VILJINN 3.tbl 2013

Page 1

September 2013 106. รกrgangur

3. tbl N.F.V.ร .

VILJINN


dóttir Áshi l dur gnarsdó ttir Aldís Eik Arnarsd óttir

ildur Ra Kristín H

Grasið grænkaði, sumarið kom (og fór reyndar strax aftur) og ég kynntist sjö einstaklingum sem hefðu ekki getað passað betur saman. Öll höfðu þau sitt hlutverk og sínar skoðanir sem mótuðu þetta blað. Hér er fyrsti Viljinn, af fjórum. Það bíða ykkar 48 blaðsíður af fjölbreyttu efni sem þið munið hafa misgaman af. Blaðið einkennist af komandi viðburðum vetrarins og skólalífinu. Krivélin (Sigurður Kristinsson) byrjar á því að bjóða busana velkomna. Við ferðumst með ykkur til Norður Kóreu með millilendingu í Keníu. Sykurpabbinn lítur aftur dagsins ljós og kennir ykkur hvernig skal haga sér í eldhúsinu. Málfundafélagið fær síðan sinn hlut af blaðinu sem kallast Lognið. Eftir langa daga og langar nætur þar sem húmorinn hefði ekki getað orðið súrari tókst okkur að gera blað sem við erum virkilega stolt af og vil ég að þið gefið nefndarmeðlimum mínum og markaðsnefndinni klapp á bakið næst þegar þið sjáið þau.

Friðriks

Elsku Verzlingar

GREINAR

AFÞREYING

KÆRI NÝNEMI 5

KÚKAÐ Í TÍMA 7

HEILSUEFLANDI FRAMHALDSSKÓLI 10

HEITT OG KALT 8

ILLUSTRATED PEOPLE 14

#BUSABALL 12

AFHVERJU ERUM VIÐ EKKI BEST? 16

SUGARDADDY COOKIN’ 22

10 HLUTIR Í FERÐALAGIÐ 28

GERÐU ÞAÐ AÐ ÞÍNU 40

TOPP 5 Í NBA 34 NORÐUR KÓREA 38 2


son Darrri F reyr Atl a óttir ðmunds

Vaka Vig

Brynja B

fúsdótt

jarnadó

ir

ttir

Kristins son Hjördís Ásta Gu Haukur

MYNDAÞÆTTIR

SKÓLALÍF

TÍSKUMYNDAÞÁTTUR 24

FÉLAGSLÍFSTRÉ 4

COLOR OVERLAY 42

MIÐSTJÓRN 18 LOGNIÐ 31

SÉRSTAKAR ÞAKKIR

Alma Rún Hreggviðsdóttir Arnar Freyr Guðmundsson Berglind Helga Sigurþórsdóttir Birkir Örn Karlsson Helma Björk Óskarsdóttir Högni Fjalarsson Inga Aðalheiður Pétursdóttir Ingibjörg Ósk Jónsdóttir Irena Sveinsdóttir Jóna Kristín Benediktsdóttir Lára V. Albertsdóttir María Rós Gústavsdóttir Markaðsnefnd Ólafur Alexander Ólafsson Sigrún Lind Hermannsdóttir Sigurbjörn B. Edvardsson Snorri Björnsson Vala Rún Magnúsdóttir

GVÍ 36

ÚTGEFANDI: N.F.V.Í. PRENTUN: PRENTMET UPPSETTNING: HAUKUR KRISTINSSON LJÓSMYNDIR: HAUKUR KRISTINSSON ÁBYRGÐARMAÐUR: KRISTÍN HILDUR 3


ður igur i|S

on inss Krist

rðir Féhi

n ðsso igur ur S

| Pét

| Jón

Þór

s Viljan ýra

Ritst

tjóri aðss Mark

stín

| Kri

aður

Form

tir

sdót

gnar

r Ra

Hildu

son unds Sigm

örn

urbj

n

nsso étur

Geir

Mag

lfur

ó|Ú Málf

on núss

aður Form

óttir rkad ja ét B argr la M | Hal

ó|P

V80

Nem

ýra

sson Birki

aður Form

lfreð as A | Jón

björ

igur

Ari S

Listó

tir sdót Elvar

aður Form

rún | Hug

| Sig

Íþró

mtó

Skem

aður Form

Ritst

Þór

ason

Andr

4

et Fors

ÆTTARTRÉ NFVÍ


Til hamingju með að vera í Verzló. Til hamingju með að vera Verzlingur og til hamingju með að eiga 193 vikur eftir af besta tímabili lífs þíns. Þú hefur bara verið hér í tæpar fjórar vikur og samt fengið að upplifa heilan helling og það er sko nóg á leiðinni. Ég trúi því vel að þetta sé dálítið yfirþyrmandi og alltof mikið að gerast enda er alltaf eitthvað að gerast og það er það besta við Verzló. Svo ráðið mitt til þín, kæri nýnemi, er að festa setninguna „af hverju ekki?“, í kollinum á þér og

hugsa um hana alltaf þegar þú spáir í því hvort einhver viðburður sé þess virði að mæta á. Þó 193 vikur hljómi eins og ótrúlega langur tími skaltu passa þig að stökkva ekki of seint um borð í lestina því þessi lestarferð gæti orðið sú skemmtilegasta frá upphafi (nema þú komist einhvern tímann í Hogwarts lestina). En gerðu það fyrir mig að halla þér aftur, brosa og njóta ferðarinnar.

Sigurður Kristinsson Forseti NFVÍ

Forsetinn heldur utan um skipulagningu félagslífsins í heild og er stóri bróðir okkar allra, Siggi bróðir. Hann er andlit skólans og kemur opinberlega fram fyrir okkar hönd.

Markaðsstjórinn er símalína skólans. Hann Jón Þór okkar halar inn 100 krónum í peningageyminn hans Péturs sjóðs sem þeir pússa svo saman á kvöldin. Markaðsstjórinn er maðurinn á bakvið tjöldin sem er alltaf í fjáröflunarleik.

Féhirðirinn sér um alla stóru peningana í snobbskólanum Verzló og sefur á 100 krónum eins og Jóakim Aðalönd. Hann hendir öllu í debit, engu í kredit og er þess vegna nefndur Pétur sjóður.

Formenn stjórnarnefnda mynda stjórn skólans sem skipuleggur m.a. böll, aðal- og lagabreytingafundi og aðra misgáfulega hluti.

Miðstjórn er mynduð af öllum þeim einstaklingum sem eru í nefndum og embættum á vegum NFVÍ.

Stjórnarnefndir skólans eða “stóru nefndirnar” eru sjö talsins en hver og ein inniheldur formann og sjö nefndarmeðlimi.

Kosningar eru undir lok seinni annar skólans og þá getur hver sem er boðið sig fram í hvaða embætti sem er. 5. bekkingar geta þó einunungis boðið sig fram í formannsembætti stjórnarnefnda. Frambjóðendur koma sér vel fyrir á marmaranum í básum og við tekur vikan sem allir kennarar kvíða fyrir. Vikan þar sem enginn nennir að læra, flest allir ræða um atkvæði sín og eru high on sugar af nammiáti dagsins. Formenn eru kosnir og fjórir nefndarmeðlimir inn í hverja stjórnarnefnd. Næst taka viðtölin við þar sem hver stjórnarnefnd tekur inn 2-3 einstaklinga til viðbótar í nefndina. Að því loknu hefjast svo formanns- og nefndarviðtöl fyrir minni nefndirnar.

5


Opnaðu hamingju

#njottuCoke

®

Coca-Cola, the Contour Bottle and the Dynamic Ribbon are registered trademarks of The Coca-Cola Company

Njóttu Coke með... ®


KÚ K A Ð

Í TÍMA og í lífinu almennt

Kæri Verzlingur, kæri lesandi og kæri heimur. Það bíða allir spenntir eftir þessari árlegu “Kúkað í tíma” lesningu en í ár hef ég ákveðið að breyta aðeins til. Í fyrsta lagi er það stúlka sem situr með pennann við hönd en ekki drengur og í öðru lagi verður þetta ekki í reynslusöguformi heldur er þetta leiðarvísir. Leiðarvísir af hinni fullkomnu klósettferð. Strákar, ég veit líka alveg að þið vitið að við stelpurnar ropum, prumpum og förum á klósettið alveg eins og þið. Aftur á móti vil ég hrósa öllu stolta fólkinu sem kúkar þegar það vill kúka en því miður eru ekki allir svo heppnir að hafa þor í það. Kæri lesandi, hér leysum við öll ykkar vandamál. Eftir þessa lesningu verður þú þaulvanur úrgangslosunarmaður. Að kúka verður jafn auðvelt og skemmtilegt og að fara í bíó.

1 Chillaðu

Ekki vera stressuð/aður. Ef þú ert í einhverju andlegu kasti á leiðinni á klósettið ertu alveg búin/n að koma upp um þig. Haltu ró þinni og andaðu. Þetta er bara eins og hver önnur pissuferðin.

2 Kúkaklósett

Það hafa allir staðir sitt kúkaklósett eins og Hellirinn hér í Verzló. Ekki fara þangað. Það er nógu vond lykt þar fyrir, þú þarft ekki bæta í hana. Það gerir sér enginn pissuferð í Hellinn!

3 Hvenær á ég að kúka?

Ekki kúka í korterinu, frímínútunum eða hvað þá í hádeginu! Þá eru 99,9% líkur á því að það fari einhver á eftir þér eða sjái þig labba út með rautt rembingsandlit og skömmina uppmálaða.

4 Læstu hurðinni

og ekki gleyma því! Það vill enginn vera séður á klósettinu. Plús þá er ekkert næs við það að sæti strákurinn eða sæta stelpan í næstu stofu sjái þig með allt niður um þig.

Coca-Cola, the Contour Bottle and the Dynamic Ribbon are registered trademarks of The Coca-Cola Company

5 Varist truflanir

Ekki spila Candy Crush eða skoða Insta bara af því að það er svo leiðinlegt að kúka. Bækur og tímarit eru slæm hugmynd, nema þú ætlir að deyja á klósettinu. Það má samt lesa Viljann, það má alltaf lesa Viljann.

6 Að gera númer tvö

Pissaðu nú, sæktu þér klósettpappír svo í skrjáfi. Það getur líka róað taugarnar fyrir stressuðu týpuna að kveikja á vaskinum, you can thank me later. Ef þú heyrir einhvern annan sturta niður (sem gerist þó aldrei í Verzló, því við erum með svo góða klósettveggi) skaltu nýta þér tækifærið.

7 Við viljum ekkert ,,blúbb”

Nú hefst gamanið fyrir alvöru. Það sem kemur alltaf upp um fólk er “blúbbið” fræga. Til þess að koma í veg fyrir blúbbið skaltu taka gott magn af klósettpappír og setja ofan í klósettið áður en þú hefur leikinn. Vandamálið leyst! Ekkert ,,blúbb” hljóð.

8 Drífðu þig!

Næst skalt þú gjöra svo vel að drífa þig. Það tekur enginn 20 mínútur í það að pissa svo þú skalt beita öllum brögðum ef illa gengur. Beygðu þig fram og aftur, ruggaðu þér eða hreyfðu mjaðmirnar eins og magadansmær ef það hjálpar!

9 Vinasturtið

Þetta er eitthvað sem hann faðir minn kenndi mér þegar ég var á leikskólaaldri og mér finnst ég nú knúin til þess að miðla þessarri þekkingu minni áfram. Ef þú finnur að þú sért í þann mund að sleppa hræðilegri fýlubombu sturtaru um leið og hún er komin ofan í klósettið. Þetta er svo að vinirnir deyi ekki úr fýlu og því ber svona sturt nafnið vinasturt.

10 Touch ups

Skeindu þér nú! Ef svo illa vildi til að þú skildir eftir þig bremsufar skaltu bara gjöra svo vel að þrífa það! Það er ekkert ógeðslegara en að labba inn á klósett og sjá eitt feitt bremsufar og ef þú sást hver var síðast á klósettinu veistu líka alveg hvað hann var að gera.

11 Þrífðu á þér hendurnar

Plís, gerðu það bara, þrífðu á þér hendurnar.

12 Að lokum

Nú skalt þú yfirgefa salernið eins og ekkert hafi í skorist. Enda varstu líka bara 5 mínútur því þú ert orðin/n þaulvanur úrgangslosunarmaður eftir þessa lesningu.

13 ÚPSÍ DÚPSÍ!

Nú fór eitthvað úrskeiðis. Það stendur einhver fyrir utan með grettu vegna vondrar lyktar. Þú skalt bara gretta þig með og segja að það hafi lyktað svona andskoti illa áður en þú komst inn. Hann veit alveg að þú ert að ljúga ef hann hefur lesið þessa grein en það er líka bara allt í lagi.


