Víkurfréttir 39. tbl. 39. árg.

Page 13

BLEIKUR OKTÓBER Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 11. október 2018 // 39. tbl. // 39. árg.

13

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Heildarafli sem var landað á Suðurnesjum var ekki mikill, alls 3291 tonn. Í Grindavík var landað alls 2156 tonnum eða 65% af aflanum á Suðurnesjum og munar þar mestu um að frystitogarinn Gnúpur GK landaði 974 tonnum í þremur

Landað úr Erni KE í Sandgerðishöfn árið 2009.

AFLA

Septembermánuður liðinn og er þá ekki rétt að skoða hvað var um að vera í höfnum á Suðurnesjum? Í stuttu máli má segja að frekar rólegt hafi verið nema að í Keflavík var nokkuð mikið um að vera í byrjun september því að þá voru ennþá nokkrir bátar á makríl.

FRÉTTIR

88 vörubílar til Grindavíkur – 55 þúsund kílómetrar

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

túrum í Grindavík og má nefna að togarinn var aflahæsti togari landsins í september. Annar frystitogari Hrafn Sveinbjarnarsson GK landaði líka í Grindavík 455 tonnum í einni löndun. Í Sandgerði var landað alls 581 tonnum og munar þar mestu um aflann hjá dragnótabátunum þremur Sigga Bjarna GK, Benna Sæm GK og Sigurfara GK sem voru með mjög góðan afla. Sigurfari GK var með 187 tonn og merkilegt hvað það var lítill munur á milli hinna bátanna. Benni Sæm GK var með 167.915 kíló og Siggi Bjarna GK 167.561 kíló. Þarna munar aðeins 354 kílóum á milli bátanna. Í Keflavík var landað alls 487 tonnum og var það að mestu afli sem var landað snemma í september því makríll er stór hluti af þessum afla. Nokkrir netabátar voru að landa afla þar og var aflinn hjá þeim góður. Sunna Líf GK var með 36 tonn í fjórtán róðrum og Halldór Afi GK 27 tonn í fjórtán og Hraunsvík GK 19 tonn í níu. Valþór GK var með 7,7 tonní fjórum róðrum. Í Njarðvík landaði Maron GK um 65 tonnum á netum. Grímsnes GK, sem er í eigu Hólmgríms sem gerir út Halldór Afa GK og Maron GK, var að landa í Þorlákshöfn. Grímsnes GK var að veiða ufsa og gekk feikilega vel, var með 232 tonn og af því var ufsi 214 tonn. Aftur á móti var ansi miklum afla landað úti á landi og ekið suður til vinnslu. Um 2600 tonnum var landað og var stórum hluta af því landað á Siglufirði. Allir línubátarnir frá Þorbirni lönduðu þar og var mestöllum aflanum ekið til Grindavíkur. Reyndar var um 2200 tonnum ekið til Grindavíkur og það svo til allt frá Siglufirði, Skagaströnd og Sauðárkróki. Ef aðeins er spáð í þessu varðandi aflann til Grindavíkur, 2200 tonnum, þá eru það um 88 vörubílar. Og samtals eru þetta um 55 þúsund kílómetrar sem eknir voru með fiskinn. Eitthvað kostar þetta og ef miðað er við trukk sem er að eyða um 40 lítrum á hundrað kílómetra þá er eru þetta um 22 þúsund lítrar af olíu og það er um 4,4 milljónir króna í olíukostnað. Þannig að þetta er þó nokkur peningur sem fer í akstur á fiski. Mun minna var ekið til Sandgerðis eða um 370 tonnum og til Garðs um 200 tonnum. Þetta er nokkuð sérstakt að verið sé að landa afla bátanna úti á landi og aka honum til vinnslu þetta langa leiðir, þetta þekktist svo til ekki áður, bátarnir og togararnir komu í sínar heimahafnir og lönduðu aflanum þar.

Ríkisábyrgðasjóður greiðir laun United Silicon Ríkisábyrgðasjóður launa mun greiða laun til starfsmanna United Silicon sem áttu ógreiddar launakröfur. Sjóðurinn greiðir laun ef ekkert fæst upp í launakröfur. Laun Ríkisábyrgðasjóðs eru þó að hámarki til jafns við tvöfaldar atvinnuleysisbætur og skerðast hafi launþegi fengið atvinnuleysisbætur eða fengið annað starf. Greint var frá því í síðustu viku að eignir þrotabús United Silicon hafa að mestu farið í að greiða veðkröfur Arion banka en lítið sem ekkert muni

fást upp í launakröfur á sjötta tug starfsmanna. Tjón þeirra gæti numið tugum milljóna króna.

Röð atvika leiddi til banaslyss á Reykjanesi Vinnueftirlitið hefur skilað HS Orku endanlegri umsögn vegna banaslyss sem varð í húsnæði fiskverkunarfyrirtækisins Háteigs á Reykjanesi þann 3. febrúar 2017. Rannsókn hefur leitt í ljós að röð atvika varð til þess að brennisteinsvetnismengun frá háhitaholu, sem ekki var í nýtingu, fór inn á neysluvatnskerfi í húsnæði Háteigs með fyrrgreindum afleiðingum. „Strax og málið kom upp hóf starfsfólk HS Orku að eigin frumkvæði að rannsaka málið og hefur aðstoðað Vinnueftirlitið af bestu getu við að upplýsa það,“ segir í tilkynningu frá

HS Orku. Þar segir einnig að í umsögn Vinnueftirlitsins séu gerðar athugasemdir í fjórum liðum sem snúa að HS Orku. „Þegar hefur verið brugðist við þeim öllum, meðal annars hefur verið tryggt að gas eða önnur mengun geti ekki borist inn á í neysluvatnskerfi auk þess sem allir verkferlar og öryggisstjórnunarkerfi hafa verið yfirfarin til að fyrirbyggja að svona slys geti átt sér stað aftur“. Í tilkynningunni segir að starfsfólk HS Orku taki málið afskaplega nærri sér og er hugur þess hjá fjölskyldu mannsins sem lést í þessu hörmulega slysi.

Opinn fundur í Reykjanesbæ fimmtudaginn 18. október á Park Inn Radisson kl. 12.00-13.30 Boðið verður upp á létta hádegishressingu. Allir velkomnir.

FUNDARÖÐ SAMTAKA ATVINNULÍFSINS 2018

TÖLUM SAMAN

Á næsta ári verður samið um lífskjör Íslendinga í fjölda kjarasamninga. Eyjólfur Árni Rafnsson formaður SA, Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA og Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður efnahagssviðs SA rýna í stöðu og horfur á vinnumarkaði og ræða svigrúm til launahækkana næstu árin.

Vinsamlegast skráið þátttöku á www.sa.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.