Ársreikningur samstæðu 2020

Page 1

Ársreikningur samstæðu 2020


Ársreikningur samstæðu 2020

Vörður tryggingar hf. Borgartúni 25 105 Reykjavík Kt. 441099-3399


Efnisyfirlit

Ársreikningur samstæðu 2020

Áritun óháðs endurskoðanda ................................................................

2

Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og forstjóra ...............................................

5

Rekstrarreikningur og yfirlit um heildarafkomu .....................................

8

Efnahagsreikningur ................................................................................

9

Eiginfjáryfirlit .........................................................................................

10

Sjóðstreymi ............................................................................................

11

Skýringar ................................................................................................

12

Viðaukar ................................................................................................

38

1

Vörður tryggingar hf.


Áritun óháðs endurskoðanda

Til stjórnar og hluthafa Varðar trygginga hf. Álit Við höfum endurskoðað meðfylgjandi samstæðuársreikning Varðar trygginga hf. fyrir árið 2020. Samstæðuársreikningurinn hefur að geyma rekstrarreikning og yfirlit um heildarafkomu, efnahagsreikning, eiginfjáryfirlit, yfirlit um sjóðstreymi, upplýsingar um mikilvægar reikningsskilaaðferðir og aðrar skýringar. Það er álit okkar að samstæðuársreikningurinn gefi glögga mynd af afkomu félagsins á árinu 2020, efnahag þess 31. desember 2020 og breytingu á handbæru fé á árinu 2020, í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið samþykktir af Evrópusambandinu og viðbótar kröfur í lögum um ársreikninga. Álit okkar er í samræmi við þær upplýsingar sem koma fram í endurskoðunarskýrslu okkar til endurskoðunarnefndar í samræmi við 11. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 537/2014. Grundvöllur fyrir áliti Endurskoðað var í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Ábyrgð okkar samkvæmt þeim stöðlum er nánar lýst í kaflanum um ábyrgð endurskoðanda hér fyrir neðan. Við erum óháð Verði tryggingum hf. í samræmi við alþjóðlegar siðareglur fyrir endurskoðendur sem og aðrar siðareglur sem eru viðeigandi við endurskoðun á Íslandi, og höfum við uppfyllt ákvæði þeirra reglna. Þar með talið, í samræmi við okkar bestu þekkingu, höfum við ekki veitt Verði tryggingum hf. óheimilaða þjónustu sem um getur í 1. mgr. 5. gr reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 537/2014. Við teljum að við endurskoðunina höfum við aflað nægilegra og viðeigandi gagna til að byggja álit okkar á.

Megináherslur við endurskoðunina Megináherslur við endurskoðunina eru þau atriði, sem að okkar faglega mati, hafa mesta þýðingu fyrir endurskoðun okkar á samstæðuársreikningi félagsins árið 2020. Þessi atriði voru yfirfarin við endurskoðun á samstæðuársreikningnum og höfð til hliðsjónar við ákvörðun á viðeigandi áliti á hann. Í áritun okkar látum við ekki í ljós sérstakt álit á hverju þeirra fyrir sig.

Megináherslur við endurskoðun Mat á tjónaskuld Tjónaskuld nam 10.119 milljónum króna í árslok 2020 og er hún um 51% af skuldum samstæðunnar. Tjónaskuld er skuldbinding vegna tilkynntra og orðinna ótilkynntra tjóna.

Hvernig við endurskoðuðum megináherslur Endurskoðunaraðgerðir okkar voru miðaðar að því að leggja mat á hönnun, innleiðingu og virkni viðeigandi eftirlitsþátta sem tengjast tjónaskuldinni ásamt því að beita gagnaendurskoðunaraðgerðum með það að markmiði að sannreyna nákvæmni og heild tjónaskuldarinnar. Í þessari vinnu fólst m.a. eftirfarandi:

Tjónaskuld er verulegur liður í reikningskilum samstæðunnar. Vegna flækjustigs og umfangs matskenndra þátta við útreikning á tjónaskuld er þessi liður lykilatriði í endurskoðun okkar.

• Yfirferð á innra eftirliti samstæðunnar vegna tjónaskuldar og prófanir á eftirlitsþáttum í upplýsingakerfum ásamt prófunum á öðrum mikilvægum eftirlitsþáttum tengdum tjónaskuldinni. • Úrtaksprófanir á óuppgerðum tilkynntum tjónum í árslok til að staðfesta tilvist og mat tjónsins sé viðeigandi og staðfesta réttmæti greiðslna á tjónum. Frekari upplýsingar um tjónaskuld • Staðfesta heild og nákvæmni gagna sem notuð eru við útreikning á tjónaskuld. samstæðunnar má sjá í skýringu 23 með • Yfirferð á vinnu óháðs tryggingastærðfræðings við útreikning á tjónaskuldinni, samstæðuársreikningnum. ásamt mati á aðferðum og forsendum stjórnenda samstæðunnar við mat á tjónaskuldinni. • Viðeigandi skýringar voru yfirfarnar.

Ársreikningur samstæðu 2020

2

Vörður tryggingar hf.


Áritun óháðs endurskoðanda

Aðrar upplýsingar Stjórn og forstjóri bera ábyrgð á öðrum upplýsingum. Aðrar upplýsingar innifela skýrslu stjórnar, tjónaþróun og yfirlit um rekstur og efnahag. Álit okkar á samstæðuársreikningnum nær ekki yfir aðrar upplýsingar og við ályktum hvorki um, né veitum staðfestingu á efni þeirra ef frá er talin sú staðfesting varðandi skýrslu stjórnar sem fram kemur hér að neðan. Í tengslum við endurskoðun okkar berum við ábyrgð á að lesa framangreindar aðrar upplýsingar og skoða hvort þær séu í verulegu ósamræmi við samstæðuársreikninginn eða þekkingu okkar sem við höfum aflað við endurskoðunina eða virðast að öðru leyti innifela verulegar skekkjur. Ef við komumst að þeirri niðurstöðu, byggt á þeirri vinnu sem við höfum framkvæmt, að það séu verulegar skekkjur í öðrum upplýsingum ber okkur að skýra frá því. Það er ekkert sem við þurfum að skýra frá hvað þetta varðar. Í samræmi við ákvæði 2. mgr. 104 gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga staðfestum við samkvæmt okkar bestu vitund að í skýrslu stjórnar sem fylgir ársreikningi þessum eru veittar þær upplýsingar sem þar ber að veita í samræmi við lög um ársreikninga og koma ekki fram í skýringum. Ábyrgð stjórnar og forstjóra á ársreikningnum Stjórn og forstjóri eru ábyrg fyrir gerð og framsetningu samstæðuársreikningsins í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið samþykktir af Evrópusambandinu og viðbótar kröfur í lögum um samstæðuársreikninga. Stjórn og forstjóri eru einnig ábyrg fyrir því innra eftirliti sem nauðsynlegt er varðandi gerð og framsetningu samstæðuársreikningsins, þannig að hann sé án verulegra annmarka, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka. Við gerð samstæðuársreikningsins eru stjórn og forstjóri ábyrg fyrir því að meta rekstrarhæfi Varðar trygginga hf. ef við á, skulu stjórn og forstjóri setja fram viðeigandi skýringar um rekstrarhæfi og hvers vegna þau ákváðu að beita forsendunni um rekstrarhæfi við gerð og framsetningu samstæðuársreikningsins, nema stjórn og forstjóri hafi ákveðið að leysa félagið upp eða hætta starfsemi, eða hafa enga aðra raunhæfa möguleika. Ábyrgð endurskoðanda á endurskoðun ársreikningsins Markmið okkar er að afla nægjanlegrar vissu um að samstæðuársreikningurinn sé án verulegra annmarka, hvort sem er af völdum sviksemi eða mistaka og að gefa út áritun sem felur í sér álit okkar. Nægjanlega vissa er þó ekki trygging þess að endurskoðun framkvæmd í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla muni uppgötva allar verulegar skekkjur séu þær til staðar. Skekkjur geta orðið vegna mistaka eða sviksemi og eru álitnar verulegar ef þær gætu haft áhrif á fjárhagslega ákvarðanatöku notenda samstæðuársreikningsins, einar og sér eða samanlagðar. Endurskoðun okkar í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla byggir á faglegri dómgreind og beitum við gagnrýnni hugsun við endurskoðunina. Við framkvæmum einnig eftirfarandi: •

Greinum og metum hættuna á verulegri skekkju í samstæðuársreikningnum, hvort sem er vegna mistaka eða sviksemi, hönnum og framkvæmum endurskoðunaraðgerðir til að bregðast við þeim hættum og öflum endurskoðunargagna sem eru nægjanleg og viðeigandi til að byggja álit okkar á. Hættan á að uppgötva ekki verulega skekkju vegna sviksemi er meiri en að uppgötva ekki skekkju vegna mistaka, þar sem sviksemi getur falið í sér samsæri, skjalafals, misvísandi framsetningu samstæðuársreiknings, að einhverju sé viljandi sleppt eða að farið sé framhjá innri eftirlitsaðgerðum.

Öflum skilnings á innra eftirliti, sem snertir endurskoðunina, í þeim tilgangi að hanna viðeigandi endurskoðunaraðgerðir, en ekki í þeim tilgangi að veita álit á virkni innra eftirlits félagsins.

Ársreikningur samstæðu 2020

3

Vörður tryggingar hf.Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og forstjóra

Ársreikningur samstæðu Varðar trygginga hf. ("samstæðan" eða "Vörður") fyrir árið 2020 er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu og viðbótar kröfur í lögum um ársreikninga. Aðalstarfsemi samstæðunnar felst í vátryggingarekstri og fjárfestingum. Rekstur ársins 2020 Samkvæmt rekstrarreikningi og yfirliti um heildarafkomu nam hagnaður ársins 2.026 millj. kr. (2019: 1.816 millj. kr.) og þann 31. desember 2020 námu heildareignir samstæðunnar 28.339 millj. kr. (2019: 24.989 millj. kr.) Eigið fé í árslok 2020 nam 8.644 millj. kr. (2019: 8.119 millj. kr.) og eiginfjárhlutfall samstæðunnar var 30,5% (2019: 32,5%). Gjaldþolshlutfall (SCR) í samræmi við Solvency II nam 149% í árslok eftir að tekið hefur verið tillit til fyrirhugaðrar arðgreiðslu til hluthafa, sjá nánari umfjöllun í skýringu 21 um gjaldþol (2019: 144%). Laun og tengd gjöld námu 1.522 millj. kr. (2019: 1.299 millj. kr.) og meðalfjöldi ársverka á árinu 2020 var 102,5 (2019: 91,8). Hlutafé Hlutafé í árslok nam 1.367,8 millj. kr. og er óbreytt frá upphafi árs. Í árslok voru tveir hluthafar, Arion banki hf. á allt hlutafé að undanskildum einum hlut sem er í eigu Varðar líftrygginga hf. og er það óbreytt frá lokum fyrra árs. Stjórn Varðar leggur til að greiddar verði 800 millj. kr. í arð til eigenda félagsins vegna rekstrarársins 2020 (2020 vegna 2019: 1.500 millj. kr.). Covid-19 Árið 2020 reyndist ár áskorana fyrir heimsbyggðina alla. Í rekstri Varðar varð fyrst vart við möguleg áhrif Covid-19 í lok vetrar þegar ferðalög til og frá landinu meira og minna stöðvuðust, en félagið tryggir korthafa tveggja stærstu viðskiptabankanna. Mikið álag skapaðist strax í upphafi faraldursins vegna þessa en þegar upp var staðið reyndi ekki mikið á þessar tryggingar og enn síður þegar leið á árið og nær engin ferðalög til útlanda voru farin. Önnur áhrif sem fljótt komu fram var minnkuð tíðni tjóna, sérstaklega í ökutæjatryggingum. Þau og fyrirsjáanlegar búsifjar viðskiptavina félagsins urðu til þess að tekin var ákvörðun um að veita einstaklingum í viðskiptum við félagið þriðjungsafslátt af öllum iðgjöldum í maí. Afslátturinn nam samtals rúmum 260 millj. kr. og var honum vel tekið meðal viðskiptavina og annarra en góð fjölgun viðskiptavina var á árinu. Telja má að Covid-19 hafi haft þau áhrif að dreifing tjóna varð ódæmigerð á árinu þannig að sumarið reyndist tjónaþyngra í ökutækjatjónum en undanfarin ár á móti lægri tíðni í mánuðunum fyrir og eftir sumarið. Vörður er ekki með stórt hlutfall viðskipta sinna við þær atvinnugreinar sem hafa farið verst út úr samdrætti og rekstrarstöðvun. Ekki hefur orðið vart við aukningu vanskila þó einstaka viðskiptavinir hafi orðið fyrir skakkaföllum en leitast hefur verið við að koma til móts við þá. Áhrif Covid-19 á rekstur og efnahag Varðar eru að öllu framansögðu óveruleg. Áhrifin á innri starfsemi voru þó töluverð. Strax í byrjun faraldurs færðist flest starfsfólk heim til sín og hóf fjarvinnu og lokað var fyrir komur viðskiptavina í afgreiðslur félagsins í samtals liðlega 5 mánuði. Félagið var vel í stakk búið til að takast á við þessa skyndilegu breytingu þar sem allt starfsfólk var þegar komið með fartölvur og vinnu flestra teyma stýrt með hjálp verkstjórnunarkerfa sem auðvelda mjög yfirsýn yfir verkefni og samvinnu í fjarvinnu.

Ársreikningur samstæðu 2020

5

Vörður tryggingar hf.


Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og forstjóra

Stjórnarhættir Samstæðan er eining tengd almannahagsmunum og ber að birta yfirlýsingu um stjórnarhætti sína í skýrslu stjórnar. Stjórn Varðar leitast við að viðhalda góðum stjórnarháttum og að fylgja leiðbeiningum Viðskiptaráðs Íslands, Nasdaq Iceland og Samtaka atvinnulífsins um stjórnarhætti fyrirtækja eins og þær eru á hverjum tíma. Vörður hefur frá árinu 2018 hlotið viðurkenningu fyrir að vera fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum. Leiðarljós Varðar er að stjórnarhættir félagsins eigi að vera í stöðugri þróun og að starfsemi þess endurspegli ávallt góða og gegna stjórnarhætti.

