Víkurfréttir 19. tbl. 41. árg.

Page 6

6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Segir Hallgrím Helgason særandi og tilfinningalausan

Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, sendir Hallgrími Helgasyni, rithöfundi, tóninn í færslu á fésbókinni um helgina. Hallgrímur vill hafa Leifsstöð opna fyrir burtþyrstan landann og leyfa honum að spranga um salina, láta leita á sér, taka einn öllara, spjalla og skella sér svo í Fríhöfnina, svo vitnað sé í færslu Hallgríms. Þetta skrifaði Hallgrímur: „Hugmynd í Kófinu, um leið og Víðir leyfir: Hafa Leifsstöð opna fyrir burtþyrstan landann, og leyfa honum að spranga um salina, láta leita á sér, taka einn öllara, spjalla og skella sér svo í Fríhöfnina. Hún væri í raun aðal-attraksjónin í þessu dæmi, og

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Opið:

11-14

alla virka daga

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Fimmtudagur 7. maí 2020 // 19. tbl. // 41. árg.

verðið yrði lækkað þar enn meir til að draga að. Eða jafnast eitthvað á við það að versla áfengi drukkinn? Vopnaleitinni yrði breytt í lottó, allir fengju miða í vasann við innganginn og einn af hverjum þúsund miðum myndi svo bípa í hliðinu við mikinn fögnuð. Stemmningin yrði

mikið stuð, allir hressir og brandararnir kæmu sjálfkrafa. "Ha-æ. Hvert eruð þið að fara?!" Á fimmtudögum væri svo menningarveisla, tónleikar og upplestrar. Það er reynsla mín að Íslendingum finnst í raun fallegasti staður landsins vera Leifsstöð, þar líður þeim best, enda sést það, við

erum alltaf svo glöð þar. Þar er fólk annaðhvort að koma heim til landsins sem það elskar eða fara burt frá landinu sem það hatar. Held að fólk langi alltaf í Leifsstöð, líka þótt engin séu flugin. Til að auka stemmningu yrðu svo tilkynningar í kallkerfi um að þessi eða hinn væri nú búinn með tímann sinn, fólk væri kallað upp úr eins og í sundinu í den. "Farþegi á leið til Amsterdam, djók, Anna Björk Ingimarsdóttir, gjörðu svo vel að hafa samband við afgreiðslu." Svo er þetta allt saman atvinnuskapandi og íslenska kiljumarkaðnum yrði bjargað. Þetta myndi að auki redda rútufyrirtækjunum því enginn gæti ekið heim... Ég er líka kominn með nafnið á þetta: Lukkustund í Leifsstöð - Happy Hour in Leifsstöð.“ Forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar var ekki skemmt yfir færslu Hallgríms og sendir honum tóninn og segir frumhlaupið vera Hallgrími til skammar. „Kæri Hallgrímur. Mér er ekki skemmt. Hundruðum starfsmanna hefur verið sagt upp í FLE eða eru í skertu starfshlutfalli. Allur húmor hefur sinn tíma og er vandmeðfarinn. Ég verð að segja að ég upplifi skrif þín sem særandi og tilfinningalaus. Kannski er ég viðkvæmur en það verður þá bara að vera svo. Þetta frumhlaup er þér til skammar og væri þér hollast að nýta listamannalaunin til uppbyggilegri skrifa,“ skrifar Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, á fésbókina.

„Endum þetta með góðri rokkveislu“ „Við höldum ótrauð áfram og stefnum á glæsilega tónleika,” segir Kristján Jóhannsson einn skipuleggjanda „Með blik í auga“ sem hefur gengið fyrir fullu húsi síðustu níu ár. „Þetta hefur alltaf verið þema­ tengt og í ár verður slegið í stór­ veislu þegar við gerum upp sögu rokksins. Já, við ákváðum að slá vel í og ljúka Blikinu með góðri rokk­ veislu.“ Einvalalið söngvara mætir til leiks að venju, þau Stefanía Svav­ ars, Stebbi Jak, Matti Matt og Dagur Sigurðsson. „Við Guðbrandur Einarsson og Arnór Vilbergsson höfum rekið þetta frá árinu 2010 þegar fyrsta Blikið fór af stað og satt best að segja átti bara að gera þetta einu sinni en tónleikarnir eru allt í einu orðnir 28.“ – Má vænta tímamóta nú, 2020? „Já, Blikið hættir eftir þessa tón­ leika. Við erum búin að vera að í tíu ár og þetta hefur verið frábært verkefni en nú er þetta ákveðið og

Guðbrandur, Kristján og Arnór. allir sáttir. Við höfum verið meira og minna sami hópurinn allan tímann og hann er orðinn þéttur. Þetta eru frábærir félagar,“ segir Kristján. „En það kemur eitthvað í staðinn. Það kemur alltaf maður í manns stað“ Tónleikarnir verða í Stapa í ár eins í fyrra. Frumsýning verður

2. september og síðan verða tvær sýningar 6. september. „Við erum bjartsýn á að búið verði að rýmka samkomubannið í september og það er nú þannig að undirbúningur tekur langan tíma. Nú, annars verður bara tekið fullt tillit til þeirra reglna sem munu gilda.“


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.