stjórnvöld, sveitarstjórnir, bankar, lífeyrissjóðir og fjárfestar haft mikið að segja með því að auka áhættufjármagn í boði og verða bakland spennandi nýsköpunar í bláa hagkerfinu með því að búa hér til umhverfi sem hlúir- og laðar að sér hæfileikafólk alls staðar að. Aukin þekking og skilningur allra þessara aðila á nýsköpunarumhverfinu getur stuðlað að því að opna á frekari styrki til og fjárfestingar í nýsköpunarfyrirtækjum. Þannig má auka líkur þess að Ísland verði áfram aðlaðandi kostur fyrir fyrirtæki að vaxa og dafna og sjá sér hag í því að halda höfuðstöðvum sínum hérlendis þrátt fyrir breytingar á eignarhaldi.

Hér þurfa íslensk stjórnvöld einnig að spýta í lófana. Opinberir styrkir til nýsköpunarfyrirtækja á samkeppnisgrunni hafa haft mjög mikið að segja og þá þarf að auka. Skoða þarf hvernig megi auðvelda þekkingarstarfsfólki að flytja til landsins líkt og háskóla, iðnaðar og nýsköpunarráðherra hefur boðað. Rannsóknarstarfsemi á borð við þá sem stunduð er í háskólum, hjá Matís og Hafrannsóknarstofnun þarf að efla enn frekar.

Vaxtartækifæri

Loks þurfa stjórnvöld að vera opin fyrir því að hlúa að nýjum vaxtartækifærum í bláa hagkerfinu. Heildstæð áætlun um hvernig megi efla þær greinar og starfsemina innanlands væri ugglaust til bóta. Það er sjálfsagt að setja fram heildstæða stefnu um sjávarútveginn eins og gert hefur verið, en athyglina þarf líka að beina að hraðvaxandi greinum bláa hagkerfisins. Mikil orka hefur farið í að skapa sátt um “Auðlindina okkar” sem er gott. En kann að vera að nú sé kominn tími til að beina orkunni sem farið hefur í að ræða framtíð hefðbundins sjávarútvegs, sem býr við takmarkaða auðlind, í umræðu um nýjar þekkingargreinar í bláa hagkerfinu sem búa oft við óþrjótandi auðlindir. Ofangreint kemur fram á vef Íslenska Sjávarklasans

9 SJÁVARAFL MARS 2024
Þór Sigfússon, stofnandi og stjórnarformaður Íslenska Sjávarklasans. Ljósmynd/Aðsend

Æfing í blíðskaparveðri

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var með afar velheppnaða æfingu sem fram fór við Skriðutinda og Hagafellsjökul Eystri í blíðskaparveðri í febrúar, að því er fram kemur á vef Landhelgisgæslu Íslands.

Heildarafli 42.893 kíló

Um miðjan febrúar tókst áhöfninni á línubátnum Vigur SF-80 að ná tæplega 43 tonnum á 18 þúsund króka í einni lögn. Um var að ræða tæp 43 tonn af boltaþorski, þar sem meðalvigtin er tæp níu kíló. Það er ekki alltaf sem veiðin er svona góð. Fóru þeir til sjós frá Djúpavogi og lögðu alla línuna við Hornafjörð en um 18.000 krók a er að ræða. Fljótlega byrjuðu þeir að draga og þegar þeir höfðu dregið fimm rekka af ellefu, voru körin orðin full og lönduðu þeir tæpum 20 tonnum.

En ævintýrið var ekki búið. Þeir fóru aftur til hafs og veiddu rúm 23 tonn. Heildarafli var því 42.893 kíló. Fjór ir eru í áhöfn á Vigur en það eru þeir Gunnar Örn Marteinsson yfirstýrimaður, Gunnar Freyr Valgeirsson yfirvélstjóri, Óttar Már Einarsson annar vélstjóri og Sævar Þór Rafnsson skipherra.

Þorskar. Ljósmynd/Sjávarafl Tekið er á móti körfu. Ljósmynd/ Landhelgisgæsla Íslands Um borð í þyrlunni. Ljósmynd/ Landhelgisgæsla Íslands
10 SJÁVARAFL MARS 2024

Grásleppuveiðileyfi

Þann 26. febrúar var opnað fyrir umsóknir um grásleppuveiðileyfi. Breytingar hafa verið gerðar á reglunum og er veiðitímabilið frá 1. mars að undanskildum innanverðum Breiðafirði en þar er heimilt að veiða frá 20. maí. Hvert veiðileyfi er til 25 daga og frá 1. til 20. mars telur hver löndun sem einn veiðidagur. Sem dæmi er skilyrði til að fá að veiða grásleppuna að vera með almenn veiðileyfi og þurfa réttindin að vera í gildi/virk til að hægt sé að sækja um leyfi.

Fjarstýrðir Thyborøn toghlerar

Í tilkynningu Hampiðjunnar kom fram að nýlega var staðfest pöntun á Thyborøn fullfjarstýrðum toghlerum. Pöntunin var fyrir útgerðarfélagið Gjögur sem gerir út skipið Hákon ÞH 250 en eru þeir með nýjan Hákon í smíðum hjá Karstensen Skibsværft A/S á Skagen í Danmörku, stefnt er að afhendingu um mitt ár 2024.

Hlerarnir sem um ræðir eru týpa 42 og eru þeir 12 fermetrar og vega 4.700 kg. Í tilkynningunni segir: „Þeir eru fyrstu fullfjarstýrðu hlerarnir sem seldir eru frá Thyborøn á íslenskt skip en frá árinu 2017 hefur Thyborøn boðið upp á hlera með lúgum sem má opna og loka með glussatjakki og hægt er að breyta þegar hlerarnir koma upp aftan á skipinu.” Auk þess kemur fram á vef Hampiðjunnar að ýmsum búnaði hafi verið bætt við: „Með tilkomu týpu 32, og nú nýlega týpu 42 af Bluestream hlerunum, hefur verið bætt við búnaði eins og lithium rafhlöðu, dýptarnema og mótorstýringu ásamt tveimur botnstykkjum sem sett eru á kjöl skipsins,“ segir þar og jafnframt að með því móti sé mögulegt að stýra og breyta virkni hleranna úr brúnni meðan á veiðum standi.

Nýr Hákon ÞH með nýjustu gerð af Thyborøn toghlerum. Ljósmynd/Hampiðjan

Búnaðurinn á hlerunum sem og hugbúnaður í brúnni, er hannaður og framleiddur af Thyborøn fyrir utan lithium rafhlöðuna sjálfa en hún hefur allt að 40 klukku-

stunda vinnutíma þar til það þarf að hlaða hana, þrátt fyrir að hlerinn sé í stöðugri notkun. Það tekur um tvær klukkustundir að hlaða rafhlöðuna aftur upp í 80% hleðslu og um þrjá tíma í 100% hleðslu. Hampiðjan Ísland er umboðsaðili Thyborøn á Íslandi og sá um söluna á þessu hlerapari til útgerðarfélagsins Gjögurs.