Beanies

Spangir

Þ æ g i n l e g a r o g fa s j ó n .

A ld r e i o f m ikið a f ***Blin g i*** M o re is m o re .

Bekkjarsleikir

Hot dogs or legs?

Ekkert betr’en a ð t a k a e i n n quicky-slelle r í tí m a .

Fa ce b o o k- s íð a n

Heitt Dökkir varalitir B e r j a lita ð ir o g vín ra u ð ir va ra litir e ru m á lið í h a u s t.

Einlitaðir Nike Air Þe ir v e r ð a s a mt a ð v e r a ma x / h a x .

Pr in t e d fa t n a ð u r Af því það e r ö ð r u v í s i . 8

Ty gg i ð o g þ é r mu n u ð s kilj a .

Gamla Miley H v a r e rtu Mile y ? Við s ö kn u m þ ín !


Barneignir

Busakusk á marmz Það þar f a ð s ó p a þ e ss u b u r t .

Njó tu m líf s in s .

Ve rzló n et i ð 3 G e r b e t r a e n V e rz ló H ig h W iFi.

Stöðumælasektir Ne n n i s .

G í s l i Pá l m i

Kalt

SWA Galegur #NEI #fa r ð u h e i m

Scouse-brows Te ikn a ð a r , o f d ö kka r o g kle ss u le g a r.

Blómakransar C u t e , e n ko mið g o t t !

NikeFre eRun Það e r e k k i g a m a n a ð v e r a e i n s o g a llir . 9


PIPAR\TBWA - SÍA - 122013

Þið lásuð fyrirsögnina og hugsuðuð „úff heldur hún virkilega að einhver nenni að lesa þessa grein”. Ég skil það líka alveg vel þar sem það eru svona max 20 manns sem vita nákvæmlega hvað þetta verkefni gengur út á. Þið hafið eflaust séð Gulleplið og vitið af hraðatöflunum en ég ætla að kynna ykkur aðeins betur fyrir þessu verkefni, af því þetta er alveg áhugaverðara en það hljómar í fyrstu. Verkefnið Heilsueflandi framhaldsskóli byggist á því að nálgast forvarnir út frá jákvæðu sjónarhorni (byrjar vel). Forvarnir einkennast ekki einungis af því að það eigi ekki að drekka og dópa heldur fela þær í sér svo miklu meira, eins og hreyfingu og rétta næringu. Markmið verkefnisins er að stuðla að heilbrigðari lífsstíl og vellíðan nemenda og starfsfólks. Í verkefninu eru viðfangsefnin fjögur: Næring, hreyfing, geðrækt og lífsstíll. Að einu undirbúningsári loknu er eitt viðfangsefni tekið fyrir á hverju skólaári. Þessir fjórir flokkar munu svo taka við, hver af öðrum og verkefnið endar því ekki fyrr en viðkomandi skóli annað hvort ákveður að hætta þátttöku eða uppfyllir ekki lengur lágmarkskröfur Heilsueflandi framhaldsskóla. Verzlunarskólinn byrjaði í þessu verkefni fyrir tveimur árum. Fyrsta árið var viðfangsefnið næring. Það fór líklega ekki fram hjá neinum nemanda Verzlunarskólans að Matbúð var ekki lengur Matbúð með Tóta, kóki og nammi heldur þurftum við að fara yfir í Kringluna til að ná okkur í svoleiðis góðgæti og hafa starfsmenn Bónus líklega ekki kvartað yfir þessum breytingum. Þessar breytingar fengu misgóðar móttökur til að byrja með en til lengri tíma litið þá voru þetta líklega breytingar til hins betra þar sem Matbúð með gómsætum beyglum og bragðgóðum booztum fara vel í nemendur. Þetta skilaði a.m.k. sínu þar sem árangur Verzló stóð upp úr að mati dómnefndar varðandi aðgengi nemenda og starfsmanna að hollustu. Við fengum Gulleplið fyrir framúrskarandi árángur en Gulleplið eru heiðursverðlaun sem veitt eru þeim skóla sem skarar fram úr í verkefninu. Þið getið einmitt séð þennan fallega grip við hliðina á afgreiðslukassanum í Matbúð. En munið, ekki snerta, bara horfa. Á síðasta ári var viðfangsefnið hreyfing. Þá fór maður að sjá nokkra vel valda renna í hlað skólans á hjóli. Það veitti kannski ekki af þar sem bílastæði skólans eru alltaf yfirfull. Þann 19. september var síðan kennt eftir svokallaðri hraðatöflu fram að hádegi. Fyrstu þrjár kennslustundirnar voru 40 mínútur að lengd en síðasti tíminn fyrir hádegi var nýttur til útiveru. Dagskráin fyrir hreyfinguna var fjölbreytt og kom Magnús Scheving m.a. og hitaði upp fyrir haustgönguna við góðar undirtektir, þótt strákarnir hefðu nú viljað sjá

10

Sollu með honum. Kennsla fór aftur fram skv. hraðatöflunni þann 17. október. Þá var boðið upp á snú snú, dans og hjólatúr með Þorkatli Diego sem klæddist glænýjum spandex hjólabuxum alla vikuna (sem fóru almennt vel í kvenþjóð skólans). Fólk er misduglegt við að nýta tímann sem gefst í hreyfinguna en oftast hafa það þó verið í kringum 20 nemendur sem taka þátt meðan hinir nýta sér þriðjudagstilboð Dominos. Síðan var það Auður Harpa sem mætti í íþróttatímana fyrir Nemó (Nemendamótið) með alla sína gleði og kenndi okkur eftirminnilegan dans sem flestir nemendur skólans dönsuðu á forvarnardeginum í Nemó-vikunni. Þetta árið verður geðræktin tekin fyrir. Með því að efla geðheilsu er stuðlað að því að gera fólki auðveldara með að tjá sig, efla sjálfsmynd, sjálfstraust og þrautseigju. Geðheilsa okkar endurspeglast í því hvernig við metum okkur sjálf, hvaða viðhorf við höfum til lífsins og hvernig samskipti við eigum við fólkið í kringum okkur. Fólk gerir sér kannski ekki alltaf grein fyrir því að andleg heilsa er alveg jafn mikilvæg og sú líkamlega. Í fyrra voru margar áhrifaríkar greinar sem tengdust persónulegum málum birtar í Viljanum. Þær fengu mjög jákvæðar og góðar viðtökur. Þeir sem skrifuðu þessar greinar eiga skilið klapp á bakið fyrir að hafa kjark til að segja nemendum skólans sína sögu. Flestir þurfa á einum eða öðrum tímapunkti í lífinu að fást við vanda sem tengist geðheilsu á einhvern hátt. Það á ekki að þurfa að vera neitt feimnismál að tala um hluti sem fólk er að kljást við innra með sér, því það er partur af daglegu lífi. Gátlisti er settur fram fyrir hvert viðfangsefni. Þegar skóli hefur uppfyllt lágmarkskröfur gátlista Heilsueflandi framhaldsskóla öðlast hann bronsviðurkenningu, en silfur og gull eru í boði fyrir þá skóla sem uppfylla fleiri atriði gátlistanna og strangari kröfur. Verzló sættir sig auðvitað ekki við annað en gullið. Á gátlista fyrir geðræktina eru almenn viðmið um að skólaumhverfið

einkennist af jafnrétti og umhyggju. Fólk á það til að gleyma því hvað litlir hlutir geta glatt mikið þó að það sé ekki nema eitthvað lítið eins og að brosa til næstu manneskju sem þú mætir á ganginum eða splæsa jafnvel hafragraut á þann sem er fyrir framan þig í röðinni í korterinu, hver veit nema þessi manneskja hafi átt virkilega erfiðan morgun. Nokkrir alþjóðlegir dagar sem ætlaðir eru ákveðnum málefnum hafa verið settir á dagskrá en dagskráin í Verzló er ekki fullmótuð þessa tilteknu daga.

10. okt. Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn 8. nóv. Eineltisdagurinn 5. feb. Gleði- og forvarnardagurinn 20. mars Alþjóðlegi hamingjudagurinn Við ætlum að rífa okkur aðeins upp í vetur og rækta geðheilsuna og hreyfa okkur. Þó okkur finnist kannski ekki beint skemmtilegt að vera neydd til þess að hreyfa okkur með kennurunum í frítímanum okkar þá vitum við öll innst inni að það er nauðsynlegt.


PIPAR\TBWA - SÍA - 122013

Auglýsing

Afsláttur allan hringinn

Sæktu um lykil núna á ob.is

með ÓB-lyklinum

1. Sérafslættir (-10 kr. í fyrsta skipti, -10 kr. á afmælisdaginn og -15 kr. í 10. hvert skipti) koma ekki til viðbótar við aðra afslætti eða önnur viðskiptakjör. Nánar á ob.is. 2. Til að safna Vildarpunktum Icelandair þarf lykillinn að vera tengdur við Visa eða American Express Vildarkort Icelandair. Einnig er hægt að tengja lykilinn Viðskiptakorti Olís og safna Vildarpunktum. Punktasöfnun er 1,5% af upphæð, sem gerir um 4 kr. í formi Vildarpunkta Icelandair.


INSTAGRAM

#busaball @egillarni

26 likes

69 likes

@aribesti

17 likes

@sararost

78 likes

#busaball #nfvi #verzló #raggi

Vantar þig miða á busaball Verzló #Buzaball #Swag #Nfvi #Viljinn #Marmarinn #V80 #YaBish

Pepp Pandan Pétur heitir þessi #busaball #PeppPandanPétur #verzlo #nfvi

Þessar verða hauslausar i kvöld @reginahelgao @signyolafs #busaballverslo #nfvi #peppppp #vivaverzlo #mölvun #allirisleik

@thorhildurthorarisns

@dagrunosk

@elmasol

@hugrunmaria

42 likes

26 likes

34 likes

51 likes

Bara mjög god mæting i dag! #busaballverzlo #tynnkan

Besties #busaballverzlo @geirie

Sætustu mínar! #busaballverzlo

Alltaf jafn gaman að skoða myndirnar i simanum eftir gott kvöld! haha hvað er að fretta..

@dagnyroseliasd

@arnordg

@elenabirgis

@huggud

31 likes

Elskurnar mínar @sagacortez og @ maggihliddal #busaball #nfvi

12

@steinnarnar

4 likes

Þynkan fer misvel i menn #busaball #verzlo #nfvi

29 likes

Spenninguuur #busaball#nfvi#pepp

14 likes

Sætust hja Sigrúnu Höllu! #busaball #nfvi


NÁÐU FRAM ÞVÍ BESTA MEÐ DALE CARNEGIE. Kíktu á naestakynslod.is og sjáðu hvað aðrir þátttakendur höfðu að segja um þjálfunina.

WWW.NAESTAKYNSLOD.IS


Aldí s Ei k | 6 - D

Á s hild u r | 4 - V

Við erum mjög hrifnar af Illustrated People og finnst okkur fatnaðurinn mjög ,,trendy.” Við ákváðum þess vegna að taka viðtal við Lauren úr Illustrated People. Illustrated People er breskt fatamerki sem heldur uppi heimasíðunni www.illustratedpeople.com en þar er hægt að versla myndskreytt föt á góðu verði. Illustrated people er samansafn af fimm manneskjum sem sjá um rekstur fyrirtæksins. Þau fá helst innblástur frá húðflúrum og með því að vafra um á netinu. Merkið er búið að stækka gríðarlega á síðustu árum og selja þau í dag fatnað m.a. til Topshop og Urban Outfitters. Nýja línan þeirra er væntanleg á næstu vikum og bíða aðdáendur spenntir eftir henni. Við þökkum Illustrated People fyrir að gefa sér tíma til að svara spurningunum okkar. Viðtalið var tekið á ensku og þýtt yfir á íslensku.

Hver er aldur fyrirtækisins, staðsetning og hugmyndin á bakvið nafnið?

Við erum 10 ára gömul en gjörbreyttumst og þróuðumst á síðustu árum. Aðstaðan okkar er á Brick Lane, London, Englandi. Fyrstu prentanirnar okkar voru byggaðar á húðflúrum, af því leiðir: Illustrated People (ísl. myndskreytt fólk).

Lýsið hverjum hönnuði í orði eða setningu, hvernig kynntust þið?