Í stjórn Varðar eru fimm stjórnarmenn, þrjár konur og tveir karlar. Er kynjahlutfallið því í samræmi við lög sem kveða á um að fyrirtæki með fleiri starfsmenn en 50 skuli tryggja að hlutfall hvors kyns í stjórn sé eigi lægra en 40%. Í stjórn Varðar líftrygginga eru þrír stjórnarmenn og þar eru tvær konur og einn karlmaður. Stjórnarmenn Varðar uppfylla skilyrði sem kveðið er á um í hlutafélagalögum og lögum um vátryggingastarfsemi. Tvær undirnefndir eru starfandi, endurskoðunarnefnd og starfskjaranefnd en nefndunum er ætlað að bæta starfshætti í þeim málefnum sem stjórn ber að annast og gera störf stjórnarinnar þannig skilvirkari. Helstu verkefni stjórnar samkvæmt starfsreglum eru stefnumörkun, eftirlit með fjárreiðum og bókhaldi og tryggja viðeigandi innra eftirlit. Forstjóri félagsins, stýrir daglegum rekstri og fylgir þeirri stefnu sem mörkuð hefur verið. Í samræmi við ofangreindar leiðbeiningar um góða stjórnarhætti og lög um ársreikninga og vátryggingastarfsemi, hefur stjórn Varðar útbúið stjórnarháttayfirlýsingu sem birt er sem hluti af ársskýrslu samstæðunnar á heimasíðu félagsins og er þar nánar fjallað um stjórnarhætti Varðar. Samfélagsábyrgð og ófjárhagsleg upplýsingagjöf Starfsemi Varðar fellur undir ákvæði ársreikningalaga um ófjárhagslega upplýsingagjöf þar sem m.a. kemur fram að fjallað skuli um stöðu og áhrif félagsins í tengslum við umhverfis-, félags og starfsmannamál. Þær upplýsingar er að finna í sjálfbærniskýrslu sem er hluti ársskýrslu Varðar sem birt er á heimasíðu félagsins. Í skýrslunni er jafnframt að finna lýsingu á viðskiptalíkani félagsins, ófjárhagslega mælikvarða, stefnu um samfélagsábyrgð og upplýsingar um áreiðanleikakönnunarferli. Þar er einnig fjallað um mannréttindi og að félagið stuðlar að og hvetur birgja sína með birgjamati til að huga að samfélagslegum þáttum í sínum rekstri. Samfélagsleg ábyrgð Varðar er samofin rekstri fyrirtækisins og á árinu 2020 samþykkti stjórn Varðar í fyrsta sinn sjálfbærnistefnu sem er félaginu vegvísir til komandi framtíðar. Creditinfo hefur undanfarin ár, í samstarfi við Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð, verðlaunað fyrirtæki sem hafa skýra stefnu um samfélagsábyrgð, sjálfbærni, kynjajafnrétti og réttindi starfsfólks. Vörður varð þess heiðurs aðnjótandi að hljóta þessi hvatningarverðlaun á síðasta ári og gaf það félaginu enn frekari kraft til eflingar málaflokksins. Til að öðlast yfirsýn eru árangur og áhrif í þremur lykilmálaflokkum skráð og birt í sjálfbærniskýrslu félagsins. Þetta eru eftirfarandi málaflokkar: Umhverfismál: Vörður skráir og birtir gögn er varðar umhverfisfótspor sitt með upplýsingum um losun gróðurhúsalofttegunda. Markmið eru sett um minni losun. Félagslegir þættir: Vörður fylgist með og mælir ýmsa þætti er varða áhrif á frammistöðu í samfélagslegum og félagslegum málum. Til dæmis launajafnrétti, kynjahlutföll og heilsu og aðbúnað starfsmanna svo eitthvað sé nefnt. Góðir stjórnarhættir: Félagið tekur saman og birtir í skýrslu sinni upplýsingar er varða stjórnarhætti fyrirtækisins, siða- og samfélagssáttmála, mútur og spillingarmál og ýmsa opinbera upplýsingagjöf. Um mælingar og frekari upplýsingar vísast til sjálfbærniskýrslunnar sem er hluti af ársskýrslu félagsins á heimasíðu þess.

Ársreikningur samstæðu 2020

6

Vörður tryggingar hf.Rekstrarreikningur og yfirlit um heildarafkomu 2020 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Skýr.

2020

2019

Iðgjöld ársins ............................................................................................................. Hluti endurtryggjenda ............................................................................................... Eigin iðgjöld 7

12.282.801 (474.957) 11.807.844

11.778.955 (402.655) 11.376.300

Fjáreignatekjur .......................................................................................................... 9 Óinnl. afkoma vegna líftr. með fjárfest. áhættu líftr.taka .......................................... 25 Fjáreignatekjur

1.890.813 192.181 2.082.994

1.543.638 211.852 1.755.490

Aðrar tekjur ...............................................................................................................

45.546

49.358

Heildartekjur .......................................................................................................

13.936.384

13.181.148

Tjón ársins ................................................................................................................. Hluti endurtryggjenda í tjónum ................................................................................. Eigin tjón 8

(8.565.364) 135.492 (8.429.872)

(8.376.184) 155.360 (8.220.824)

Br. á líftr.skuld með fjárfestingaráhættu líftryggingataka ......................................... 25 Rekstrarkostnaður ..................................................................................................... 10 Vaxtagjöld ..................................................................................................................

(192.181) (2.903.487) (12.068)

(211.852) (2.574.313) (11.793)

Heildargjöld .........................................................................................................

(11.537.608)

(11.018.782)

Hagnaður fyrir tekjuskatt .....................................................................................

2.398.776

2.162.366

Tekjuskattur .............................................................................................................. 12 Hagnaður og heildarafkoma ársins

(373.213) 2.025.563

(346.364) 1.816.002

Skýringar númer 1 - 31 eru óaðskiljanlegur hluti af ársreikningnum.

Ársreikningur samstæðu 2020

8

Vörður tryggingar hf.


Efnahagsreikningur 31. desember 2020 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Skýr.

Eignir Rekstrarfjármunir ...................................................................................................... Viðskiptavild .............................................................................................................. Fjáreignir ................................................................................................................... Fjárfestingar v. líftrygginga með áhættu líftryggingataka .......................................... Endurtryggingaeignir ................................................................................................. Viðskiptakröfur .......................................................................................................... Aðrar kröfur ............................................................................................................... Handbært fé ..............................................................................................................

15 16 17 25 23 14

2020

2019

591.668 205.956 22.449.822 1.140.816 238.106 3.065.566 154.154 492.605

672.365 205.956 19.112.944 1.008.120 308.035 2.777.657 117.073 786.415

28.338.693

24.988.565

Hlutafé ....................................................................................................................... Yfirverðsreikningur hlutafjár ...................................................................................... Varasjóðir og bundið eigið fé ..................................................................................... Óráðstafað eigið fé ....................................................................................................

1.367.812 3.122.232 2.466.236 1.687.927

1.367.812 3.122.232 2.107.141 1.521.458

Eigið fé samtals

8.644.207

8.118.643

16.151.895 1.140.816 261.348 19.970 1.000.000 730.187 390.270

14.708.678 1.008.120 295.827 37.027 0 493.785 326.485

Skuldir samtals

19.694.486

16.869.922

Eigið fé og skuldir samtals

28.338.693

24.988.565

Eignir samtals

18

Eigið fé

Skuldir Vátryggingaskuld ....................................................................................................... Líftryggingaskuld með fjárfestingaáhættu líftryggingataka ....................................... Skuldbinding vegna húsaleigusamninga .................................................................... Tekjuskattsskuldbinding ............................................................................................ Víkjandi lán ................................................................................................................ Viðskiptaskuldir og aðrar skuldir ............................................................................... Tekjuskattur til greiðslu .............................................................................................

23 25 24 26 21 27 26

Skýringar númer 1 - 31 eru óaðskiljanlegur hluti af ársreikningnum.

Ársreikningur samstæðu 2020

9

Vörður tryggingar hf.


Eiginfjáryfirlit 2020 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Árið 2020

Skýr.

Eigið fé 1.1. ........... Greiddur arður ...... 13 Hagnaður ársins .... Bundið vegna óinnl. gangvirðisbreyt. Bundið vegna óinnl. hagn. dótturfél. . Innleystur hagn. dótturfél. ........... Eigið fé 31.12.

Hlutafé 1.367.812

Yfirverðsreikningur

Lögbundinn

Óinnleystur hagnaður

Óinnleyst

hlutafjár

varasjóður

dótturfél.

gangvirði

341.953

980.671

784.517

1.521.459 8.118.644 ( 1.500.000 ) ( 1.500.000 ) 2.025.563 2.025.563

551.771

(

551.771 )

0

(

787.996 )

0

980.671

0

1.687.926

8.644.207

3.122.232

787.996 ( 1.367.812

3.122.232

341.953

Óráðstafað eigið fé

980.671 ) 787.996

1.336.288

Arður á hlut .....................................................................................................................................................................

Árið 2019 Eigið fé 1.1. ........... Greiddur arður ...... 13 Hagnaður ársins .... Lögb. varasjóður ... Bundið vegna óinnl. gangvirðisbreyt. Bundið vegna óinnl. hagn. dótturfél. . Innleystur hagn. dótturfél. ...........

Hlutafé 1.367.812

Yfirverðsreikningur hlutafjár 3.122.232

Óinnleystur hagnaður dótturfél.

Lögbundinn varasjóður 333.754

844.449

Óinnleyst gangvirði 320.914

Óráðstafað eigið fé

Samtals

1,1

Samtals

763.482 6.752.643 450.000 ) ( 450.000 ) 1.816.002 1.816.002 ( 8.199 ) 0

( 8.199 463.603 936.222 ( 1.367.812

3.122.232

341.953

800.000 ) 980.671

784.517

(

463.603 )

0

(

936.222 )

0

800.000

0

1.521.459

8.118.644

Arður á hlut .....................................................................................................................................................................

0,3

Skýringar númer 1 - 31 eru óaðskiljanlegur hluti af ársreikningnum.

Ársreikningur samstæðu 2020

10

Vörður tryggingar hf.


Sjóðstreymi 2020 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Skýr.

Handbært fé frá rekstri

Hagnaður ársins ............................................................................................................................. Rekstrarliðir sem hafa ekki áhrif á fjárstreymi: Fjáreignatekjur ............................................................................................................................. 9 Tekjuskattur ................................................................................................................................. 12 Afskriftir varanlegra rekstrarfjármuna ......................................................................................... 15 Hreint veltufé frá rekstri Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum: Viðskiptakröfur, breyting ............................................................................................................. Hækkun eigin vátryggingaskuldar ................................................................................................ Aðrar skuldir, breyting .................................................................................................................. Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta Innborgaðar vaxtatekjur ............................................................................................................... Innborgaður arður ........................................................................................................................ Greiddur tekjuskattur ................................................................................................................... 26 Handbært fé frá rekstri

2020

2019

2.025.563

1.816.002

(1.890.813) 373.213 201.600 709.563

(1.543.638) 346.364 224.024 842.752

(323.037) 1.513.146 382.763 2.282.435

14.779 1.384.773 (30.217) 2.212.087

183.146 233.549 (326.485)

384.969 32.587 (220.085)

2.372.645

2.409.558

(2.011.073) 40 (113.394)

(2.318.611) 6.122 (239.209)

(2.124.427)

(2.551.698)

1.000.000 (42.028) (1.500.000)

0 (39.782) (450.000)

Fjármögnunarhreyfingar

(542.028)

(489.782)

Breyting á handbæru fé ........................................................................................................... Handbært fé yfirtekið við samruna .......................................................................................... Handbært fé í ársbyrjun ..........................................................................................................

(293.810) 0 786.415

(631.922) 78.298 1.340.039

Handbært fé í árslok ................................................................................................................

492.605

786.415

Fjárfestingahreyfingar Breyting fjáreigna ......................................................................................................................... Sala rekstrarfjármuna ................................................................................................................... Kaup rekstrarfjármuna ................................................................................................................. 15 Fjárfestingahreyfingar

Fjármögnunarhreyfingar Nýtt víkjandi lán ........................................................................................................................... 21 Afborganir leiguskuldbindingar .................................................................................................... 24 Greiddur arður til hluthafa ........................................................................................................... 13

Skýringar númer 1 - 31 eru óaðskiljanlegur hluti af ársreikningnum.

Ársreikningur samstæðu 2020

11

Vörður tryggingar hf.


Skýringar Fjárhæðir eru í þúsundum króna

1

Upplýsingar um samstæðuna Vörður tryggingar hf. ("félagið") er íslenskt hlutafélag og starfar á grundvelli laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi og laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Félagið er með starfstöð á Íslandi og er aðsetur þess að Borgartúni 25, Reykjavík. Vörður er dótturfélag Arion banka hf. og móðurfélag Varðar líftrygginga hf. Aðalstarfsemi félagsins felst í tryggingarekstri og fjárfestingum. Félagið semur samstæðuársreikning fyrir árið 2020 sem hefur að geyma ársreikning félagsins og dótturfélags þess, sem vísað er til í heild sem "samstæðunnar" og til einstakra félaga sem "samstæðufélaga". Móðurfélag félagsins er Arion banki hf. Samstæðureikningur Arion banka hf., sem gerður er í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS), inniheldur bæði félagið og dótturfélagið Vörð líftryggingar hf. Samstæðureikningur Arion banka hf. er aðgengilegur á heimasíðu bankans www.arionbanki.is

2

Reikningsskilaaðferðir Grundvöllur reikningsskilanna Ársreikningur samstæðunnar er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu og þær viðbótarkröfur sem koma fram í lögum um ársreikninga. Ársreikningurinn er gerður á grundvelli kostnaðarverðs, að því undanskildu að ákveðnir fjármálagerningar eru færðir á gangvirði í gegnum rekstrarreikning. Fjallað er um aðferðir við mat á gangvirði í sérstökum lið síðar í þessari skýringu. Ársreikningur samstæðunnar er birtur í íslenskum krónum sem er starfrækslugjaldmiðill samstæðunnar. Allar fjárhæðir eru birtar í þúsundum króna.

Eftirfarandi er samantekt um helstu reikningsskilaaðferðir: Til að auka upplýsingagildi ársreikningsins eru skýringar við hann birtar á grundvelli þess hversu viðeigandi og mikilvægar þær eru fyrir lesandann. Það þýðir að upplýsingar sem metnar eru hvorki mikilvægar né viðeigandi fyrir notanda reikningsskilanna eru ekki birtar í skýringum.

Mat og ákvarðanir Gerð ársreikninga í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla krefst þess að stjórnendur taki ákvarðanir, meti og gefi sér forsendur sem hafa áhrif á beitingu reikningsskilaaðferða og birtar fjárhæðir eigna og skulda, tekna og gjalda. Endanlegar niðurstöður kunna að vera frábrugðnar þessu mati. Upplýsingar um mikilvæg atriði, þar sem óvissa í mati og mikilvægi ákvarðana varðandi beitingu reikningsskilaaðferða hefur mest áhrif á skráðar fjárhæðir í reikningsskilunum, er að finna í skýringu 3.

Ofangreint mat og forsendur eru í stöðugri endurskoðun. Breytingar á reikningshaldslegu mati eru færðar á því tímabili sem breytingin á sér stað og þeim framtíðartímabilum sem breytingarnar hafa áhrif á.

Samstæða Ársreikningur samstæðunnar tekur til ársreiknings móðurfélagsins og ársreiknings dótturfélags sem er undir stjórn þess á reikningsskiladegi. Ráðandi yfirstjórn í fyrirtækjunum fæst með því að móðurfélagið hefur vald til þess að ákveða fjármála- og rekstrarstefnu þeirra, í því skyni að hafa hag af rekstri þeirra. Meðal markmiða samstæðureikningsskilanna er að birta einungis tekjur, gjöld, eignir og skuldir samstæðunnar út á við og er því viðskiptum innan hennar eytt út við gerð reikningsskilanna. Ef við á eru gerðar leiðréttingar á reikningsskilum dótturfélaga til að samræma þau við reikningsskilaaðferðir samstæðunnar.

Ársreikningur samstæðu 2020

12

Vörður tryggingar hf.


Skýringar Fjárhæðir eru í þúsundum króna

2

Reikningsskilaaðferðir (framhald) Eignarhlutur í dótturfélagi Dótturfélag eru félag þar sem móðurfélagið fer með yfirráð. Yfirráð eru til staðar þegar móðurfélagið hefur vald til ákvörðunartöku um fjármál og rekstur dótturfélagsins. Eignarhlutur í dótturfélagi er færður samkvæmt kaupverði að teknu tilliti til hugsanlegrar virðisrýrnunar.

