Víkurfréttir 50. tbl. 39. árg.

Page 3

ftirspurn eftir raforku á Íslandi í dag er mikil og mun aukast á sama tíma og fólk gerir sér sífellt betur grein fyrir vægi loftslagsmála. Hrein, endurnýjanleg orka mun gegna veigamiklu hlutverki í orkuskiptum í framtíðinni. Það að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir umhverfisvæna orku er eitt mikil vægasta framlag okkar til loftslagsmála á heimsvísu.

Búrfellsstöð II er nýjasta aflstöð Íslendinga. Hún var gangsett 28. júní 2018, en fyrsta aflstöð Landsvirkjunar, Búrfellsstöð, var gangsett á sömu slóðum tæpum fimmtíu árum fyrr. Nýja stöðin nýtir það vatn sem áður rann fram hjá eldri mannvirkjum og bætir því umtalsvert nýtingu þeirrar auðlindar sem felst í fallvatninu.

Við framkvæmdina var lögð mikil áhersla á að lágmarka umhverfisáhrif eins og kostur er. Stöðvarhúsið er staðsett neðanjarðar og sjónræn áhrif eru því minni en ella. Vegna þess að fyrir voru aflstöðvar á vatnasvæðinu var hægt að samnýta vegi, raforkuflutningskerfi og uppistöðulón og lágmarka þannig rask. Ábyrg nýting orkunnar er öllum til hagsbóta.

V ið óskum landsmönnum öllum gæfu á ný ju ári og þökkum farsælt samst ar f á liðnum árum.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.