11 SJÁVARAFL MARS 2024

Kolbrún Sveinsdóttir Verkefnastjóri hjá Matís

Saltfiskhnakkar í kryddskel frá Grími kokki, tilbúnir í ofninn. Ljósmynd/ MATÍS

Saltfiskur í mars?

Fyrir ríflega ári síðan var fjallað um saltfisk, hvað hann er, af hverju við borðum ekki saltfisk á Íslandi og af hverju við ættum að þekkja og borða saltfisk (3. tölublað, 9. árgangur Sjávarafls). Inntak þeirrar greinar var að við Íslendingar þekkjum ekki lengur nægilega sjálf þessa sælkeravöru sem nýtur svo mikilla vinsælda víða annarstaðar. Þó hefur saltfiskurinn verið samofinn sögu okkar og matarmenningu í árhundruð. Saltfiskurinn er okkar verðmæta verkaða afurð, sem ætti í raun að minnsta kosti að vera í hugum okkar Íslendinga á pari við það sem Parmaskinka er Ítölum.

Verkefnið Saltfiskkræsingar var sett af stað árið 2022 og hafði það að markmiði að styrkja stöðu saltfisksins á innanlandsmarkaði. Vinnustofa sem haldin var á vegum vekefnisins leiddi glöggt í ljós að saltfiskurinn hefur endalausa möguleika þegar kemur að útfærslu rétta og sóknarfærin eru sannarlega til staðar. Hinsvegar þarf að breyta þeirri ímynd sem saltfiskur virðist hafa hér heima á Íslandi, til að mynda að saltfiskur sé brimsaltur eða eigi að vera það. Rétt útvatnaður saltfiskur á í raun ekki að vera mjög saltur, hann á bara að hafa dauft saltbragð. Einnig hefur orðið vart við að (létt-/nætur-) saltaður fiskur sé seldur sem saltfiskur, en þetta eru gjörólíkar afurðir. Rétt útvatnaður saltfiskur hefur

Glóðaður saltfiskur með stökku rúgbrauði og piparrótar- og dillsósu. Ljósmynd/ MATÍS
12 SJÁVARAFL MARS 2024

einkennandi verkunarbragð, sem minnir jafnvel á smjör og áferðin á fisknum er stinn. Framangreind vinnustofa var mjög vel heppnuð og á henni kom fram fjöldi hugmynda um hvernig hægt væri að styðja við þá ímynd að saltfiskur sé sannarlega sælkeravara.

Í framhaldinu var lögð áhersla á þróun tilbúinna rétta og uppskrifta sem byggja á hefðbundnum útvötnuðum saltfiski. Unnið var útfrá því sjónarmiði að auðvelda neytendum að útbúa saltfiskkræsingar án mikillar fyrirhafnar. Nú í marsmánuði hefur verið blásið til saltfiskmánaðar í samstarfi við Krónuna, sem mun bjóða til sölu tilbúna rétti úr útvötnuðum saltfiski og útvatnaðan saltfisk sem er afrakstur þessarar vinnu. Vörurnar verða í boði í Krónunni Lindum, Granda, Flatahrauni, Bíldshöfða, Skeifunni, Mosfellsbæ, Selfossi, Akureyri og í Vestmannaeyjum. Hægt verður að kaupa tvennskonar rétti sem eru tilbúnir til hitunar eða eldunar og framleiddir af Grími Kokki: Saltfiskkrókettur og saltfiskhnakka með kryddskel. Auk þess verður hægt að kaupa útvatnaða saltfiskhnakka eða saltfiskbita til matreiðslu annarra rétta. Uppskriftir að girnilegum saltfiskréttum má finna á hinum ýmsu síðum. Uppskriftir að saltfiskréttum sem þróaðar voru innan Saltfiskkræsinga af meistarakokkum Menntaskólans í Kópavogi má t.d. finna á uppskriftasíðu Krónunnar en ein þeirra fylgir hér að neðan.

Saltfiskur er gæðavara en ímynd saltfisks meðal Íslendinga hefur átt undir högg að sækja. Vonandi náum við að snúa því við, því það skiptir máli að saltfiskur sé sannarlega hluti af matarmenningu okkar Íslendinga, að við þekkjum hann og að við séum stolt af honum. Ýmsar gagnlegar upplýsingar um saltfisk og verkefnið Saltfiskkræsingar má finna á vef MATÍS

Verkefnið Saltfiskkræsingar er styrkt af norrænu sjóðunum NORA og AGFisk. Verkefnishópurinn samanstendur af íslenskum, norskum og færeyskum sérfræðingum í saltfiskvinnslu og gæðum, matreiðslu, matvælaframleiðslu, miðlun og ferðaiðnaði.

Á Íslandi eru eftirfarandi þátttakendur í verkefninu og helstu tengiliðir: Matís, Kolbrún Sveinsdóttir (verkefnisstjóri Saltfiskkræsinga)

Grímur Kokkur, Grímur Þór Gíslason

Klúbbur Matreiðslumeistara, Þórir Erlingsson

Menntaskólinn í Kópavogi, Ægir Friðriksson Íslenskir saltfiskframleiðendur, Sverrir Haraldsson Í samstarfi við Íslandsstofu, Björgvin Þór Björgvinsson

Uppskrift að saltfiskrétti:

Glóðaður saltfiskur með stökku rúgbrauði og piparrótarog dill sósu

Innihald:

800 gr. saltfiskhnakkar

100 gr. sykur

10 gr. dill og fennelfræ

Sósa:

100 gr. repjuolía

50 gr. dill ferskt

50 gr. steinselja fersk

200 gr. súrmjólk

30 gr. fersk piparrót

Safi úr hálfri sítrónu

Salt eftir smekk

Steikt rúgbrauð:

4 sneiðar rúgbrauð skorið í litla teninga.

100 gr. smjör

Salt eftir smekk

Aðferð:

1. Settu fiskinn í bakka og kryddaðu hann með blöndu af sykri, dilli og fennelfræjum í 1 klst. Þá er hann skolaður lítillega og þerraður.

2. Blandaðu dilli og steinselju við olíu í blandara þar til hún hitnar, sigtaðu hana því næst og láttu standa þar til öll olían hefur lekið af og settu til hliðar.

3. Blandaðu súrmjólk, sítrónusafa og fínt rifinni piparrót í skál og kryddaðu með salti eftir smekk. Bættu grænu (dill og steinselju-) olíunni saman við og blandaðu lítilega svo hún haldist að mestu aðskilin.

4. Hitaðu ofninn í 200°C. Skerðu rúgbrauð í jafna teninga og steiktu á pönnu með smjöri við lágan hita þar til brauðið er aðeins orðið stíft en passa þarf að það brenni ekki.