Erlendir gjaldmiðlar Viðskipti í erlendum gjaldmiðlum eru færð á gengi viðskiptadags. Peningalegar eignir og skuldir í erlendum gjaldmiðlum eru færðar miðað við gengi í lok ársins. Peningalegar eignir og skuldir sem metnar eru á kostnaðarverði í erlendri mynt eru færðar í íslenskar krónur á gengi viðskiptadags. Aðrar eignir og skuldir sem færðar eru í erlendri mynt á gangvirði eru færðar í íslenskar krónur á gengi þess dags er gangvirði var ákveðið. Gengismunur sem myndast við yfirfærslu í íslenskar krónur er færður í rekstrarreikning.

Tekjur og gjöld af vátryggingastarfsemi Iðgjöld Tekjufærð iðgjöld í rekstrarreikningi eru þau iðgjöld sem falla til á rekstrarárinu að viðbættum yfirfærðum iðgjöldum frá fyrri árum en að frádregnum iðgjöldum til næstu ára sem færast sem iðgjaldaskuld. Iðgjaldaskuld í efnahagsreikningi er sá hluti iðgjalda vegna tekinnar vátryggingaáhættu sem tilheyrir næstu reikningsárum. Tjón Gjaldfærð tjón í rekstrarreikningi eru tjón ársins ásamt hækkun eða lækkun vegna tjóna fyrri ára. Tjónaskuld í efnahagsreikningi er heildarfjárhæð tilkynntra óuppgerðra tjóna auk tryggingafræðilegrar áætlunar fyrir orðnum en ótilkynntum tjónum.

Fjáreignatekjur Fjáreignatekjur samanstanda af vaxtatekjum af innstæðum í fjármálastofnunum auk vaxtatekna og gangvirðisbreytinga fjárfestinga. Vaxtatekjur Vaxtatekjur eru færðar í rekstrarreikninginn miðað við virka vexti. Meðal vaxtatekna eru afföll, yfirverð og annar mismunur sem er á upphaflegu bókfærðu verði fjármálagerninga og fjárhæða á gjalddaga miðað við virka vexti. Virkir vextir eru ávöxtunarkrafa sem notuð er við núvirðingu áætlaðs sjóðstreymis yfir áætlaðan líftíma fjármálagernings eða styttra tímabil, eftir því sem við á, þannig að það jafngildi bókfærðri fjárhæð fjáreignarinnar eða fjárskuldarinnar í efnahagsreikningi. Vaxtatekjur og gangvirðisbreytingar fjármálagerninga á gangvirði Hreinar tekjur af fjáreignum tilgreindum á gangvirði í rekstrarreikningi taka til allra innleystra og óinnleystra gangvirðisbreytinga, vaxta, afleiða og gengisbreytinga. Arðstekjur eru færðar þegar þær fást greiddar.

Óinnleystur hagnaður/tap vegna líftrygginga með fjárfestingaáhættu líftryggingataka Óinnleystur hagnaður vegna líftrygginga með fjárfestingaáhættu líftryggingataka er ávöxtun fjárfestinga í eigu félagsins sem vátryggingatakar í söfnunarlíftryggingum hafa valið að bera fjárfestingaáhættu af samkvæmt skilmálum trygginganna.

Rekstrarkostnaður Rekstrarkostnaður samanstendur af launakostnaði, sölu- og markaðskostnaði, tölvukostnaði, skrifstofu- og stjórnunarkostnaði og ýmsum öðrum kostnaði.

Ársreikningur samstæðu 2020

13

Vörður tryggingar hf.


Skýringar Fjárhæðir eru í þúsundum króna

2

Reikningsskilaaðferðir (framhald) Starfstengd hlunnindi Samstæðan greiðir framlög í iðgjaldatengda lífeyrissjóði, þar sem greidd eru föst framlög til almennra lífeyrissjóða á grundvelli laga. Á samstæðunni hvílir ekki önnur greiðsluskylda eftir að þessi framlög hafa verið greidd. Framlögin eru færð til gjalda eftir því sem þau falla til.

Virðisrýrnun Fjáreignir Á hverjum uppgjörsdegi er kannað hvort til staðar sé hlutlæg vísbending um virðisrýrnun fjáreigna. Fjáreign telst vera virðisrýrð ef hlutlægar vísbendingar eru um að einn eða fleiri atburðir sem átt hafa sér stað benda til þess að vænt framtíðarsjóðstreymi af viðkomandi eign verði lægra en áður var talið. Einstakar mikilvægar fjáreignir eru prófaðar sérstaklega hver um sig með tilliti til virðisrýrnunar. Aðrar fjáreignir eru flokkaðar saman eftir lánsáhættueinkennum. Aðrar eignir Bókfært verð annarra eigna félagsins er yfirfarið á hverjum uppgjörsdegi til að meta hvort vísbendingar séu um virðisrýrnun þeirra. Sé einhver slík vísbending til staðar er endurheimtanleg fjárhæð eignarinnar metin.

Tekjuskattur Tekjuskattur á afkomu tímabilsins samanstendur af tekjuskatti til greiðslu og frestuðum tekjuskatti. Tekjuskattur er færður í rekstrarreikning nema að því marki sem hann varðar liði sem eru færðir beint á eigið fé eða í yfirlit um heildarafkomu, en í þeim tilvikum er tekjuskatturinn færður á þá liði. Tekjuskattur til greiðslu er tekjuskattur sem áætlað er að komi til greiðslu á næsta ári vegna skattskylds hagnaðar ársins, miðað við gildandi skatthlutfall á uppgjörsdegi, auk leiðréttinga á tekjuskatti til greiðslu vegna fyrri ára. Frestaður tekjuskattur er færður vegna tímabundinna mismuna á bókfærðu verði eigna og skulda í ársreikningnum annars vegar og skattverði þeirra hins vegar. Útreikningur á frestuðum skatti byggir á því skatthlutfalli sem vænst er að verði í gildi þegar tímabundnir mismunir koma til með að snúast við, miðað við gildandi lög á uppgjörsdegi. Skatteign er einungis færð að því marki sem líklegt er talið að skattskyldur hagnaður verði til ráðstöfunar í framtíðinni, sem unnt verður að nýta eignina á móti. Skatteign er metin á hverjum uppgjörsdegi og lækkuð að því marki sem talið er að hún nýtist ekki.

Rekstrarfjármunir Færsla og mat Varanlegir rekstrarfjármunir og óefnislegar eignir eru færð til eignar á kostnaðarverði að frádregnum uppsöfnuðum afskriftum og virðisrýrnun ef hún er til staðar. Kostnaðarverð samanstendur af beinum kostnaði sem fellur til við kaup eða þróun fjármunarins. Keyptur hugbúnaður sem er nauðsynlegur til að unnt sé að nýta vélbúnað er eignfærður sem hluti af þeim vélbúnaði. Þegar rekstrarfjármunir eru samsettir úr einingum með ólíkan nýtingartíma eru einingarnar aðgreindar og afskrifaðar miðað við nýtingartímann. Hagnaður eða tap af sölu rekstrarfjármuna er munurinn á söluverðinu og bókfærðu verði eignarinnar og er fært í rekstrarreikning.

Ársreikningur samstæðu 2020

14

Vörður tryggingar hf.


Skýringar Fjárhæðir eru í þúsundum króna

2

Reikningsskilaaðferðir (framhald) Kostnaður sem fellur til síðar Kostnaður við að endurnýja einstaka hluta rekstrarfjármuna er færður til eignar ef líklegt er talið að ávinningur sem felst í endurnýjuninni muni renna til félagsins og hægt er að meta kostnaðinn á áreiðanlegan hátt. Allur annar kostnaður er gjaldfærður í rekstrarreikningi þegar til hans er stofnað.

Afskriftir Afskriftir eru reiknaðar línulega miðað við áætlaðan nýtingartíma einstakra hluta rekstrarfjármuna. Áætlaður nýtingartími greinist þannig: Bifreiðar........................................................................................................................................................... Áhöld og tæki.................................................................................................................................................. Hugbúnaður.....................................................................................................................................................

5 ár 3 - 5 ár 3 - 4 ár

Afskriftaraðferð, nýtingartími og niðurlagsverð eru endurmetin á uppgjörsdegi.

Leigusamningar Við upphaflega skráningu metur samstæðan hvort samningur teljist vera leigusamningur eða innihaldi leigusamning. Samstæðan skráir nýtingarrétt til eignar og samsvarandi leiguskuldbindingu vegna allra leigusamninga, nema skammtímaleigu (til skemmri tíma en 12 mánaða) og fyrir leigueignir með lágt virði þar sem leigugreiðslur eru færðar línulega á meðal rekstrargjalda yfir leigutímann. Leiguskuldbinding er upphaflega metin á núvirði framtíðarleigugreiðslna. Leigugreiðslur eru núvirtar með innbyggðum vöxtum í samningi, eða ef þeir eru ekki aðgengilegir, með vöxtum af viðbótarlánsfé. Leiguskuldbinding samanstendur af föstum greiðslum að frádregnum leiguhvötum, breytilegum greiðslum vegna vísitölu, væntu hrakvirði og kaupréttum á leigueignum ef líklegt er talið að þeir verði nýttir. Leigugreiðslur skiptast í vaxtagjöld og greiðslur af höfuðstól sem koma til lækkunar á leiguskuldbindingu. Samstæðan endurmetur leiguskuldbindingu ef leigutímabil breytist, ef leigugreiðslur breytast vegna vísitölutengingar eða þegar breytingar eru gerðar á leigusamningi sem ekki leiða til þess að nýr leigusamningur er skráður. Nýtingarréttur er afskrifaður á því sem styttra reynist af líftíma leigusamnings eða leigueignar. Ef leigusamningur leiðir til eigendaskipta eða ef bókfært verð nýtingarréttar felur í sér kauprétt á leigueign, þá er nýtingaréttur afskrifaður á líftíma leigueignar. Nýtingarréttur er afskrifaður frá upphafsdegi leigusamnings.

Viðskiptavild Viðskiptavild er aðeins færð til eignar ef hún hefur myndast við kaup á dótturfélögum eða yfirtöku á starfsemi. Eignfærsla hennar miðast við yfirtökudag og heildargangvirði yfirfærðs endurgjalds, bókfært virði minnihluta í yfirtekna félaginu og gangvirði fyrri hlutdeildar í yfirtekna félaginu að frádregnu gangvirði yfirtekinna eigna og skulda miðað við yfirtökudag. Endurgjald samanstendur af gangvirði yfirfærðra eigna og skulda og eiginfjárgerningum sem gefnir eru út af samstæðunni. Endurgjaldið felur einnig í sér gangvirði hugsanlegs viðbótarendurgjalds. Eftir upphaflega skráningu er viðskiptavild metin á kostnaðarverði að frádreginni uppsafnaðri virðisrýrnun. Virðisrýrnunarpróf er framkvæmt árlega eða oftar ef atburðir eða breytingar gefa til kynna virðisrýrnun á bókfærðu verði viðskiptavildar. Viðskiptavildinni er ráðstafað á yfirtökudegi til allra sjóðskapandi eininga samstæðunnar sem ætlað er að njóti samlegðar af sameiningunni óháð því hvort öðrum eignum eða skuldum hefur verið ráðstafað til þessara eininga. Hver eining sem viðskiptavild er ráðstafað til endurspeglar minnstu einingu innan samstæðunnar þar sem fylgst er með viðskiptavildinni sem hluta af innri stjórnun.

Ársreikningur samstæðu 2020

15

Vörður tryggingar hf.


Skýringar Fjárhæðir eru í þúsundum króna

2

Reikningsskilaaðferðir (framhald) Fjármálagerningar Fjármálagerningar Til fjármálagerninga teljast fjárfestingar í hlutabréfum og skuldabréfum, viðskiptakröfur, aðrar kröfur, handbært fé, viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir. Fjármálagerningar eru færðir á gangvirði við upphaflega skráningu í bókhald. Þegar fjármálagerningar eru ekki metnir á gangvirði í gegnum rekstrarreikning, er allur beinn viðskiptakostnaður færður til hækkunar á virði þeirra við upphaflega skráningu í bókhald. Fjármálagerningar eru færðir í bókhald þegar samstæðan gerist aðili að samningsbundnum ákvæðum viðkomandi fjármálagerninga. Viðskiptakröfur Viðskiptakröfur eru fjáreignir, aðallega vegna tryggingasamninga, sem hafa fyrirfram ákveðna gjalddaga og eru ekki skráðar á opinberum markaði. Handbært fé Sjóður og óbundnar bankainnstæður teljast til handbærs fjár. Fjáreignir á gangvirði í gegnum rekstrarreikning Fjármálagerningur í efnahagsreikningi er flokkaður sem fjáreign á gangvirði í gegnum rekstrarreikning ef hann er tilgreindur þannig við upphaflega skráningu í bókhald. Fjármálagerningar eru tilgreindir á gangvirði í gegnum rekstrarreikning ef ákvarðanir um kaup og sölu byggjast á gangvirði þeirra. Fjáreignir á gangvirði í gegnum rekstrarreikning eru færðar á gangvirði í efnahagsreikningi og gangvirðisbreytingar eru færðar í rekstrarreikning. Beinn viðskiptakostnaður er færður í rekstrarreikning þegar hann fellur til.

Ákvörðun gangvirðis Gangvirði fjáreigna og fjárskulda sem eru skráðar á virkum markaði er skráð verð þeirra. Matsaðferðum er beitt á alla aðra fjármálagerninga við útreikning á gangvirði þeirra. Fjáreign eða fjárskuld telst vera skráð á virkum markaði ef opinbert verð er fáanlegt frá kauphöll eða öðrum óháðum aðila og verðið endurspeglar raunveruleg og regluleg markaðsviðskipti á milli ótengdra aðila. Matsaðferðir geta falið í sér að notast er við verð í nýlegum viðskiptum milli ótengdra aðila, að tekið sé mið af verðmæti annarra fjármálagerninga sem eru áþekkir þeim gerningi sem um ræðir eða stuðst er við núvirt fjárstreymi eða önnur verðmatslíkön. Við beitingu matsaðferða eru allir þættir notaðir sem markaðsaðilar myndu nota við verðmat og aðferðirnar eru í samræmi við viðurkenndar aðferðir við að verðleggja fjármálagerninga. Í skýringu 17 eru fjáreignir félagsins flokkaðar eftir þeim verðmatsaðferðum sem notaðar eru til að ákvarða gangvirði þeirra. Félagið sannreynir reglulega matsaðferðir sínar og prófar þær með því að nota verð sem fengist hafa í viðskiptum á virkum markaði með sama gerning, án aðlagana eða breytinga, eða byggir á markaðsupplýsingum.

Skráning og afskráning fjáreigna og fjárskulda Kaup og sala fjáreigna er skráð á þeim degi sem viðskiptin fara fram. Þau eru færð á þeim degi sem samstæðan skuldbindur sig til að kaupa eða selja eign, nema vegna útlána og krafna, sem eru skráð þegar fjármunir eru afhentir lántakanda. Fjáreignir eru afskráðar þegar samningsbundinn réttur samstæðunnar að fjárstreymi af fjáreign er ekki lengur til staðar eða þegar samstæðan hefur flutt að verulegu leyti áhættu og ávinning af eignarhaldinu til annars aðila. Fjárskuld er skráð þegar samstæðan verður hluti af samningsbundnum skuldagerningi. Fjárskuld er afskráð þegar skuldbinding samstæðunnar skv. samningi er gerð upp með greiðslu, skuldareigandi fellur frá kröfunni eða fjárskuldin er felld úr gildi.

Ársreikningur samstæðu 2020

16

Vörður tryggingar hf.


Skýringar Fjárhæðir eru í þúsundum króna

2

Reikningsskilaaðferðir (framhald) Jöfnun Fjáreignum og fjárskuldum er jafnað saman og nettó fjárhæð færð í efnahagsreikning þegar lagalegur réttur er til staðar um jöfnun og fyrirhugað er að gera upp með jöfnun fjáreigna og fjárskulda. Tekjum og gjöldum er einungis jafnað saman þegar reikningsskilareglur leyfa það. Jafnframt er hagnaði og tapi jafnað saman þegar uppruninn er frá svipuðum viðskiptum eins og viðskiptum með veltufjáreignir.

