54 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
„Á aldrei eftir að prófa djúpsteiktu nautaeistun“ JÓN ÞÓR KARLSSON BÝR VIÐ ÞJÓÐVEG 66 Í BANDARÍKJUNUM
J
ón Þór Karlsson er fæddur og uppalinn í Keflavík. Hann er giftur Tonyu Fay og þau búa í Vinita í Oklahoma í Bandaríkjunum. Vinita er um 100 km norðaustan við Tulsa, sem margir Íslendingar þekkja, og er heimabær Tonyu. Bærinn er einn af eldri bæjum Oklahoma og er með járnbrautakrossteina, eða „Junction“, og bærinn hét Junction í upphafi. Það var mikil gróska bænum á sínum tíma. Seinna varð pólitíkin þannig hér að þeir vildu ekki stækka bæinn þannig að Tulsa varð að stórborginni á svæðinu,“ segir Jón Þór þegar hann er beðinn um að lýsa heimabænum sínum. „Hér í bæ eru mörg hjúkrunar- og elliheimili, þannig að ég tel að stærsti atvinnuvegur hér sé heilsugeirinn. Svo eru margir búgarðar hér og mikið um nautgripi, sem eru aldir til kjöts. Jón Þór og Tonya eiga þrjú uppkomin börn, Kristinn Þór 32 ára, Árnína Lilja 26 ára og Jakob Solimon, sem er 24 ára. „Hjá okkur búa svo tvö barnabörn, þær Daenerys Phoenix og Solstice Rayne en þær eru dætur Árnínu. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
– Hvernig stóð á því að þú fluttir til útlanda? Ég hóf flugvirkjanám í október 1985. Meðan ég var í námi hitti ég Tonyu og við giftum okkur 19. ágúst 1987. Eftir námið fluttum við til Lúxemborgar og hóf störf hjá Cargolux. Svo fór ég heim til Íslands 1988. Ég starfaði hjá Flugleiðum (Icelandair) sem flugvirki árin 1988–1989 og þegar Icelandair endurnýjaði flotann með nýju 757 og 737 vélunum, þá var 22 af okkur sagt upp því að flugvélstjórarnir af DC-8 og 727 vélunum komu á gólfið. Við fórum tveir til Bandaríkjanna, tveir til Kanada svo fóru nokkrir til SAS, Finair og German Cargo. Ég flutti til Orlando og hóf störf hjá Page Avjet Corporation sem flugvirki í mars 1989. – Var erfið ákvörðun að söðla um og flytja í annað land? Fyrir mig var það ekki erfið ákvörðun á þeim tíma. Ég var á
Tonya Fay og Jón Þór. tuttugasta og þriðja ári og konan var frá Bandaríkjunum. Ég var búinn að vera þar í skóla og kunni vel við mig þar. Það var ekki erfitt fyrr en kannski eftir á, þegar ég var búinn að vera í nokkur ár. Ég átti tvær ömmur, afa og langafa
Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.
og ég fór að sakna þeirra og allrar fjölskyldunnar og vina. Það var erfiðast á jólum og hátíðum. Í upphafi var meiningin að vera ekki lengi en það eru komin 31 ár síðan ég flutti út.
– Saknarðu einhvers frá Íslandi? Já, það er margt sem ég sakna frá Íslandi. Það er viss orka og andi í landinu sjálfu sem ég finn ekki annars staðar í heiminum. Landslagið er ótrúlegt og loftslagið einstaklega hreint. Ég sakna fjölskyldunnar, vinanna, menningarinnar, fólksins, sagnanna, tónlistarinnar og tungumálsins. Svo náttúrlega hreina og tæra vatnsins, svo er það fiskurinn, lambið, pylsurnar og rjómaísinn besti.
Fleiri með illa lyktandi mat til að halda upp á gamlar hefðir – Er eitthvað framandi sem hefur komið þér á óvart þar sem þú býrð núna? Það kom mér á óvart hvað jólin eru óhátíðleg hér. Við höfum haldið upp á þau kannski meira eins og við gerum heima á Íslandi en hér er nánast bara haldið upp á jóladag af heimamönnum, skrautið sett upp í enda nóvember og tekið niður milli jóla og nýárs. Svo á vorin er festival hér í bæ. Að hefð kúrekana þá eru nautaeistu djúpsteikt, það er kallað Calf Fry og er svakalega vinsælt. Ég hef aldrei þorað að prófa þetta og mun sennilega aldrei gera. Svo er tengdapabbi minn með svínagarnir (Chitterlings, eða chitlins á slangri) á Þakkargjörðarhátíðinni og það er mikið um það hér, þannig að við Íslendingar erum ekki einir um að vera með illa lyktandi mat til að halda upp á gamlar hefðir. – Hefurðu alltaf búið á sömu slóðum? Nei, við höfum búið á mörgum stöðum. Árið 1990 hóf ég störf hjá Ryan International, sem er bandarískt félag, sem flugvirki, seinna sem vélstjóri og flugmaður. Fyrstu árin var ég að vinna á bækistöðvum sem voru