VR blaðið 3. tbl. 2021

Page 22

ATVINNUMÁL

Stjórnarseta starfsfólks skilar ávinningi bæði til starfsfólks fyrirtækja og fyrirtækjanna sjálfra enda hljóta langtímahagsmunir beggja að fara saman.

HVAÐ ER ATVINNULÝÐRÆÐI? Atvinnulýðræði þýðir að starfsfólk getur haft áhrif á ákvarðanir stjórnar fyrirtækisins, allt frá ákvörðunum um stefnumótun til framtíðar til ákvarðana sem snerta dagleg störf starfsfólks. VR og önnur félög í LÍV vilja tryggja raunverulega aðkomu starfsfólks að stjórnun fyrirtækisins sem þeir vinna hjá, til dæmis með setu í stjórn fyrirtækisins. Stjórnarseta starfsfólks – sem á ensku er kallað Board-level employee representation eða BLER – felur í sér rétt starfsfólks til að kjósa einn eða fleiri fulltrúa með atkvæðisrétt í stjórn fyrirtækisins. Þessi réttur er til staðar í meirihluta aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins, þar með talið á Norðurlöndum að Íslandi undanskildu. Réttindi og skyldur fulltrúa starfsfólks í stjórn eru í flestum tilfellum þær sömu og fulltrúa eigenda, þótt þeir taki síður þátt í umræðum eða ákvörðunum sem varða t.d. vinnustöðvun. Rétturinn til stjórnarsetu starfsfólks miðar í flestum tilfellum við tiltekna stærð fyrirtækja eða fjölda sem þar starfa. Hér á landi eru hvorki lög né kjarasamningar sem gefa starfsfólki almennt rétt til að kjósa fulltrúa sína í stjórn fyrirtækisins. Tilraunir til að koma á atvinnulýðræði á Íslandi eiga sér engu að síður langa sögu. Fyrsta þingsályktunartillagan um atvinnulýðræði var lögð fram á Alþingi árið 1965 og hafa síðan verið lagðar fram fleiri tillögur og frumvörp sem miða að því að auka lýðræði í atvinnulífinu, án þess að það hafi skilað tilætluðum árangri. Verkalýðshreyfingin hefur nú tekið málið upp að nýju og hefur VR til að mynda stofnað sérstaka 22 VR BLAÐIÐ 03 2021

framtíðarnefnd innan stjórnar félagsins sem hefur atvinnulýðræði á sinni könnu. Á Norðurlöndum, þar sem stjórnarseta starfsfólks á sér áratugalanga sögu, er almenn sátt um þetta fyrirkomulag, stéttarfélög telja það til réttinda starfsfólks á vinnumarkaði. Stjórnarseta starfsfólks skilar ávinningi bæði til starfsfólks fyrirtækja og fyrirtækjanna sjálfra enda hljóta langtímahagsmunir beggja að fara saman. Starfsfólk fjárfestir í fyrirtækinu með vinnuframlagi sínu og sérþekkingu sem styrkir samkeppnishæfni þess. Stjórnarseta starfsfólks auðveldar upplýsingaflæði milli stjórnar og starfsfólks sem skilar sér í betra samstarfi innan fyrirtækisins og meiri skilningi beggja aðila. Rannsóknir hafa sýnt jákvæð áhrif stjórnarsetu starfsfólks á rekstur og starfsemi fyrirtækja og á framleiðni starfsfólksins sjálfs. Stjórnarseta starfsfólks felur einnig í sér ákveðið eftirlit með störfum stjórnar og áhættusækni eigenda.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
VR blaðið 3. tbl. 2021 by vr_stettarfelag - Issuu