VEIDISLOD JUNE 2011

Page 79

græjur

Eitt og annað um sökkenda Það má fullyrða að mikil bylting hafi orðið með tilkomu „poly­ tauma“ eða sökkenda fyrir fáeinum árum. Þegar plasthúðaðir sökk­ endar komu á markaðinn má segja að hrun hafi orðið í sölu á auka­ spólum í fluguhjól en sprenging í sölu á flotlínum á kostnað sökklína enda gagnast sökkendar í mörgum tilfellum þar sem áður voru not­ aðar sökklínur. Merkingar á sökkendum eru margvíslegar. Á meðan sumir framleiðendur merkja sökkeda sína „Intermediate“, „Sinking“, „Fast Sinking“ o.s.frv. merkja aðrir sökkenda sína með tölustöfum. Bandaríski línuframleiðandinn RIO merkir sína sökkenda með tölustöf­ unum 1,5 – 2,6 – 3,9 – 5,6 o.s.frv. Þessar tölur segja til um hve hratt sökkendinn sekkur eða 1,5 tomma á sekúndu, 2,6 tommur á sekúndu og svo framvegis.

Sökkendar eru fáanlegir mis­ langir. Lengstu sökkendar eru fyrir tvíhendur en þeir styttri ætlaðir einhendum. Sökkenda er auðvelt að tengja við flugulínu þar sem á þeim er lykkja sem tengist við taumalykkju flugulínunnar. Sökkendar eru byggðir upp líkt og flugulínur, þ.e. innst er kjarni sem klæddur er með kápu úr plasti. Í plastkápuna er blandað tungste­ nögnum í mismiklu magni. Mest í hraðsökkvandi enda en minnst í sökkenda sem sökkva hægar. Ólíkt flugulínum er kjarninn í sökkendum gjarnan úr næloni. Líkt og kemur fram í öðru fróðleikskorni Veiði­ hornsins eldist nælongirni illa. Því er skynsamlegt að taka vel á sökk­ endum áður en þeir eru tengdir við flugulínur. Það er ágætt á vorin að kíkja yfir sökkendana og henda þeim gömlu ef þeir eru farnir að veikjast því ekki er gott að tapa fiski á lélega tauma eða sökkenda.

Fróðleikshorn Veiðihornsins Ólafur Vigfússon

Ertu búinn að fá þér Veiðikortið?

35 vatnasvæði aðeins kr. 6000 00000

www.veidikortid.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.