5. Settu smá olíu yfir fiskinn og settu hann í ofninn í um 10 mín og kannaðu hvort hann falli í flögur. Ef hann er ekki tilbúinn þá er gott að láta hann jafna sig við stofuhita og setja hann svo í ofninn þar til hann fellur í flögur. Þá er fiskurinn glóðaður með gasloga til að hann taki smá lit og bragð.

6. Borið fram með sósunni og rúgbrauðinu ásamt öðru meðlæti að eigin vali.

13 SJÁVARAFL MARS 2024
Saltfiskur. Ljósmynd/ Lárus Karl Ingvason

Öflugur sjávarútvegur er engin tilviljun

14 SJÁVARAFL MARS 2024

Kútter Ingvar ferst við Reykjavík

Þúsundir fylgdust með harmleiknum

Sjaldan hefur eins mörgum fundist þeir vera eins hjálparvana og þegar þúsundir Reykvíkinga fylgdust skelfingu lostnir með því þegar skipverjar á kútter Ingvari drukknuðu í særótinu við skerin í Viðey í apríl 1906. Tuttugu fórust en samtals fórust sextíu og átta menn af fimm skipum þennan dag. Enginn björgunarbúnaður var til og ekkert var til bjargar.

Mikill veðurofsi í apríl

Árið 1906 var ár mikils veðurofsa sem olli miklu tjóni til sjós og lands. Talið er að sextán íslensk skip hafi farist og tuttugu og þrjú erlend, auk nokkra ára- og vélbáta. Drukknuðu um 130 Íslendingar en mun minna manntjón varð á erlendu skipunum. Marsmánuður einkenndist reyndar af fádæma veðurblíðu en í apríl breyttist veður skarplega til hins verra og rak hvert óveðrið annað. Keyrði um þverbak aðfararnótt 7.apríl og áttu mörg skip í erfiðleikum með að ná til hafnar. Daginn eftir varð veðurofsinn enn verri og gekk á með suðvestan dimmviðri. Í þá daga voru menn á þilskipum afar kappsfullir og voru það í raun aðeins eldri og reynslumeiri menn sem biðu meðan veður gengu yfir. Mörg skip höfðu því verið úti. Þrjú reykvísk þilskip náðu ekki til hafnar og svo einkennilega vill til að þau báru einkennisstafina RE 25, RE 50 og RE 100. Tvö skipanna fórust við Mýrar án þess að nokkur vitni væru þar að: Emilie sem fórst við Akra og Sophie Wheatley við Knarrarnes. Fjörutíu og átta manns voru um borð í þessum skipum. Þúsundir manna urðu hins vegar vitni að því þegar Ingvar, sem var í eigu Duus verslunar, fórst við Viðey.

Löng sorgarsaga

Ófarir Ingvars byrjuðu áður en skipið kom að Reykjavík. Sést hafði til skipsins suður í Garðasjó og var þá með brotinn gaffal á stórsegli og seglið sjálft farið fyrir borð. Nokkra skipverja hefur sennilega tekið út af skipinu þegar þetta gerðist. Laust fyrir hádegi þann 7.apríl sést til skipsins á siglingu utan við eyjar og átti það greinilega í erfiðleikum. Menn tóku eftir skemmdum á seglbúnaði og hafði skipið einungis uppi aftursegl og stagfokku.

Þegar Ingvar strandaði laust fyrir klukkan hálf eitt sást það vel bæði frá Viðey enda var skipið ekki nema 250 metra frá landi. Var skipið tjóðrað fast við skerið. Fólk stóð í flæðarmálinu og fylgdist með skipinu þar sem það barðist á skerinu.

Í fyrstu ætlaði skipið að sigla venjulega leið milli Örfiriseyjar og Engeyjar inn á Reykjavíkurhöfn en vegna þess hve seglbúnaður var lélegur sá skipstjórinn sennilega fram á að það myndi ekki takast. Hrakti skipið nokkuð norður með Engey en reynir svo að sigla inn sundið milli Engeyjar og Viðeyjar, sennilega til að ná lægi milli Viðeyjar og lands eða inni við Klepp. Um hádegið gerist veður hins vegar sunnstæðara og til móts við Eiðið á Viðey er hætt við, sennilega af ótta við að skipið myndi stranda. Suðvestur af eiðinu eru skerjaflákar sem ekki sjást í stilltum sjó

en brýtur á þeim í brimi, eins og þá var. Tyrfingur skipstjóri tekur þá á það ráð að draga niður segl og varpa akkeri sem virðist ná festu. Veðurofsinn magnast hins vegar enn frekar og höfðu menn sjaldan eða aldrei séð viðlíka brim við Reykjavík. Ingvar hverfur hreinlega í særokið en þegar grillir í skipið aftur sjá menn sér til skelfingar að svo virðist sem akkerið hafi losnað og skipið snúið sér. Rekur það nú undan veðri í átt að skerjunum við Viðey uns það steytir við Hjallasker, á móts við Viðeyjartún. Þótt ekkert liggi fyrir er talið að skipverjar hafi gripið til þess örþrifaráðs að kasta út akkeri aftur. Verður það þó eingöngu til þess að halda skipinu föstu á skerinu og heggur það stöðugt. Er miður að akkerið fór út því verið gæti að skipið hefði losnað af skerinu og hrakið upp í Viðey þar sem ekki er útilokað að einhverjir hefðu bjargast á land.

Þúsundir manna við sjóinn

Geir Sigurðsson skipstjóri er við annan mann vestur í slipp þegar hann sér Ingvar sigla vestan Engeyjar. Hann gengur þá niður eftir til að kanna hvernig skipinu reiddi af. Er hann kemur að verslun Geirs Zoëga á Vesturgötunni sé hann að Ingvar liggur beint upp í vindinn við Hjallasker og í næsta vetfangi að skipið er komið upp á skerið og liggur flatt fyrir vindi meðan sjór brýtur yfir það. „Mennirnir voru farnir að tínast upp í reiðann. Þetta var átakanleg sjón.“ Fréttin um strand Ingvars barst fljótt um bæinn og fólk þusti þúsundum saman niður að sjó. Var nær óslitin röð fólks á öllum aldri frá sjónum og inn fyrir Klöpp. Meðal áhorfenda við höfnina voru sumir af helstu ráðamönnum þjóðarinnar; t.d Hannes Hafstein ráðherra og Thomsen kaupmaður, sem var einn af brautryðjendum slysavarnastarfs á Íslandi. Ráðamenn skora á menn að freista þess að ná út í eitthvert gufuskipanna sex sem lágu á Reykjavíkurhöfn og biðja menn að fara á vettvang og reyna að bjarga áhöfn Ingvars. Skammt var á milli skipanna og strandstaðarins en sökum þess að Engeyjartaglið skyggði á sást ekki frá gufuskipunum á standstaðinn og vissu menn þar því ekki af strandinu, sumir hverjir ekki fyrr en daginn eftir. Erfitt var að komast út í gufuskipin og ekki fyrir hvern sem er að reyna. Segir Thomsen kaupmaður þá að sexmannafar sitt sé frjálst hverjum þeim sem reyna vill og sjóföt fyrir þá í geymsluhúsi verslunarinnar.