Vátryggingasamningar Samstæðan gefur út samninga sem flytja vátryggingalega áhættu frá viðskiptavinum til samstæðunnar. Vátryggingasamningar - skilgreining Með vátryggingasamningi tekur vátryggjandinn að sér vátryggingaáhættu frá vátryggingataka með því að samþykkja að bæta vátryggingatakanum tjón vegna ákveðins óviss atburðar í framtíðinni. Vátryggingaáhætta er áhætta, önnur en fjárhagsleg áhætta, sem flutt er frá vátryggingataka til útgefanda vátryggingasamnings, svo sem vegna eignatjóns, slyss, sjúkdóms eða andláts. Skaðatryggingar og slysatryggingar Tryggingasamningar í þessum flokki eru ábyrgðatryggingar, slysatryggingar og eignatryggingar. Ábyrgða- og slysatryggingasamningar bæta tjón sem hinn vátryggði veldur þriðja aðila vegna afleiðinga lögmætra aðgerða hans og bætir einnig hinum vátryggða það tjón sem hann verður fyrir í samræmi við skilmála tryggingasamningsins. Eignatryggingar greiða aðallega bætur til viðskiptavina samstæðunnar vegna tjóns eða taps á eignum. Viðskiptavinir með rekstrarstöðvunartryggingu geta einnig fengið bætur vegna tekjutaps ef tjón eigna veldur því að eignirnar nýtast ekki í rekstri. Líftryggingar Vátryggingasamningar, sem fela í sér líf- og heilsutryggingar, taka til andláts, ákveðinna sjúkdóma og afleiðinga slysa. Fjárfestingar og líftryggingaskuld með fjárfestingaáhættu líftryggingataka Fjárfestingar með fjárfestingaáhættu líftryggingataka eru fjárfestingar í vörslu félagsins sem vátryggingatakar í söfnunarlíftryggingum hafa valið að bera fjárfestingaráhættu af samkvæmt skilmálum tryggingarinnar. Líftryggingaskuld með fjárfestingaáhættu líftryggingataka er skuldbinding félagsins gagnvart umræddum vátryggingatökum að sömu fjárhæð. Vátryggingaskuld Samstæðan metur í lok reikningsárs hvort vátryggingaskuld sé nægjanleg til þess að standa við áætlaðar skuldbindingar hennar með því að meta framtíðarfjárflæði vátryggingaskuldar. Allar breytingar á vátryggingaskuldinni koma fram í rekstrarreikningi. Endurtryggingasamningar Endurtryggingasamningar eru gerðir í þeim tilgangi að draga úr áhættu samstæðunnar. Endurtryggjendur bera ýmist ákveðið hlutfall af umsömdum bótafjárhæðum eða alla áhættuna fari tjón umfram umsamda fjárhæð. Kröfur á endurtryggjendur vegna iðgjalda og tjóna eru færðar sem endurtryggingaeignir. Þar er um að ræða kröfur vegna hlutdeildar þeirra í tjónum samkvæmt endurtryggðum vátryggingasamningum og hlutdeild í iðgjaldaskuld. Skuldir vegna endurtrygginga eru óuppgerð endurtryggjendaiðgjöld fyrri ára að frádreginni óuppgerðri hlutdeild endurtryggjenda í tjónum fyrri ára.

Ársreikningur samstæðu 2020

17

Vörður tryggingar hf.


Skýringar Fjárhæðir eru í þúsundum króna

2

Reikningsskilaaðferðir (framhald) Aðrar eignir og aðrar skuldir Aðrar eignir og aðrar skuldir eru færðar á kostnaðarverði.

Eigið fé Hlutafé Hlutafé er flokkað sem eigið fé. Óráðstafað eigið fé Óráðstafað eigið fé samanstendur af uppsöfnuðum hagnaði og tapi af rekstri félagsins að frádregnum útborguðum arði til hluthafa, yfirfærslu í lögbundinn varasjóð, óinnleyst gangvirði og óinnleystan hagnað dótturfélaga. Óráðstöfuðu eigið fé er heimilt að úthluta til hluthafa í formi arðs. Hins vegar takmarka gjaldþolsskilyrði mögulegar arðgreiðslur. Arðgreiðslur Arðgreiðslur til hluthafa eru færðar til lækkunar á eigin fé þegar þær eru samþykktar af hluthöfum á aðalfundi.

Hagnaður á hlut Hagnaður og þynntur hagnaður á hlut er reiknaður út á hlutafé. Það er gert þannig að deila hagnaði ársins sem úthlutað er til hluthafa samstæðunnar með vegnu meðaltali útistandandi hlutafjár yfir árið.

Nýir reikningsskilastaðlar og túlkanir á þeim sem hafa ekki verið innleiddir Alþjóðlegur reikningsskilastaðall, IFRS 9 um fjármálagerninga tók gildi 1. janúar 2018. Samstæðan nýtir sér undanþágu fyrir tryggingafélög frá innleiðingu IFRS 9 og heimild til innleiðingar samhliða IFRS 17. Alþjóðlegur reikningsskilastaðall, IFRS 17 um vátryggingasamninga hefur verið gefinn út með gildistökudegi 1. janúar 2023. Staðallinn tekur til allra útgefinna trygginga- og endurtryggingasamninga. Útgefendur tryggingasamninga skulu setja þá fram í efnahagsreikningi sem samtölu sjóðsstreymis og þeirrar álagningar sem þeir fela í sér. Með sjóðstreymi er átt við áætluð iðgjöld sem samstæðan innheimtir að frádregnum greiðslum tjóna og kostnaðar, að teknu tilliti til tíma og áhættu. Með álagningu er átt við áætlaðan hagnað af tryggingunni. Samstæðan hefur ekki lagt mat á áhrif staðalsins á reikningsskil hennar.

3

Mat stjórnenda og ályktanir við beitingu reikningsskilaaðferða Stjórnendur samstæðunnar taka ákvarðanir, meta og gefa sér forsendur sem geta haft áhrif á liði í efnahagsreikningi samstæðunnar á næsta rekstrarári. Stjórnendur endurmeta reglulega ákvarðanir og möt byggð á reynslu fyrri ára og öðrum viðeigandi þáttum, svo sem væntingum um framtíðaratburði þegar ákvarðanir um forsendur og möt eru teknar. Mikilvægasta reikningshaldslega mat félagsins er mat á endanlegri bótafjárhæð tjóna. Taka þarf tillit til ýmissa óvissuþátta við mat á þeirri fjárhæð sem ætla má að félagið greiði að lokum vegna orðinna tjóna. Nánar er fjallað um mat tjónaskuldar í skýringu 23 og um áhættu henni tengda í skýringu 31.

4

Hlutverk og verkefni endurskoðunarnefndar Endurskoðunarnefnd stjórnar sinnir tilteknum verkefnum á ábyrgðarsviði stjórnar, einkum að tryggja viðhlítandi innra eftirlit og að fjárhagsleg skýrslugerð uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til samstæðunnar í lögum og reglum. Nefndin gerir einnig tillögu til stjórnar um ráðningu og uppsögn innri og ytri endurskoðanda og fylgist með störfum þeirra. Endurskoðunarnefnd var skipuð fjórum aðilum. Formaður nefndarinnar er í stjórn félagsins. Á starfsárinu 2020-2021 voru haldnir 7 fundir í endurskoðunarnefnd.

Ársreikningur samstæðu 2020

18

Vörður tryggingar hf.


Skýringar Fjárhæðir eru í þúsundum króna

5

Starfsþáttayfirlit Starfsþáttur er aðgreinanlegur hluti samstæðunnar sem fæst við að bjóða skyldar vörur eða þjónustu sem er háður áhættu og ávinningi sem er frábrugðinn áhættu og ávinningi annarra starfsþátta. Starfsþáttayfirlit er birt eftir eðli rekstrar og byggir á skipulagi og innri upplýsingagjöf samstæðunnar. Rekstrarafkoma starfsþáttar, eignir og skuldir, taka til liða sem heyra beint undir ákveðna starfsþætti og til þeirra liða sem hægt er að skipta á milli starfsþátta á rökrænan hátt í meira en eitt ár. Rekstrarstarfsþættir 2020 Eigin iðgjöld .......................................................................... Fjáreignatekjur ..................................................................... Aðrar tekjur .......................................................................... Heildartekjur starfsþáttar .....................................................

Skaðatryggingar 9.896.005 197.240 33.811 10.127.056

Persónutryggingar 1.911.839 32.569 11.735 1.956.143

Fjármálastarfsemi 0 1.661.004 0 1.661.004

Samtals 11.807.844 1.890.813 45.546 13.744.203

Eigin tjón .............................................................................. Rekstrarkostnaður ................................................................ Vaxtagjöld ............................................................................ Rekstrarafkoma starfsþáttar ................................................ Tekjuskattur ......................................................................... Hagnaður ársins ....................................................................

(7.831.128) (2.073.488) 0 222.440 1.541 223.981

(598.744) (611.445) 0 745.954 (188.885) 557.069

0 (218.554) (12.068) 1.430.382 (185.869) 1.244.513

(8.429.872) (2.903.487) (12.068) 2.398.776 (373.213) 2.025.563

2019 Eigin iðgjöld .......................................................................... Fjáreignatekjur ..................................................................... Aðrar tekjur .......................................................................... Heildartekjur starfsþáttar .....................................................

Skaðatryggingar 9.487.586 439.857 30.093 9.957.536

Persónutryggingar 1.888.714 80.509 19.265 1.988.488

Fjármálastarfsemi 0 1.023.272 0 1.023.272

Samtals 11.376.300 1.543.638 49.358 12.969.296

Eigin tjón .............................................................................. Rekstrarkostnaður ................................................................ Vaxtagjöld ............................................................................ Rekstrarafkoma starfsþáttar ................................................ Tekjuskattur ......................................................................... Hagnaður ársins ....................................................................

(7.721.054) (1.791.482) 0 445.000 (49.502) 395.498

(499.770) (597.094) 0 891.624 (177.747) 713.877

0 (185.737) (11.793) 825.742 (119.115) 706.627

(8.220.824) (2.574.313) (11.793) 2.162.366 (346.364) 1.816.002

Rekstrarstarfsþættir

Ársreikningur samstæðu 2020

19

Vörður tryggingar hf.


Skýringar Fjárhæðir eru í þúsundum króna

6

Tekjur og gjöld af skaðatryggingum

Skaðatryggingar samstæðunnar greinast þannig: Eigna tryggingar 2.000.710 (1.314.360) (478.976) (200.551) 27.045 33.868

2020 Iðgjöld ársins ............................................................... Tjón ársins .................................................................. Rekstrarkostnaður ...................................................... Hluti endurtryggjenda ................................................. Fjáreignatekjur og umboðslaun .................................. Afkoma fyrir tekjuskatt ...............................................

Iðgjöld ársins ............................................................................................ Tjón ársins ................................................................................................ Rekstrarkostnaður ................................................................................... Hluti endurtryggjenda .............................................................................. Fjáreignatekjur og umboðslaun ............................................................... Afkoma fyrir tekjuskatt ............................................................................

Eigna tryggingar 1.845.278 (924.965) (413.832) (118.402) 52.402 440.481

2019 Iðgjöld ársins ............................................................... Tjón ársins .................................................................. Rekstrarkostnaður ...................................................... Hluti endurtryggjenda ................................................. Fjáreignatekjur og umboðslaun .................................. Afkoma fyrir tekjuskatt ...............................................

Iðgjöld ársins ............................................................................................ Tjón ársins ................................................................................................ Rekstrarkostnaður ................................................................................... Hluti endurtryggjenda .............................................................................. Fjáreignatekjur og umboðslaun ............................................................... Afkoma fyrir tekjuskatt ............................................................................

7

Sjótryggingar 285.014 (157.427) (31.102) (48.691) 1.469 49.263

Lögbundnar ökutækjatryggingar 4.675.653 (4.128.978) (995.275) (22.427) 146.255 (324.772)

Frjálsar ökutækjatryggingar 1.727.276 (1.248.437) (331.758) (9.464) 24.120 161.737

Ábyrgðar tryggingar 456.189 (199.822) (87.086) (23.774) 11.565 157.072

Slysa & sjúkra tryggingar 1.095.763 (826.661) (149.291) 4.864 20.597 145.272

Samtals 10.240.605 (7.875.685) (2.073.488) (300.043) 231.051 222.440

Sjótryggingar 304.817 (266.358) (26.872) 2.730 3.227 17.544

Lögbundnar ökutækjatryggingar 4.499.648 (4.269.662) (859.911) (18.674) 299.739 (348.860)

Frjálsar ökutækjatryggingar 1.635.475 (1.341.832) (286.637) (8.862) 48.372 46.516

Ábyrgðar tryggingar 422.673 (215.179) (75.242) (22.339) 24.364 134.277

Slysa & sjúkra tryggingar 1.056.223 (814.454) (128.987) 415 41.846 155.043

Samtals 9.764.114 (7.832.450) (1.791.481) (165.132) 469.950 445.001

2020 12.782.222 (499.421) (474.957) 11.807.844

2019 12.070.000 (291.046) (402.654) 11.376.300

Eigin iðgjöld Eigin iðgjöld sundurliðast þannig: Bókfærð iðgjöld ............................................................................................................. Breyting á iðgjaldaskuld ................................................................................................. Hluti endurtryggjenda .................................................................................................... Eigin iðgjöld samtals ......................................................................................................

Ársreikningur samstæðu 2020

20

Vörður tryggingar hf.


Skýringar Fjárhæðir eru í þúsundum króna

8

Eigin tjón Eigin tjón sundurliðast þannig: Greidd tjón ..................................................................................................................... Hluti endurtryggjenda í greiddum tjónum ..................................................................... Breyting á bóta- og tjónaskuld ....................................................................................... Breyting á hluta endurtryggjenda í bóta- og tjónaskuld ................................................. Eigin tjón samtals ...........................................................................................................

9

2020 (7.614.384) 207.973 (950.980) (72.481) (8.429.872)

2019 (7.271.700) 156.539 (1.104.484) (1.179) (8.220.824)

2020 783.256 1.113.413 21.711 (27.567) 1.890.813

2019 908.924 619.343 32.907 (17.536) 1.543.638

2020 599.578 15.379 168.299 783.256

2019 668.985 74.576 165.363 908.924

2020 825.976 1.521.824 555.687 2.903.487

2019 822.899 1.298.995 452.418 2.574.313

2020 1.132.566 155.777 165.886 67.595 1.521.824

2019 992.104 138.847 141.449 26.595 1.298.995

Fjáreignatekjur Fjáreignatekjur sundurliðast þannig: Vaxtatekjur .................................................................................................................... Gangvirðisbreytingar fjárfestinga ................................................................................... Aðrar tekjur eða gjöld af fjárfestingum .......................................................................... Fjárvörsluþóknanir ........................................................................................................ Fjáreignatekjur samtals .................................................................................................. Vaxtatekjur sundurliðast þannig: Vextir og verðbætur af verðbréfum ............................................................................... Vextir og verðbætur af bankainnstæðum ...................................................................... Vextir af viðskiptakröfum ............................................................................................... Vaxtatekjur samtals .......................................................................................................

10 Rekstrarkostnaður Rekstrarkostnaður greinist þannig: Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður ................................................................................ Laun og launatengd gjöld ............................................................................................... Sölukostnaður ................................................................................................................ Rekstrarkostnaður samtals ............................................................................................

