FYRIRTÆKI ÁRSINS 2021 Fyrirtæki ársins árið 2021 samkvæmt könnun VR voru kynnt um miðjan maí. Vegna samkomutakmarkana var vinningsfyrirtækjunum ekki boðið öllum saman til móttöku eins og hefð er fyrir. Þess í stað var hverjum stærðarflokki fyrir sig boðið til móttöku um miðjan dag þann 17. maí þar sem niðurstöðurnar voru kynntar, viðurkenningar Fyrirmyndarfyrirtækja afhentar og verðlaunagripurinn fyrir Fyrirtæki ársins. Alls eru Fyrirtæki ársins 2021 sextán talsins en hafa síðustu ár verið fimmtán, þ.e. fimm í hverjum af þremur stærðarflokkum. Í ár var staðan hins vegar sú að ekki var hægt að gera upp á milli fyrirtækjanna í fimmta og sjötta sæti í hópi meðalstórra fyrirtækja, einkunn þeirra var sú sama, og því eru það sex fyrirtæki í þeim stærðarflokki sem hampa titlinum í ár. Hér að neðan eru vinningsfyrirtækin í stafrófsröð.
20 VR BLAÐIÐ 01 2021
Fyrirtæki ársins 2021 í flokki stórra fyrirtækja, þar sem starfa 70 eða fleiri, eru LS Retail, Nova, Opin kerfi, Sjóvá og Vörður tryggingar. Fyrirtækin ársins 2021 í flokki meðalstórra fyrirtækja, þar sem starfa frá 30 til 69, eru Hringdu, Hvíta húsið, Miðlun, Reykjafell, Tengi og Toyota á Íslandi. Fyrirtæki ársins 2021 í flokki lítilla fyrirtækja, þar sem starfa færri en 30, eru Artasan, Egill Árnason, Hagvangur, Rekstrarfélag Kringlunnar og Reon.
FYRIRMYNDARFYRIRTÆKIN Fimmtán efstu fyrirtækin í hverjum flokki fá titilinn Fyrirmyndarfyrirtæki og eru vinningsfyrirtækin þar á meðal. Sjá má lista yfir þau fyrirtæki á bls. 24 í blaðinu. Einungis fyrirtæki sem tryggðu öllu sínu starfsfólki rétt til þátttöku í könnuninni, óháð stéttarfélagsaðild, komu til greina í valinu á Fyrirtæki ársins eða Fyrirmyndarfyrirtæki.