Sigrún Erna Geirsdóttir
16 SJÁVARAFL MARS 2024
Kútter Ingvar fórst við skerin í Viðey í apríl 1906.

Björgun var ómöguleg

Geir skipstjóri réttir þá upp hönd og segir: „Ég er tilbúinn, ef einhver vill koma með mér.“ Enginn bauð sig fram. Geir tekur þá við bréfi úr hendi Hannesar þar sem fram kemur að tekin er ábyrgð á greiðslu úr Landssjóði fyrir það tjón sem kunni að verða á skipi og mönnum við tilraun til björgunar. Fer Geir þá niður í Thomsens-pakkhús, þar sem hann vissi af félögum sem reyndust allir fúsir til fararinnar. Fyrst liggur leiðin í Flóabátinn Reykjavík en skipstjórinn þar segist ekkert geta gert og prísar sig sælan ef keðjurnar haldi eigin skipi. Seagull reynist vera bilaður og Súlan og enskur togari treysta sér ekki af stað. Síðast er farið að norsku fisktökuskipi; Gambetta, og eftir að skipstjórinn les bréf Hannesar Hafstein segist hann vera reiðubúinn til að reyna björgun. Fór Geir þá um borð með einum öðrum. Þegar til átti að taka lét skipið ekki að stjórn og þegar skipstjóri taldi fullreynt sagði skipstjórinn að því miður gæti hann ekki lagt út. Þar með hvarf síðasta von skipverjanna á Ingvari og fer þá Geir fyrir neðan þiljur. ,,Ég þoldi ekki að horfa á mennina sem stóðu bjargþrota í reiðanum á Ingvari. Ég sá tíu eða ellefu menn í reiðanum, og var þetta átakanlegra en orð fá lýst.“ Í heimildum er þess að auki getið að eitt skip í viðbót, Njáll, hafi verið á staðnum og hefði skipstjóri þess verið viljugur til að reyna að fara út að strandstað ef til hans hefði verið leitað. Það var þó ekki gert og ekki er vitað hvers vegna, mögulega álitu menn það þýðingarlaust úr því sem orðið var.

Engir komust í land

Þegar Ingvar strandaði laust fyrir klukkan hálf eitt sást það vel bæði frá Viðey enda var skipið ekki nema 250 metra frá landi. Var skipið tjóðrað fast við skerið. Fólk stóð í flæðarmálinu og fylgdist með skipinu þar sem það barðist á skerinu. Bátur var dreginn langa leið eftir ströndinni að strandstað en svo hrikalegt var brimrótið að ekki var hægt að setja bátinn út. Var þá farið niður í fjöru með kaðla, teppi og heitt kaffi til að gefa skipbrotsmönnum ef einhverjum skolaði lifandi á land. Fullir hryllings horfðu Viðeyjarbúar á mennina slitna úr reiðanum og hverfa í sjóinn einn á fætur öðrum. Brimið bar þá að eynni og óðu menn út í til þess að bjarga þeim á land, fullir vonar um að einhverjir yrðu á lífi. Ægir skilaði þó engum lifandi að landi og var ellefu líkum bjargað þann daginn. Voru þau fyrst borin inn í helli þar sem þau voru þvegin og veitt nábjargir og síðan voru þau borin upp í Viðeyjarkirkju. Í Lesbók Morgunblaðsins hefur Árni Óla það eftir Jónasi Magnússyni, sem þá var vinnumaður í Viðey, að húsbóndinn í eynni, Eggert Briem, hafi tekið slysið ákaflega nærri sér og hafi hann ekki verið sami maður lengi á eftir. Hafi hann látið þau orð falla að heldur hefði hann viljað missa Viðey en að þetta hefði komið fyrir. „Meðan skipið stóð á skerinu var hann nærri hamslaus út af því að geta ekkert gert. Skipaði hann okkur t.d. að setja fram fjögurra manna farið og fara út að skipinu og ætlaði auðvitað sjálfur með. Magnús Einarsson, sem var orðlagður sjómaður, sýndi honum þó fram á að slíkt væri óðs manns æði þar sem holskeflubrim væri alla leið frá skipinu heim að túni. Bátur var í svonefndri Brekkuvör sem er sunnan við Virkið. Þangað fór Eggert einn, hratt bátnum fram og ætlaði að leggja út. Aðrir tóku þó eftir þessu í tæka tíð og var báturinn tekinn af honum.

Meðal áhorfenda við höfnina voru sumir af helstu ráðamönnum þjóðarinnar; t.d Hannes Hafstein ráðherra og Thomsen kaupmaður, sem var einn af brautryðjendum slysavarnastarfs á Íslandi.

Batt sig í reiðann

Mennirnir í reiðanum misstu takið einn á fætur öðrum í brotsjónum sem reið stöðugt á því. Í þrjár klukkustundir börðust þeir fyrir lífi sínu en að lokum var aðeins einn maður eftir við siglutréð og hafði hann líklega bundið sig fastan. Hékk hann þar lengi með höfuð niður, annað hvort meðvitundarlaus eða látinn, áður en skipið liðaðist endanlega í sundur klukkan þrjú. Er vart hægt að ímynda sér líðan þeirra sem í skipinu voru, að sjá land skammt undan til beggja handa og nóg af skipum og bátum. Lengi hafa þeir sjálfsagt vonast eftir því að sjá einhverja tilraun gerða til björgunar. Ekki hefur ættingjum og vinum mannanna liðið mikið betur þar sem þeir stóðu í landi og horfðu hjálparvana á skipverja hverfa í hafið einn á fætur öðrum.

Ótrúlegt fjölmenni vegna jarðarfarar

Daginn eftir var komið mun skaplegra veður og fór uppskipunarbátur frá Reykjavík til Viðeyjar sem var enn símalaus, til að athuga hvort einhver hefði komist lífs af og til þess að sækja lík ef þau hefðu borist á land. Skipin þrjú sem fórust 7.apríl voru öll frá Reykjavík en ekki voru einvörðungu Reykvíkingar um borð. Af þeim 68 sem fórust voru 24 úr Reykjavík en hinir komu frá ýmsum stöðum. Akranes varð fyrir mestu manntjóni, fimmtán menn höfðu komið þaðan og um haustið á undan höfðu farist tíu menn frá staðnum.