Tja, það eru Kelly og Morgan, þá er eiginlega bara upptalin hönnunarhlið fyrirtækisins! Eitt orð til þess að lýsa hvoru þeirra er allt of erfitt val! Kelly hóf störf hjá Illustrated People fyrir fáeinum árum og Morgan hefur verið að vinna sjálfstætt í u.þ.b. ár, það er mismunandi í hversu langan tíma aðrir hafa verið hluti af fyrirtækinu. Okkur kemur öllum mjög vel saman. Ég held að við höfum kynnst hvort öðru eins vel og raun ber vitni með því að vinna í þessu vinnuumhverfi sem við erum í. Við viljum öll vera hluti af öllum þáttum fyrirtækisins, frá hönnun til fjölmiðla til netkólfa (social media). Þetta gerir það að verkum að við vinnum mjög vel saman sem heild!

,,Við leggjum mjög hart að okkur við að ýta á samfélagsmiðla t.d. Twitter, Facebook og Instagram og samstarf við listamenn.”

14

Hvernig byrjaði þetta? Hvaðan fenguð þið hugmyndina og hvaðan fáið þið innblástur?

Við grennslumst mikið fyrir, við erum í raun alltaf að rannsaka. Við komum af stað skipulagningu um hvert við viljum fara með línuna okkar fyrir komandi árstíð. Verandi í hjarta Lundúnaborgar þá er ógrynni af innblæstri í kringum okkur en við fáum innblástur frá hinum og þessum atriðum. Allt frá listamönnum til mannvirkja. Þar að auki hefur tónlist mismunandi áratuga mikil áhrif á okkur.

Hvernig markaðssetjið þið merkið ykkar? Við leggjum mjög hart að okkur við að ýta á samfélagsmiðla t.d. Twitter, Facebook og Instagram og við erum einnig í samstarfi við listamenn. Svo að mestu leyti markaðssetjum við okkur í gegnum samvinnu og sambönd við samstarfsaðila.

Lýsið tilfinningunni sem kemur þegar þið sjáið frægustu stjörnur heims á borð við Beyoncé, Kanye West og Amber Rose í fötum frá ykkur. Til að vera hreinskilin, þó við elskum það auðvitað, er það alveg jafn spennandi og að sjá einhvern ókunnugan labba niður götuna í fötunum okkar.

Hvar framleiðið þið fötin ykkar?

Framleiðslan fer að mestu leyti fram í Evrópu!

Hvaða framtíðarplön og markmið hafiði fyrir merkið ykkar?

Að halda áfram að ýta hönnunni okkar, sem við höfum þróað síðustu árstíðir og við viljum endilega halda því áfram. Fleiri form og listræn prentvinnsla. Við höfum einnig mjög mikinn áhuga á að efla samstarf okkar við tónlist og skapandi iðnað.


Hvaða verkefni hefur verið mest spennandi hingað til?

Öll verkefnin okkar hafa verið spennandi, það kemur aldrei upp nein leiðinleg stund, það er alltaf eitthvað sem við höfum til að vinna að. Seinasta ,,London Youth” verkefnið okkar var eitt af því skemmtilegasta sem við höfum tekið þátt í hingað til.

Hver er aðal tilgangurinn með blogginu ykkar?

Bloggið er mjög góð leið til að hafa alvöru rödd fyrir vörumerki. Það er einnig góð leið til að tala við aðdáendur án þess að nudda sölunni í andlitið á þeim og tengjast þeim smávegis.

Einhver lokaorð?

Hafið gaman af því sem þið gerið!

,,Bloggið er mjög góð leið til þess að hafa alvöru rödd fyrir vörumerki.”

15


AFhverju Erum við ekki best?

D a r r i Frey r | 6 - D

Ég er gríðarlega ánægður í Verzó. Ég tel þá ákvörðun mína að hafa valið Verzlunarskólann á sínum tíma eina þá bestu í lífi mínu. Ég er gríðarlega þakkláttur fyrir vinina sem ég hef eignast, allt sem ég hef lært, endalausar upplifanir tengdar skólalífinu og margt fleira. Vissulega tel ég að standa hefði mátt öðruvísi að ýmsum málum en heilt yfir er ég gríðarlega sáttur og mun eflaust hugsa með nostalgíubrag aftur til glæstra ára framhaldsskólans. Ég hef í gegnum skólagönguna haldið að hér sé allt, svo til fullkomið. Að námið gæti ekki verið betra, kennslan sömuleiðis, að í sameiningu hjálpuðu nemendur hvor öðrum að víkka þekkingarsvið sitt, hér væri háum skólagjöldum mínum varið á sem skynsamastan máta, að allt sigldi í raun lygnan sjó á því herskipi sem besti framhaldsskóli landsins væri. En er það svo? Er Verzlunarskólinn sá besti? Eru nemendur að fá það sem til er ætlast af skólanum? Eða er jafnvel hugtakið “besti framhaldsskólinn” afstætt? Fyrir mér er nauðsynlegt að geta borið saman framhaldsskóla á sameiginlegum grundvelli. Nemendur velja við hvaða framhaldsskóla þeir sækja nám. Augljóst er að öll sköpun einhverskonar samanburðar þar sem hægt er að vega og meta kosti hvers skóla, auðveldar nemendum valið eða hjálpar að minnsta kosti til við að upplýsa. Þá verði valið byggt á einhverju öðru en sögusögnum fyrrverandi nemenda og skólakynningum frá athyglissjúkum efri bekkingum. Ég geri mér fulla grein fyrir því að nemendur velja framhaldsskóla eftir mismunandi eiginleikum en þessi samanburður yrði þá einungis viðbótarstuðningur við þá ákvörðun sem nemendur taka. Fyrstu skref í þessa átt hafa nýlega verið tekin með birtingu gagna um einkunnir nemenda úr HÍ, flokkaðar eftir því úr hvaða framhaldsskólum nemendur koma. Ásamt könnunum Pawels Bartoszek sem bera saman ýmsa þætti framhaldsskólalífsins. (Hér til hliðar) má sjá töflu yfir meðaleinkunnir háskólanema eftir því úr hvaða framhaldsskóla nemendur koma. Upplýsingarnar eru fengnar úr gagnasafni

Kennslusviðs Háskóla Íslands 2012 og telja til áranna 20082011. Eins er vert að taka fram að Verzló hafnaði í þriðja sæti yfir “Bestu framhaldsskóla landsins” í könnum Pawel Bartoszek. Valskilyrðum þeirrar kannannar er einnig útlistað (hér til hliðar) en sú könnun hefur verið í þróun og tekið miklum framfaraskrefum. Hún er sá samanburðargrundvöllur sem er hvað líkastur “ranking” sem við þekkjum flest erlendis frá. Árangur nemenda Verzlunarskólans er langt frá því að vera afgerandi hvað einkunnirnar varðar og skólinn tekur bronsið í könnun Pawels, á eftir MR og MH. Verzlunarskólinn er gríðarlega eftirsóknarverður meðal nemenda sem gerir það að verkum að skólinn samþykir nemendahóp með hærri meðaleinkunn en allir aðrir skólar. Þeir nemendur sem sækja nám við Verzló greiða um leið hæstu skólagjöld allra framhaldsskólanema á Íslandi. Með öðrum orðum: Verzló fær inn bestu hráefnin, nemendur sem áður hafa sannað sig á skólasviðinu. Verzló fær mesta fjármuni sem skapa ættu bestu aðstöðuna. Samt sem áður ná útskrifaðir nemendur Verzlunarskólans ekki hærra en í fjórða sæti yfir meðaleinkunn á neinu námssviði Háskóla Íslands og verður í ofanálag að gera sér níunda sætið, af tólf, gott á sviði félagsvísinda. Þrátt fyrir nemendafélag, rekið með umtalsverðum hagnaði, nær Verzló ekki toppsætinu þegar litið er til annarra þátta ásamt einkunnum. Hvers vegna? Auðvelda leiðin út er að benda á

vankanta könnunar Pawels og skýla sér á bakvið hinar og þessar skýringar á því hvers vegna árangur Verzló er ekki betri í úttekt kennslusviðsins. En við ætlum að setja upp sundgleraugun og kafa dýpra. Eitt atriði sem vert að taka glögglega til skoðunar eru kennsluhættir og kennsla almennt. Hvers vegna koma nemendur sem standa sig betur í grunnskóla og koma því, að mati Verzló, betur undirbúnir inn í framhaldsskólanám verr út en svo margir aðrir í útekt á einkunum í HÍ? Maður spyr sig, hvort eitthvað sé að framleiðsluferlinu þegar fengin eru, eins og áður segir, bestu hráefnin og lagt er til mesta fjármagnið en afurðin skilar lægri einkunum en nemendur úr átta öðrum skólum á sviði félagsvísinda í Háskóla Íslands. Að sjálfsögðu koma fleiri þættir til greina sem orsök vandans og jafnvel er um að ræða blöndu margra. Annar þáttur sem höfundi þykir vert að taka til athugunar er sú menning sem skapast hefur meðal nemenda. Þá er átt við viðhorf til náms í almennum skilningi og ýmsa þætti hjarðhegðunar sem óhjákvæmilega skapast í menntaskólum. Í einkunna úttekt HÍ eru tveir skólar sem standa sig afgerandi best. Menntaskólinn á Akureyri og Menntaskólinn í Reykjavík. Af flokkunum þremur eru MR og MA, hvor um sig, í fyrsta, öðru eða þriðja sæti á öllum sviðum nema einu. MR er þar að auki í efsta sæti á þremur sviðum. Er menningin sem skapast hefur í þessum skólum frekar hneigð til aðstoðar nemendum í háskóla? Framhaldsskólarnir eru nefnilega virkilega samleitir þegar þeir eru skoðaðir innan frá. Menntun kennara er svipuð, námsskrá og námsframboð eru keimlík og námsgögn eru


Borgarholtsskóli Fjölbrautaskóli norðurlands vestra Fjölbrautaskóli Snæfellinga Flensborgarskólinn í Hafnarfirði Framhaldsskólinn á Húsavík Kvennaskólinn í Reykjavík Menntaskólinn á Ísafirði Menntaskólinn á Akureyri Menntaskólinn í Reykjavík Menntaskólinn við Hamrahlíð Menntaskólinn við Sund Verslunarskóli Íslands Hæsta einkunn Næst hæsta einkunn Þriðja hæsta einkunn að mestu leyti þau sömu. Samt sem áður hefur skapast klárt forskot MR og MA þegar kemur að einkunnunum. Vel gæti hugsast að einhverjar venjur og slæmir siðir verði einstaklingum úr Verzló til afturhalds í háskólunum því augljóst er að framhaldsskólinn og samnemendur hafa gríðarleg áhrif á hvern þann sem sækir skólann. Auk þessa má velta því fyrir sér, hvort fjármununum sé rétt varið. Það er ekki nóg að taka inn háar fjárhæðir, nauðsynlegt er að beina þeim á réttan veg. Hér verður

ið ttúru asvið ið ð v á i d s v n n a s i g a isvís ísind ði- o ið dasv sind gsví eilbrigð ugvísin enntav erkfræ ísindasv a l é H F H M V v

6,29 6,82 6,83 6,38 6,8 6,78 6,48 6,98 6,8 6,65 6,63 6,59

6,22 7,74 5,71 6,5 6,15 6,98 7,18 7,48 7,67 7,27 6,9 7,13

6,98 6,95 6,07 6,85 7,18 7,22 7,22 7,48 7,88 7,47 7,12 7,35

7,67 7,79 7,35 7,65 7,86 7,83 7,6 7,92 8,12 7,85 7,76 7,85

6,22 6,58 5,84 6,4 6,34 6,81 6,18 6,99 7,26 6,86 6,32 6,59

9. s 5. s 4 4 5 æt . sæt -5. sæ . sæt æt i i i i ti

Einkunnnir frá hausti 2008 til og með hausti 2011 Upplýsingar eru fengnar úr gagnasafni Kennslusviðs Háskóla Íslands 2012

Meðaleinkunnir háskólanema eftir framhaldsskólum

fjármunadreifingu Verzlunarskólans ekki útlistað en vert er að benda á að NFVÍ fær einungis um 5,3% af skólagjöldum hvers nemanda og stendur þrátt fyrir það fyllilega undir sér. Alla þessa þætti auk fjölda annarra er nauðsynlegt að taka til skoðunar. Að sjálfsögðu á ekki að beygja sig undir allar kannanir og einkunnalista en gott er að taka þá til greina. Gerum okkur grein fyrir, í sameiningu, að við erum ekki fullkomin. Öllum er hollt að líta í eigin barm og reyna að bæta það sem

bæta má í hvers fari. Hluti markmiða Verzló á að sjálfsögðu að vera að nemendur standi sig sem best í háskólunum og þurfa starfslið skólans í heild og að sjálfsögðu nemendur að ganga í gegnum ákveðna naflaskoðun, finna núllpunkt og ákveða grundvöll til framfara. Mikilvægt er að stinga ekki höfðinu í sandinn gagnvart utanaðkomandi upplýsingum og gagnrýni. Tökum til greina það sem vert er að taka til greina og hjálpumst að til framfara.

