FÉLAGSMÁL
VR Á SUÐURNESJUM Skrifstofa VR á Suðurnesjum er til húsa að Krossmóa 4a í Reykjanesbæ en í sama húsi eru FIT, Félag iðn- og tæknigreina og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur. Á skrifstofu VR á Suðurnesjum eru þrír starfsmenn; Bryndís Kjartansdóttir starfsmaður á kjaramálasviði, Gísli Lúðvík Kjartansson sem starfar á orlofssvæði VR í Miðhúsaskógi og Salbjörg Björnsdóttir sem starfar í þjónustuveri VR. Bryndís og Salbjörg störfuðu báðar á skrifstofu Verslunarmannafélags Suðurnesja en Bryndís hafði unnið þar í 21 ár og Salbjörg í 11 ár þegar félagið sameinaðist VR á síðasta ári. Það var því mikil gæfa fyrir VR og félagsmenn á svæðinu að fá þessa miklu reynslubolta til liðs við félagið.
Ritstjóri VR blaðsins var á ferð um Suðurnesin og tók fjóra félagsmenn á svæðinu tali og heimsótti Bryndísi á skrifstofu félagsins og spjallaði við hana um sameininguna á síðasta ári og þá erfiðu stöðu sem félagsmenn VR og aðrir íbúar Suðurnesja standa nú frammi fyrir.
Verslunarmannafélag Suðurnesja sameinaðist VR þann 1. apríl 2019 en félagsmenn VS samþykktu sameiningu með 83% atkvæða. Hvernig fannst þér sameining VR og VS ganga? „Mér fannst þetta ganga rosalega vel þegar sameiningin og allt var komið í ferli. Það höfðu verið þreifingar í gangi á milli félaganna fyrir nokkrum árum en svo varð úr þessu núna á þessum tímapunkti. Aðdragandinn var þó frekar erfiður en þegar sameiningin við VR var komin í ferli þá fannst manni félagið vera komið í örugga höfn. Það er það sem mér fannst best við þetta allt.“
Eru félagsmenn ánægðir með sameininguna að þínu mati? „Já, mér finnst flestir ánægðir og ég heyri frekar ánægjuraddir heldur en hitt. Svo held ég líka að fólk hafi verið mjög ánægt með að skrifstofunni hafi ekki verið lokað og við séum hérna ennþá. Við vorum til dæmis með opið á skrifstofunni þegar það var opnað fyrir úthlutun orlofshúsa fyrr á árinu svo að fólk gæti komið til okkar og fengið aðstoð við að bóka sér hús. Við finnum reyndar að umferðin til okkar á nýja staðinn hérna í Krossmóa er ekki alveg jafn mikil og hún var áður svo að þessi umfjöllun verður vonandi til þess að fólk viti af okkur! Við 24 VR BLAÐIÐ 03 2020
Já, mér finnst flestir ánægðir og ég heyri frekar ánægjuraddir heldur en hitt. Svo held ég líka að fólk hafi verið mjög ánægt með að skrifstofunni hafi ekki verið lokað og við séum hérna ennþá.