64 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Ósk Wall hefur búið í Esbjerg í Danmörku síðan 1998 og vinnur að heiman vegna heimsfar
„Hér er öllu frestað fram Ósk Wall hefur verið búsett ásamt fjölskyldu sinni í Esbjerg í Danmörku síðan maí 1998. Maki hennar er Óskar Snorrason, húsasmiður, og þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn. Þá er annað barnabarn á leiðinni. „Ég starfa hjá verkalýðsfélaginu Fødevareforbundet NNF sem atvinnuskaða- og félagsráðgjafi (Arbejdsskade og Social konsulent). Yfirmenn mínir eru í Kaupmannahöfn en ég er með skrifstofu í Esbjerg, Holstebro og Rødekro. Starf mitt felst í að hjálpa meðlimum okkar að fá þá hjálp sem þeir eiga rétt á í sambandi við veikindi og atvinnuslys hjá yfirvöldum í Damörku og áfrýja ákvörðunum sem við metum að séu rangar. Sem félagsráðgjafi er þetta mjög spennandi starf sem gefur aukinn möguleika á að grafa niður í löggjöfina,“ segir Ósk um það sem hún er að fást við. Okkur hjá Víkurfréttum lék forvitni á að vita hvernig Suðurnesjafólk í útlöndum er að upplifa heimsfaraldur COVID-19. Þar sem Ósk hefur búið á þriðja áratug í Esbjerg í Danmörku, það er það hennar heimavöllur, enda segist hún lítið fylgjast með því sem er að gerast á Íslandi, nema ef náttúruhamfarir verða.
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
– Hvernig ert þú að upplifa ástandið í kringum COVID-19? Hræðilegt ástand og eiginlega mjög hrollvekjandi hve fljótt svona smit getur dreift sér. Þetta er ástand sem engin hefur prófað áður og engin hefur 100% lausn í sambandi við hvernig maður bregst við. Heimurinn er lamaður, við erum öll í sömu aðstöðu, þó mismikilli hættu að sjálfsögðu. – Hefurðu áhyggjur? Já, að sjálfsögðu hefur maður áhyggjur. Ég vona að það lyf sem Danirnir eru að prófa þessa stundina virki svo það sé hægt að fara að gefa lyf við þessum vírus. – Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? Hvernig eru dagarnir hjá þér núna? Hefur þú
Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
Ég hafði smá áhyggjur af því að við gætum sýkst í flugvélinni á leiðinni heim. En mér hefði aldrei dottið í hug að ástandið yrði eins og við þekkjum í dag.
gert miklar breytingar í daglegu lífi? Skrifstofurnar okkar hafa verið lokaðar síðan 15. mars og verða áfram til 10. maí. Allir vinna heima. Okkar meðlimir eru í vinnu þar sem þeir starfa við matvælaiðnaðinn. Ég hef verið meira og minna heima þar sem ég hef haft einkenni í langan tíma. Þó ég sé testuð neikvætt með COVID-19 hefur minn læknir upplýst að testin eru ekki örugg. Svo við minnstu einkenni, þá á fólk að vera heima. Ég hef ekki séð dóttur mína og hennar fjölskyldu sem búa í Skanderborg síðan í lok febrúar. Það er gott við höfum tæknina til að geta séð og talað saman. Sá yngsti hefur verið heima síðan 15. mars og verður áfram þangað til fyrirvöld eru tilbúin til að opna skólana að fullu en þau yngstu, frá 0. til 5. bekk, byrja í skóla eftir páska. – Hefur þú þurft að gera miklar breytingar varðandi vinnu eða daglegt líf? Við vinnum heima. Öll samskipti eru í gegnum síma. Við hittum ekki vini eða vandamenn. Við tökum þetta öll alvarlega. Tökum enga áhættu.