26 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
„Ameríka er svo stór að það er alltaf hægt að rekast á nýtt ævintýri“ – Hulda Björk Stebbins flutti til Bandaríkjanna eftir fermingu og hefur búið þar í 37 ár. Hulda Björk Stebbins býr í Dekalb, bæ í Illinois í Bandaríkjunum. Í bænum búa um 40.000 manns en bærinn er kenndur við Northern Illinois University, þar sem eru um 20.000 nemendur en samt talinn smábær eða sveitabær. Dekalb er rúmleg klukkutíma vestur af Chicago-borg.
Það var mjög erfitt að flytja til Bandaríkjanna sem táningur og skilja eftir stóra fjölskyldu og vini en ég fékk að koma á sumrin í íslenska frelsið og bjó þá hjá ömmu minni ...
Hulda Björk er meinatæknir og starfar hjá Northwestern Medicine sem á tíu spítala á Chicago-svæðinu og hefur rúmlega 7.000 manns í vinnu. Eiginmaður Huldu er forstöðumaður fjármála á flugvelli í úthverfi Chicago og þau eiga saman fimm börn á aldrinum fimmtán til
Fimmtudagur 7. maí 2020 // 19. tbl. // 41. árg.
22 ára. Fjögur þeirra eru á lífi en elsta dóttir þeirra, Hanna Margrét, lést eftir bílslys í nóvember á síðasta ári, aðeins 22 ára gömul. Hulda Björk er fædd og uppalin í Keflavík. Hún er hálfamerísk og flutti til Bandaríkjanna efir fermingu með móður sinni.
Erfitt að flytja til Banda ríkjanna sem táningur – Hvernig var að flytja til Bandaríkjanna á þeim tíma? „Það var mjög erfitt að flytja til Bandaríkjanna sem táningur og skilja eftir stóra fjölskyldu og vini