Víkurfréttir 25. tbl. 41. árg.

Page 26

26 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

VÍKURFRÉTTIR Í 40 ÁR

Grjótaþorp R

á Miðnesheiði

atsjárstöð Varnarliðsins í Rockville á Miðnesheiði var byggð árið 1953. Hún var starfrækt til ársins 1997, þegar henni var lokað og ný stöð opnuð skammt frá. Það eru því tuttugu ár um þessar mundir frá lokun stöðvarinnar. Í dag er fátt sem minnir á tilvist ratsjárstöðvarinnar. Fáein grenitré vekja athygli þegar horft er til svæðisins úr fjarska, tré sem uxu í skjóli húsa sem síðar voru rifin en um áratugur er síðan Rockville var jafnað við jörðu. Þegar Rockville var og hét voru þar um tuttugu hermannaskálar, mötuneyti, pósthús og íþróttahús. Á staðnum voru einnig áberandi tröllvaxnar hvítar kúlur. Inni í þeim voru ratsjár sem höfðu það hlutverk að fylgjast með flugumferð og þá helst véla frá Sovétríkjunum. Sjá nánar í næstu opnu.

Rockville á Miðnesheiði í júní 2003 þegar þar var rekin meðferðarstöð Byrgisins. Myndin er tekin daginn sem Byrgið yfirgaf Rockville. Þremur árum síðar var allur húsakostur rifinn í burtu. Fimmtudagur 18. júní 2020 // 25. tbl. // 41. árg.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.