7 minute read

Ótrúlegt lífshlaup sjóarans frá Þingeyri

Guðmundur Magnús Kristjánsson, sjómaður frá Þingeyri hefur verið heimtur úr helju oftar en einu sinni. Maggi eins og hann er alltaf kallaður er fæddur og uppalinn í Haukadal í Dýrafirði á sögusviði Gísla Súrssonar. Þegar Maggi var ellefu ára flutti hann með foreldrum sínum til Þingeyrar og við þá flutninga var ljóst að ævistarfið, sjómennska var skrifuð í skýin.

Rósemd og æðruleysi

Maggi hefur þrisvar lent í sjávarháska og í tveimur snjóflóðum án þess að verða varanlega meint af að hans sögn. Maggi segir að hann sé rólegur að eðlisfari og æðruleysi hafi hjálpað til í þeim háskum sem hann hefur lent í.

„Það kom aldrei annað til greina en að fara á sjóinn og mig dreymdi aldrei um neitt annað,” segir Maggi sem farið hafði á sjó með föður sínum frá sjö ára aldri sér til skemmtunar en formleg sjómennska hófst að loknum grunnskóla.

Það var í hans fyrsta túr á handfærum á Þorvaldi ÍS átta tonna trillu sem

Maggi lenti í sínum fyrsta sjávarháska. Hann var þá fjórtán ára og réri með eigandanum og skipstjóranum Guðmundi Valgeirssyni.

Sögðu ekki frá atvikinu í 25 ár

,,Ég hefði sennilega ekki komist lífs af ef Guðmundur hefði ekki snúið eins snöggt við og hann gerði og dregið mig um borð. Ég var orðinn svo kaldur að ég hefði aldrei haft krafta til að koma mér um borð,” segir Maggi sem kveðst aldrei hafa orðið hræddur frá því að hann féll í sjóinn og þar til hann var kominn um borða aftur. Veðrið hafi verið gott en það hafi tekið hann tvo sólarhringa að ná í sig hita aftur. Maggi viðurkennir að þetta hafi verið mikil lífsreynsla en segir hana ekki hafa haft mikil áhrif á hann og það hafi aldrei komið til greina að hætta sjónum. ,,Það má segja að ég hafi byrjað sjómennskuna með látum en við Guðmundur þögðum um þetta í 25 ár. Ég hefði sennilega ekki fengið að fara aftur á sjóinn ef við hefðum sagt frá þessu strax.”

Ólög og mikill sjór

Annar sjávarháskinn sem Maggi lenti í var þegar hann var á netaveiðum á Framnesi ÍS sem strandaði á Rauðasandi árið 1972 þá sautján ára. Maggi segir mikla brælu hafa verið og ákveðið að leita vars undir Látrabjargi.

Hann telur að mannleg mistök hafa valdið því að Framnesið strandaði, sá sem hafi staðið vaktina hafi verið ókunnugur tækjum og öðru.

,,Við fórum sjálfir í björgunarbátum upp í fjöru þar sem tekið var á móti okkur. Það voru mikil ólög og mikill sjór eins og þekkt er á þessum slóðum, við vorum tólf um borð og björguðumst allir,“ segir Maggi og bætir við að enginn hafi slasast en skipverjar hafi blotnað við landtökuna. Maggi segir þennan atburð ekki hafa haft áhrif á sig og engan bilbug á honum að finna, hann haldið ótrauður áfram á sjónum.

,,Það má segja að ég hafi byrjað sjómennskuna með látum en við Guðmundur þögðum um þetta í 25 ár. Ég hefði sennilega ekki fengið að fara aftur á sjóinn ef við hefðum sagt frá þessu strax.” meira eftir því sem meira bættist í hann. Maggi segir að það hafi verið passað að fylla öll kör en ekki hafa aflann lausan á dekkinu. ,,Þetta gerðist eldsnöggt, ég var úti á dekki að hífa síðasta pokann inn. Þegar ég gerði mér grein í hvað stefndi og stökk ég inn í stýrishús til þess að kalla á hjálp. Ég náði í talsstöðvartólið en talstöðin sjálf var komin í sjó. Það var mjög slæmt að við skyldum ekki geta látið vita af því hvað var að gerast. En sem betur fer virkaði sjálfvirki sleppibúnaðurinn á öðrum björgunarbátnum og hann skaust upp en hinn virkaði svo seint að hann sökk niður með Mýrarfellinu,“ segir Magnús sem segir engan mun vera á því að lenda í sjávarháska sem skipstjóri eða háseti, það hugsi allir um það eitt að bjarga sér og skipsfélögunum. Hann segist heldur ekki hafa hugsað um aldur skipsfélaga sinna, það hafi verið algengt að menn færu ungir til sjós. Um borð í Mýrarfellinu voru auk Magga, Kristján Ástvaldsson, Ívar Örn Pálsson og Sigurður Friðfinnsson sem voru þá á aldrinum 18 til 29 ára, sjálfur var Maggi fertugur.

