FJARVINNA TIL FRAMTÍÐAR? Kórónuveirufaraldurinn hefur verið á ferðinni í samfélaginu í rúmt ár og hafa vinnustaðir og starfsfólk sýnt ótrúlega aðlögunarhæfni og lagað sig að breyttum veruleika með fjarvinnu og sóttvarnarhólfum á vinnustöðum. Nú horfum við fram á bjartari tíma í samfélaginu með afléttingu samkomutakmarkana og víðtækri bólusetningu almennings. En hvernig verður fyrirkomulagi vinnu háttað í framtíðinni? Verður fjarvinna áframhaldandi valkostur fyrir þá sem það geta? VR blaðið spurðist fyrir um möguleika til fjarvinnu hjá þremur fyrirtækjum sem hafa tekið breyttum tímum af opnum hug.
26 VR BLAÐIÐ 01 2021