
2 minute read
Þorvarður Bergmann Kjartansson – sjálfkjörinn
ekki á okkar viðsemjendum að semja og yfirvofandi verkfall var slegið af. Í aðdraganda lífskjarasamninganna árið 2019 fór VR í fyrsta skipti í verkfall síðan árið 1988 eða í rúm 30 ár. Verkfallið stóð aðeins yfir í rúman sólarhring en varð til þess að raunverulegur skriður komst á viðræðurnar og samningurinn var kláraður á nokkrum sólarhringum eftir að aðilar komust að samkomulagi um stóru myndina með myndarlegri aðkomu stjórnvalda, sem því miður sviku svo stóru málin í því samkomulagi.
Advertisement
Oft heyrist sú klisja að samningur skuli taka við af samningi en því miður er það sjaldnast eða aldrei raunin og staðreyndin sú að lítið gengur eða rekur fyrr en hlutirnir eru komnir á borð ríkissáttasemjara. Það er því miður upplifun okkar sem stöndum í framlínu kjarasamningagerðar að lítill vilji er til raunverulegra viðræðna fyrr en allt um þrýtur og boðað er til aðgerða. Kannski er það vegna þess að tíminn vinnur sjaldnast með launafólki en með atvinnurekendum sem sjá ekki fram á kostnaðarauka á meðan allt er í hnút og samningar lausir. Oftar en ekki byrja hlutirnir því ekki að hreyfast fyrr en þeir eru komnir á borð sáttasemjara. Til þess að koma viðræðunum þangað þarf samninganefnd VR að lýsa yfir árangursleysi í viðræðum og vísa deilunni með formlegum hætti til ríkissáttasemjara. Þá kemur fyrir að hlutirnir gangi afar hægt þar líka og þarf þá að lýsa yfir árangursleysi viðræðna með formlegum hætti svo hægt sé að boða til verkfallsaðgerða.
Það er fyrst og fremst tvennt sem getur skilað okkur góðum árangri í kjarasamningum. Í fyrsta lagi er það sterkt umboð á bakvið kröfurnar, og skiptir góð þátttaka félagsfólks í könnuninni lykilmáli. Í öðru lagi samtakamáttur heildarinnar og stuðningur félagsfólks. Okkar viðsemjendur eru fljótir að þefa það uppi hvort við höfum fólkið á bakvið okkur eða ekki. Við skulum því alveg búa okkur undir firrta og afvegaleidda orðræðu og fullyrðingar sem standast enga skoðun. Það hefur aldrei í sögunni verið svigrúm til kjarabóta af hálfu atvinnulífsins í aðdraganda kjarasamninga. Og við munum sjá stjórnmálin, Seðlabankann og talsfólk sérhagsmuna keppast við að segja okkur fyrir verkum og hversu ábyrg og hófsöm við verðum að vera í okkar kröfum!
Við búum svo vel að vera stærsta stéttarfélag landsins. Það er á okkur hlustað og engin leið fyrir viðsemjendur okkar að sniðganga kröfur okkar og vilja. Sem betur fer erum við tilbúin í slaginn með heilan her af frábæru starfsfólki sem eru sérfræðingar á öllum sviðum kjaramála. Og þau eru ekki bara góð í því sem þau eru að gera, þau eru best á sínu sviði. Baráttuandi og einstök samheldni stjórnar, trúnaðarráðs og starfsfólks VR hefur verið einkennandi fyrir starf félagsins síðustu ár. Það mun án nokkurs vafa skila okkur þeim árangri sem við viljum á endanum ná fyrir okkar félagsfólk.
Við erum í þessu saman og við munum ná árangri!
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR
Ert þú ekki örugglega með réttar upplýsingar skráðar hjá okkur?
Mikilvægt er að félagsfólk skrái réttar upplýsingar um starfsheiti og vinnutíma á Mínum síðum á vr.is
Upplýsingarnar eru nýttar í launarannsókn félagsins sem gefur félagsfólki mikilvæga innsýn í stöðu sína samanborið við aðra í sömu atvinnugrein.