Akranes var þá lítið þorp en hafði misst tuttugu og fimm menn á skömmum tíma. Tíu skipverjar frá Reykjavík voru jarðsettir þann 20. apríl. Dómkirkjan var tjölduð svörtu og öllum verslunum í borginni lokað og vinnu hætt á meðan jarðarförin fór fram. Var líkfylgdin svo fjölmenn að aldrei hafði annað eins sést. Blöðin birtu eftirmæli um skipverjanna og orti Guðmundur Guðmundsson skáld ljóð af þessu tilefni sem nefndist Kveðja við gröfina. Eftir slysið voru flestir sammála um að of lítið hefði verið gert til að reyna að bjarga skipverjum. Þá voru menn sammála um að það gengi ekki lengur að hafa engan björgunarbúnað í Reykjavík en á þessum tíma lifði bærinn nánast eingöngu á útgerð og hér var miðstöð allra siglinga við landið. Menn voru þó ekki sammála um hvernig standa ætti að málum. Efnt var til samskota fyrir fjölskyldur hinna látnu og til þess að kaupa björgunarbát. Nam upphæðin 32 þúsundum og kom nær þriðjungur frá Vestur-Íslendingum. Þá var efnt til hlutaveltu og fór hluti ágóða til samskotanna og hluti í björgunarbátasjóðinn. Vel safnaðist í samskotasjóðinn en minna í björgunarsjóðinn og var sá síðarnefndi á endanum látinn renna inn í hinn. Varð því hvorki af kaupum á björgunarbáti né fluglínutækjum. Á sama tíma og á þessu stóð fór af stað önnur fjársöfnun fyrir styttu af Kristjáni IX fyrir framan Stjórnarráðið og var gert ráð fyrir að styttan myndi kosta 20-25.000 krónur. Mæltist söfnunin illa fyrir en þó fór svo að styttan var komin upp áður en Slysavarnarfélagið var stofnað og áður en björgunarbáturinn kom. Það var ekki fyrr en 22 árum síðar sem SVFÍ Íslands var stofnað og um hálf öld leið áður en fyrsti björgunarbáturinn kom. Slysið var þó hvati að stofnun Slysavarnafélags Íslands sem seinna aðstoðaði Viðeyingafélagið við að reisa minnismerki á slysstað og er það akkeri sem talið er vera úr Ingvari.

Heimildir: Steinar Lúðvíksson: Þrautgóðir á raunastund og Lesbók Morgunblaðsins

17 SJÁVARAFL MARS 2024

Tannlaus um tíma

Steinbíturinn er venjulega orðinn rýr á vorin og sækir þá fæði upp á grunnslóð. Þá er hann að leita að botndýrum eins og skeljum, kúfiski, sniglum, krabbadýrum og ígulkerum ásamt loðnu og öðrum fiski. Á þessum tíma hafa honum vaxið nýjar tennur en hann missir þær um hrygningartímann og er tannlaus um tíma og tekur þá ekki til sín fæðu. Hrygningartíminn stendur yfir frá október til nóvember og aðalhrygningarstöðvarnar eru á 160-200 metra dýpi undan Vesturlandi og Vestfjörðum.

Steinbíturinn er veiddur að mestu leyti á línu eða rúmlega helmingur aflans. Aflinn er fenginn allt í kringum landið en að mestu leyti á Vestfjörðum og sunnanverðum Faxaflóa á vorin og sumrin sem og við SA-land á sumrin. Steinbít er einnig að finna í öllu N-Atlantshafi, bæði austan og vestan megin. (Heimild: Íslenskir fiskar eftir Gunnar Jónsson, Fjölvi 1992)

Kúlaðan steinbít eða sigin steinbítsflök telja margir algert sælgæti. Þessar sannkölluðu sjávarperlur eru eitt best geymda leyndarmál sjávarfangs hér við land. Þeir sem vilja gæða sér á þessu ljúfmeti ættu að prófa að hafa með vestfirskan hnöðmör, eða vestfirðing eins og hann er kallaður, ásamt kartöflum.

18 SJÁVARAFL MARS 2024

Þvílíkar hetjur!

Æfing Freyju og þyrlusveitar, hér eru einn af áhöfnunni að fara síga um borð. Ljósmynd/ Landhelgisgæsla Íslands

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og áhafnir varðskipana eru með æfingar allt árið um kring. Í febrúar fór eins slík æfing fram, að Fram kemur á vef kemur á vef Landhelgisgæslu Íslands. Þá var þyrlusveitin ásamt áhöfn Freyju æfa á sjó. Myndband fylgir með tilkynningu og sýnir hversu háskalegar þessar æfingar kunna að virðast og gefur áhugaverða sýn inn í hlutverk mannana sem taka þátt í slíkri æfingu. Allt er þetta unnið að fagaðilum svo allir eru öruggum höndum. Í æfingu Freyju og þyrlusveitarinnar fara nokkrir af áhöfn Freyju um borð í opin björgunarbát. Eftir það kemur þyrlan þeim er bjargað um borð í þyrluna einum í einu og er það mörgnuð sjón að sjá þá hýfa upp Að lokum fara þeir frá þyrlunni og síga niður um borð í Freyju.

Vel heppnuð
Íslands SJÁVARAFL MARS 2024 19
æfing. Ljósmynd/ Landhelgisgæsla

Föstudagurinn 22. mars 2024 er sjálfur Mottudagurinn.

Krabbameinsfélagið hvetur alla til að taka þátt, gera sér glaðan dag og vekja athygli á baráttunni gegn krabbameinum í körlum.

Takið myndir og deilið með myllumerkinu #mottumars og sendið á netfangið mottumars@krabb.is.

Kjarasamningur sjómanna

Kjarasamningur sjómanna, sem var undirritaður þann 6. febrúar, hefur verið samþykktur. Kjörsókn var 53,6% og 62,84% félagsmanna greiddu atkvæði með samningnum en 37,17% á móti. Niðurstaðan kemur fram í tilkynningu frá Sjómannasambandi Íslands. Hlustað var vel á það sem sjómenn gagnrýndu mest og er olíukostnaðurinn ekki lengur sá kostnaður sem var inni í samningi sjómanna. Í tilkynningunni kemur einnig fram að sjómenn fá desemberuppbót árið 2028. Formaður Sjómannasambands Íslands er Valmundur Valmundsson.

Á móti samningi 37,17%

62,84% 53,6%

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands.  Ljósmynd/Aðsend

Með samningi Kjörsókn

20 SJÁVARAFL MARS 2024

Hafa rýnt í 590 þúsund maga

Úr rannsóknaleiðangri Hafrannsóknastofnunar. Vísindamenn stofnunarinnar hafa litið í maga 590 þúsund fiska.

Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun/Svanhildur Egilsdóttir

Vísindamenn Hafrannsóknastofnunar hafa á 27 árum skoðað í maga 590 þúsund botnfiska til að rannsaka fæðu þeirra. Í nýlegri skýrslu stofnunarinnar er fjallað ítarlega um fæðu 36 tegunda botnfiska á Íslandsmiðum árin 1996-2023, en af þessum 36 tegundum eru 17 þar sem fæðu hefur ekki áður verið lýst með magnbundnum hætti hér við land, að því er fram kemur í færslu á vef Hafrannsóknastofnunar.