17


MIÐSTJÓRN N.F.V.Í. STJÓRNARNEFNDIR

18

Fé hir ð ir o g Fo rs et i

Íþróttafélagið

Listafélagið

Forsetinn er KING Verzló og á nemendafélagið. Féhirðirinn er hans hægri hönd og aðstoðar hann í einu og öllu.

Til að komast inn í nefndina þarftu að hafa verið í landsliðinu, unnið þrjá bikara eða hafa fengið fálkaorðu. Hugrún hefur einmitt fengið tvær nú þegar.

Sér um Listóleikritið og Valentínusarvikuna sem er eintóm snilld. Ef þú ert að hugsa um að verða formaður Listó skaltu ávalt ganga um með trefil og vera í hlaupaskóm. Þá erum við ekki að tala um nike free run heldur þessa gömlu góðu.

Ve rzlu n a rs kó l a b l a ð i ð

Nemendamótsnefnd

Skemmtinefnd

Gaf út Snobbið, dagbókina sem þið fenguð öll í byrjun skólans. Að auki gefa þau út hitt blaðið sem engin man eftir. Maður vill frekar eiga fjögur minni blöð í staðinn fyrir ein a stóra bók, já svo er þetta bók en ekki blað. Samt er þetta alveg mjög flott, sko alveg MJÖG.

Þau sjá um uppáhaldsdag allra Verzlinga, NEMÓ og auðvitað Nemó leikritið. King Pétur Geir er búin að eiga þetta leikrit síðustu ár en nú er hann formaður. Þetta verður eitthvað.

Eru öll sjúklega skemmtó. Sáu um busavikuna þar sem formaðurinn b ræddi öll busahjörtu. Þau sjá líka um Vælið þar sem allir söngfuglar Verzló koma saman. Sjúklega flott (og skemmtó).

Málfundafélagið

Viljinn

Ritari stjórnar

Gettu betur, mælskasti Verzlingurinn, Verzló peysurnar, málfundir, VÍ-mr dagurinn, Morfís og alveg fullt fleira.

Stærsta, besta og flottasta nefndin. Samansafn af fallegasta fólki skólans. Í rauninni væri nóg að Viljinn væri eina nefnd skólans.

Er lítill fugl sem situr á öllum stjórnarfundum og veit alltaf allt sem er í gangi innan nemendafélagsins.


MIÐSTJÓRN N.F.V.Í. MINNI NEFNDIR

NFVÍ TV

Marmarinn

Lögsögumenn

Nefndin reif sig svo sannarlega upp á síðasta ári. Nú bíðum við bara spennt eftir hvort að þau fylgi því eftir þetta árið.

Nei, við erum ekki að tala um Kormák. Við erum að tala um nefndina sem sér um tónlistina á marmz og viðhalda honum.

Núna erum við að tala um Komma og hans fylgdarlið. Mætti halda að maðurinn væri fastur við marmarann en þú getur einmitt alltaf fundið hann þar #peppnation. Nefndin sér semsagt um að peppa allt og alla, alltaf.

12 : 0 0

Kv a s i r

Ólympía

Það vita allir hvað 12:00 er. #pepp-pandan

Ívarsmenn Enn ein nefndin sem sér um tónlist á marmz.

Blaðið sem allir vilja lesa, en enginn vill vera í.

Nýja Harmónía, í rauninni veit engin hvernig þetta blað á eftir að verða en það verður bara spennandi að sjá.

Demó

Vef n ef n d

Þau skipuleggja lagasmíðakeppni skólans sem heitir einmitt Demó. Virkilega skemmtileg keppni þar sem hæfileikaríkir nemendur fá að sanna sig, hið svokallaða Verzló-factor.

Sjá um að skrifa fréttir og viðhalda nýju stöffi á nfvi.is.

19


MIÐSTJÓRN N.F.V.Í. MINNI NEFNDIR

20

Hljómsveitin

Ljósmyndanefnd

Auglysingaráð

Enn ein hæfileikaríkahrúgan í Verzló. Við erum að drukkna í þessu fólki.

Snorri Björnsson (gæinn sem vann ljósmyndakeppni Íslands) er fyrirmynd og dýrkaður af öllum í ljósmyndanefnd. Öllum í þessari nefnd langar til að vera eins og Snorri en það er bara einn Snorri, Snorri Björnssss.

Nafnið segir sig nú eiginlega sjálft. Þau hjálpa öllum hinum nefndunum við að auglýsa misskemmtilega viðburði.

Nördafélagið

DGH

Útvarpsnefnd

Þeir eru svo miklu mei ra en bara nördar, sjóðandi heitir og fyndnir líka. Þeir sjá um LAN mót á vegum NFVÍ. Þá hittast nördar skólans og lana ásamt því að skoða sjóðheitar kellingar.

DularfullGrjónhörðHomosapiens nefnd sem sér um að vinna allskyns veggspjöld, miða, bæklinga og fleira.

GV Í

Ve rzló Wa v e s

Grillnefnd

Góðhjartaðasta nefnd skólans. Þau eru með opnu seinna í blaðinu svo þið getið lesið allt um nefndina þar.

Þau sjá um Verzló Waves tónlistarhátíðina sem er Airwaves hátíð Verzlunarskólans en þú sparar upp undir 20.000 kr.

Það er þeim að þakka að þið fenguð pullur í miðstjórnarferðinni, busaferðinni, daginn eftir busaballið og bíðið bara, þið eigið eftir að fá fleiri pulsur.

Nefndin átti svakalegt ár í fyrra, það voru skvízur sem áttu nefndina. Því miður eru stelpur í nefndinni í ár en við höfum fulla þessum drengjum. Það eru tvær útvarpsvikur það er varla hægt a ð klúðra því.

þrjár engar trú á á ári,


MIÐSTJÓRN N.F.V.Í. MINNI NEFNDIR

Embætti Gabríels Gabríel heitir þetta árið Hulda og sér hún um að leika á tilkynningar trompet N.F.V.Í. í hvert skipti sem KING Verzló (Siggi Kri) kemur opinberlega fram.

Markaðsnefnd

Hagsmunaráð

Quasimodo

Uppáhalds nefnd Viljans. Þau safna drullu mikið af peningum fyrir allar ne fndir skólans sem við eyðum svo öll í eitthvað rugl.

Er í raun og vera stjórnarandstaða fyrir hönd nemendur skólans og passar upp á hagsmuni nemenda.

Þeir setja púða á bakið á sér og hringja bjöllunni á marmaranum þegar konungur ljónanna stígur á stokk, hafiði ekki annars tekið eftir því? (Samt svona í alvöru þá e iga þeir að hringja bjöllunni á marmz í hvert skipti sem eitthvað á sér stað á marmaranum)

Rjóminn

Kórnefnd

KeNem

Rjóminn var endurvakinn á síðasta ári við góðar undirtektir, þeir gefa út fjóra þætti með alls kyns skemmtilegu efni.

Kórinn er með æfingar tvisvar í viku hérna í skólanum og stefna á að fara í einhverjar skemmtilegar ferðir þetta árið, einstaklega spennó.

Sér um skemmtilegar keppnir milli kennara og nemenda á marmaranum, hafa hingað til staðið sig með mikilli prýði.

Skátafélagið

Fö r ð u n a r n ef n d

Sjónvarpsnefnd

Í þessari nefnd eru bara zætar zkvízur sem farða fyrir allt muligt í skólanum, V80, Viljann, Rjómann, 12:00 og fleira. Þær sjá um að gera ljótt fólk fallegt.

Gaurinn sem gerði Verzló High er formaður svo störf þessarar nefndar hljóta að vera eitthvað vafasöm.

1. 3. 5. 7. 9.

Skáti Skáti Skáti Skáti Skáti

er er er er er

hjálpsamur 2. Skáti er glaðvær traustur 4. Skáti er náttúruvinur tillitssamur 6. Skáti er heiðarlegur samvinnufús 8. Skáti er nýtinn réttsýnn 10. Skáti er sjálfstæður

21


SUGAR INNIHALD

CO

2

1

22

3

4

5


ARDADDY

OOKIN’ M ÚF F UR DAUÐAN S

Í aldanna rás hafa inn á milli komið þvílíkar gullgreinar og þættir fram í flókinni flóru Viljablaða. Einn þessara þátta er Sugardaddy Cookin sem kitlaði hláturtaugar jafnt sem bragðlauka Verzlinga. Við höfum ákveðið að vekja upp hefðina aftur og kynnum með stolti:

Uppskrift:

Sugardaddy 2.0

í dag ætlum við að hella í solid easy múffur sem kæta og seðja á sama tíma.

Við byrjum á að skafa Oreo kexin og skilja að krem frá köku. Berjum kexið þangað til að þetta er vel hakkað og mixum aðeins upp í þessu kremi áður en við komum því fyrir inn í ísskáp. Setjum vænan slurk af kexi neðst í hvert form, eina Dumle karamellu þar ofan á. Svo mixum við upp Betty Crocker mixið með dassi af hinu og þessu. Hellum því í formin og setjum í ofnin. Einhversstaðar í millitíðinni þarf að kveikja á ofninum því hann á að vera svona temmilega heitur svo múffurnar brúnist, segjum 463,15 Kelvin. Á meðan múffurnar malla, hellum við Marsinu ofan í mjólk og látum þetta mixast á hellunni. Þeir sem eru ekki algjörir nýgræðingar í eldhúsinu vita að ekki má setja Marspottinn beint á helluna því annars fokkast allt mixið og brennur. Það er ekki gott. Svo þegar múffurnar eru léttbrúnar og sællegar, kippum við þeim út. Smyrjum dassi af Oreo kreminu á þær áður en við sturtum þær í vænni skvettu af marsmixi. Þá eruði reddí til að deyja.

SINCERELY,

YOUR SUGARDADDY

6


Tí s k

um

yn d n TO o a l a PS n þ á d H tt O

P

ur


NOLAND/TOPSHOP


NOLADN/TOPSHOP

POHSPOT/NDALON


POHSPOT/NDALON

NOLADN/TOPSHOP


Ég hitti Maríu Rós á heimili hennar og fékk að líta á þá 10 hluti sem henni finnst ómissandi að hafa meðferðis í ferðalagið. Við ræddum um hlutina, notagildi og sögu þeirra. Í framhaldinu tók ég stutt viðtal við Maríu Rós um ferðalög, borgir og menningu. María Rós stundar nám á náttúrufræðibraut í 5-T. Hún hefur mjög gaman af því að ferðast, kynna sér ólíka menningarheima og er óhrædd við að bragða á framandi réttum. Maríu Rós finnst heldur ekki leiðinlegt að kíkja í verslanir og spóka sig um í sólinni. Hún hefur ferðast til margra framandi landa og segir okkur hér skemmtilegar sögur af ferðalögum sínum og gefur okkur góð ,,ferðatips‘‘. Hún mælir með skemmtilegum stöðum og finnst að allir ættu að reyna ferðast til framandi landa. Ég þakka Maríu Rós fyrir áhugavert viðtal og skemmtileg svör. Hver er þín uppáhalds borg? Ég verð að segja Bangkok í Tælandi því að fólkið þar er yndislegt í alla staði og rosalega margt að skoða af ólíkri menningu.

Hver er skemmtilegasti staður sem þú hefur ferðast til?

Þegar ég var 9 ára fór ég með foreldrum mínum til Kaíró í Egyptalandi og skoðaði pýramídana og sphinxinn.

munkarnir búa, River Kwaii í Tælandi, Kaíró í Egyptalandi og Vermont í Ameríku.

Einhver ,,ferðatips‘‘? Til dæmis sparnaðarráð, ódýrar ferðir?

Dohop.com er mjög sniðug síða sem sýnir ódýr flug, hótel og bílaleigur. Svo er rosalega sniðugt að taka last minute ferðir á www.lastminute.com. Þar eru pakkaferðir sem fólk þarf að afpantar á síðustu stundu t.d útaf veikindum og þessar ferðir eru seldar á rosalega miklum afslætti.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera þegar þú ferðast Vandræðalegasta ferðaatvikið? Ég og Melkorka vinkona mín gistum hjá erlendis? franskri fjöksyldu þegar við tókum þátt í Kynnast öðruvísi menningu og mat. Finna flotta leynda staði sem að fáir túristar vita um.

