Víkurfréttir 26. tbl. 40. árg.

Page 2

2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 27. júní 2019 // 26. tbl. // 40. árg.

Ný þjónustumiðstöð

SPURNING VIKUNNAR

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

sveitarfélagsins rís í Vogum Framkvæmdir við nýja þjónustumiðstöð Sveitarfélagsins Voga standa nú yfir í Vogum. Þjónustumiðstöðin er að rísa á lóðinni sem er næst bæjarskrifstofunum, í Iðndal 4.

Nýja þjónustumiðstöð Sveitarfélagsins Voga rís nú við Iðndal 4 í Vogum. VF-mynd: Hilmar Bragi

Um er að ræða myndarlegt stálgrindarhús, sem mun uppfylla þarfir umhverfisdeildar sveitarfélagsins með öllum þeim tólum, tækjum og búnaði sem þeirri starfsemi fylgir. Í hönnuninni er gert ráð fyrir þvottastæði fyrir almenning þar sem fólk

getur loks þrifið bíla sína. Síðast en ekki síst verður sérrými afmarkað í húsinu þar sem einn af dælubílum Brunavarna Suðurnesja verður framvegis staðsettur. Það styttir til muna útkallstíma slökkviliðsins, segir á vef Sveitarfélagsins Voga.

Björgvin Bjarni Elíasson 14 ára: „Tortilla og hamborgari. Ég kann sjálfur að hita tilbúna pitsu.“

GERVIGRAS OG NÝTT FJÖLNOTA ÍÞRÓTTAHÚS Í REYKJANESBÆ „Mikilvægt er að koma til móts við vaxandi starfsemi íþróttafélaganna í Reykjanesbæ og sett verði framtíðarsýn í uppbyggingu íþróttamannvirkja fyrir alla íbúa sem eru samnýtt af íþróttafélögum innan bæjarins.“ Þetta kemur fram í bókun íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar vegna stefnumótunar íþróttamannvirkja og íþróttasvæða Reykjanesbæjar. Þá segir: „Í framhaldi af vinnu Capacent á stefnumótun í aðstöðu og íþróttamannvirkjum í Reykjanesbæ er ljóst að sameiginleg nýting mannvirkja og íþróttabúnaðar er skynsöm nýting á skattfé, aðgengi betra fyrir íbúa og stuðlar að aukinni þátttöku barna í íþróttum. Íþrótta- og tómstundaráð (ÍT-ráð) er sammála ályktunum úr skýrslu Capacent um að bæta þurfi nýtingu á íþróttamannvirkjum í Reykjanesbæ í samstarfi við skóla og íþróttafélög. Framtíðarstefna Reykjanesbæjar skal stuðla að sameiginlegri nýtingu mannvirkja, uppbyggingu miðlægs íþróttasvæðis og hagkvæmri aðstöðu fyrir bæjarbúa. ÍT-ráð leggur áherslu á að eftirfarandi framkvæmdir við íþróttamannvirki verði settar á fjárhagsáætlun á næstu árum. Uppbygging aðstöðu og íþróttamannvirkja verði reglulega endurskoðuð í samræmi við framtíðarsýn bæjarins.“ Á árinu 2019 verður unnið með niðurstöður Capacent og stillt upp þörfum íþróttafélaganna varðandi Afreksbraut. Þá verður teiknað upp framtíðarsvæði

við Afreksbraut í samstarfi við USK og ÍT-ráð og áhersla lögð á að tengja hjólaog göngustíga úr nærliggjandi hverfum. Á árinu 2020 verður hafist handa við byggingu á fullbúnum gervigraskeppnisvelli fyrir Keflavík og Njarðvík með stúku og búningaaðstöðu vestan

Reykjaneshallar. Ný áhaldageymsla verður byggð við Reykjaneshöll. Árið 2021 verður hafist handa við hönnun á fjölnota íþróttahúsi við Afreksbraut sem staðsett verður á svæðinu milli æfingavalla Keflavíkur og Njarðvíkur í knattspyrnu. Í íþróttahúsinu verður keppnisvöllur fyrir körfuknattleiksdeildir Reykjanesbæjar, framtíðaraðstaða fyrir fimleikadeild og bardagaíþróttir, aðstaða fyrir skotdeild, lyftingar, golfklúbb ásamt félagsaðstöðu fyrir allar deildir.

Á árunum 2022–2026 verður hafist handa við byggingu fjölnota íþróttahúss sem verður byggt í áföngum. ÍT-ráð leggur áherslu á að keppnishús fyrir körfuknattleik og aðstaða fyrir fimleikadeild verði byggð í fyrstu áföngum byggingarinnar. Fyrrgreindar tillögur verða unnar í samráði við aðalstjórnir beggja félaga og er íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að boða formenn til fundar,“ segir í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar.

Magnús Pétur Magnússon Landmark 13 ára: „Bjúgu, pylsur, makkarónusúpa og steinbítur. Ég kann sjálfur að elda pulsurétt með banana, eplum og bökuðum baunum.“

Gervigrasvöllur vestan við Reykjaneshöll og nýtt fjölnota íþróttahús, skv. tillögu.

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

Ólafur Fannar Þórhallsson 16 ára: „Kjúklingaborgari frá Villa. Heima get ég ristað brauð.“

Fleiri sveitarfélög komi að borðinu í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd Fulltrúar dómsmálaráðuneytis funduðu á dögunum með velferðarráði Reykjanesbæjar um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd en Útlendingastofnun er með umfangsmikla starfsemi í Reykjanesbæ og þjónustusamning við Reykjanesbæ vegna hluta af sínum skjólstæðingum.

845 0900

Logi Halldórsson 15 ára: „Sushi og hamborgari. Ég bý til samlokur heima og bý til pasta og stundum sýð ég pulsur handa öllum heima.“

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is // Marta Eiríksdóttir, sími 421 0002, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is

Í fundargerð velferðarráðs segir: „Velferðarráð þakkar fulltrúum dómsmálaráðuneytisins fyrir kynningu þeirra. Eins og áður hefur komið fram hafa Reykjavíkurborg, Hafnarfjörður og Reykjanesbær gert þjónustusamning við Útlendingastofnun en önnur sveitarfélög alfarið getað neitað aðkomu. Velferðarráð minnir enn og aftur á mikilvægi þess að skýr stefna verði

mótuð í málaflokknum og að fleiri sveitarfélög komi að borðinu. Huga þarf að stefnumótun á verklagi við móttöku með öðrum sveitarfélögum. Fulltrúar Reykjanesbæjar eru tilbúnir að taka þátt í þeirri vinnu. Velferðarráð leggur áherslu á áframhaldandi samstarf við dómsmálaráðuneytið og Útlendingastofnun varðandi málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd.“

Steinþór Stefánsson 15 ára: „Pasta og allt ítalskt finnst mér gott. Stundum bý ég sjálfur til samlokur með osti, kryddsalti og smjöri, sem ég set í örbylgjuofn.“

FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

898 2222

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

SUNNUDAGA KL. 20:30 á Hringbraut og vf.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.