Með stöðluðum hætti er í skýrslunni fæðuvali lýst og magni einstakra botnfiskategunda. Auk þess veita niðurstöður einnig upplýsingar um hve háðar mismunandi tegundir ránfiska eru ákveðnum fæðuhópum og út frá mik ilvægi fæðuhópa má flokka ránfiska í nokkra hópa.

Þorskur helsti ránfiskurinn

Samkvæmt niðurstöðum er þorsk ur „einn helsti ránfisk ur landgrunnsins sem hefur fjölbreytt fæðuval og nýtir það sem er í boði hverju sinni, mest loðnu, aðra fiska og ýmis krabbadýr. Af öðrum tegundum á landgrunninu eru langa, keila og skötuselur fyrst og fremst fiskætur en helstu krabbadýraætur landgrunnsins eru tindaskata, ufsi, lýsa og gullkarfi.“

Á móti eru ýsa, steinbítur, blágóma, skarkoli, sandkoli og skrápflúra fyrst og fremst botndýraætur. Hrognkelsi hefur þá sérstöðu að treysta nær alfarið á ýmsar sviflægar hveljur sem fæðu, það er marglyttur og kambhvelur.

Tómir magar algengari

Magn fæðu sem hlutfall af þyngd ránfisks var breytileg yfir tímabilið hjá flestum tegundunum en hefur þó farið gagngert minnk andi hjá þorski og ýsu. Auk þess hefur hlutfall tómra maga farið vaxandi hjá þessum tveimur tegundum.

Þá er í skýrslunni sérstak lega horft til „útbreiðslu helstu fæðutegunda og hópa eins og hún endurspeglast í mögum botnfiska, og metin dreifing þeirra m.t.t. hitastigs og dýpis og hvaða afræningjar treysta helst á viðkomandi fæðu. Jafnframt er fjallað um breytingar sem orðið hafa á tímabilinu varðandi hlutfallslegt vægi helstu fæðutegunda.“

Loðna er mikilvægur hluti af fæðu þorsks, sem er einn helsti ránsfiskur landgrunnsins.  Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun: Svanhildur Egilsdóttir

21 SJÁVARAFL MARS 2024

Sigurður gerir út trilluna Svölu Dís KE – 29.

Skötuselurinn var vanmetin auðlind

Það má kannski segja að Sigurður Haraldsson sé ekki hinn hefðbundni trillukarl í orðsins fyllstu merkingu, þrátt fyrir að hann hafi gert út trillu í hátt í tuttugu ár. Hann hefur farið aðrar leiðir en margir aðrir í sömu starfsstétt. Sigurður var einn þeirra fyrstu sem veðjuðu á skötuselsveiðar, enda kom hann fljótt auga á að hann væri mun verðmætari en þorskur. Nú eltir hann hins vegar makrílinn um miðin við Íslandsstrendur.

Sigurður er fæddur og uppalinn í Keflavík, bænum sem oft er kenndur við Bítlana, enda var og er mikil gróska í tónlistarlífinu þar í bæ. En það er ekki bara tónlistin sem blómstrar í Reykjanesbæ eins og bæjarfélagið nefnist í dag. Þar er einnig stunduð blómleg útgerð af miklum móð. Siggi eins og Sigurður er gjarnan kallaður ákvað ungur að leggja fyrir sig sjómennskuna. „Það voru hvorki sjómenn í föður- né móðurfjölskyldunni minni. Mér fannst eitthvað heillandi við sjómennskuna og var viss um að það væri eitthvað sem hentaði mér vel,“ segir Siggi. Og það má segja að hann hafi hitt naglann á höfuðið því hann er enn að, nú þremur áratugum eftir að hann fór fyrst á sjó 16 ára gamall.

„Fyrsta rúma áratuginn og eitthvað í þá veru var ég á sjó hjá öðrum. Ég var á vertíðarbátum en það er mikil erfiðisvinna og fjarvistir frá fjölskyldunni oft mjög langar. Bátarnir fylgdu fiskinum og stundum voru þeir jafnvel gerðir út frá Austfjörðum sem þýddi að ég kom kannski heim tvær helgar í mánuði. Þegar við gerðum svo út héðan þá fórum við út klukkan þrjú á nóttinni og komum í land um kvöldmatarleytið þannig að þetta var mjög ófjölskylduvænt starf.“

„Það voru hvorki sjómenn í föður- né móðurfjölskyldunni minni. Mér fannst eitthvað heillandi við sjómennskuna og var viss um að það væri eitthvað sem hentaði mér vel.”

Vildi gera út sjálfur Siggi vildi þó ekki hætta á sjónum en ákvað engu að síður að breyta til. Hann var með skipstjórnarréttindi og bjó því við ákveðið frelsi. „Ég ákvað árið 2001 að kaupa mér trillu og hefja útgerð og þar með var ég orðinn minn eigin herra. Ég sá fyrir mér að geta verið meira heima og róa eftir veðri.“ Á þeim tíma sem Siggi var að hefja sína útgerð var kerfið örlítið hagstæðara en það er núna. Hann segir að í dag sé varla gerlegt

Alda Áskelsdóttir
SJÁVARAFL MARS 2024 22

Sigurður Haraldsson keypti smátt og smátt skötuselskvóta og þegar mest lét hafði hann heimild til að veiða fimmtíu og tvö tonn eða um tvö prósent af heildarkvótanum.

að hefja smábátaútgerð, kvótaleigan sé of há og ætli menn að kaupa kvóta þurfi eigið fé að nema um 30%]. „Ég byrjaði á því að leigja mér kvóta en eftir fyrsta árið sá ég að útgerð byggð á því kerfi myndi ekki ganga upp enda endaði það ár í tapi hjá mér,“ segir Siggi og bætir við: „Ég lagði því spilin á borðið og komst að þeirri niðurstöðu að ef ég ætlaði að halda útgerðinni áfram væri nauðsynlegt fyrir mig að koma mér inn í kerfið, vinna með því en ekki á móti og kaupa mér kvóta.“ Á þessum árum var til nokkuð sem hét Jöfnunarsjóðskvóti. Hann virkaði þannig að hann fylgdi bátum en varð ekki virkur nema útgerðin ætti kvóta á móti. „Það var á þennan hátt sem ég komst inn í kerfið. Ég keypti ódýran Jöfnunarsjóðskvóta, um fjórtán tonn, og þar með gat ég farið í bankann og fengið lán fyrir hinum fjórtán tonnunum sem upp á vantaði til að gera kvótann frá sjóðnum virkan. Ég var þá kominn með veiðiheimild upp á tuttugu og átta tonn og veðið því orðið miklu rýmra en ella hefði verið.“

„Ég ákvað árið 2001 að kaupa mér trillu og hefja útgerð og þar með var ég orðinn minn eigin herra. Ég sá fyrir mér að geta verið meira heima og róa eftir veðri.”