Hvað gerir þú alltaf þegar þú ert í útlöndum? Panta mér eitthvað á veitingastað sem að ég hef aldrei smakkað áður. Ég hef oft lent á algjörum viðbjóði en líka algjörri snilld, til dæmis eru froskalappir í hvítlauk algjör snilld!

Hver er draumastaðurinn?

Mig langar rosalega til Tokyo, allt við borgina og fólkið heillar mig. Það væri draumur að fara þangað í nokkrar vikur og smakka alls konar mat, fara í The big O, horfa á súmóglímu, versla og margt fleira.

Hver er fallegasti staður sem þú hefur heimsótt? Phuket er klárlega fallegasti staður sem að ég hef komið til. Þar eru rosalega fallegar strendur með kristaltæru vatni og maður þarf ekki einu sinni sundgleraugu til að sjá fiskana í sjónum. Þar er líka Wat Khao Rang sem er eitt af frægustu búdda musterunum í Tælandi og er rosalega

Hvaða stöðum mælir þú með? Paradísareyjunni

28

í

Tælandi

þar

sem

Comeníusar verkefninu og fengum að fara til Frakklands. Ferðin sjálf gekk mjög vel en nóttina sem við vorum að fara heim var ég búin að pakka rafmagnsrakvél ofan í töskuna mína. Á leiðinni niður stigann fór rakvélin í gang og það heyrðist hátt víbrandi hljóð úr töskunni minni, fjölskyldan leit á mig með hryllingssvip og þau stukku öll út úr herberginu og sögðu mér vinsamlegast slökkva á þessu ástarapparati og það versta var að ég gat ekkert útskýrt þetta því að þau töluðu svo litla ensku.

,,Ég mæli með því að ferðast til nýrra landa, það eyðir fordómum, eykur skilning og er rosalega skemmtilegt og þroskandi.“

þér í ferðalag, hver væri það og hvert færuð þið?

Ég myndi taka mömmu með mér til Ouagadougou í Búrkina Fasó í hjálparstarf því að okkur er búið að langa það mjög lengi.

Eitthvað að lokum?

Ég mæli með því að ferðast til nýrra landa. Það eyðir fordómum. Eykur skilning og er rosalega skemmtilegt og þroskandi. 1. Mér finnst vera ómissandi að taka með stóran sólhatt

í ferðalög svo ég keypti þennan á litlar 1000 krónur í Tiger og var hann vel þess virði! 2. Ég mæli hiklaust með

Hawaiian Tropic sólarvörninni því að hún gefur mjög

mikinn raka og kemur í veg fyrir að þú flagnir. Ég fæ mjög þurra húð í mikilli sól og þessi sólarvörn hefur oft

reddað mér í sólarlöndum. 3. Beyonce kjólinn valdi ég

því hann er sumarlegur og svo skemmir ekki fyrir að QueenB hannaði kjólinn. 4. Svörtu sandalana valdi ég vegna þess að mig var búið að langa lengi í Campbell

Coltrane en sá svo þessa í shopcouture á klink svo að ég skellti mér áþá í bili þangað til að ég safna fyrir

hinum. 5. Ég pantaði þetta fallega kögurbikiní á netinu

rétt fyrir ferðina til Spánar og sá ekki eftir því, mér finnst hvítur litur svo flottur á brúnni húð og svo er sniðið líka mjög klæðilegt. 6. Svarta maxi kjólinn valdi ég því að

mig vantaði flottan kjól á ströndina sem væri líka flottur

að fara í út á lífið. 7. Hvítu stuttbuxurnar úr Zöru eru búnar að vera í uppáhaldi hjá mér í allt sumar því að þær eru blanda af stuttbuxum og pilsi sem gera þær

rosalega þægilegar og mér finnst þær líka mjög flottar.

8. Ég fjárfesti líka í lausprjónuðu peysunni í Spúútnik á

Eftirminnilegasta ferðin?

Þegar ég fór með mömmu minni á flekahótel í Kanchanaburi þar sem maður vaknaði alltaf á nýjum stað. Í þessari ferð fór ég líka á fílsbak yfir vatn þar sem fílamamman var með ungann sinn bundinn við sig og það eina sem maður sá var lítill rani sem stóð upp úr. En það sem toppaði ferðina var að litli fílsunginn var þjálfaður í að nudda fólk og ég var svo heppin að vera valin í eitt slíkt.

Ef þú mættir velja einn einstakling til þess að taka með

sumarútsölunni og var búin að nota hana svo mikið að

ég ákvað að hún yrði þægileg til að vera í á kvöldin, ég notaði hana reyndar ekki neitt því að hún var alltof hlý. 9.

Bláa kimonoinn fann ég svo inní skáp hjá mömmu minni og fannst hann vera frábær á ströndina enda notaði ég hann mikið úti á Spáni í sumar. 10. Svo er algjört must að taka góð til

þessi

sólgleraugu

sólarlanda, eru

uppáhaldi og eru úr Gallerý 17.

María Rós | 5-T

í


1

6

3 5

2

4

7 1

8

9 10

29


Njóttu þess að vera í námi Náman léttir námsmönnum lífið með hagstæðari kjörum, námslánaþjónustu, fjölbreyttum sparnaðarleiðum, fríðindum, tilboðum og sveigjanlegri þjónustu. Kynntu þér kosti Námunnar á www.naman.is og á Facebook.

Aukakrónur

2 fyrir 1 í bíó

Enginn auðkennislykill

Jónsson & Le’macks

jl.is

sÍa

L.is og snjallgreiðslur

Darri Rafn Hólmarsson Námufélagi

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


Málfundafélagið 1. tbl


ÁVARP Haaaaaaaallóóóóóó.

Ég get rétt ímyndað mér hvað þú ert að hugsa, kæri Verzlingur. Þú ert í mestu vellystingum að fletta í gegnum Viljann (sem er næs btw) og nú blasir við þér Lognið. Hvað er Lognið spyrðu kannski? Nú Lognið er ekki bara peppaðasta málgagn nokkurs málfundafélags austan Mississippifljóts – Lognið er eitthvað miklu meira. En jæja, nóg um það. Markmið Lognsins er að kynna starf Málfundafélagsins fyrir þér. Eins og ber að skilja er engan veginn hægt að koma öllu fyrir í blaðinu, bæði vegna plássleysis og vegna þess að sumar ákvarðanir hafa ekki enn verið teknar varðandi viðburði vetrarins en við gerum okkar besta við að gefa ykkur information beint í æð. Sam-málfarar mínir hafa staðið sig prýðisvel í því að semja greinarnar sem á eftir koma en áður en ég kveð ykkur að sinni kæru Verzlingar, ætla ég að segja stuttlega frá þeim viðburðum sem við sáum okkur ekki fært að skrifa greinar um. Byrjum á VÍ-mr, hversu mikið pepp? Infinity. Infinity pepp. Nú svo verðum við með smásögukeppni sem við ætlum að henda í gang í kringum jólin. Kynnt síðar. Pepp. Svo verður bókað slatti af málfundum – jú, því við erum nú einu sinni Málfundafélag og verða þeir allir auglýstir þegar nær dregur. Svo verður náttúrulega MORFÍs og Gettu Betur og ég er ekki frá því að lítill fugl kvíslaði til mín niðrí helli að við myndum vinna allt í ár. Er það pepp? Já, það held ég nú. Nú til að ekkert fari framhjá þér mælum við með að fylgjast með okkur á samfélagsmiðlum! Málfó kveður að sinni og minnir á VÍ-mr vikuna eftir eina og hálfa viku!

VIÐTÖL geta í Gettu Betur tengjast?

Alls ekki. Reyndar fer bæði eftir því hversu mikla vinnu maður setur í þetta og hversu mikinn áhuga maður hefur á þessu. Hins vegar verður áhugi á námsefni og áhugi á Gettu betur seint tengt saman.

Hversu mikilvægur finnst þér stuðningur á keppnum?

Alveg ómetanlegur. Þegar maður situr inni steikjandi heitu stúdíóinu hjá RÚV og heyrir samnemendur sína hvetja sig áfram af líf og sál þá man maður að maður stendur ekki einn í þessu. Skólinn eins og hann leggur sig stendur með þér og það getur gert gæfumuninn.

Áttiru þér líf þegar þú varst í Gettu betur liðinu? Já og nei. Fyrir mér var Gettu betur lífið. Ég var til í að leggja allt í þetta og mér fannst þetta tímabil í lífi mínu æðislegt. Fyrir þá sem horfðu á þetta utanfrá leit hins vegar vissulega út fyrir að ég ætti mér ekkert líf því líf mitt utan Gettu betur var ansi takmarkað.

Hvernig er rútínan á keppnisdegi?

Við reyndum einfaldlega að slaka eins mikið á og hægt var. Sund, bakarísmatur og góð mynd voru algjör möst og svo enduðum við daginn oftast á grilluðum hamborgurum sem voru góð tilbreyting frá pizzum keppnistímabilsins.

Fannst fólki gefið að þú værir klár af því að þú ert rauðhærður? Ekki spurning, það að vera rauðhærður hefur hjálpað mér mikið í lífinu.

Gísli Þór Þórðarsson Fyrrverandi Verzlingur

Hvað segir kallinn?

Kallinn er dasaður eftir þrefaldan fyrirlestur í Stærfræðigreiningu og fjórfaldan dæmatíma í Línulegri algebru en annars bara nokku hress.

Nefndu tilgangslausustu staðreind sem þú veist? Indverski kvæðabálkurinn Ramayana er oft kallaður Odysseifskviða hin Indverska.

Hvað tekur við eftir Verzló?

Ég var að byrja að stúdera stærðfræði við Háskóla Íslands og mun að öllum líkindum klára gráðu héðan eftir þrjú ár. Eftir það eru allir vegir færir.

Uppáhalds teiknimynd?

Jólaósk Önnu Bellu hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi.

Hvað var það besta við að vera í Gettu Betur?

Ætli það sé ekki allt þetta frábæra fólk sem maður kynnist, þó að pizzurnar séu nokkuð góðar líka.

Finnst þér einkunnir í skóla og 32

Nei engan vegin...ég vissi ekki einu sinni hvað MORFÍs var fyrr en ég mætti á fyrsta VÍ-mr daginn minn. Djöfulsins snilld var það. En ég sá aldrei fyrir mér að ég gæti verið neinn ræðumaður og slysaðist eiginlega í liðið á 3. ári...sé eftir því núna að hafa ekki drullast í prufur fyrr.

Hvernig ertu að höndla frægðina eftir titilinn Ræðumaður Íslands?

Hún hefur ekkert stigið mér til höfuðs, ég meina...þó ég gangi bara um í hvítum stakk og rauðum leðurskóm, með mítru og krósíer þá er ég ekkert heilagari en páfinn.

Fannstu fyrir kynjamisrétti sem kvenkyns ræðumaður? Það komu stundum upp leiðinleg atvik, en ekkert sem yfirgnæfir það jákvæða.

Fannst þér stuðningur á keppnum mikilvægur?

Stuðningur á keppnunum skiptir öllu máli! Stemningin sem myndast á keppnum er það sem fær fólk til að hlægja að undarlegu einkahúmors-bröndurum liðsins síns og ekki mótherjans.

Hvað er það eftirminnilegasta í Morfís ferlinu?

Örugglega VÍ-mr fyrir 2 árum. Það var fyrsta keppnin mín og ég hef aldrei á ævinni verið eins stressuð, vissi ekkert hvað ég var búin að koma mér út í en svo fór að við unnum og ég varð ræðumaður kvöldsins. Kvöldið og nóttin eftir þann sigur er ógleymanleg....og já örugglega líka þegar við unnum MORFÍs í fyrra jájá.

Manstu eftir einhverju vandræðalegu mómenti upp í pontu?

Þau hafa alveg verið nokkur - einhverjir svona inside jokes sem skiluðu sér ekki, svörin að týnast í blaðahaugnum í pontunni - en ég man sérstaklega eftir því þegar við vorum að keppa við FB í fyrra og ég bara gleymdi síðustu setningunni í ræðunni og ég sagði eitthvað mjög samhengislaust, en alveg rosalega alvarlega...

Hvað tekur við eftir Verzló?

Sigríður María Egilsdóttir Fyrrverandi Verzlingur

Var alltaf markmið þitt að komast í Morfís liðið?

Ég er að vinna núna hjá slitastjórn Landsbankans og fæ 8 klst á dag til að sakna Verzló og ljúfa lífsins þegar ég gat dottað í tíma. En um leið og marsmánuður gengur í garð reima ég á mig skónna og held til Asíu með bestu vinkonu minni.