Bjargað um borð í Guðnýju ÍS

,,Ég man þetta eins og það hafi gerst í gær” Þriðji og alvarlegasti sjávarháskinn sem Maggi lenti í varð 24 árum eftir strandið á Rauðasandi. Það var 26. júní 1996 þegar Mýrarfell ÍS sökk við minni Arnarfjarðar. Maggi var þá skipstjóri og var hann ásamt þremur öðrum á dragnótaveiðum en Mýrarfellið var 15 tonna stálbátur.

,,Klukkan 00.27 stoppaði klukkan í stýrishúsinu á Mýrarfellinu en þá var hún komin í sjó og virðist stoppaði samstundis. Ég man þetta eins og þetta hafi gerst í gær, 28 árum síðar,“ segir Maggi sem þá hafði verið skipstjóri á Mýrarfellinu í tvö ár en samtals var hann 28 ár á skipinu. Maggi segir að báturinn hafi verið valtur fyrir, veiðin hafi verið þokkaleg og báturinn að fyllast. Undiralda hafi verið nokkur og báturinn oltið

Eftir að Maggi hljóp inn í stýrishúsið hvolfdi Mýrarfellinu og Maggi festist þar inni. Skipsfélagar hans þrír komust á kjöl eftir að hafa svamlað í sjónum á meðan þeir biðu eftir að skrúfa skipsins stöðvaðist. Þeir reyndu að ná athygli skipverja á Guðnýju ÍS sem var ekki langt undan. Það tókst ekki fyrr en að þeir gátu skotið upp neyðarblysi sem áhöfnin á Björgvin Má sá og lét skipverja á Guðnýjar vita sem bjargaði mönnunum um borð og þar með talið Magga nokkrum mínútum síðar. Engin skipverjanna var í flotgalla þar sem erfitt var að athafna sig á dragnót í flotgöllum þess tíma.

Illa syndur í sínum þriðja sjávarháska Magnús segir það óþægilega stöðu að vera fastur í stýrishúsi á báti á hvolfi, honum hafi verið mikið brugðið en það hafi bjargað sér hversu rólegur hann var.

,,Ég vissi að ég gæti ekki opnað hurðina fyrr en stýrishúsið yrði fullt af sjó og þrýstingurinn af hurðinni farin af. Ég beið því rólegur á meðan, en hugsaði meðal annars á þessum tíma til konu minnar Hjördísar Guðmundsdóttur og barnanna minna sem þá voru 13 til 20 ára. Hvernig þau ættu að komast af ef höfuð fjölskyldunnar nyti ekki lengur við,“ segir Maggi sem nýtti tækifærið þegar þrýstingurinn var réttur og kom sér út úr stýrishúsinu. Hann lenti hins vegar í vandræðum að koma sér upp og að synda til félaga sinna sem voru á kili Mýrarfellsins. ,,Ég saup mikinn sjó og var illa syndur, það var engin sundkennsla á Þingeyri og ég einungis tekið tvö tveggja vikna sundnámskeið á Núpi. Ég var orðinn mjög þrekaður þegar ég kom upp úr sjónum og straumurinn bar mig frá bátnum. Ég hefði aldrei komist á kjölinn ef strákarnir sem voru ungir og hraustir hefðu ekki náð að draga mig þangað upp,“ segir Maggi og bætir við að fyrri sjóslysin hafi verið auðveldari en þegar Mýrarfellið sökk. Hann segir alla skipverja á Mýrarfellinu hafa farið á sjóinn aftur.