Skötuselurinn var bjargvættur Kvótinn sem Siggi hafði yfir að ráða var upp á þorsk. Hann hafði hins vegar uppi aðrar hugmyndir um nýtingu hans að stórum hluta. Á þessum tíma voru skötuselsveiðar lítt stundaðar og þar sá Siggi tækifæri. Mjög fáir stunduðu þessar veiðar en eftirspurnin var mikil og verðið hátt. „Ég var á grásleppu en fékk oft skötusel í netin. Ég komst fljótt að því að það var mun arðvænna að veiða skötusel en t.d. þorsk. Ég ákvað því að veðja á skötuselinn og var með þeim fyrstu sem gerði út á skötusel frá Reykjanesinu. Útgerðir höfðu yfirhöfuð lítinn áhuga á þessari fisktegund. Hún var í kvóta en ég gat skipt út þorskkvóta fyrir skötusel og þar gilti tonn á móti tonni. Með þessu náði ég að margfalda virði kvótans og þar með tekjurnar. Verðið sem fékkst fyrir kíló af skötusel var kannski þrefalt hærra en það sem fékkst fyrir kíló af þorski.“ Til að byrja með nýtti Siggi grásleppunetin við veiðar á skötusel, eitthvað sem mátti á þessum árum en er ekki leyfilegt nú. „Það hefði verið mjög dýrt og erfitt að koma sér upp netum sem sérstaklega eru ætluð til skötuselsveiða á einu bretti,“ segir Siggi og bætir við: „Ég byrjaði smátt, keypti eina trossu í einu. Þegar fyrsta trossan hafði borgað sig fjárfesti ég í annarri og svo koll af kolli þar til ég átti nægilega margar til að stunda veiðarnar af fullum krafti.“

900 kg skiluðu meira en 3 tonn

Siggi fann fljótt út að hann þyrfti að auka kvótann og ákvað að snúa sér nær alfarið að skötuselsveiðum. „Smátt og smátt keypti ég skötuselskvóta og þegar mest lét hafði ég heimild til að veiða fimmtíu og tvö tonn eða um tvö prósent af heildarkvótanum. Þetta endaði með því að níu mánuði á ári snérist útgerðin hjá mér um skötuselsveiðar, hina mánuðina gerði ég út á grásleppu og þorsk.“ Siggi segir að á þessum árum hafi útgerðarmenn almennt ekki komið auga á verðmætin sem fólust í skötuselnum. „Ég man eftir því að ég var kannski að koma í land með níuhundruð kíló af skötusel í land á meðan aðrir voru með tvö til þrjú tonn af þorski, þá var glott út í annað og jafnvel hlegið að mér. Mönnum þótti aflinn heldur rýr hjá mér. Staðreyndin var hins vegar sú að mín níuhundruð kíló skiluðu meira en tvö til þrjú tonnin þeirra – og ég leyfði þeim bara að hlæja.“ Siggi segir að skötuselsveiðar henti einkar vel fyrir trilluútgerð. „Skötuselurinn lifir lengur í netunum en t.d. þorskur. Því skiptir ekki svo miklu máli að það sé ekki hægt að sækja sjóinn daglega t.d. vegna veðurs þar sem aflinn liggi ekki undir skemmdum.“

„Ég ákvað árið 2001 að kaupa mér trillu og hefja útgerð og þar með var ég orðinn minn eigin herra. Ég sá fyrir mér að geta verið meira heima og róa eftir veðri.”

Hrunið setti strik í reikninginn

Siggi unni sér vel á sjónum og útgerðin blómstraði enda lagði hann allt að veði og stundaði sjóinn af ástríðu. Eins og hjá svo mörgum öðrum setti hrunið hins vegar strik í reikninginn. „Ég var með íslensk lán sem voru samt sem áður tengd gjaldeyri. Við hrunið stökkbreyttust þau. Næstu fjögur ár barðist ég í bökkum við að standa skil á skuldum útgerðarinnar. Síðar kom svo í ljós að þessi lán voru dæmd ólögleg og mér bauðst að semja upp á nýtt. Þeir samningar voru hins vegar þess eðlis að ég sá mig tilneyddan til að selja félagið að undanskildum bátnum. Ég réð ekki við afborganirnar og sá að það myndi taka mig þrjú til fjögur ár að éta mig innan frá.“ Þegar Siggi talar um þetta færist þungi í svipinn enda segir hann að það hafi verið erfitt að sjá á eftir útgerðinni. „Ég var alls ekki sáttur enda hafði ég haft mikið fyrir því að byggja upp útgerðina. Ég var með fínar heimildir og ætlaði mér að halda áfram. Ég

23 SJÁVARAFL MARS 2024

sé hins vegar ekki eftir því núna að hafa selt enda opnast alltaf nýjar dyr þegar aðrar lokast.“

Siggi hélt bátnum eftir eins og áður segir og gerir hann út yfir sumartímann. „Ég ákvað að hella mér af kappi út í makrílveiðarnar og kom mér upp búnaði til að geta stundað þær. Ég lagði svo mjög hart að mér meðan á viðmiðunarárunum stóð. Ég elti hann um öll mið til að ná að veiða sem mest. Aflinn sem veiddist á þessum tíma var hafður til hliðsjónar þegar bátunum var síðan úthlutaður makrílkvóti. Ég er því með góðar makrílheimildir núna og má veiða um níutíu til hundrað tonn á ári.“

Tekur enga áhættu þegar veðrið er annars vegar Siggi kann vel við sig á sjónum og þá ekki síst í trilluútgerðinni enda sinn eigin herra þar. Hann segir að það sé mikill munur á að starfa um borð í vertíðarbátum eða trillu. „Vinnan er allt öðruvísi og lögmálin önnur. Veðrið skiptir t.d. miklu meira máli þegar maður er á litlum bát en stórum. Það stjórnar meira hvenær farið er á sjó og hvenær heima er setið.“ Þar sem Siggi var reyndur sjómaður þegar hann hóf útgerðina vissi hann að sjálfsögðu um hætturnar sem geta leynst í veðurofsanum en þar sem hann hafði alltaf verið á stórum bátum gat verið auðvelt að misreikna sig.

„Ég fékk ágætis viðvörun strax á fyrsta árinu sem ég gerði út á trilluna. Ég var með net í Garðssjó sem ég þurfti að vitja um. Ég vissi hins vegar að spáin var vond en tók áhættuna. Þegar ég lagði úr höfn var blankalogn – svokallað svikalogn. En þar sem það var stutt að fara og við skjólmegin við landið ákvað ég að taka áhættuna. Þegar ég var að verða búinn að vitja um netin skall veðrið á af miklum ofsa. Ég ákvað að hætta að draga og drífa mig í land. Sú ferð rennur mér seint úr minni. Veðrið var snældusnarvitlaust og sigling sem átti að taka klukkustund varð að sex klukkutíma barningi. Ég get ekki neitað því að ég fann fyrir mikilli hræðslu þarna og hef haft það að leiðarljósi síðan að fara að öllu með gát og taka enga óþarfa áhættu þegar veðrið er annars vegar.”