11 Starfsmannamál Laun og tengd gjöld: Laun ............................................................................................................................... Tryggingagjald og fjársýsluskattur .................................................................................. Mótframlög í lífeyrissjóði ............................................................................................... Önnur launatengd gjöld ................................................................................................. Laun og launatengd gjöld ............................................................................................... Stöðugildi að meðaltali ..................................................................................................

102,5

91,8

147.019 24.213 171.232

147.473 28.103 175.576

Laun og hlunnindi stjórnenda greinast þannig: Forstjóri og 4 framkvæmdastjórar (2019: 4) .................................................................. Stjórnar- og nefndarlaun ................................................................................................ Samtals ..........................................................................................................................

Ársreikningur samstæðu 2020

21

Vörður tryggingar hf.


Skýringar Fjárhæðir eru í þúsundum króna

12 Tekjuskattur Tekjuskattur ársins er 20% og er óbreyttur frá fyrra ári. Tekjuskattur skiptist þannig: Tekjuskattur til greiðslu ................................................................................................. Yfirtekið við samruna við Tekjuvernd hf. ....................................................................... Breyting á tekjuskattsskuldbindingu .............................................................................. Sérstakur fjársýsluskattur .............................................................................................. Mismunur á sköttum fyrra árs ....................................................................................... Gjaldfærður tekjuskattur ............................................................................................... Virkt skatthlutfall: Hagnaður fyrir tekjuskatt ................................................... Tekjuskattur m. v. gildandi skatthlutfall ............................. Óskattskyldar tekjur ........................................................... Ófrádráttarbær gjöld ......................................................... Sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki ................................. Aðrar breytingar ................................................................. Tekjuskattur .......................................................................

20,0% -4,4% 0,0% 0,0% 0,0% 15,6%

2020 2.398.776 479.755 (106.550) 8 0 0 373.213

2020 390.270 0 (17.057) 0 0 373.213

2019 321.011 (3.099) 22.835 5.474 143 346.364

20,0% -4,0% 0,0% 1,3% -0,3% 16,0%

2019 2.162.366 432.473 (85.539) 11 5.474 (6.055) 346.364

13 Arður Á árinu 2020 var samþykkt að greiða 1.500 millj. kr. arð til hluthafa. Árið 2019 nam arðgreiðslan 450 millj. kr. Stjórn Varðar leggur til að greidd verði 800 millj. kr. arðgreiðsla til eigenda félagsins vegna rekstrarársins 2020.

14 Viðskiptakröfur Viðskiptakröfur greinast þannig: Viðskiptakröfur vegna vátryggingastarfsemi ..................................................................

2020 3.065.566

2019 2.777.657

Niðurfærslureikningur viðskiptakrafna greinist þannig: Niðurfærsla viðskiptakrafna í upphafi árs ...................................................................... Hækkun (lækkun) varúðarniðurfærslu viðskiptakrafna á árinu ...................................... Endanlega afskrifaðar viðskiptakröfur á árinu ............................................................... Niðurfærsla viðskiptakrafna í lok árs ..............................................................................

46.380 22.705 (23.171) 45.914

42.695 41.525 (37.840) 46.380

Ársreikningur samstæðu 2020

22

Vörður tryggingar hf.


Skýringar Fjárhæðir eru í þúsundum króna

15 Rekstrarfjármunir Rekstrarfjármunir greinast þannig: Árið 2020 Heildarverð 1.1. ....................................................................... Viðbót á árinu .......................................................................... Verðbætur á árinu ................................................................... Selt og niðurlagt á árinu .......................................................... Heildarverð 31.12. ...................................................................

Rekstrarfjármunir 296.091 18.011 0 (32.032) 282.070

Nýtingarréttur 335.608 8.887 9.445 (10.570) 343.370

Óefnislegar eignir 623.869 95.383 0 (77.927) 641.325

Samtals 1.255.568 122.281 9.445 (120.529) 1.266.765

Afskrifað áður .......................................................................... Afskrifað á árinu ...................................................................... Selt og niðurlagt á árinu .......................................................... Afskrifað samtals 31.12. ..........................................................

150.411 48.927 (31.991) 167.347

44.845 46.093 212 91.150

387.947 106.580 (77.927) 416.600

583.203 201.600 (109.706) 675.097

Bókfært verð í árslok ...............................................................

114.723

252.220

224.725

591.668

Afskriftarhlutföll ......................................................................

0-33%

1-8 ár

20-33%

Árið 2019 Heildarverð 1.1. ....................................................................... Yfirtekið við samruna .............................................................. Viðbót á árinu .......................................................................... Verðbætur á árinu ................................................................... Selt og niðurlagt á árinu .......................................................... Heildarverð 31.12. ...................................................................

Rekstrarfjármunir 330.375 3.265 35.197 0 (72.746) 296.091

Nýtingarréttur 290.730 0 37.405 7.473 0 335.608

Óefnislegar eignir 446.449 0 204.012 0 (26.592) 623.869

Samtals 1.067.554 3.265 276.614 7.473 (99.338) 1.255.568

Afskrifað áður .......................................................................... Afskrifað á árinu ...................................................................... Selt og niðurlagt á árinu .......................................................... Afskrifað samtals 31.12. ..........................................................

163.943 52.091 (65.623) 150.411

0 44.845 0 44.845

288.452 127.088 (27.593) 387.947

452.395 224.024 (93.216) 583.203

Bókfært verð í árslok ...............................................................

145.680

290.763

235.922

672.365

Afskriftahlutföll .......................................................................

0-33%

1-8 ár

20-33%

Vátryggingaverðmæti rekstrarfjármuna er 130,4 millj. kr. (2019: 125,9 millj. kr.).

16 Viðskiptavild Viðskiptavild samstæðunnar er að stærstum hluta vegna kaupa á líftryggingastarfsemi sem sameinuð var Verði líftryggingum hf. en einnig vegna kaupa á skaðatryggingastarfsemi sem var síðar sameinuð Verði tryggingum hf. Við mat á virði viðskiptavildarinnar er horft til virðis Varðar trygginga og er byggt á virðisrýrnarprófi sem Arion banki lét framkvæma í byrjun árs 2020 á eignfærðri viðskiptavild tengdri Verði. Byggt er á áætlunum Varðar trygginga og Varðar líftrygginga um rekstur næstu fimm ára og 12,5% og 12,8% ávöxtunarkröfu. Niðurstaðan er að endurheimtanlegt virði Varðar trygginga er umfram bókfært virði félagsins og að ekki er ástæða til niðurfærslu.

Ársreikningur samstæðu 2020

23

Vörður tryggingar hf.


Skýringar Fjárhæðir eru í þúsundum króna

17 Fjáreignir og fjárskuldir Flokkun og gangvirði. Eftirfarandi tafla sýnir flokkun samstæðunnar á fjáreignum og fjárskuldum og gangvirði þeirra. Enginn munur er á bókfærðu verði og gangvirði. Fjáreignir og fjárskuldir á gangvirði 22.449.822 0 0 22.449.822

31.12.2020 Fjáreignir ................................................................................. Aðrar eignir ............................................................................. Handbært fé ............................................................................ Fjáreignir samtals .................................................................... Aðrar fjárskuldir ......................................................................

0 Fjáreignir og fjárskuldir á gangvirði 19.112.944 0 0 19.112.944

31.12.2019 Fjáreignir ................................................................................. Aðrar eignir ............................................................................. Handbært fé ............................................................................ Fjáreignir samtals .................................................................... Aðrar fjárskuldir ......................................................................

0

Lán og kröfur 0 3.303.672 492.605 3.796.277

Bókfært alls 22.449.822 3.303.672 492.605 26.246.099

Gangvirði 22.449.822 3.303.672 492.605 26.246.099

1.120.457

1.120.457

1.120.457

Lán og kröfur 0 3.085.692 786.415 3.872.107

Bókfært alls 19.112.944 3.085.692 786.415 22.985.051

Gangvirði 19.112.944 3.085.692 786.415 22.985.051

820.270

820.270

820.270

Stigkerfi gangvirðis. Taflan hér að neðan sýnir fjármálagerninga færða á gangvirði eftir verðmatsaðferð. Matsaðferðunum er skipt í 3 stig sem endurspegla mikilvægi þeirra forsendna sem lagðar eru til grundvallar við ákvörðun gangvirðis fjármálagerninganna. Horft er í gegnum hlutdeildarsjóði þannig að undirliggjandi eignir þeirra eru flokkaðar í stig 1 sé verð þeirra skráð á virkum markaði. Stigin eru eftirfarandi: Stig 1: matið byggir á skráðu verði á virkum markaði fyrir samskonar eignir og skuldir. Stig 2: matið byggir á öðrum breytum en skráðu verði á virkum markaði (stig 1) sem unnt er að afla fyrir eignir og skuldir, beint (t.d. verði) eða óbeint (afleidd af verði). Sem dæmi má nefna hlutdeildarskírteini í verðbréfasjóðum sem ekki eru skráðir á markað en fjárfesta að mestu leyti í verðbréfum skráðum á markað. Stig 3: matið byggir á mikilvægum upplýsingum öðrum en markaðsupplýsingum. Þegar um skuldabréf er að ræða er m.a. stuðst við mat á greiðsluhæfi útgefanda skuldabréfanna. Í tilviki hlutabréfa er stuðst við verðmat félags byggt á afkomu eða samanburði við sambærilegar eignir. Mat verðbréfajóða byggir á gögnum frá rekstraraðilum fjárfestinga- og fagfjárfestasjóða. 31.12.2020 Fjáreignir .................................................................................

Stig 1 17.936.810

Stig 2 4.496.273

Stig 3 16.739

Samtals 22.449.822

31.12.2019 Fjáreignir .................................................................................

14.370.015

4.696.212

46.717

19.112.944

Engar breytingar eru á flokkun milli ára. Ekkert verðbréf hefur tapast á árinu.

Ársreikningur samstæðu 2020

24

Vörður tryggingar hf.


Skýringar Fjárhæðir eru í þúsundum króna

17 Fjáreignir og fjárskuldir (framhald) Bókfært verð fjáreigna greinist þannig: Skráð skuldabréf .............................................................................................................. Skráð hlutabréf ................................................................................................................ Skráðir valréttir ............................................................................................................... Hlutdeildarskírteini .......................................................................................................... Óskráð skuldabréf ........................................................................................................... Óskráð hlutabréf ............................................................................................................. Fagfjárfestasjóðir ............................................................................................................. Fjáreignir samtals ............................................................................................................

2020 15.528.036 2.187.930 11.865 2.907.086 207.265 372.719 1.234.921 22.449.822

2019 12.313.736 1.939.606 0 3.283.481 129.617 371.457 1.075.047 19.112.944

2020 7.273.220 6.283.526 1.971.290 15.528.036

2019 7.289.260 3.751.682 1.272.794 12.313.736

Skuldabréf skráð í Kauphöll Íslands greinast þannig: Verðbréf með ábyrgð ríkissjóðs ..................................................................................... Verðbréf með ábyrgð lánastofnana eða sveitarfélaga ................................................... Önnur verðbréf .............................................................................................................. Skuldabréf skráð í Kauphöll Íslands samtals ...................................................................

18 Eigið fé Hlutafé Varðar samkvæmt samþykktum nam 1.367,8 milljónum kr. í árslok og er það allt greitt. Eitt atkvæði fylgir hverjum einnar krónu hlut. Heimilt er að hækka hlutafé með ályktun hluthafafundar og þarf til sama magn atkvæða og til breytinga á samþykktum. Hluthafar skulu hafa forgangsrétt að öllum nýjum hlutum í hlutfalli við skráða hlutafjáreign sína. Hlutahafafundur einn getur ákveðið lækkun hlutafjár. Ekki er heimilt að veita lán út á hluti. Heimilt er að kaupa eigin hluti að því marki sem lög leyfa. Óheimilt er að neyta atkvæðisréttar fyrir þá hluti sem félagið á sjálft. Yfirverð innborgaðs hlutafjár sýnir þá fjárhæð sem hluthafar hafa greitt fyrir hlutabréf umfram nafnverð. Lögbundinn varasjóður sýnir þá fjárhæð sem bundið hefur verið lögum samkvæmt. Árlega skal leggja í lögbundinn varasjóð uns hann nemur 25% af hlutafé og er óheimilt að úthluta honum til greiðslu arðs. Óráðstafað eigið fé er uppsafnaður hagnaður að frádregnum arðgreiðslum og framlögum í varasjóð og bundna reikninga samkvæmt lögum nr. 3/2006. Óráðstafað eigið fé er frjálst til greiðslu arðs, þó með þeim takmörkunum að uppfylla þarf lögbundnar kröfur um lágmark eigin fjár. Samkvæmt lögum um ársreikninga skal samstæðan binda óinnleystan hagnað af matsbreytingum á fjáreignum sem tilgreindar hafa verið á gangvirði gegnum rekstur og færa á sérstakan gangvirðisreikning meðal eigin fjár sem óheimilt er að úthluta sem arði, að teknu tilliti til skattáhrifa eftir því sem við á. Í samræmi við ofangreind lög er afkoma dótturfélaga, sem færð er í rekstrarreikning móðurfélags og er umfram móttekinn arð eða þann arð sem ákveðið hefur verið að úthluta, færð á bundinn eiginfjárreikning.

19 Eiginfjárstýring Áhættustýringu eigin fjár samstæðunnar er ætlað að tryggja nægt eigið fé til að standast áhættur í rekstri. Stefna samstæðunnar er að viðhalda sterkri eiginfjárstöðu og skapa þannig öryggi fyrir viðskiptavini samstæðunnar. Til að tryggja þetta beitir samstæðan skilvirkri ráðstöfun fjármagns og viðskiptaþróun sem tryggir ávöxtun eigin fjár, fjárhagslegum sveigjanleika til viðhalds sterkri lausafjárstöðu og samræmingu samsetningar eigna við áhættu í greininni. Kröfur um eigið fé eru skilgreindar í lögum nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi, þar sem fjallað er um eigið fé sem gjaldþol. Nánar er fjallað um gjaldþol samstæðunnar í skýringu nr. 20.

Ársreikningur samstæðu 2020

25

Vörður tryggingar hf.


Skýringar Fjárhæðir eru í þúsundum króna

20 Gjaldþol Útreikningur, samkvæmt lögum nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi, á gjaldþolskröfu samstæðunnar í árslok gaf 5.105,1 millj. kr. Reiknað gjaldþol samstæðunnar er 7.597,2 millj. kr. Gjaldþolshlutfall er hlutfallið milli reiknaðs gjaldþols og lágmarksgjaldþols.

Gjaldþol og gjaldþolskrafa Gjaldþol .......................................................................................................................... Gjaldþolskrafa (SCR) ....................................................................................................... Gjaldþolshlutfall ............................................................................................................. Gjaldþol til að mæta MCR .............................................................................................. Lágmarksfjármagn (MCR) .............................................................................................. Lágmarksfjármagnshlutfall .............................................................................................