Mælskasti maðurinn

Einstaklingsmælskukeppni milli stórveldanna. Hljómar vel? Haltu þá áfram að lesa. Þetta árið stendur Málfundafélagið fyrir nýjung á sviði ræðukeppna. Af hverju hefur þetta aldrei verið haldið áður? Uuu við vitum það ekki. En það skiptir ekki máli – því þetta verður eitt stórt peppnation dæmi. Við Verzlingar sendum semsagt 2 einstaklinga til þess að keppa fyrir okkar hönd í einstaklingsræðukeppni á milli okkar, mr, mh og kvennó. Keppnin er útsláttarkeppni og keppir einn á móti einum, annaðhvort með eða á móti einhverju umræðuefni sem dregið verður um 15 mínútum fyrir keppni. Hver keppandi flytur svo ræðu 2x1 mínúta. Dómarar eru 4, einn úr hverjum skóla og orðið á götunni er það að fundarstjórinn að þessu sinni verði einn hellaður motherfokker. Loks stendur einn sigurvegari uppi, væntanlega Verzlingur, sem mun að öllum líkindum hljóta miklar vinsældir í kjölfarið. Forkeppni okkar Verzlinga verður í VÍ-mr vikunni og hvetjum við alla sem vilja finna sinn innri ræðusnilling að grípa þetta einstaka tækifæri til frama.

Spur

Spur er innanskólaspurningakeppni Verzlunarskólans. Þar mynda 3 saman lið og keppa gegn öðrum liðum í spurningakeppni sem er svipuð Gettu betur í framkvæmd. Hraða-, bjöllu- og vísbendingaspurningar. Undanfarin ár hafa fyrstu umferðirnar verið þannig að um þrjú lið hafa verið saman í riðli og att kappi gegn hvoru öðru í stórkostlegri spurningakeppni. Efsta liðið í hverjum riðli kemst síðan áfram í næstu umferð. Liðið hefur 90 sekúndur til að svara eins mörgum hraðaspurningum rétt. Síðan kemur 1 vísbendingaspurning, 10 bjölluspurningar og í lokin er ein þríþraut. Spyrlar og tímaverðir koma úr röðum Málfundafélagsins eða þá þeir sem vilja sérstaklega taka að sér þessi hlutverk. Spurningarnar eru oft skrautlegar og geta tengst lífinu innan skólans, létt og góð stemning er í kringum keppinna og er skemmtanagildið í fyrirrúmi. Finndu einhverja meistara með þér í lið og vertu með í spurningakeppni Verzló, spurningakeppni flippsins og spurningakeppni lífsins.

Símahulstur

Verzló símahulstur. Já, þú ert að lesa rétt. VERZLÓ SÍMAHULSTUR takk fyrir og góðan daginn! Í ár ætlum við í Málfó að selja ykkur ástkæru Verzlingum hulstur fyrir iPhone 4/4S og 5 ásamt Samsung Galaxy S2, S3 og S4. Hulstrin koma í þremum týpum en engin önnur en Rakel Tómasdóttir fyrrverandi Verzlingur og hönnuður hannaði hulstrin. Tökum við pöntunum í VÍ-mr vikunni. Stay tuned!

BEKEVÍ

BEKEVÍ er innanskólaræðukeppni Verzlunarskólans. Tvö lið skipuð liðstjóra, frummælanda, meðmælanda og stuðningsmanni keppa hverju sinni. Liðin koma sér saman um umræðuefni sem þau mæla ýmist með eða á móti en keppt er með útsláttarfyrirkomulagi þar til tvö lið standa eftir. Mikil hefð hefur skapast fyrir BEKEVÍ og hefur keppnin alltaf verið vel sótt. Ef þú ætlar ekki að taka þátt þá ættirðu allavega að mæta til að horfa því andrúmsloftið á keppnunum er oft rafmagnað, í BEKEVÍ segir fólk nefnilega oft hluti sem það myndi annars aldrei láta út úr sér. Það er þó mikilvægt að muna orð séra Friðriks: „Aldrei láta kappið bera fegurðina ofurliði“ nema þú gleymir þeim, þá skipta þau engu máli. Í vetur er stefnan að dómarablöð verði í fyrsta sinn gerð opinber á netinu og að útslitakeppnin sem haldin verður í Bláa sal verði tekin upp og sett á netið. Góðar stundir. p.s. Skráningarblöðum í Spur og BEKEVÍ verður dreift í VÍ-mr vikunni. p.s.s. Peppnation

33


Hér fylgir listi yfir 5 bestu leikmenn NBA deildarinnar að mati Viljans. Valið er byggt á nýlegum tímabilum með sögulegu ívafi. Valskilyrðin eru titlar, einstaklingsafrek, hæfileikar og frammistaða á nýliðnum árum. Við hvetjum ykkur til að skila ykkar áliti á Facebook síðu Viljans, Instagram eða Twitter.

5 Tim Duncan

34

Það er stórkostlega ofnotað að líkja íþróttamönnum sem að öllu eðlilegu ættu að vera komnir af léttasta skeiði við vín. “Betri með árunum” er klisja sem reglulega er skotið fram af öðlingum líkt og Svala Björgvins eða öðrum ámóta goðsagnakenndum íþróttafréttamönnum. En klisjur verða klisjur af ástæðu, stundum eiga þær fyllilega rétt á sér. Aldrei hefur þessi klisja átt frekar rétt á sér en í tilviki Tim Duncan. Timmy kom inn í deildina fyrir tímabilið ‘97-‘98 og hefur heillað körfuboltaáhugamenn og aðra með sinni yfirburða þekkingu og færni í 16 tímabil. Duncan hefur alla grunnþætti leiksins á kristaltæru og nær sínu fram með því að spila leikinn eins og hann á að vera spilaður. Fótahreyfingar, post-hreyfingar, sendingageta, auga fyrir leiknum og notkun hans á spjaldinu eru þættir sem hafa einkennt Duncan og hann framkvæmir hann þessa hluti betur en flestir leikmenn allra tíma. Duncan skoraði að meðaltali tæp 18 stig í leikjum deildarkeppninnar í vetur. Í þessum sömu leikjum tók hann að meðaltali 9,9 fráköst í leik sem skilaði honum í hóp 10 frákastahæstu leikmanna deildarinnar. Duncan varði 2,6 skot að meðaltali í vetur, varð sá þriðji hæsti í deildinni í þeim flokki

og jafnaði árangur sinn frá 20042005 tímabilinu. Þá var hann 28 ára. Vítahittni Duncan var tæp 82% sem er afburðagóð hittni fyrir mann af þessari stærð, til að mynda skaut Dwight Howard boltanum með 42% hittni af vítalínunni. Dunacan sýndi mátt sinn í úrslitakeppninni og þá sérstaklega í lokaúrslitunum þar sem hann skoraði að meðaltali 18,9 stig og tók 12 fráköst. Í leik sex skoraði Duncan 30 stig og reif niður 6 fráköst þegar Spurs hentu frá sér meistaratitlinum á grátlegan máta. Menn eru merkilega einróma um hver sé besti kraftframherji allra tíma. Tim Duncan virðist eiga þann heiður skuldlaust hjá ótrúlega mörgum sem hafa fylgst og fylgjast með körfubolta heiminum. Duncan er 37 ára og enn í fullu fjöri. Hann hefur fundið leiðir til þess að viðhalda jákvæðum áhrifum sínum á liðið þrátt fyrir að aðeins hafi dregið úr líkamlegum burðum. Leiðtogahæfni, þekking og hrein færni Tim Duncan skilar honum í 5. sæti á lista Viljans yfir bestu NBA leikmenn allra tíma.

4 Carmelo Anthony

Carmelo Anthony kom inn í deildina í hinu ótrúlega nýliðavali árið 2003. Þar var hann valinn þriðji, á undan mönnum líkt og Dwayne Wade og Chris Bosh. Allt frá því Melo gekk til liðs við Denver Nuggets hefur hann reynst fremstu varnarmönnum deildarinnar algjör martröð og verið einn helsti skorari NBA boltans. Melo leikur nú með New York Knickerbockers og skoraði flest stig allra að meðaltali í leik í vetur eða 28,7 stig. Anthony er 203 cm og 104 kg en hreyfir sig eins og fremstu bakverðir. Hann er líklegur til að skora um leið og hann stígur yfir miðjulínuna og hefur með árunum bætt ákvarðanatöku sína og tapaði til að mynda einungis 2,6 boltum að meðaltali í leik í vetur þrátt fyrir að vera helsti burðarstolpi liðs síns og oft á tíðum sá eini. Körfubolti snýst um að skora fleiri stig en hitt liðið. “Vörnin vinnur leiki” er góð og gild klisja en það hjálpar svo sannarlega til þegar einhver í þínu liði virðist

nánast geta skorað að vild. Melo er besti “mid-range” leikmaður deidarinnar. Hann býr yfir gríðarlega snöggu stökkskoti og hefur einnig burði til þess að keyra að körfunni með hvers kyns bolta- og fótafimi. Melo er góð þriggja stiga skytta og hikar ekki við að láta vaða langt fyrir utan þriggja stiga línuna (þess má geta að þriggja stiga lína NBA deildarinnar er feti fjær körfunni en í Evrópu). Undanfarin ár hefur Anthony einnig bætt pósthreyfingum við leik sinn og það verður spennandi að sjá hvernig leikur hans heldur áfram að þróast. Akkilesarhæll Melo hefur verið varnarleikurinn og menn hafa jafnvel gengið svo langt að saka hann um áhugaleysi á þeim enda vallarins. Carmelo lék háskólabolta hjá Syracuse háskólanum og vann þar NCAA I meistaratitil en þar gat hann falið sig í vægðarlausri svæðisvörn Syracuse liðsins. Hið sama hefur augljóslega ekki verið upp á teningnum í NBA deildinni. Anthony hefur þó tekið miklum framförum undir stjórn Mike Woodson hjá Knicks og gekk til að mynda vasklega fram á varnarenda vallarins gegn Miami í úrslitakeppninni 2012. Ef Carmelo setur virkilegan kraft í varnarleikinn og heldur áfram að þróa vopnabúr sitt og ákvarðanatöku sóknarlega eru honum allir vegir færir. Gríðarleg sóknargeta Carmelo Anthony er megin ástæða þess að hann tekur 4. sætið á lista Viljans yfir bestu leikmenn NBA deildarinnar.

3 Kevin Durant

Kevin Durant var valinn annar af Seattle Super Sonics í nýliðavalinu 2007, á eftir Greg Oden. Ári seinna fluttu Sonics til Oklahoma borgar og heita nú Oklahoma City Thunder. Durant er þeirra besti leikmaður og helsti leiðtogi. Líkami Durant hentar einstaklega vel til körfuboltaiðkunar. KD er 206 cm og 107 kg. Þrátt fyrir þennan rosalega ramma þá eru allar hans hreyfingar silkimjúkar og skottækni hans er til fyrirmyndar. Durant hefur reynst varnarmönnum deildarinnar virkilega erfiður viðureignar vegna þessarar einstöku blöndu hæðar, færni og hreyfigetu. Þegar Durant sleppir knettinum í stökkskoti er boltinn langt


fyrir ofan höfuð hans og nánast ómögulegt að verja skotið. Ef varnarmaðurinn kemur of nálægt Durant og hefur miklar áhyggjur af stökkskotinu þá á KD ekki í vandræðum með að komast í kringum hann og troða boltanum af stóriðjustíl. Durant getur ALLT sóknarlega. Á seinasta tímabili skoraði Durant 28,1 stig að meðaltali í leik og gaf fleiri stoðsendingar að meðaltali en nokkru sinni fyrr eða 4,6 í leik. Hann tók þar af auki 7,9 fráköst að meðaltali. Durant skaut boltanum með 50% hittni úr skotum utan af velli sem er afburðagóð hittni hjá manni í samskonar ábyrgðarhlutverki og Durant er í hjá OKC og jafnframt hans besta á ferlinum. Durant hefur tekið stórum framfaraskrefum í átt þess að verða einn besti leiðtogi deildarinnar og ákvarðanataka hans og leikskilningur hafa aukist til muna á árum hans í NBA. En hann hefur aldrei unnið. Kevin Durant hefur gert mönnum það kýrskýrt að hans markmið eru ekki einstaklingsverðlaun eða hylli almennings, hann sækist eftir þeim stóra. Durant leiddi lið sitt til úrslitaeinvígis gegn Miami tímabilið 2011-2012 en þar mættu þeir ofjarli sínum. Fyrir næsta tímabil var einum besta leikmanni liðsins, James Harden, skipt til Houston og í byrjun úrslitakeppninnar í ár sleit annar besti leikmaður liðsins, Russel Westbrook, krossband. Því gæti einhver bið orðið á því að Durant nái sínu æðsta markmiði á meðan Miami liðið ógnarsterka lúrir við austurströndina og lið eins og Brooklyn Nets og Lakers virðast svífast einskis til þess að styrkja lið sín. Kevin Durant er þó alls ekki að renna út á tíma. Hann er einungis 24 ára og varð á síðasta tímabili yngsti leikmaður sögunnar til að komast í 50-40-90 klúbbinn en til þess að öðlast inngöngu í hann þarf að hitta að meðaltali úr 50% skota utan af velli, 40% úr þriggja stiga skotum og 90% af vítalínunni. Hann hefur fengið viðurnefnið Kid Clutch fyrir framúrskarandi árangur sinn á lokamínútum leikja. Sigurvilji, þekking á leiknum, færni og líkamlegt atgervi skila Kevin Durant þriðja sæti yfir 5 bestu leikmenn NBA að mati Viljans.

