græjur ofl.
Nýjar línur – Veiðivon Verslunin Veiðivon í Mörkinni býður mikið úrval af frábærum flugulínum. Þessa daganna leggja þeir hvað mesta áherslu á þær þrjár sem hér eru tíndar til. Skoða nánar:
Rio UniSpey Rio UniSpey er ný lína frá Rio sem er hönnuð fyrir miðlungs ár og upp í stærri eins og t.d Sogið og Aðaldal. Línan var yfir 2 ár í þróun hjá Rio og útkoman er þessi. Það er auðvelt að komast uppá lag með að kasta henni jafnt fyrir lengra komna og styttra. Hún ræður vel við að kasta stórum túbum,veltir þeim auðveldlega við en leggst jafnframt mjúkt á vatnsflötinn því belgurinn er settur þannig upp. Fyrir aftan belginn á „running línunni“ kemur svartur kafli sem gefur til kynna hvar hleðslupunkturinn er á línunni annars er línan ljósgrá. Kemur frá stærðum 6/7 og uppí 10/11. Frábær lína fyrir þá sem vilja síður skotlínur. Enn ein frábær viðbót frá Río
Rio Trout LT Rio Trout LT er lína sem þeir hjá Rio telja fullkomna línu fyrir hefðbundnar silungsveiðiaðferðir og hefur hún reynst okkur frábærlega. Langur en nettur belgur gerir það að verkum að hún leggst mjúklega á vatnsflötinn sem er oft nauðsynlegt við silungsveiðar þar sem fiskurinn er oft mjög styggur. Þess vegna hentar þessi lína vel fyrir þurrfluguveiði og veiðar með litlum púpum! Auðvelt er að veltikasta með Rio Trout og einnig er gott að speykasta með henni(single spey). Frábær lína til að koma fiskinum á óvart!
Scientific Anglers GPX Taper GPX Taper línan er svona mitt á milli Shark skin línunnar og smooth línunnar frá SA Sem sagt aðeins hrjúf og er ekki 360 gráður um sig heldur eru nettir kantar á henni sem gerir það að verkum að viðnámið verður minna þegar hún skýst út í kastinu og á þar af leiðandi að auka kastlengd veiðimannsins! Fremsti hluti línunnar er þannig úr garði gerður að hann er með x-tra gott flot í sér sem er ný hönnun frá SA(Dry Tip Technology) Eins og allar línur frá SA þá er sama og ekkert minni í þessari línu. Fyrir þá sem hafa átt í vandræðum með að hlaða stífar stangir þá hentar GPX Taper línan mjög vel því hún er hálfu númeri þyngri en uppgefið númer. Dæmi lína #6 er í raun #6 ½
Ertu búinn að skrá þig í áskrift? www.veidislod.is 110 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 3. tbl. 2012