SJÁVARAFL MARS 2024 24

Undirritun samnings: frá vinstri Ásgeir Kristinsson, Brynjar M. Bjarnason, Gunnar Tryggvason,

Faxaflóahafnir endurnýja styrktarsamning við Landsbjörg og björgurnarsveitir við Faxaflóa

Faxaflóahafnir, Slysavarnarfélagið Landsbjörg, Björgunarbátasjóður Reykjavíkur, Björgunarsveitin Ársæll, Björgunarsveitin Kjölur, Björgunarfélag Akraness og Björgunarsveitin Brák hafa endurnýjað samkomulag um gagnkvæma aðstoð vegna björgunar og um aðstoð við sjófarendur við Faxaflóa. Markmið samkomulagsins er að stuðla að samstarfi og eins góðum viðbúnaði björgunaraðila og kostur er við Faxaflóa.

Sem viðurkenningu á mikilvægi þess að hafa vel þjálfaðan mannskap innan björgunarsveitanna og nauðsynlegan búnað til að sinna björgun og aðstoð við sjófarendur, styrkja Faxaflóahafnir rekstur björgunarsveita Ársæls, Kjalar, Akraness og Brákar sem nemur 6 milljónum króna árlega til ársins 2027. „Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir að mikilvægi öflugra björgunarsveita fyrir sjófarendur verði seint metið að fullu. Við fögnum áformum um endurnýjun búnaðar og aðstöðu sveitanna í okkar höfnum við Faxaflóahafnir og viljum með

þessu framlagi sýna þakklæti og létta undir með rekstri þessarar mikilvægu starfsemi.“

Slysavarnafélagið Landsbjörg og björgunarsveitirnar fjórar einsetja sér að tryggja eins gott viðbragð við útköllum og kostur er á hafnarsvæði Faxaflóahafna og eru Faxaflóahafnir reiðubúnar að veita þá aðstoð sem möguleg er hverju sinni.

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Faxaflóasvæðinu eru með til reiðu björgunarskipin Jóhannes Briem, sem kom nýtt til Reykjavíkur haustið 2023, og Jón Gunnlaugsson á Akranesi. Auk þeirra eru björgunarsveitir á svæðinu með björgunarbátinn Sjöfn, Gróu Pétursdóttur og nýr björgunarbátur er væntanlegur á Akranes. Sveitirnar eiga einnig nokkurn fjölda sjóskíða og slöngubáta.

Faxaflóahafnir eiga fjóra dráttarbáta, sem unnt er að kalla til aðstoðar ef á þarf að halda. (Birt á vef Faxaflóahafna 31. janúar, 2024)

www.sjavarafl.is 25 SJÁVARAFL MARS 2024
Vigdís Ósk Viggósdóttir, Kristján Þór Harðarson, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Alex Uni Torfason. Ljósmynd/Faxaflóahafnir

Hrognkelsi borin á tún

Sigin grásleppa er ómissandi á matseðli margra af eldri kynslóðinni og oftast er hún soðin eða smjörsteikt. Stærstur hluti Íslendinga hefur því miður aldrei lagt sér grálúðu til munns. Grásleppunni er nú allri landað heilli og óaðgerðri, öfugt við það sem var áður þegar aðeins hrognin voru hirt og grásleppunni sjálfri hent í sjóinn. Grásleppuveiðimönnum var leyft að „skera í sjó“ eins og það kallast, þegar sjómenn fleygðu búkum á miðunum.

Grásleppuhrognin eru verðmæt og þykja hrognin kóngafæði í Danmörku, þau eru borðuð með blinis, sem eru pínulitlar pönnukökur. Ofan á pönnukökuna er settur sýrður rjómi og þá eru hrognin sett á sýrða rjómann. Einnig má setja ferkst dill ofan á hrognin.

Grásleppan er hrygna hrognkelsisins og rauðmaginn hængurinn. Rauðmaginn hefur löngum verið talinn einn af vorboðunum. Íslendingar hafa veitt hrognkelsi í hundruð ára og til eru heimildir fyrir því að þau voru borin á tún til skepnufóðurs.

Skötuselur með brokkólíi

Þetta góða hráefni má nota sem forrétt eða aðalrétt og er mjög góður spariréttur.

Hráefni fyrir tvo í aðalrétt:

• 200 – 260 gr. skötuselur

• 1 stór brokkólíhaus

• 2 hvítlauksgeirar

Karrý de lux frá Pottagöldrum

• Chili Explosion

• Pipar

• Salt

• Smjör

• Hveiti

Aðferð:

Brokkólíhausinn er skorinn í bita og soðinn í 3-5 mín. Skötuselurinn er skorinn í bita og velt upp úr hveiti og karrý, chili, pipar og salti. Smjörið hitað á pönnu við vægan hita og smátt skorinn hvítlaukur settur á pönnuna.

Skötuselurinn er steiktur í 3-6 mín. eða þangað til hann er fulleldaður. Gott er að bera fram soðin hrísgrjón, hvítlauksbrauð eða ristað brauð. Elín Bragadóttir

Teikning/Jón Baldur Hlíðberg
26 SJÁVARAFL MARS 2024
Girnilegur forréttur eða aðalréttur.

Ofnbakaður þorskhnakki

Þorskhnakki er alltaf vinsæll, alveg sama í hvaða útfærslu hann er matreiddur. Betra hráefni er vart hægt að hugsa sér. Hér er uppskrift að ofnbökuðum þorskhnakka, þar sem örlítið er búið að breyta til og nútímavæða fiskinn. Uppskriftin er fyrir 2-3.

Hráefni:

• 450 gr. þorskhnakki

• 1 laukur

• Lítill brokkólíhaus Lítill blómkálshaus

• 2 græn epli

• Hvítur pipar

• 4 msk. sojasósa

• 1 msk. hunang

• Kartöflur eftir þörfum, ca. 2-3 á mann eða hrísgrjón fyrir þá sem vilja það frekar.

Aðferð:

Þorskurinn er settur á smjörpappír í eldföstu móti á ofngrind. Pipar er settur á fiskinn. Laukur er skorinn í tvennt og í frekar þunnar ræmur. Brokkólí og blómkál skorið í netta bita. Kjarninn tekinn úr eplinu og það skorið langsum í frekar þunnar sneiðar.

Að lokum er hunangi og sojasósu blandað saman og hellt yfir. Hafið ofninn á 175°C og bakið fiskinn í 20-25 mínútur. Borið fram með soðnum kartöflum.

Elín Bragadóttir www.sjavarafl.is 27 SJÁVARAFL MARS 2024

Þau fiska sem þróa

Aukið virði sjávarafurða í krafti rannsókna og nýsköpunar

Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.