Víkurfréttir 22. tbl. 41. árg.

Page 46

46 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Erfitt að láta hugann reika í grímuklæddum heimi

– Njarðvíkingurinn Hinrik Hafsteinsson er 25 ára stúdent en þessa dagana er hann í skiptinámi við Háskólann í Tübingen, sem er lítill háskólabær í Þýskalandi. Samhliða náminu starfar Hinrik í forritunarverkefnum í fjarvinnu að heiman. Hann leigir íbúð með tveimur öðrum íslenskum stúdentum svo segja má að þau hafi komið upp svolítilli íslenskri kommúnu þar úti.

Þessa dagana er allt svolítið öðruvísi og lífið snýst um að halda rútínunni gangandi í samkomubanninu. Dagarnir eru fábrotnir. Maður er mestallan daginn á heimaskrifstofunni en brýtur hann stundum upp með því að fara út að hlaupa eða út í búð ...

– Hvernig stóð á því að þú fluttir til útlanda? „Ég er í MA námi í máltækni við Háskóla Íslands. Mér stóð til boða að taka hluta af náminu erlendis við aðra deild í mínu fagi, þannig að ég sló til í fyrra.“ – Saknarðu einhvers frá Íslandi? „Maður saknar eiginlega alls sem er ekki hægt að nálgast eins auðveldlega og heima. Vinir og fjölskylda, aðallega. Að fara í sund. Treó með sítrónubragði. Það er alls konar. En þegar maður býr erlendis í svona takmarkaðan tíma veltir maður sér ekki mikið upp úr því sem er heima heldur nýtur frekar þess sem er hérna úti. Maður mun svo sakna alls þess þegar maður flytur aftur heim.“ – Hve lengi hefurðu búið erlendis? „Ég er búinn að búa hér í hálft ár eða eina vetrarönn í þýska skólakerfinu. Ég verð hér svo alla vega út sumar-

Fimmtudagur 28. maí 2020 // 22. tbl. // 41. árg.

önnina líka, þannig ég á u.þ.b. hálft ár eftir í viðbót.“ – Hverjir eru helstu kostir þess að búa í Þýskalandi? „Það er mjög hentugt að búa í Þýskalandi, sérstaklega þegar maður er námsmaður en þar sem ég bý er almennt ódýrara að lifa en heima á Íslandi. Öll þjónusta er mjög góð og aðgengileg. Þýskaland er líka með mjög öflugt heilbrigðiskerfi sem maður myndi ekki spá sérstaklega út í undir venjulegum kringumstæðum en núna í heimsfaraldrinum upplifir maður sig mjög öruggan hér úti. Tübingen er síðan mjög dæmigerður þýskur háskólabær. Hann er svolítið á íslenskum mælikvarða en hér búa 90.000 manns sem er nokkuð minna en í Reykjavík. Hér er líka allt sniðið að stúdentum. Það eru mjög góðar almenningssamgöngur og alls konar starfsemi miðuð að fólki á háskólaaldri, enda er þriðji hver bæjarbúi nemandi við skólann.“

– Hvernig er hefðbundinn dagur í lífi þínu? „Í haust þegar ég var meira í að sækja tíma í skólanum miðaðist dagurinn aðallega út frá fyrirlestrum og verkefnum, eins og hjá flestum háskólanemum. Álagið hér úti er mismunandi milli daga en heilt yfir litið gefa Þjóðverjarnir lítinn afslátt í kennslunni, ekki frekar en kennararnir heima. Þessa dagana er allt svolítið öðruvísi og lífið snýst um að halda rútínunni gangandi í samkomubanninu. Dagarnir eru fábrotnir. Maður er mestallan daginn á heimaskrifstofunni en brýtur hann stundum upp með því að fara út að hlaupa eða út í búð.“ – Líturðu björtum augum til sumarsins? „Já, maður verður að gera það. Í þessu ástandi er mikil geðbót að veðrið er almennt gott í mínum hluta landsins og þessa dagana verður það


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.