VR blaðið 2 tbl. 2020

Page 14

FÉLAGSMÁL

En nú er kominn sá tími í bráttunni sem líkja mætti við síðustu mínúturnar af fyrri hálfleik. Gefum ekki eftir, gerumst ekki kærulaus og sýnum áfram samstöðuna í verki.

AÐ LOKUM Sýnum áfram samstöðu! Eins gagnrýnin og ósammála sem við getum stundum verið í dagsins önn, þá er greyptur í þjóðarsálina sá mikilvægi eiginleiki að þegar á reynir, þá stöndum við Íslendingar saman. Eyþjóð víkinga á sama báti í gegnum aldanna rás. Og órofin samstaða okkar hefur vakið athygli hjá öðrum þjóðum. En nú er kominn sá tími í bráttunni sem líkja mætti við síðustu mínúturnar af fyrri hálfleik. Gefum ekki eftir, gerumst ekki kærulaus og sýnum áfram samstöðuna í verki. Réttum hjálparhönd! Þetta þarf vart að segja Íslendingum sem hafa í aldanna rás vanist því að aðstoða hvern annan af fórnfýsi þegar mikið steðjar að. Vísindalegar rannsóknir sýna að það styrkir heilsu þess sem veitir og örvar hormóna- og taugakerfi bæði veitenda og þiggjenda. Með öðrum orðum: Hjálpsemi og gæska eflir og styrkir hópinn og þá einstaklingana sem í honum eru. Sækjum stuðning! Allir þurfa einhvern tíma á stuðningi, hvatningu eða ráðum að halda. Og ef ekki nú, þá hvenær? Mikilvægt er þiggja slíkt og ef vanlíðan er farin að skjóta rótum eins og lýst er hér að ofan þá er mikivægt að hika ekki við að leita sér hjálpar því góð ráð og meðferðir eru til. Bætum heilsulæsi! Á undanförnum vikum hefur þekking almennings á gildi forvarna aukist mjög, t.d. um áhrif hegðunar á sýkingarvarnir og mikilvægi þess að draga úr einangrun vegna hættu á andlegum heilsubresti. Með öðrum orðum sýnt hve mikil áhrif við getum sjálf haft á eigin heilsu með hegðun okkar og hugsun. Vonandi stuðlar þetta að bættu heilsulæsi og forvörnum í framtíðinni. Hreyfum heilann! Hreyfing er ekki einungis mikilvæg fyrir líkamann heldur hefur hún mikil og góð áhrif á heilann. Mátuleg hreyfing, t.d. 20-30 mín gönguferð daglega styrkir heilavefinn. Heilinn vex og tengingar taugafrumnanna styrkjast og heilastarfssemin eflist. Minni og einbeiting batna, einkenni um depurð og kvíða dvína og góð vörn myndast gegn kulnun og sjúklegri streitu. Aukum hvíld! Ekkert er betra á óvissutímum og álagstímun en góð hvíld. Auðvelt er að stunda „daghvíld“ á vinnutíma með því að gera stutt hlé og slaka á líkamanum, róa öndunina og kyrra hugann. Fleiri vilja nú prófa íhugun eða núvitund sem eru öflugar aðferðir. Svo er bara að láta fara vel um sig í sófanum yfir misgáfulegum framhaldsþáttum eða liggja í leti. Mikilvægt er að fá ekki samviskubit yfir aukinni hvíld. Það er einfalt að hvílast en á meðan fer fram virk endurhleðsla og endurnýjun á huganum og vitrænni starfssemi sem eykur andlegt úthald og aðlögunargetu.

Virðing Réttlæti

14 VR BLAÐIÐ 02 2020


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
VR blaðið 2 tbl. 2020 by vr_stettarfelag - Issuu