2020 7.597.168 5.105.102 149% 6.866.854 2.807.377 245%

2019 6.609.517 4.579.606 144% 6.394.233 2.502.189 256%

381.212 1.006.726 3.783.837 2.277.476 601.621 (2.529.522) 5.521.350 443.752 (860.000) 5.105.102

379.118 886.438 3.429.701 1.988.545 622.540 (2.304.477) 5.001.865 394.741 (817.000) 4.579.606

8.644.207 1.000.000 (1.352.843) 311.760 (205.956) (800.000) 7.597.168 149%

8.118.643 0 (1.055.452) 252.282 (205.956) (500.000) 6.609.517 144%

Sundurliðun gjaldþolskröfu Líftryggingaráhætta ....................................................................................................... Heilsutryggingaráhætta ................................................................................................. Skaðatryggingaráhætta .................................................................................................. Markaðsáhætta ............................................................................................................. Mótaðilaáhætta ............................................................................................................. Fjölþættingaráhrif .......................................................................................................... Grunngjaldþolskrafa (Basic SCR) .................................................................................... Rekstraráhætta .............................................................................................................. Aðlögun vegna frestaðra skatta ..................................................................................... Gjaldþolskrafa (SCR) ....................................................................................................... Mismunur á reiknuðu gjaldþoli og bókfærðu eigin fé félagsins auk gjaldþolshlutfalls í árslok: Eigið fé samkvæmt efnahagsreikningi ............................................................................ Víkjandi lán .................................................................................................................... Leiðrétting til samræmis við matsreglur Solvency II ...................................................... Skatteign ........................................................................................................................ Viðskiptavild ................................................................................................................... Ráðgerð arðgreiðsla ....................................................................................................... Reiknað gjaldþol ............................................................................................................. Gjaldþolshlutfall .............................................................................................................

21 Víkjandi lán Í árslok 2020 gaf félagið út víkjandi lán að nafnverði 1.000 millj. kr. Heildar útgáfuheimild er 2.000 millj. kr. Útgáfan ber fasta 3,9% verðtryggða ársvexti með 100 pkt hækkun eftir 12 ár frá útgáfudegi og verða þá eftirleiðis 4,9% fastir verðtryggðir ársvextir. Útgáfan telst til gjaldþols félagins, hún er gefin út til 32 ára með uppgreiðsluheimild og heimild til að fresta greiðslu vaxta. Vextir eru greiddir tvisvar á ári og höfuðstóll er til greiðslu í einu lagi í lok lánstímans.

Ársreikningur samstæðu 2020

26

Vörður tryggingar hf.


Skýringar Fjárhæðir eru í þúsundum króna

22 Grunnhagnaður og þynntur hagnaður á hlut Grunnhagnaður og þynntur hagnaður á hlut er hlutfall hagnaðar og vegins meðaltals fjölda hluta á árinu.

Hreinn hagnaður ............................................................................................................ Vegið meðaltal fjölda hluta á árinu ................................................................................ Grunnhagnaður og þynntur hagnaður á hlut .................................................................

2020 2.025.563 1.367.812 1,48

2019 1.816.002 1.367.812 1,33

23 Vátryggingaskuld Vátryggingaskuld er samsett úr tjónaskuld og iðgjaldaskuld. Tjónaskuld er sú skuldbinding sem hvílir á samstæðunni vegna óuppgerðra tjóna. Hún er metin sem fjárhæð tilkynntra óuppgerðra tjóna, auk tryggingafræðilegrar áætlunar fyrir orðnum en ótilkynntum tjónum. Iðgjaldaskuld er sá hluti iðgjalda vegna tekinnar vátryggingaáhættu á árinu sem tilheyrir næstu reikningsárum. Vátryggingaskuld greinist þannig: Vátryggingaskuld (heild): Tilkynnt tjón og áfallinn tjónakostnaður .................................................................... Áætlun vegna orðinna en ótilkynntra tjóna ............................................................... Bóta- og tjónaskuld .................................................................................................... Iðgjaldaskuld vegna jafnaðariðgjaldstrygginga ........................................................... Iðgjaldaskuld vegna greiðslujöfnunar ......................................................................... Vátryggingaskuld samtals ...........................................................................................

2020 7.905.534 2.213.946 10.119.480 707.240 5.325.175 16.151.895

2019 7.228.522 1.939.977 9.168.499 710.372 4.829.807 14.708.678

Hlutdeild endurtryggjenda: Tilkynnt tjón og áfallinn tjónakostnaður .................................................................... Áætlun vegna orðinna en ótilkynntra tjóna ............................................................... Iðgjaldaskuld .............................................................................................................. Hlutdeild endurtryggjenda í vátryggingaskuld samtals ..............................................

2020 (144.268) (86.944) (6.895) (238.106)

2019 (221.340) (82.352) (4.343) (308.035)

Vátryggingaskuld í eigin hlut: Tilkynnt tjón og áfallinn tjónakostnaður .................................................................... Áætlun vegna orðinna en ótilkynntra tjóna ............................................................... Bóta- og tjónaskuld .................................................................................................... Iðgjaldaskuld .............................................................................................................. Vátryggingaskuld í eigin hlut samtals .........................................................................

2020 7.761.267 2.127.003 9.888.269 6.025.520 15.913.789

2019 7.007.182 1.857.625 8.864.807 5.535.836 14.400.643

Tjónaskuld Samstæðan notar tölfræðiaðferðir við að áætla endanlegan kostnað vegna orðinna tjóna. Áhætta tengd orðnum tjónum í skaðatryggingum og þá sérstaklega slysatryggingum er háð mörgum þáttum.

Ársreikningur samstæðu 2020

27

Vörður tryggingar hf.


Skýringar Fjárhæðir eru í þúsundum króna

23 Vátryggingaskuld (framhald) Tjónaskuld vegna tilkynntra tjóna er áætlun fyrir þeim tjónum sem tilkynnt hafa verið til samstæðunnar að frádregnu því sem þegar hefur verið greitt vegna þessara tjóna. Starfsfólk tjónasviðs vinnur áætlun fyrir hvert tjón miðað við þá vitneskju sem fyrir hendi er um tjónsatvik þegar tjón er tilkynnt og eru breytingar gerðar þegar nýjar upplýsingar berast um einstök tjón. Reglulega fer fram endurmat á tjónsáætlunum. Ef ekki eru fyrirliggjandi betri upplýsingar er meðaltjónsfjárhæð í viðkomandi vátryggingagrein notuð. Liðurinn ótilkynnt tjón er áætlun fyrir orðnum en ótilkynntum tjónum og viðbótarkostnaði vegna tjóna sem ekki eru að fullu komin fram. Í frumtryggingum byggist matið á tjónareynslu.

Bótaskuld - líftryggingar Mat tilkynntra tjóna í þeim tryggingum er falla í flokk líftrygginga er sjaldnast háð mikilli óvissu, þar sem vátryggingafjárhæð er sú bótafjárhæð sem greiðist vegna tjónsins. Í líftryggingum er áætlað fyrir ótilkynntum tjónum. Það er gert í þeim tilgangi að mæta þeim töfum sem hugsanlega geta orðið á tilkynningu um tjónsatburð til félagsins. Við matið var stuðst við framkomin ótilkynnt tjón árin 2011 - 2020. Þróun vátryggingaskuldar á árinu 2020 Bóta - og tjónaskuld: Bóta - og tjónaskuld í upphafi árs ............................................ Greidd tjón á árinu vegna fyrri ára .......................................... Breyting bóta - og tjónaskuldar vegna tjóna ársins ................. Breyting bóta- og tjónaskuldar vegna tjóna fyrri ára .............. Bóta - og tjónaskuld í árslok ....................................................

Heild 9.168.499 (3.948.042) 5.054.987 (155.964) 10.119.480

Iðgjaldaskuld: - í ársbyrjun ............................................................................. Breyting ársins ......................................................................... - í árslok ...................................................................................

5.540.179 492.236 6.032.415

Hlutdeild endurtryggjenda (303.692) 157.343 (98.537) 13.675 (231.211)

(4.343) (2.552) (6.895)

Í eigin hlut 8.864.807 (3.790.699) 4.956.450 (142.289) 9.888.269

5.535.836 489.684 6.025.520

Þróun vátryggingaskuldar á árinu 2019 Bóta - og tjónaskuld: Bóta - og tjónaskuld í upphafi árs ............................................ Greidd tjón á árinu vegna fyrri ára .......................................... Breyting bóta - og tjónaskuldar vegna tjóna ársins ................. Breyting bóta- og tjónaskuldar vegna tjóna fyrri ára .............. Bóta - og tjónaskuld í árslok ....................................................

Heild 8.064.016 (3.902.344) 4.774.107 232.720 9.168.499

Iðgjaldaskuld: - í ársbyrjun ............................................................................. Breyting ársins ......................................................................... - í árslok ...................................................................................

5.260.005 280.174 5.540.179

Ársreikningur samstæðu 2020

28

Hlutdeild endurtryggjenda (304.870) 117.812 (99.987) (16.647) (303.692)

(3.280) (1.063) (4.343)

Í eigin hlut 7.759.146 (3.784.532) 4.674.120 216.073 8.864.807

5.256.725 279.111 5.535.836

Vörður tryggingar hf.


Skýringar Fjárhæðir eru í þúsundum króna

23 Vátryggingaskuld (framhald) Þróun bóta- og tjónaaskuldar á árinu 2020 Greidd tjón ársins .................................................................... Tjónaskuld vegna tjóna ársins ................................................. Breyting tjónaskuldar vegna tjóna fyrri ára ............................. Tjón ársins ...............................................................................

Heild 3.666.341 5.054.987 (155.964) 8.565.364

Tjónagreiðslur ársins greinast þannig Greidd tjón ársins .................................................................... Greidd tjón fyrri ára ................................................................ Bókfærð tjón ...........................................................................

3.666.341 3.948.043 7.614.384

Þróun bóta- og tjónaaskuldar á árinu 2019 Greidd tjón ársins .................................................................... Tjónaskuld vegna tjóna ársins ................................................. Breyting tjónaskuldar vegna tjóna fyrri ára ............................. Tjón ársins ...............................................................................

Heild 3.369.356 4.774.107 232.721 8.376.184

Tjónagreiðslur ársins greinast þannig Greidd tjón ársins .................................................................... Greidd tjón fyrri ára ................................................................ Bókfærð tjón ...........................................................................

3.369.356 3.902.344 7.271.700

Hlutdeild endurtryggjenda (50.630) (98.537) 13.675 (135.492)

(50.630) (157.343) (207.973)

Hlutdeild endurtryggjenda (38.726) (99.987) (16.647) (155.360)

(38.726) (117.813) (156.539)

Í eigin hlut 3.666.341 4.956.450 (142.289) 8.480.502

3.615.711 3.790.700 7.406.411

Í eigin hlut 3.369.356 4.674.120 216.074 8.259.550

3.330.630 3.784.531 7.115.161

24 Leigusamningar Samstæðan hefur gert leigusamninga um starfsstöðvar þess við Borgartún 25 í Reykjavík, í Reykjanesbæ og á Akureyri. Leiguskuldbinding greinist þannig: Staða 1.1. ....................................................................................................................... Endurnýjaður samningur á árinu .................................................................................... Samningur færður út ...................................................................................................... Afborganir á árinu .......................................................................................................... Hækkun vegna verðbóta ................................................................................................ Leiguskuldbinding í árslok ..............................................................................................

2020 295.827 8.887 (10.570) (42.028) 9.232 261.348

2019 290.730 37.405 0 (39.782) 7.474 295.827

2020 46.093 11.538 57.631

2019 46.093 11.744 57.837

Fjárhæðir færðar í rekstrarreikning: Afskriftir af nýtingarrétti ................................................................................................ Vaxtagjöld af leiguskuldbindingu ................................................................................... Samtals ..........................................................................................................................

Ársreikningur samstæðu 2020

29

Vörður tryggingar hf.


Skýringar Fjárhæðir eru í þúsundum króna

25 Líftryggingaskuld með fjárfestingaáhættu líftryggingataka Líftryggingaskuld með fjárfestingaáhættu líftryggingataka greinist þannig: Staða í ársbyrjun ............................................................................................................ Innborguð söfnun .......................................................................................................... Endurgreidd söfnun ....................................................................................................... Ávöxtun fjárfestinga ....................................................................................................... Þóknanagjöld ................................................................................................................. Líftr.skuld með fjárf.áhættu líftr.taka samtals í árslok ...................................................

2020 1.008.120 41.805 (94.147) 192.181 (7.143) 1.140.816

2019 832.720 43.103 (72.922) 211.852 (6.633) 1.008.120

26 Tekjuskattsskuldbinding Félögin innan samstæðunnar voru í upphafi árs með ólíka stöðu gagnvart skatteign og skattskuldbindingu. Móðurfélagið færði skatteign en dótturfélagið skattskuldindingu. Í árslok eru bæði félögin með bókfærða tekjuskattsskuldbindingu. Breyting ársins greinist þannig: Tekjuskattsskuldbining í ársbyrjun ................................................................................. Tekjuskattusskuldbinding samrunafélags í ársbyrjun ..................................................... Tekjuskattur ársins, reiknaður ....................................................................................... Tekjuskattur til greiðslu á næsta ári vegna rekstrar á árinu ........................................... Aðrar breytingar ............................................................................................................. Tekjuskattsskuldbinding í árslok ....................................................................................

2020 37.027 0 373.213 (390.270) 0 19.970

2019 14.192 (3.099) 346.364 (326.485) 6.055 37.027

2020 14.544 21.724 (16.754) 456 19.970

2019 18.302 17.777 0 948 37.027

2020 196.891 37.016 32.537 463.743 730.187

2019 145.951 39.326 21.535 286.973 493.785

Skattskuldbinding samstæðunnar skiptist þannig á einstaka liði efnahagsreikningsins: Rekstrarfjármunir ........................................................................................................... Viðskiptakröfur .............................................................................................................. Skuldbindingar ............................................................................................................... Frestaður gengismunur .................................................................................................. Tekjuskattsskuldbinding í árslok ....................................................................................

27 Viðskiptaskuldir og aðrar skuldir Viðskiptaskuldir og aðrar skuldir greinast þannig: Viðskiptaskuldir .............................................................................................................. Fyrirframgreidd iðgjöld .................................................................................................. Skuldir vegna endurtygginga .......................................................................................... Aðrar skammtímaskuldir og áfallin gjöld ....................................................................... Viðskiptaskuldir og aðrar skuldir samtals .......................................................................

Ársreikningur samstæðu 2020

30

Vörður tryggingar hf.


Skýringar Fjárhæðir eru í þúsundum króna

28 Tengdir aðilar Skilgreining tengdra aðila: Arion banki hf., móðurfélag Varðar og eigandi alls hlutafjár, dóttur- og hlutdeildarfélög móðurfélagsins, stjórnarmenn samstæðunnar og móðurfélagsins sem og varamenn, lykilstjórnendur samstæðunnar og nánir fjölskyldumeðlimir þeirra teljast vera tengdir aðilar hennar. Viðskipti samstæðunnar við tengda aðila eru gerð á markaðsvirði og armslengdarsjónarmiða gætt. Hér að neðan er yfirlit yfir viðskipti samstæðunnar á árinu við tengda aðila og lögaðila tengda þeim. Viðskipti við tengda aðila 2020 Móðurfélag .................................................................................................................... Dóttur- og hlutdeildarfélög móðurfélagsins ................................................................... Stjórnarmenn og lykilstjórnendur ..................................................................................

Tekjur frá tengdum aðilum 302.169 29.900 38.043 370.112

Gjöld til tengdra aðila 94.779 25.222 27.263 147.264

Kröfur á tengda aðila 0 0 1.466 1.466

Skuldir við tengda aðila 5.522 25 1.364 6.911

Tekjur frá tengdum aðilum 289.084 46.979 25.588 361.651

Gjöld til tengdra aðila 56.022 17.803 46.672 120.497

Kröfur á tengda aðila 1.408 2 1.581 2.991

Skuldir við tengda aðila 1.177 410 560 2.147

Kröfur og skuldir við tengda aðila í árslok 2020 Móðurfélag .................................................................................................................... Dóttur- og hlutdeildarfélög móðurfélagsins ................................................................... Stjórnarmenn og lykilstjórnendur ..................................................................................

