FÉLAGSMÁL
HVATNING Á ÓVISSUTÍMUM TEXTI: BRAGI R. SÆMUNDSSON JÓHANN I. GUNNARSSON
Við lifum nú á krefjandi tímum. ,,Fordæmalausum“, segja margir. Kórónuveiran hefur sett strik í reikninginn. Sumir hafa veikst og jafnvel týnt lífi. Afleiðingar veirunnar eru einnig þær að margir glíma nú við atvinnumissi og fjárhagsörðugleika. Óvissa ríkir um framhaldið. Við slíkar aðstæður er algengt að fólk hafi áhyggjur, finni jafnvel fyrir ótta og kvíða. Mikilvægt er að muna að slíkar tilfinningar eru ofureðlilegar við kringumstæður sem þessar. Þá er sömuleiðis vert að hafa í huga að áhyggjur nú um stundir eru ekki bara eðlilegar heldur geta þær líka verið gagnlegar, sér í lagi þegar þær hvetja okkur til að bregðast við með uppbyggilegum hætti.
félagsskap, sinnum áhugamálum o.s.frv. Haldið þannig uppi góðri
EN HVAÐ ER TIL RÁÐA?
HVAÐ SKIPTIR MESTU MÁLI?
Einn helsti orsakavaldur kvíða er einmitt ótti við óvissu, að maður hafi
Í erfiðu árferði fáum við stundum spurningu um hvað sniðugt sé að
ekki stjórn á aðstæðum eða komi hugsanlega ekki til með að ráða við
gera á þeim augnablikum þar sem ,,sækja á mig neikvæðar hugsanir
það sem framundan er. Þetta getur haft mjög truflandi áhrif á marga.
og efasemdir eða ég er farinn að ofhugsa hlutina“. Þá bendum við oft
Ein leið til að takast á við kvíða er að sættast við óvissuna. Minna sjálf-
fólki á skammstöfunina W.I.N. (what’s important now – hvað skiptir
an sig á að óvissa er einfaldlega hluti af lífinu en spyrja sig um leið
mestu máli núna!?). Kvíði snýst oft um áhyggjur af einhverju sem gæti
hvað það er í núverandi ástandi sem við getum haft áhrif á - hverju við
farið úrskeiðis í framtíðinni, jafnvel þó stundum séu litlar líkur á þeirri
getum stjórnað og hverju ekki. Við getum ekki breytt því sem gerst
útkomu. Eins og áður segir hvetjum við fólk til að skipuleggja sig vel
hefur en við getum séð til þess að við ástundum áfram heilbrigt líferni,
og setja sér markmið varðandi komandi verkefni en ofhugsun og efa-
borðum hollt, hreyfum okkur, höfum reglu á svefni, sækjum í góðan
semdir um eigið ágæti leysa sjaldan vandann en ýta þess í stað frekar
16 VR BLAÐIÐ 02 2020
rútínu. Okkar reynsla er jafnframt sú að þeir sem setja sér regluleg markmið (fyrir daginn, vikuna, mánuðinn) njóta yfirleitt góðs af því. Taktu frumkvæðið. Veltu því fyrir þér, t.d. ef breyting á atvinnuhögum hefur átt sér stað, hvað þú getur gert til að halda þér sem best á tánum. Verið tilbúin þegar kallið kemur aftur ef um tímabundna uppsögn er að ræða. Sömuleiðis ef nú þarf að róa á önnur mið. Skoðaðu vel hvað það er sem þú vilt stefna á í framhaldinu og settu þér markmið um hvernig þú nálgast það, skref fyrir skref. Fólk býr gjarnan yfir meiri seiglu en það gerir sér grein fyrir. Við trúum því staðfastlega að langflestir hafi þrautseigju og úthald til að takast á við þær krefjandi breytingar sem nú eru uppi.