42 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Guðbrandur
ræðukóngur
Guðbrandur í ræðustóli í bæjarstjórn í apríl 2020.
Páll Ketilsson pket@vf.is
Guðbrandur Einarsson, oddviti Beinnar leiðar, var „ræðukóngur“ bæjarstjórnar Reykjanesbæjar á árinu 2019 en hann tók 63 sinnum til máls á bæjarstjórnarfundum. Næstur honum er félagi hans í meirihlutanum, Friðjón Einarsson, Samfylkingu sem talaði 52 sinnum. Þetta kemur fram í samantekt Jóhanns Friðriks Friðrikssonar, forseta bæjarstjórnar, sem hann lagði fram á fundi bæjarráðs nýlega. Fjöldi skipta sem bæjarfulltrúar tóku til máls á fundum bæjarstjórnar 2019: Guðbrandur Einarsson (Y) 63 Friðjón Einarsson (S) 52 Baldur Þórir Guðmundsson (D) 44 Jóhann Friðrik Friðriksson (B) 42 Margrét Ólöf A Sanders (D) 39 Margrét Þórarinsdóttir (M) 37 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri 32 Gunnar Þórarinsson (Á) 29 Guðný Birna Guðmundsdóttir (S) 23 Anna Sigríður Jóhannesdóttir (D) 22 Díana Hilmarsdóttir (B) 9 Styrmir Gauti Fjeldsted (S) 6 Friðjón Einarsson er annar mesti ræðukappinn í Reykjanesbæ.
Fimmtudagur 28. maí 2020 // 22. tbl. // 41. árg.