Víkurfréttir 18. tbl. 41. árg.

Page 38

38 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Komst í elítuhóp 0,5% þjóðarinnar:

Gerir ráð fyrir að þurfa að sjá um utanríkismál þjóðarinnar

Netspj@ll – Líturðu björtum augum til sumarsins? Það er erfitt að líta ekki björtum augum til sumarsins þrátt fyrir ástandið þar sem að ég á von á barni á næstu dögum, verður vonandi komið í heiminn þegar þetta birtist. Þá geri ég ráð fyrir því að Liverpool verði krýnt Englandsmeistari í sumar sem ég vonast til að fagna á litla Anfield í hópi góðra manna og að Keflavík komist í efstu deild í fótbolta. – Hver eru þín áhugamál og hefur ástandið haft áhrif á þau? Ég er mikill áhugamaður um knattspyrnu og sit í stjórn knattspyrnudeildar Keflavíkur. Þannig að ástandið hefur haft heilmikil áhrif á það. Ég er blessunarlega bara góðveðursgolfari þannig að ekki hefur reynt á áhrifin þar ennþá. – Áttu þér uppáhaldsstað á Íslandi og hver er ástæðan? Þetta er merkilega erfið spurning en Jökulsárhlíð fyrir austan hvar ég var í sveit sem gutti á Hrafnabjörgum 2 kemur upp í hugann. Sigmundur Davíð var þó ekki skráður í sveit á næsta bæ á þeim tíma enda þegar kominn í eyði. Hefði verið gaman að hafa kallinn samt á næsta bæ. – Hvað stefnirðu á að gera í sumar? Ég geri ráð fyrir að stór hluti af sumrinu fari í að venjast því að vera með hvítvoðung á heimilinu og stilla það saman við hin þrjú börnin sem búa hjá okkur aðra hverja viku. Eina sem er fast í hendi varðandi ferðalög er vikuferð norður yfir verslunarmannahelgina. Það verður þó pottþétt ekki eina ferðin út fyrir bæjarmörkin. Þá geri ég ráð fyrir því að það verði þétt dagskrá hjá okkur í kringum Keflavíkurliðið í þéttspiluðu móti. Svo

Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.

Jóhann Snorri Sigurbergsson er forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS Orku, stjórnarmaður í stjórn knattspyrnudeildar Keflavíkur, gallharður púllari og ákkúrat nógu gamall til að muna eftir síðasta Englandsmeistaratitli liðsins. ætla ég að finna golfkylfurnar og sjá hvort ég geti orðið jafn góður og ég held að ég sé í þeirri íþrótt. Svo ætla ég að reyna að hemja mig á trampólíninu með börnunum og vonandi ekki þurfa að fara með fleiri á spítala eftir leik þar (það fór þó betur en á horfðist).

farið í fótbolta og körfubolta með börnunum aftur og sýnt þeim listir á trampólíninu. Í ljósi frétta af takmörkunum á utanlandsferðum og að jafnvel bara þeir sem eru með ónæmi fái að ferðast geri ég ráð fyrir, ásamt nokkrum öðrum, að þurfa að sjá um utanríkismál þjóðarinnar.

– Hver voru plönin áður en veiran setti strik í reikninginn? Í raun er ekki mikil breyting á plönum sumarsins sem voru lituð af barneigninni en við höfðum sett stefnuna á tveggja vikna sólarlandaferð með haustinu – bjartsýnin á að það gangi eftir minnkar með hverjum deginum. Þá er líka eins gott að Siggi Stormur hafi rétt fyrir sér með að sumarið verði gott.

– Varðstu mjög veikur? Ég varð aldrei mjög veikur en upplifði hefðbundin flensueinkenni í um tvær vikur. Ég vissi í raun um leið og ég varð veikur að ég væri með veiruna þar sem ég hef verið svo heppin að ég veikist nánast aldrei af hefðbundnum umgangspestum. Þegar ég greinist voru öll þrjú börnin hjá okkur þannig að við vorum fimm saman á heimilinu innilokuð í tvær og hálfa viku. Ég í einangrun en restin í sóttkví.

– Hvernig hefur tilveran verið hjá þér undanfarnar vikur, hefur margt breyst? Eins og hjá öllum hefur tilveran verið mjög furðuleg síðustu vikur. Vegna samfélagslegs mikilvægis HS Orku vorum við flest látin vinna heima frekar snemma í ferlinu til að minnka smithættur til þeirra sem í raun framleiða fyrir okkur rafmagn og heitt vatn, altsvo þá sem kunna á takkana í orkuverinu. Mér tókst þó að komast í elítuhóp u.þ.b. 0,5% þjóðarinnar sem hefur greinst með veiruna. Ég var sæmilega heppinn þó með áhrifin á mig sem voru frekar væg miðað við marga. – Hvernig er heilsan eftir að hafa veikst af COVID-19? Heilsan er fín eftir veikindin. Ég fann aðeins fyrir öndurfæraerfiðleikum í veikindunum sem gerði það að verkum að maður var ekki mikið að hlaupa um. Það tók smá tíma að komast yfir það eftir að ég náði heilsu en ég er orðinn góður af því og get

– Er ekki rétt að sambýliskona þín er alveg komin á steypirinn? Hvernig hefur hún það og hvernig var það fyrir hana að vera með þig veikan kasólétt? Ég held að ég muni aldrei getað fullþakkað sambýliskonu minni sem gengin var rúma átta mánuði á leið fyrir að sjá alfarið um heimilið meðan ég var í einangrun. Það var mikil óvissa í kringum óléttuna bæði hættan að hún færi af stað og ég gæti ekki verið með henni eða að hún eða eitthvað af börnunum myndu fá veiruna. Þetta hefði getað sett öll fæðingaplön algerlega úr jafnvægi en við vorum blessunarlega það heppin að ég var sá eini sem veiktist og þau sluppu. Núna er allt komið í jafnvægi og við bíðum átekta eftir fæðingunni en settur dagur var síðasta föstudag.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.