2 Kobe Bryant

Kobe Bryant ákvað að ganga í NBA deildina beint úr miðskóla. Hann var valinn með 13. valrétti af Charlotte Hornets en Los Angeles Lakers höfðu áður skipt Vlade Divac fyrir þann valrétt. Foreldrar hans þurftu að skrifa undir samninginn þar sem Bryant var ekki orðinn 18 ára. Þessi skipti reyndust nokkuð góð fyrir Lakers og hefur Kobe spilað með þeim síðan. Bryant varð yngsti leikmaður sögunnar til að spila leik í NBA og því má telja eðlilegt að ferill hans hafi farið nokkuð “hægt” af stað. Hann var varaskeifa

Eddie Johnson og Nick Van Exel fyrsta árið en óx hratt í einn besta leikmann sögunnar. Á sínu þriðja tímabili skoraði Kobe í fyrsta sinn að meðaltali 20 stig í leik og hefur gert það á hverju einasta tímabili síðan þá. Þetta var tímabilið ’98-’99. Kobe Bryant er ótrúlega hæfileikaríkur. Hæfni hans til þess að breyta, að því virðist ómögulegum aðstæðum, í góð tækifæri til þess að skora er mögnuð og hann er sá besti í þeim efnum. Kobe er meistari grunnþátta leiksins og kann allt sem á að kunna upp á tíu. Hann er gríðarlegur leiðtogi og hefur síðasta áratug stjórnað liði sínu ásamt þjálfaranum. Þekking hans á leiknum er óviðjafnanleg og það sem Bryant hefur misst með aldrinum bætir hann upp með ónáttúrulegum leikskilning og reynslu. Kobe skoraði að meðaltali 27,3 stig í leik og var þar með þriðji hæsti í NBA. Hann gaf sléttar 6 stoðsendingar í leik og jafnaði þar sinn besta árangur á ferlinum. Mikill óstöðugleiki var á Lakers liðinu síðasta vetur og stjörnuprýtt liðið náði aldei svipuðu flugi og vonast var eftir. Bryant tókst þó að sýna mátt sinn þegar hann nánast bar liðið á herðum sér inn í úrslitakeppnina eftir góðan endasprett. Kobe sleit hásin í enda tímbils og varð það augljóslega til þess að hann gat ekki leikið með liðinu í úrslitakeppninni. Það var ekki sjón að sjá Lakers án hans og þeim fleygt úr úrslitakeppninni í fyrstu umferð af San Antonio Spurs. Bryant, eins ótrúlegur og hann er, er þó langt kominn hvað endurhæfingu varðar og hefur farið fram úr öllum væntingum. Það verður gríðarlega spennandi að sjá hvernig Kobe Bryant kemur til baka á komandi tímabilum. Kobe hefur gefið út að hann hyggist spila þrjú tímabil í viðbót og þar af tvö á “veteran mininum” samningi, sem mun gera Lakers liðinu kleift að sleppa sér gjörsamlega á markaði samningslausra 2014 (Carmelo Anthony, Lebron James ofl. eru samningslausir). Höfundur er einn þeirra sem enn trúir á Bryant. Ef höfundur þyrfti að velja einn leikmann til þess að taka lokaskot fyrir lið sitt í leik um meistaratitil yrði Kobe Bryant hiklaust fyrir valinu. Hæfni hans, þekking, útsjónarsemi og drápseðli gera það að verkum að hæglega má líkja honum við Michael Jordan, besta leikmann allra tíma. Körfuboltageta, reynsla, drápseðli og endalausar staðfestingar á hæfni Kobe Bryant á vellinum í gegnum tíðina skila honum öðru sæti á lista Viljans yfir 5 bestu leikmenn NBA deildarinnar.

Strax í miðskóla var farið að fylgjast grannt með honum og uppselt á leiki hvar sem hann spilaði. Misjafnt er hvernig mönnum finnst Lebron hafa höndlað álagið og margar ákvarðanir hans hafa verið harðlega gagnrýndar. En nú liggur enginn vafi á, Lebron er besti körfuboltaleikmaður í heimi. Lebron var valinn með 1. valrétti í hinu goðsagnakennda 2003 nýliðavali. Cleveland Cavaliers var hans fyrsta lið en hann hefur unnið sín helstu afrek með Miami Heat. Hann gekk til liðs við Hitann eftir að samningur hans við Cleveland rann út. Þó James hafi komið beint úr miðskóla byrjaði hann frábærlega og hefur ekki slakað á síðan. Til að mynda skoraði King James 25 stig, tók 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar í sínum fyrsta NBA leik. Lebron er einungis 28 ára gamall, sem er ekki hár aldur í NBA deildinni. Þegar afrek hans miðað við aldur eru borinn saman við afrek Michael Jordan og Kobe Bryant má sjá að Lebron hefur jafnvel náð lengra. Þegar fjallað er um styrkleika LBJ á körfuboltavellinum er mönnum skylt að nefna fyrst og fremst ónáttúrúlegt, líkamlegt atgervi mannsins. Lebron er 203 cm og 113 kg. Lebron býr yfir geysilegum sprengi- og stökkkrafti sem og frábærri fótafimi. Skilningur James á leiknum hefur ætíð verið eftirtektarverður og hann hefur þróað þann hluta leik síns nánast til fullkomnunar. Akkilesarhæll Lebron hafði í gegnum tíðina verið stökkskotið en líklega er ekki hægt að afsanna þann orðróm betur en Lebron gerði, með því að vinna NBA titilinn á stökkskotum. Á síðasta tímabili skoraði Lebron að meðaltali 26,8 stig, gaf 7,8 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Þessar tölur eru gríðarlega góðar og eru til marks um hæfileika Lebron til þess að gera allt sem þarf. Lebron skaut boltanum með 57% hittni sem var 5. besta hittni deildarinnar. Þetta er stórmerkileg staðreynd þar sem Lebron leikur sem leikstjórnanda framherji (point forward) að jafnaði og er þar að auki í gríðarlegu ábyrgðarhlutverki hjá liði sínu. Þess má geta að hinir níu á listanum eru að upplagi stórir menn (power forward eða center). Nú er Lebron búinn að vinna tvisvar. Honum hefur tekist að slökkva flesta gagnrýniselda og vel það. Menn mega deila um einstaka ákvarðanir hans á ferlinum en því verður ekki haggað að James er sá besti. Árangur hans sem einstaklingur og nú með liði sínu talar sínu máli. Nú er öllum hollast að slaka á og einfaldlega njóta þess að fylgjast með.

1 LeBron James

Enginn leikmaður í sögu NBA hefur setið undir jafn mikilli pressu og Lebron James.

35


Gegnum árin hefur GVÍ unnið mörg góð störf og vonast sitjandi nefnd eftir að gera enn betur. Með þessari grein viljum við kynna fyrir ykkur sögu og starfsemi GVÍ. Í grófum dráttum er hlutverk ráðsins að standa fyrir alls kyns uppákomum og fjáröflunum þar sem ágóðinn rennur til góðgerðarsamtaka sem ráðið velur á ári hverju.

Saga GVÍ

2007-2008

Þetta ár var Góðgerðarráð Verzlunarskóla Íslands stofnað. Opnaði forskóla í samstarfi við ABC barnahjálp í Rackoko í Norður-Úganda. Hann heitir Litli Verzló.

2008-2009

Safnað fyrir vatnsbrunni í Gíneu-Bissá í samstarfi við UNICEF, Barnahjálp sameinuðu þjóðanna.Verkefnið fól í sér að safna fé fyrir byggingu brunns til að tryggja íbúum landsins hreint og heilnæmt vatn. Safnað fyrir Mæðrastyrksnefnd (GVÍ vikan)

2009-2010

Byggðum brunn við Litla-Verzló í Úganda. Mæðrastyrksnefnd styrkt með íssölu fyrir jólin.

2010-2011

Byggðu eldhús fyrir Litla Verzló í Úganda.

2011-2012

Hjálpuðu Tears for Children að opna 100 manna leikskóli í Vestur-Keníu við Viktoríuvatn sem var opnaður þann 4.ágúst 2012 og heitir hann Versló. Hópur nemenda úr Verzló fóru í heimsókn í skólann í Keníu.

2012-2013

Héldum áfram að safna pening fyrir Tears For Children.

Skólaárið 2013-2014

Þetta ár ætlum við að takast á við ný verkefni og mun ABC vera okkar helsti samstarfsaðili. ABC stofnaði nokkra barnaskóla í Pakistan rétt fyrir hrun sem á sinn þátt í því að enn er mikill skortur á styrktarforeldrum. Eins og ástandið

er núna þá eru nokkrir skólar á svæðinu sem hafa enga styrktarforeldra og eru einungis reknir af óráðstöfuðum pening frá ABC. Þetta árið ætlum við að taka fyrir einn ákveðinn skóla og safna fyrir öllum helstu nauðsynjamunum. Skólinn sem varð fyrir valinu er í Faisalabad í Pakistan en í þeim skóla eru 233 nemendur, allt frá börnum á leikskólaaldri til 7.bekkjar. Skólinn er starfrækur fyrir börn sem búa við mikla fátækt. Foreldrar þessara barna eiga ekki efni á því að sjá þeim fyrir menntun. Flestar mæðurnar eru heimavinnandi en feðurnir vinna flestir sem verkamenn og eru flestir þeirra ekki í fasta vinnu heldur taka því sem færi gefst á hverjum degi. Ef börnin myndu ekki vera í skólanum væri mjög líklegt að þau myndu einnig þurfa að vinna fyrir fjölskyldunni og lenda í barnaþrælkun. Húsnæðið sem skólinn er í er ekki byggt sem skóli heldur er þetta leiguhúsnæði sem þau leigja undir reksturinn. Þar með sagt gefur það augaleið að aðstaða til kennslu er ekki góð en þar koma GVÍ og nemendur Verzló til hjálpar. Draumurinn er að hafa sér húsnæði en það er of dýrt að byggja nýtt húsnæði í þessu hverfi eins og stendur. Eins og staðan er í dag vantar nær allan nauðsynlegan búnað sem þarf í skóla en skólinn úti hefur nú þegar sent okkur lista yfir það sem vantar. Sem dæmi vantar þeim skólaborð og stóla en þau óska einungis eftir borðum fyrir helminginn af nemendum þar sem þau samnýta borðin. Eins vantar þeim viftur, kennaraborð og aðrar nauðsynjar. Nú þegar erum við búin að senda út pening fyrir krítartöflum og skilti á skólann, en það var gert einungis með pening sem safnaðist í

flöskusöfnun í sumar. Ásamt því að sjá þeim fyrir búnaði viljum við einnig útvega sem flestum börnum styrktarforeldra en þeir sjá börnunum fyrir skólagöngunni sjálfri, læknishjálp og máltíð á skólatíma með aðeins 3.000 kr. framlagi á mánuði. Á þennan hátt fá börnin áframhaldandi hjálp jafnvel eftir að starfi nefndarinnar lýkur þetta skólaár. Til að verða styrktarforeldri er hægt að hafa samband við okkur í nefndinni á gvi@verslo.is og hvetjum við Verzlinga til að gerast slíkir því það er mjög gefandi og fá styrktarforeldrar allar upplýsingar um barnið og bréf frá barninu sjálfu. Önnur verkefni sem nefndin ætlar að ráðast í er að leggja ýmsum landssöfnunum lið og hjálpa þeim að auglýsa sig og koma starfi þeirra á framfæri. Við í GVÍ viljum stuðla að því að Verzlunarskóli Íslands leggi sitt af mörkum til samfélagsins.