Viðskipti við tengda aðila 2019 Móðurfélag .................................................................................................................... Dóttur- og hlutdeildarfélög móðurfélagsins ................................................................... Stjórnarmenn og lykilstjórnendur ..................................................................................

Kröfur og skuldir við tengda aðila í árslok 2019

Móðurfélag .................................................................................................................... Dóttur- og hlutdeildarfélög móðurfélagsins ................................................................... Stjórnarmenn og lykilstjórnendur ..................................................................................

29 Liðir utan efnahags Heildarskuldbinding vegna óinnkallaðra fjárfestinga til framtakssjóða í árslok nam 366,6 millj. kr. (2019: 89,7 millj. kr.).

30 Atburðir eftir lok reikningstímabils Engin efnisleg atriði hafa komið fram eftir reikningsskiladag sem krefjast myndu lagfæringar og breytingar á ársreikningi félagsins 2020. Þann 24. febrúar 2021 staðfestu stjórn og forstjóri ársreikninginn.

Ársreikningur samstæðu 2020

31

Vörður tryggingar hf.


Skýringar Fjárhæðir eru í þúsundum króna

31 Áhættustýring Samstæðan starfar á vátryggingamarkaði og stendur frammi fyrir eftirtöldum áhættum: - Vátryggingaáhættu - Mótaðilaáhættu - Lausafjáráhættu - Markaðsáhættu - Rekstraráhættu - Eiginfjáráhættu Í skýringunum hér á eftir er gerð grein fyrir ofantöldum áhættum og þeim leiðum sem samstæðan beitir til þess að stýra þeim. Markmið samstæðunnar með áhættustýringu er að greina þá áhættu sem hún býr við, setja viðmið og hafa eftirlit með þróun áhættu.

Vátryggingaáhætta Megináhættan sem samstæðan stendur frammi fyrir vegna hvers vátryggingasamnings er annars vegar líkur þess að hinn vátryggði atburður eigi sér stað og hins vegar óvissan um heildarfjárhæð tjóns. Eðli vátryggingasamnings, þar sem greiðsla fyrir þjónustuna (iðgjöld) eru innheimt fyrirfram en þjónustan veitt síðar, felur í sér að þessi áhætta er slembiáhætta og þess vegna ekki fyrirsjáanleg. Í safni vátryggingasamninga þar sem líkindareikningi er beitt við verðlagningu og mat, stendur samstæðan frammi fyrir þeirri megináhættu að tjónagreiðslur verði umfram tjónaskuld. Þetta getur gerst ef fjöldi (tjónatíðniáhætta) eða alvarleiki (tjónsfjárhæðaáhætta) tjóna verður meiri en áætlað hefur verið. Stjórnendur samstæðunnar beita ýmsum aðferðum til að stýra vátryggingaáhættu. Sem dæmi má nefna skilgreint og skjalfest áhættumat þar sem í gildi eru ákveðin fjárhæðamörk og læknisskoðana krafist eftir fyrirfram skilgreindum viðmiðum. Stjórnendur samstæðunnar mæla reglulega hvort iðgjöld í hverri grein standi undir tjónum greinarinnar. Markmið endurtryggingasamninga samstæðunnar er að takmarka áhættu gagnvart stór- og/eða hamfaratjónum og jafna sveiflur í afkomu einstakra tryggingagreina af völdum slíkra tjóna. Endurtryggingar gera samstæðunni jafnframt kleift að taka á sig stærri vátryggingaáhættur og þjóna þannig þörfum markaðarins, sérstaklega fyrirtækja og stofnanna sem mörg hver vátryggja eignir með verðmæti langt umfram iðgjöld og eigið fé samstæðunnar. Endurtryggjendur skulu hafa mat á fjárhagsstyrk frá alþjóðlegu matsfyrirtæki sem samsvarar til A eða hærra í langtímamati frá Standard & Poor´s. Samstæðan leitast við að kaupa svonefnda umframáhættusamninga (e. excess of loss). Slíkir samningar uppfylla langstærstan hluta endurtryggingaþarfar samstæðunnar þar sem þeir virka hvoru tveggja sem vernd fyrir einstakar áhættur (stórtjón) og einnig sem vernd vegna stærri atburða sem eftir atvikum snerta margar áhættur í einum atburði (hamfaratjón). Til að mæla og stýra vátryggingaskuldaráhættu er staða tjónaskuldar tilkynntra tjóna yfirfarin mánaðarlega. Við ákvörðun um áætlun fyrir orðnum en ótilkynntum tjónum er stuðst við tjónareynslu samstæðunnar og upplýsingar um framkomin ótilkynnt tjón á árunum 2011 - 2020. Vátryggingaskuld samstæðunnar er fjármögnuð með fjárfestingum í skuldabréfum og öðrum fjáreignum sem eru háðar markaðsáhættu. Fjárfestingaeignir sem ætlað er að mæta vátryggingaskuld eru samkvæmt fjárfestingastefnu að stærstum hluta í skuldabréfum og innlánum. Hlutabréfa- og endurfjármögnunaráhætta er því óveruleg.

Ársreikningur samstæðu 2020

32

Vörður tryggingar hf.


Skýringar Fjárhæðir eru í þúsundum króna

31 Áhættustýring (framhald) Eftirfarandi tafla sýnir sundurbrot fjáreigna er mætt geta vátryggingaskuld: Fjáreignir færðar á gangvirði í gegnum rekstur: Skráð skuldabréf ............................................................................................................ Skráð hlutabréf .............................................................................................................. Skráðir valréttir .............................................................................................................. Hlutdeildarskírteini ....................................................................................................... Aðrar fjáreignir .............................................................................................................. Fjáreignir samtals ..........................................................................................................

2020 15.528.036 2.187.930 11.865 2.907.086 1.814.905 22.449.822

2019 12.313.736 1.939.606 0 3.283.481 1.576.121 19.112.944

Aðrar eignir ................................................................................................................... Handbært fé ................................................................................................................... Samtals .........................................................................................................................

3.457.826 492.605 26.400.253

3.202.765 786.415 23.102.124

Vátryggingasamningar Vátryggingasamningar eru ónæmir fyrir markaðsvöxtum, þar sem þeir eru ekki núvirtir og bera ekki samningsbundna vexti. Samstæðan jafnar sjóðsflæði af eignum og skuldum í safni sínu með því að áætla meðallíftíma þeirra. Meðallengd vátryggingaskuldbindinga er reiknuð með því að nota sögulegar upplýsingar samstæðunnar og forvera hennar til að ákvarða uppgjörsmynstur fyrir tjónakröfur vegna vátryggingasamninga í vátryggingaskuld í efnahagsreikningi, bæði tilkynnt tjón og orðin en ótilkynnt tjón á reikningsskiladegi. Meðallengdin greinist þannig: Vátryggingaskuld - skaðaáhætta (ár) ............................................................................. Vátryggingaskuld - slysaáhætta (ár) ...............................................................................

2020 0,85 1,75

2019 0,85 1,75

Taflan hér að neðan sýnir skiptingu vátryggingaskuldar eftir tryggingartegundum:

Heild Ökutækjatryggingar ............ 10.390.896 Eignatryggingar ................... 1.334.248 Sjótryggingar ....................... 65.019 Ábyrgðartryggingar ............. 736.739 Slysa- og sjúkdómatr. .......... 1.318.025 Líftryggingar ........................ 2.306.968 Samtals ............................... 16.151.895

2020 Hlutur endurtrygg. (22.701) 3.195 0 (42.139) (34.778) (141.683) (238.106)

Eigin hlutur 10.368.195 1.337.443 65.019 694.600 1.283.247 2.165.285 15.913.789

Heild 9.267.626 1.197.334 142.722 676.444 1.174.183 2.250.369 14.708.678

2019 Hlutur endurtrygg. (15.157) 2.195 (80.866) (32.951) (61.829) (119.427) (308.035)

Eigin hlutur 9.252.469 1.199.529 61.856 643.493 1.112.354 2.130.942 14.400.643

Mat á vátryggingaskuld og þær forsendur sem notaðar eru byggja á mati stjórnenda. Þær forsendur sem notaðar eru byggja á reynslu, því að þróun tjóna til framtíðar fylgi svipuðu mynstri og í fortíðinni, innri upplýsingum, ytri markaðsupplýsingum og væntingum og öðrum útgefnum upplýsingum. Þetta hefur í för með sér mat tengt meðaltjónakostnaði, verðbólgu og tjónatíðni fyrir hvert tjónsár. Forsendur eru endurskoðaðar reglulega í þeim tilgangi að tryggja raunhæft og sanngjarnt mat.

Ársreikningur samstæðu 2020

33

Vörður tryggingar hf.


Skýringar Fjárhæðir eru í þúsundum króna

31 Áhættustýring (framhald) Afkoma samstæðunnar er næm fyrir eftirfarandi þáttum og sýnir taflan áhrif á afkomu samstæðunnar eftir skatta.

Meðaltjón ................................................. Tjónatíðni .................................................. Meðaluppgjörstími tjóna styttist um ........

2020 Vátrygg. skuld 1.011.948 1.011.948 (148.460)

Forsendubreyting + 10% + 10% 6 mán.

2019 Eigin vátr. skuld 1.005.727 1.005.727 (129.929)

Vátrygg. skuld 916.357 916.357 (134.436)

Eigin vátr. skuld 885.554 885.554 (129.917)

Endurtryggingaáhætta Endurtryggingaáhætta felst í því að endurtryggjendur greiði ekki sinn hlut í tjónum. Oft tekur langan tíma að gera upp tjón. Á þeim tíma getur fjárhagsleg staða endurtryggjanda breyst á þann hátt að hann verði ófær um að standa við skuldbindingar sínar. Samstæðan hefur sett sér endurtryggingastefnu þar sem fram kemur að endurtryggjendur skuli hafa mat á fjárhagsstyrk frá alþjóðlegu matsfyrirtæki og mörk eru sett um hve mikla áhættu samstæðan tryggir hjá hverjum endurtryggjanda. Hlutfallsleg skipting endurtryggjenda eftir lánshæfismati er eftirfarandi: AA .................................................................................................................................. AA- ................................................................................................................................. A+ ................................................................................................................................... A ..................................................................................................................................... A- ................................................................................................................................... Samtals ..........................................................................................................................

2021 23,3% 65,0% 5,2% 3,7% 2,7% 100,0%

2020 28,6% 60,2% 5,5% 2,9% 2,8% 100,0%

Mótaðilaáhætta Í mótaðilaáhættu felst áhættan á því að mótaðilar samstæðunnar geti ekki staðið við skuldbindingar sínar. Reglulegum mælingum á ógreiddum iðgjöldum og aldursgreiningu þeirra er ætlað að mæta og stýra þeirri áhættu vegna viðskiptakrafna. Að auki er farið yfir viðskiptasögu og lánshæfi nýrra viðskiptavina. Fjárfestingar samstæðunnar í skuldabréfum flokkast undir markaðsáhættu og eru því ekki taldar með hér. Hámarksáhætta vegna mótaðila á uppgjörsdegi var sem hér segir:

Viðskiptakröfur .............................................................................................................. Endurtryggingaeignir ...................................................................................................... Handbært fé ................................................................................................................... Samtals ..........................................................................................................................

Ársreikningur samstæðu 2020

34

2020 3.065.566 238.106 492.605 3.796.277

2019 2.777.657 308.035 786.415 3.872.107

Vörður tryggingar hf.


Skýringar Fjárhæðir eru í þúsundum króna

31 Áhættustýring (framhald) Lausafjáráhætta Lausafjáráhætta er hættan á því að samstæðan geti ekki staðið við skuldbindingar sínar þegar þær gjaldfalla. Áhættustýring samstæðunnar lágmarkar lausafjáráhættu með því að sjá til þess að nægjanlegt handbært fé sé fyrir hendi á hverjum tíma. Samstæðan hefur auk þess þá stefnu að skráðar fjáreignir samstæðunnar, sem eru stór hluti af heildareignum þess, sé hægt að innleysa með stuttum fyrirvara. Niðurbrot fjárhagslegra eigna og skulda eftir líftíma er sem hér segir:

31.12.2020 Eignir: Handbært fé ................... Fjárfestingar ................... Viðskiptakröfur ............... Aðrar körfur .................... Endurtryggingaeignir ......

Allt að 3 mánuðir

Gjaldkræft

3-12 mánuðir

1-5 ár

Yfir 5 ár

Óskilgr. líftími

Samtals

492.605 0 127.179 0 0

0 188.770 412.151 2.000 57.342

0 2.441.350 2.526.236 152.154 78.934

0 6.856.618 0 0 99.611

0 6.248.563 0 0 2.219

0 492.605 6.714.521 22.449.822 0 3.065.566 0 154.154 0 238.106

Fjáreignir samtals ...........

619.784

660.263

5.198.674

6.956.229

6.250.782

6.714.521 26.400.253

Skuldir: Vátryggingaskuld ............ Leiguskuldbinding ........... Víkjandi lán ..................... Viðskiptaskuldir .............. Tekjuskattur til greiðslu .. Fjárskuldir samtals ..........

0 0 0 0 0 0

5.853.129 10.928 0 727.642 0 6.591.699

4.414.270 33.159 0 2.545 390.270 4.840.244

5.188.598 194.783 0 0 0 5.383.381

695.898 22.478 1.000.000 0 0 1.718.376

16.151.895 0 261.348 0 1.000.000 0 730.187 0 390.270 0 18.533.700

Eignir - skuldir .................

619.784

(5.931.436)

358.430

1.572.848

4.532.406

6.714.521

31.12.2019 Eignir: Handbært fé ................... Fjárfestingar ................... Viðskiptakröfur ............... Aðrar körfur .................... Endurtryggingaeignir ......

786.415 0 141.724 0 0

0 1.341.280 422.701 0 51.770

0 120.104 2.213.232 117.073 114.438

0 6.539.280 0 0 136.806

0 4.442.687 0 0 5.021

0 786.415 6.669.593 19.112.944 0 2.777.657 0 117.073 0 308.035

Fjáreignir samtals ...........

928.139

1.815.751

2.564.847

6.676.086

4.447.708

6.669.593 23.102.124

Skuldir: Vátryggingaskuld ............ Leiguskuldbinding ........... Viðskiptaskuldir .............. Tekjuskattur til greiðslu .. Fjárskuldir samtals ..........

0 0 0 0 0

3.849.173 11.012 491.727 0 4.351.912

5.389.285 32.960 2.058 326.485 5.750.788

4.682.422 181.778 0 0 4.864.200

787.798 70.077 0 0 857.875

0 14.708.678 0 295.827 0 493.785 0 326.485 0 15.824.775

Eignir - skuldir .................

928.139

(2.536.161) (3.185.941)

1.811.886

3.589.833

Ársreikningur samstæðu 2020

35

6.669.593

7.866.553

7.277.349

Vörður tryggingar hf.


