VR blaðið 3. tbl. 2021

Page 8

FJARVINNA Á TÍMUM COVID-19

FÉLAGSLEG EINANGRUN STÆRSTA ÁSKORUNIN Afköst í fjarvinnu á tímum COVID-19 eru svipuð og afköst á vinnustaðnum að mati meirihluta svarenda í könnun VR. Það vekur hins vegar athygli að því meiri sem fjarvinnan er, því meiri eru afköstin samanborið við afköst á vinnustaðnum sjálfum. Þá segir helmingur þeirra sem vann fjarvinnu að álagið sé svipað og þegar vinnunni er sinnt á vinnustaðnum sjálfum. Í hinum helmingnum eru hins vegar fleiri sem segja að álagið sé minna. Félagsleg einangrun reynist mörgum erfið í fjarvinnu. Könnunin var gerð samhliða könnun VR á Fyrirtæki ársins 2021 í febrúar og mars, bæði meðal félagsfólks VR og starfsfólks utan félagsins. Svarendur voru um tólf þúsund. Gallup sá um að leggja könnunina fyrir og vinna úr niðurstöðum hennar.

STARFSHEITI OG MENNTUN SKIPTA MÁLI Í könnuninni var starfsfólk spurt að því hversu stóran hluta vinnunnar það hefði unnið í fjarvinnu heima á um það bil tólf mánaða tímabili, frá mars 2020 til sama tíma árið 2021. Um fjórir af hverjum tíu svarendum unnu innan við 5% vinnu sinnar í fjarvinnu heima á ofangreindu tímabili en þriðjungur vann hins vegar meira en 40% vinnu sinnar í fjarvinnu heima á tímabilinu. Í mörgum könnunum um fjarvinnu á COVID-19 tímum er spurt um styttra tímabil og verður að hafa það í huga við allan samanburð. Það er starfið sem skilur á milli þeirra sem vinna fjarvinnu og þeirra sem gera það ekki. Afgreiðslu- og sölufólk vann lítinn hluta vinnunnar í fjarvinnu sem og starfsfólk í framleiðslu og akstri svo nokkur dæmi 8

VR BLAÐIÐ 03 2021

séu tekin, enda starfið ekki þesslegt að það sé auðvelt. Sérfræðingar með háskólamenntun eru á hinum endanum, næstum því annar hver sérfræðingur vann meira en 60% starfsins í fjarvinnu á ofangreindu tímabili. Svarendur með háskólamenntun voru einnig mun líklegri til að vinna fjarvinnu en svarendur með minni menntun, en menntun og starfaskipting haldast nokkuð í hendur.

FÉLAGSLEG EINANGRUN VERST Í könnuninni var spurt um áskoranir við fjarvinnu og kemur líklega fæstum á óvart að félagsleg einangrun var stærsta áskorun þeirra sem unnu heima á COVID-19 tímum. Aldur skiptir hér máli sem og fjölskylduaðstæður. Fólk á aldrinum 25 til 34 ára átti erfiðast með félagslega einangrun en hún reyndist þeim eldri auðveldari. Félagsleg einangrun var meiri áskorun fyrir þá sem unnu mikla fjarvinnu en þá sem unnu minni hluta vinnunnar í fjarvinnu. Þá var félagsleg einangrun stærri áskorun fyrir þá sem búa einir, 50% þeirra sem búa einir sögðu að félagsleg einangrun hefði verið áskorun fyrir þá í fjarvinnunni en um þriðjungur para eða einstæðra foreldra.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.