,,Við fórum sjálfir í björgunarbátum upp í fjöru þar sem tekið var á móti okkur. Það voru mikil ólög og mikill sjór eins og þekkt er á þessum slóðum, við vorum tólf um borð og björguðumst allir.“

Hugsaði meira um öryggi

Maggi segir að Mýrarfellsslysið hafi haft mest áhrif hann og eftir það hafi hann hugað meira að öryggismálum. En þau mál hafi almennt verið að breytast til betri vegar á þessum árum. Það eigi sérstaklega við um stöðugleika skipa.

,,Mýrarfellið var tekið upp aftur og báturinn endursmíðaður og er eins og klettur á sjónum núna, svo stöðugur er hann,“ segir Maggi sem hélt áfram á sjónum. Samhliða því að hann fylgdist með lagfæringum á Mýrarfellinu tók hann nokkra túra á Stefni frá Ísafirði. Maggi segir það hafa verið skrýtna tilfinningu að vera á Stefni og hann hafi t.d. vaknað í brælu ef báturinn valt skart eins og Maggi orðar það.

,,Ég held að upplifunin af því þegar Mýrarfellið sökk hafi haft áhrif á mig alla tíð eftir það,“ segir Maggi sem hélt áfram á Mýrarfellinu eftir breytingarnar og hætti loks á sjó árið 2008 en þá var hann fluttur til Reykjavíkur.

Klukkan 00.27 stoppaði klukkan í stýrishúsinu á Mýrarfellinu en þá var hún komin í sjó og virðist hafa stoppað samstundis.

Ég man þetta eins og þetta hafi gerst í gær 28 árum síðar,“ segir Maggi sem þá hafði verið skipstjóri á Mýrarfellinu í tvö ár en samtals ar hann 28 ár á skipinu.

Af sjónum í rútubílaakstur

Eftir að kvótinn var seldur úr byggðarlaginu fluttu Maggi og eiginkona hans suður og hóf hann störf sem rútubílstjóri. Maggi segir að honum hafi líkað það starf mjög vel þrátt fyrir að tekjurnar hafi minnkað til muna. Hann segir gífurlegan mun á sjómennsku og rútuakstri. Það sé miklu léttari vinna að keyra rútu en að sækja sjóinn og svo hafi hann notið meiri tíma með fjölskyldunni. Hann hafi þó verið í burtu á sumrin þegar hringtúrar um landið stóðu yfir. Fyrir tveimur árum fluttu hjónin aftur á Þingeyri, Maggi er hættur í fastri vinnu en áætlar að keyra rútu á sumarvertíðinni á Vestfjörðum eins lengi og heilsan leyfir.

Tvö snjóflóð í sömu ferðinni

Þrír sjávarháskar virðast ekki nóg þegar kemur að lífi Magga, en árið 1994 lenti hann í tveimur snjóflóðum á Breiðdalsheiði.

,,Við bjuggum á Bolungarvík á þessum tíma, ég, konan mín og sonur fórum að sækja hinn son okkar á Þingeyri, ásamt aukafarþega. Í bakaleiðinni fann ég skyndilega að við vorum komin inn í snjóflóð sem ég reyndi að komast í gegnum. Það gekk ekki eftir svo ég fór út að moka. Ég tók mér smá pásu, settist inn í bíl, fékk mér sígarettu og hringdi í Vegagerðina eftir hjálp. Á meðan ég er að tala við vaktstjórann kom stærra flóð og henti okkur fram af. Það var okkur til bjargar bíllinn valt ekki heldur fórum við aftur á bak niður Kinnina,“ segir Maggi og bætir við að þetta hafi gerst svo snöggt að það hafi ekki gefist neinn tími til að hugsa. Farþegar bílsins voru komnir út úr bílnum þegar björgunarsveitarmenn komu á svæðið.

,,Ég á greinilega mörg líf,“ segir Maggi sem lenti í því að rúta sem hann ók á hægri ferð, fauk austur við Sandfell. Enn á ný var gæfan með Guðmundi Magnúsi Kristjánssyni. Rútan fauk út af veginum í kviðu sem var 49 metrar á sekúndu, rútan valt ekki heldur tókst Magga að halda henni á hjólunum.

Þrír sjávarháskar og tvö snjóflóð