Skýringar Fjárhæðir eru í þúsundum króna

31 Áhættustýring (framhald) Markaðsáhætta Markaðsáhætta er hættan á því að breytingar á markaðsvöxtum, verðbólgu, verði hlutabréfa og gengi gjaldmiðla hafi neikvæð áhrif á virði fjármálagerninga og þar með afkomu samstæðunnar. Til að stýra markaðsáhættu hefur samstæðan sett sér fjárfestingastefnu þar sem skilgreind eru markmið og vikmörk fyrir einstaka eignaflokka. Starfsmenn samstæðunnar fylgjast daglega með breytingum á markaði og þannig er virk stýring safnsins innan markmiða og vikmarka fjárfestingastefnu tryggð. Samstæðan hefur gert samkomulag við fjárvörsluaðila sem fylgjast með breytingum á mörkuðum og bregðast við með fjárfestingum í mismunandi eignum í samræmi við fjárfestingastefnu samstæðunnar. Stjórnendur samstæðunnar funda að lágmarki ársfjórðungslega með eignastýringaraðilum og yfirfara árangur og horfur á markaði. Stjórn samstæðunnar fylgist með heildarmarkaðsáhættu samstæðunnar á mánaðarlegum fundum sínum. Gerð er næmnigreining fyrir ákveðnum þáttum markaðsáhættu sem sýnir hvernig breytingar á virði fjárfestinga sveiflast vegna breytinga á t.d. verði, vöxtum og verðbólgu og hvaða áhrif það myndi hafa á afkomu og eigið fé samstæðunnar.

i. Vaxtaáhætta Stór hluti fjáreigna samstæðunnar eru vaxtaberandi ríkisskuldabréf. Næmnigreining fyrir vaxtaáhættu sýnir hvernig breytingar á gangvirði verðbréfa sveiflast vegna breytinga á markaðsvöxtum á reikningsskiladegi. Markaðsvextir ársins 2020 á óverðtryggðum skuldabréfum voru frá 0,89% til 3,54% og -1,75% til 1,82% á verðtryggðum skuldabréfum (2019: 3,17% til 5,70% og 0,62% til 1,71%). Fyrir fjáreignir og vátryggingasamninga tengist næmnigreiningin aðeins því fyrrnefnda þar sem bókfært verð vátryggingasamninga er ekki næmt fyrir breytingum á markaðsáhættu. Laust handbært fé samstæðunnar er fjárfest í skammtímaverðbréfum til skemmri tíma en eins mánaðar. Hækkun ávöxtunarkröfur um 100 punkta í árslok hefði leitt til 676,6 millj. kr. lækkunar á eignarsafni samstæðunnar á árinu 2020 (2019: 505,7 millj. kr.).

ii. Verðáhætta Næmnigreining fyrir verðáhættu sýnir hvernig breytingar á gangvirði verðbréfa sveiflast vegna breytinga á markaðsverði, hvort sem verðbreytingarnar eru vegna einstakra fjárfestinga, útgefanda verðbréfa eða allra þátta sem hafa áhrif á fjármálagerninga sem viðskipti eru með á markaði. Vegna þess að meirihluti fjáreigna samstæðunnar er bókfærður á gangvirði og gangvirðisbreytingarnar færðar í rekstrarreikning, munu allar breytingar á aðstæðum á markaði hafa áhrif á fjárfestingatekjur samstæðunnar.

iii. Gjaldmiðlaáhætta Samstæðan fjárfestir óverulega í fjáreignum í gjaldmiðlum öðrum en starfrækslugjaldmiðli sínum en erlendar eignir námu um 532,2 millj. kr. í lok árs 2020 (2019: 470,1 millj. kr.). Af slíkum fjárfestingum leiðir að samstæðan ber áhættuna af því að breytingar á gengi starfrækslugjaldmiðilsins gagnvart erlendum gjaldmiðlum hafi áhrif á þær eignir sem um ræðir.

Ársreikningur samstæðu 2020

36

Vörður tryggingar hf.


Skýringar Fjárhæðir eru í þúsundum króna

31 Áhættustýring (framhald) Rekstraráhætta Rekstraáhætta er hættan á mögulegu óbeinu tapi í tengslum við mismunandi þætti er varða t.d. starfsfólk, tækni og skipulag og utanaðkomandi þætti svo sem lög og reglur og viðurkennda staðla um háttsemi fyrirtækja. Rekstraráhætta nær til allra rekstrareininga samstæðunnar. Markmið samstæðunnar er að verjast rekstraráhættu til að koma í veg fyrir fjárhagslegt tjón og að orðstír hennar verði fyrir skaða. Til þess að lágmarka rekstraráhættu gerir samstæðan m.a. kröfur um að verkefni og starfsskyldur séu aðskildar á viðeigandi hátt, um reglulegar afstemmingar á færslum og eftirlit með þeim, að farið sé að lögum og reglum, að gert sé reglulegt mat á rekstraráhættuþáttum, þjálfun starfsfólks og faglegri uppbyggingu samstæðunnar.

Eiginfjáráhætta Eiginfjáráhætta er hættan á að gæði eða magn eigin fjár séu ekki nægileg til að geta mætt kröfum um styrk til að samstæðan geti staðið við skuldbindingar sínar þrátt fyrir áföll. Samstæðan framkvæmir eigið áhættu- og gjaldþolsmat árlega (ORSA), en þar er fjárhagslegur styrkur metinn og jafnframt horft til framtíðar. Eiginfjáráhættu er stýrt með því að tryggja samstæðunni nægt eigið fé á hverjum tíma.

Ársreikningur samstæðu 2020

37

Vörður tryggingar hf.


Tjónaþróun - óendurskoðuð Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Tjónaþróun greinist með eftirfarandi hætti: Til viðbótar við framtíðarspár gefur þróun vátryggingaskuldar mælikvarða á getu samstæðunnar til að ákvarða endanlega tjónafjárhæð. Í efri hluta töflunnar (heildarfjárhæðir) kemur fram hvernig heildarfjárhæð tjóna hefur þróast síðustu ár. Í neðri hluta töflunnar (tjón í eigin hlut) hefur hlutdeild endurtryggjenda verið dregin frá þeim fjárhæðum sem birtar eru í efri hlutanum. Allar fjárhæðir eru á verðlagi hvers árs. Heildarfjárhæðir

Mat á endanlegum tjónakostnaði: - í lok tjónsárs .................. - einu ári síðar ................. - tveimur árum síðar ........ - þremur árum síðar ........ - fjórum árum síðar ......... - fimm árum síðar ............ - sex árum síðar ............... - sjö árum síðar ............... - átta árum síðar .............. - níu árum síðar ............... - tíu árum síðar ................ - ellefu árum síðar ...........

2009

2010

2011

2012

2013

2014

2015

2016

2017

2018

2019

2020

2.911.913 3.144.359 3.213.480 3.244.372 3.276.592 3.260.097 3.265.492 3.286.117 3.284.313 3.280.498 3.290.291 3.290.259

3.015.332 2.961.934 3.008.500 2.937.440 2.918.452 2.879.940 2.905.558 2.904.219 2.905.533 2.898.495 2.898.482

3.266.017 3.157.087 3.216.608 3.199.399 3.243.613 3.236.786 3.287.684 3.284.308 3.294.064 3.295.081

3.906.425 3.628.839 3.627.754 3.454.122 3.470.430 3.452.929 3.442.002 3.432.565 3.425.569

4.248.868 3.923.292 3.916.440 3.879.768 3.904.562 3.894.246 3.911.388 3.914.070

4.745.964 4.857.675 4.795.185 4.770.775 4.782.099 4.818.714 4.865.747

5.095.054 4.993.515 5.279.216 5.374.877 5.385.916 5.437.657

5.908.168 5.936.509 6.278.641 6.371.629 6.492.587

5.471.849 6.495.428 6.863.476 6.885.028

7.733.650 7.424.218 7.858.748

8.143.433 7.304.030

8.721.329

3.290.259

2.898.482

3.295.081

3.425.569

3.914.070

4.865.747

5.437.657

6.492.587

6.885.028

7.858.748

7.304.030 8.721.329

Samtals

Mat á uppsöfnuðum tjónum í árslok 2020 ....

64.388.587

Uppsafnaðar tjónagreiðslur í árslok 2020 ................ ( 3.281.057) ( 2.896.556) ( 3.274.883) ( 3.413.066) ( 3.856.549) ( 4.800.931) ( 5.312.189) ( 6.201.795) ( 6.354.166) ( 6.544.740) ( 4.698.957) ( 3.666.343) ( 54.301.232) Tjónaskuld í árslok 2020 9.202 1.926 20.198 12.503 57.521 64.816 125.468 290.792 530.862 1.314.008 2.605.073 5.054.986 10.087.355 Tjónaskuld vegna fyrri ára (2008 og fyrr) í árslok 2020 ............................................................................................................................................................................................... Heildartjónaskuld í árslok 2020 ...............................................................................................................................................................................................................................

Ársreikningur samstæðu 2020

38

32.124 10.119.479

Vörður tryggingar hf.


Tjónaþróun - óendurskoðuð Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Eigin tjón Mat á endanlegum tjónakostnaði: - í lok tjónsárs .................. - einu ári síðar ................. - tveimur árum síðar ........ - þremur árum síðar ........ - fjórum árum síðar ......... - fimm árum síðar ............ - sex árum síðar ............... - sjö árum síðar ............... - átta árum síðar .............. - níu árum síðar ............... - tíu árum síðar ................ - ellefu árum síðar ...........

2009

2010

2011

2012

2013

2014

2015

2016

2017

2018

2019

2020

2.585.779 2.792.191 2.853.570 2.948.485 3.178.294 3.129.693 3.204.875 3.225.117 3.205.196 3.243.713 3.251.418 3.251.386

2.677.615 2.630.197 2.734.125 2.849.317 2.801.714 2.826.480 2.851.622 2.834.258 2.875.520 2.866.445 2.866.076

2.900.223 2.869.161 3.120.110 3.071.423 3.183.402 3.176.702 3.208.486 3.220.008 3.226.367 3.227.384

3.003.546 3.028.195 3.071.529 2.986.551 3.015.810 3.292.199 3.321.819 3.313.579 3.307.646

3.503.363 3.278.130 3.381.866 3.415.552 3.721.761 3.759.602 3.783.544 3.786.226

3.884.970 4.038.321 4.187.798 4.556.414 4.627.312 4.629.120 4.667.114

4.525.147 4.350.342 5.102.957 5.225.011 5.244.183 5.275.139

5.015.072 5.684.577 6.129.755 6.219.485 6.337.319

5.250.876 6.378.450 6.762.489 6.783.506

7.522.827 7.221.020 7.632.802

8.005.999 7.231.449

8.889.929

3.251.386

2.866.076

3.227.384

3.307.646

3.786.226

4.667.114

5.275.139

6.337.319

6.783.506

7.632.802

7.231.449

8.889.929

Samtals

Mat á uppsöfnuðum tjónum í árslok 2020 ....

63.255.976

Uppsafnaðar tjónagreiðslur í árslok 2020 ................ ( 3.244.272) ( 2.864.150) ( 3.227.186) ( 3.300.034) ( 3.728.705) ( 4.602.787) ( 5.163.691) ( 6.048.672) ( 6.253.476) ( 6.359.354) ( 4.649.654) ( 3.933.250) ( 53.375.231) Tjónaskuld í árslok 2020

7.114

1.926

198

7.612

57.521

64.327

111.448

288.647

530.030

1.273.448

2.581.795

4.956.679

9.880.745

Tjónaskuld vegna fyrri ára (2008 og fyrr) í eigin hlut í árslok 2020 ..............................................................................................................................................................................

7.523

Heildartjónaskuld í eigin hlut í árslok 2020 ..................................................................................................................................................................................................................

9.888.268

Ársreikningur samstæðu 2020

39

Vörður tryggingar hf.


Viðauki 2

Yfirlit um rekstur og efnahag - óendurskoðað Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Helstu niðurstöðutölur úr ársreikningi: 1. 2. 3. 4. 5.

Iðgjöld ársins ................................................. Tjón ársins ..................................................... Hlutfall eigin áhættu ...................................... Hreinn rekstrarkostnaður * ........................... Hagnaður af vátryggingarekstri *x ................ 6. Hagnaður af fjármálarekstri * ....................... 7. Hagnaður fyrir skatta .................................... 8. Matsbreyting á tjónaskuld ............................. 9. Vátryggingaskuld .......................................... 10. Eigið fé .......................................................... 11. Heildareignir ..................................................

2020

2019

2018

2017

2016

12.282.801 8.565.364 96,1% 2.684.933 968.394 1.430.382 2.398.776

11.778.955 8.376.184 96,6% 2.384.299 1.336.624 825.742 2.162.366

10.843.784 7.831.028 96,4% 2.023.526 1.447.596 110.623 1.558.219

9.726.488 7.171.251 95,6% 2.101.070 676.813 474.259 1.151.072

8.264.756 5.782.046 95,0% 2.192.918 633.278 117.813 751.091

( 155.964) 16.151.895 8.644.207 28.338.693

232.720 14.708.678 8.118.643 24.988.565

85.167 13.324.021 6.752.566 21.660.353

612.919 12.129.220 6.206.966 19.997.498

( 228.463) 10.242.982 5.350.380 17.041.574

Fjárhæðir eru á verðlagi hvers árs. * Samanburðartölum hefur verið breytt til samræmis við tilmæli FME nr. 2/2019 x Reiknaðir vextir af vátryggingastarfsemi taka mið af vaxtastigi og hafa lækkað umtalsvert frá fyrra ári. Fjárhæðir fyrir 2016 eru samlagning á fjárhæðum samstæðu Varðar trygginga og OKKAR líftrygginga. Helstu kennitölur:

2020 %

2019 %

2018 %

2017 %

2016 %

Tjónahlutfall .................................................. Endurtryggingahlutfall ................................... Kostnaðarhlutfall * ........................................ Samsett hlutfall * .......................................... Rekstrarhlutfall .............................................. Hlutfallsleg matsbreyting tjónaskuldar .......... Gjaldþolshlutfall ........................................... Lágmarksfjármagnshlutfall ............................ Arðsemi eigin fjár fyrir skatt .......................... Arðsemi eigin fjár eftir skatt ..........................

69,7 2,8 21,9 94,4 92,3 -1,7 148,8 244,6 26,3 22,2

71,1 2,1 20,2 93,5 93,5 2,9 144,3 255,5 29,1 24,4

72,2 1,8 18,7 92,6 87,4 1,2 148,2 322,0 24,0 19,2

73,7 3,4 21,6 98,7 93,4 9,9 141,3 312,0 19,9 16,6

70,0 4,0 26,5 100,5 92,5 -3,9 176,0 312,0 21,2 18,0

Vísitala neysluverðs, ársmeðaltal ......................... Vísitala neysluverðs, árslok ..................................

481,9 490,3

468,6 473,3

454,8 463,9

443,0 447,2

435,3 439,0

1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10.

Skilgreiningar: 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10.

Tjónahlutfall ................................................. Endurtryggingahlutfalll .................................. Kostnaðarhlutfall .......................................... Samsett hlutfall ............................................. Rekstrarhlutfall .............................................. Hlutfallsleg matsbreyting tjónaskuldar .......... Gjaldþolshlutfall ........................................... Lágmarksfjármagnshlutfall ............................ Arðsemi eigin fjár fyrir skatt .......................... Arðsemi eigin fjár eftir skatt ..........................

Ársreikningur samstæðu 2020

Tjón í % af iðgjöldum ársins. Nettó greiðslur til endurtryggjenda í % af iðgjöldum ársins. Hreinn rekstrarkostnaður í % af iðgjöldum ársins. Samtala tjóna, kostnaðar og endurtrygginga í % af iðgjöldum ársins. Samsett hlf. að viðb. fjárf.tekjum af vátr.rekst. og öðrum tekj. í nefnara Matsbr. á tjónask. fyrri ára sem % af tjónask. í upphafi árs. Gjaldþol í % af gjaldþolskröfu samkvæmt lögum. Gjaldþol í % af lágmarksfjármagni samkvæmt lögum. Hagnaður fyrir skatt í % af meðalstöðu eigin fjár. Hagnaður eftir skatt í % af meðalstöðu eigin fjár.

40

Vörður tryggingar hf.Vörður tryggingar • Borgartún 25 • 105 Reykjavík • www.vordur.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.