Helstu atburðir 2013-2014 19.september.......Fótboltaleikur GVÍ 16.október.........................Íssala VSB-ís 24.október...............................Bingó GVÍ 3-7.mars.....................................GVÍ vikan

E F H V E R V E R Z L I N G U R G E F U R 1 0 0 0 k r. þ á s a f n a s t 1 . 2 5 9 .0 0 0 k r. 36


twitter

HUGRÚN ELVARSDÓTTIR DAVÍð ÖRN ATLASON RAGNHEIðUR BJARNADÓTTIR GUNNAR BIRGISSON ÍRUNN ÞORBJÖRG ARADÓTTIR UNNBJÖRG JÓNA ÓMARSDÓTTIR BJARKI MÁR ÓLAFSSON VILHJÁLMUR INGI INGIBJÖRG YRSA HERMANN ÁRNASON BJARKI LILLIENDAHL NATALÍA REYNISDÓTTIR ERLA HRÖNN GYLFADÓTTIR HUGRÚN MARÍA FRIðRISKDÓTTIR SINDRI BJÖRNSSON ARNÓR BRYNJARSSON BIRNA BORG GUNNARSDÓTTIR ARON KRISTINN JÓNASSON ÝMIR GUðMUNDSSON MÁLFRÍðUR ANNA EIRÍKSDÓTTIR PÉTUR KIERNAN

BJÖRN BRAGI AUDDI STEINDI SVEPPI HJÖRVAR HAFLIðA ÍVAR GUðMUNDS NÍNA DÖGG FILIPPUSDÓTTIR SARA Í JÚNÍK UNNUR ÖSP VALA GRAND BENNI OG FANNAR ÚR HRAðFRÉTTUM MANÚELA ÓSK NILLI VILLI NAGLBÍTUR GILLZ HEIðAR AUSTMANN BJÖRGÓLFUR TAKEFUSA

ALL STAR LIÐ

FÓTBOLTALEIKURINN Fótboltaleikurinn er árlegur viðburður hjá GVÍ en í honum keppa lið Verzlinga á móti liði skipuðu þekktum Íslendingum. Leikurinn mun fara fram fimmtudagskvöldið 19. september í Egilshöll, húsið opnar kl. 19:00 en leikurinn sjálfur hefst 19:30. Selt verður inn á leikinn, það mun kosta 500 kr. sem rennur til starfsemi GVÍ í ár en einnig verður sjoppa á staðnum þar sem seldar verða pítsur, drykkir og ýmislegt góðgæti. GVÍ lofar góðri skemmtun fyrir alla, fótboltaáhugafólk sem og aðra. Við hvetjum sem flesta til að mæta og fylgjast með spennandi viðureign ásamt því að styrkja gott málefni!

XOXO GVÍ

Followið okkur á twitter @viljinn

37


Norður-Kórea er einangraðasta ríki heims og í rauninni veit enginn nákvæmlega hvað er í gangi þar. Svo það sem ég er að fara segja ykkur núna gæti alveg eins verið dagsatt eða bara bull. Eftir að Kóreuskaganum var skipt B r y nj a | 6 - Y í lok síðari heimstyrjaldar komst Kim Il-sung til valda sem leiðtogi landsins og var hann við völd allt þar til hann lést árið 1994. Tók þá sonur hans við, hann ættu flestir að kannast við, Kim Jong-Il var við völd þar til að hann lést árið 2011. Í dag er Kim Jong-Un leiðtogi Norður-Kóreu. Hann er barnabarn Kim Il-sung og sonur Kim Jong-Il. The Great Leader eins og Norður-Kóreubúar ávarpa Kim Il-sung og sonur hans, The Dear Leader, hefur tekist að heilaþvo og kúga tæplega 25 milljónir manna í áratugi og langar mig að koma með nokkrar misskemmtilegar staðreyndir um boð og bönn í Norður Kóreu. Brjóti íbúi Norður-Kóreu eitthvað af þessum reglum eða óhlýðnist ríkistjórninni á einn eða annan hátt er hann sendur í fangabúðir úti á landi. Yfirvöld þurfa enga útskýringu eða sannanir áður en viðkomandi er sendur þangað. Það er nóg að nágranni eða jafnvel sonur láti vita að þú hafir blótað ríkisstjórninni eða stolist til að horfa á suður kóreska sjónvarpið til að fjölskylda viðkomandi verði sótt og send í fangabúðir en yfirleitt er allri fjölskyldunni refsað fyrir brot eins. Feðgarnir tveir fyrirskipuðu að á hverju heimili skuli vera veggur þar sem einungis tvær innrammaðar myndir mega vera á, sem að sjálfsögðu eru af þeim. Sérstakir starfsmenn ríkisins koma síðan reglulega í óvænta heimsókn og athuga hvort það sé ekki örugglega þurrkað af þeim. Ekki má nota hvaða klút sem er heldur sérstaka klúta sem má bara nota til að þurrka af þessum myndum. Það hanga samskonar myndir í hverri skólastofu, á hverjum vinnustað, í öllum lestum og í hverri einustu opinberri byggingu. Höfuðborg Norður-Kóreu er Pyongyang. Þar sem hún er sýningarborg Norður Kóreu fyrir erlenda ferðamenn fá aðeins útvaldir að búa þar. Eldra fólk og fatlaðir eru því sendir burt úr borginni. Almennir borgarar mega þó ekki tala við ferðamenn. Kim Il-sung og Kim Jong-Il hafa breytt sögunni um Kóreustríðið og sögu Norður-Kóreu. Meðal annars eru margar mjög trúverðugar sögur af þeim sjálfum kenndar í skólum landsins. Þegar Kim Il-sung dó var þjóðin niðurbrotin, fólk safnaðist saman úti á götu, grét hástöfum og öskraði nafn hans. Þá flugu þúsundir fugla niður af himnum til að ná í hann og taka hann með sér. Þegar þeir sáu hins vegar hve sorgmædd þjóð hans var, gátu þeir ekki tekið leiðtoga þeirra frá þeim heldur fluttu þeir hann í heilagt hof þar sem

38

hann sefur. Ríkisstjórnin heldur því fram að hann sé ekki dáinn heldur aðeins sofandi. Enn þann dag í dag er lík hans til sýnis í þessu fyrrnefnda hofi þar sem einnig er hægt að sjá Mercedes bílinn hans. Ekki eru allir sammála um hvaða ár The Dear Leader Kim Jong-Il fæddist. Það er þó vitað að tvöfaldur regnbogi hafi myndast, þó að það væri engin rigning og að það hafi ný stjarna sprottið upp á himnum við fæðingu hans. Sagan segir að hann hafi náð fullkomnu skori í fyrsta skipti sem hann fór í keilu eða 300 stigum. Hann á líka að hafa slegið holu í höggi ellefu sinnum í fyrsta skipti sem hann fór í golf. Þar að auki hefur hann skrifað 1500 bækur. Sonur Kim-Jong-Il, Kim-Jong-Nam, var talinn hugsanlegur arftaki. Hann skrapp eitt sinn til Japans með falsað vegabréf en japönsk yfirvöld stoppuðu hann. Þegar hann var spurður í hvaða erindum hann væri þá var skýringin sú að hann langaði svo í Disneyland. Þegar hann sneri heim var hann sendur í útlegð til Kína og þannig útskúfaður. Íbúar Norður-Kóreu styðjast líka við dagatal sem The Great Leader Kim Il-sung bjó til og hefst það á afmælisdeginum hans 15. apríl 1912. Trú er auðvitað bönnuð í NorðurKóreu og það má heldur ekki halda upp á eigið afmæli. Afmælisdagar feðgana eru þó hátíðardagar. Feðgarnir eru heldur ekki frumlegir þegar kemur að nöfnum því flest allt í Norður-Kóreu er skírt í höfuðið á þeim, sem dæmi má nefna háskóla, blóm, torg, bækur, bókasöfn og fleira. Fólk í Norður-Kóreu verður síðan að velja hárgreiðslu eftir 28 fyrirfram ákveðnum hárgreiðslum á myndum sem eru á hárgreiðslustofum. Ekki er mikil ljósadýrð í Norður-Kóreu. Það

eru einungis örfáir ljósastaurar sem lýsa á kvöldin. Það eru engin umferðarljós heldur stjórna lögreglumenn umferðinni sem er nú ekki mikil því almenningur á ekki bíla. Í þessari grein er bara minnst á örlítið brot af öllu því sem við höfum heyrt um Norður-Kóreu. Ástandið er mun hræðilegra en fram kemur í þessari grein. Daglega deyr fólk eða jafnvel heilu fjölskyldurnar úr hungri, mannakjöt hefur verið og er enn selt á mörkuðum þótt það sé stranglega bannað en svona er hungursneyðin rosaleg. Fangabúðirnar þeirra eru ekki ósvipaðar fangabúðum nasista í seinni heimstyrjöldinni og harðræðið er gífurlegt. En þrátt fyrir að þjóðin svelti heilu hungri þá er langstærstum hluta tekna þjóðarinnar varið í herinn. Eldflaugar og kjarnorkutilraunir. Talið er að her Norður-Kóreu sé sá fimmti stærsti í heiminum. Á síðustu árum hafa orðið smávægilegar breytingar í Norður-Kóreu, núna sjást gsm-símar, en þó er bara hægt að hringja innanlands. Internetið er ekki til. Það er eingöngu net sem hægt er að nota innanlands og einungis útvaldir sem fá að komast í það. Það hafa líka sést konur á háhæluðum skóm í höfuðborginni og í fyrra var opnaður hamborgarastaður en þó ekki McDonalds. Ætli Norður-Kórea og Ísland séu ekki ein af fáum löndum í heiminum sem ekki eru með McDonalds. Vonandi fer Norður-kóreska þjóðin að losna undan ánauð þeirra feðga en það er ótrúlegt að hugsa til þess að einn maður skuli enn stjórna heilli þjóð 19 árum eftir dauða sinn.


Bláa kortið borgar sig Bláa kortið er sérstaklega sniðið að námsmönnum og ungu fólki. Með Bláa kortinu færð þú afslátt hjá fjölda fyrirtækja um allt land. Kortið færir þér aðgang að Hringtorgi, öflugri upplýsingaveitu sem heldur utan um öll fríðindi Bláa kortsins. Þú sækir um Bláa kortið á hringtorg.is.

Þú getur sótt appið með því að skanna QR kóðann.


AÐ ÞÍNU! Va ka | 5 - D

Einn helsti mótunarþáttur persónu er umhverfi þess. Þegar við erum ungabörn er umhverfi okkar eitthvað sem hver og ein manneskja upplifir á sinn hátt, en með árunum getum við haft meiri áhrif á það. Með tímanum förum við svo að bera tilfinningar til umhverfis okkar, t.d. æskuheimilis, fótboltavallar og fleira því um líkt. Okkur líður vel í umhverfi sem okkur þykir vænt um og hvað ætli það sé þá sem lætur okkur bera tilfinningar til þessa staðs? Það má segja að upplifunin í heild sinni sé ástæðan, fólkið sem umkringdi þig, stemningin og síðast en ekki síst hlutirnir og húsgögnin. Það er akkúrat það sem ég reyni að miðla til ykkar með þessari grein.

Það eru litlu hlutirnir sem skipta máli…


Dökkir rammar á ljósum grunni mynda flotta vídd.

Að hengja upp myndir af þeim sem skipta Að setja eitthvað jafn fallegt og skó upp á þig máli eða góðum minningum getur vegg getur sjaldan komið illa út. llífgað upp á skammdegið.

Koddar og teppi í rúmi eða stól eru alltaf gullni vegurinn af hlýlegu umhverfi.

Gluggatjöld skapa næði og fylla upp í herbergið.

Blaðabunki getur verið flottur einn og sér Þessa litlu snillinga er hægt að nota nánast og líka sem borð. í hvað sem er, þú bara límir þá þar sem þú vilt hafa þá.

Hvað er meira kósý en kerti? Nei ég bara spyr.

Snagar sem hægt er að hengja á hurðar geta komið sér vel fyrir mikið notaðar yfirhafnir. 41


Skautadrottning Samkvæmisstrákur Samkvæmisstúlka Ballerína Strákur

Vala Rún Magnúsdóttir Birkir Örn Karlsson Jóna Kristín Benediktsdóttir Alma Rún Hreggviðsdóttir Sigurbjörn Bernharð Edvardsson

COLOR OVERLAY




COLOR DANCE

COLOR DANCE DANCE CO LOR


COLORED BOY BOY COLORED


BALLET OVERLAY



Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.