Víkurfréttir 17. tbl. 41. árg.

Page 6

6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Norðmenn taka fríin sín hátíðlega Hafsteinn Kröyer Eiðsson sem býr í Sandnes við Stavanger í Noregi. Hafsteinn Kröyer Eiðsson býr með unnustu sinni, tveim stjúpbörnum og fjölskylduhundinum í einbýlisleiguhúsnæði í bænum Sandnes sem er samliggjandi við bæinn Stavanger í Rogalandsfylki í Noregi. Hafsteinn starfar sem vöruflutningabílstjóri hjá matvælavörudreifingarfyrirtæki sem heitir Asko og dreifir matvörum í stóran hluta af öllum matvöruverslanakeðjum í Noregi. – Hvernig stóð á því að þú fluttir til útlanda? „Ég við fluttum frá Keflavík til Noregs um sumarið 2015 vegna þess að okkur þótti orðið of dýrt fyrir okkur að búa á Íslandi. Sem dæmi er lágt leiguverð á Íslandi að slá upp í heil meðalmánaðarlaun á meðan hér er það um eða undir hálfum mánaðarlaunum. Auðvitað ekki almennt kannski en þetta er mín reynsla. Svo skemmir ekki að fá betra sumarveður.“ Fimmtudagur 23. apríl 2020 // 17. tbl. // 41. árg.

– Var erfið ákvörðun að söðla um og flytja í annað land? „Það var ákveðið að flytja í lok febrúar 2015 og ætluðum við að nota eitt ár í undirbúning en ég var farinn út með fullan skutbíl af dóti í lok júní sama ár og fjölskyldan fylgdi svo eftir í lok ágúst.“ – Saknarðu einhvers frá Íslandi? „Ég á dóttur á Íslandi sem ég sakna mest og auðvitað saknar maður vina og annarra ættingja.“


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Víkurfréttir 17. tbl. 41. árg. by Víkurfréttir ehf - Issuu