58 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Lárus Frans Guðmundsson býr í Solrød Strand í Danmörku
Víðir, Þórólfur og Alma miklu betri en pólitíkusarnir sem ráða för í Danmörku Lárus Frans Guðmundsson býr í Solrød Strand í Danmörku. Bærinn er á Stór Kaupmannahafnarsvæðinu og þar hefur hann búið síðan 2004 ásamt Ástu Birnu, eiginkonu sinni. Þau eiga fjögur börn. Tvö búa heima, einn í Odense og einn í Reykjanesbæ. Lárus starfar sem verkefnastjóri hjá tölvufyrirtæki, SimCorp, en þar fóru allir heim að vinna eftir að landið lokaði. Utan vinnu hefur Lárus verið að hjóla og styðja Team Rynkeby söfnunarverkefnið. Víkurfréttum lét forvitni á að vita hvernig Suðurnesjafólk í útlöndum er að upplifa heimsfaraldurinn á sínu svæði. „Fólk er rólegt hér í kringum okkur, flestir eru heima þar sem skólum og leikskólum var lokað og
allir opinberir starfsmenn sendir heim. Flest fyrirtæki gerðu það sama, fólk fer sjaldnar í búð, verslar fyrir fleiri daga í einu og í stað þess að börnin séu með þá er það bara fullorðnir,“ segir Lárus í samtali við Víkurfréttir. – Hefurðu áhyggjur? Já og nei, við erum hraust og börnin okkar en tengdaforeldrar mínir erum um áttræðisaldurinn og mamma
Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
að nálgast sjötugt og því eru þau í áhættuhóp. – Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? Hvernig eru dagarnir hjá þér núna? Hefur þú gert miklar breytingar í daglegu lífi? Já, við erum náttúrlega bara heima. Breyting hjá mér á vinnunni er lítil, við notum Teams fyrir okkar fundi og höldum því áfram. Sem verkefnisstjóri er ég mikið á fundum og flakka um bygginguna og það sem breyttist mest hjá mér er að ég labbaði um 7000–8000 skref á dag en sit núna á loftinu heima.
Utan vinnu eru líka breytingar en dóttirinn er á karate æfingum fjórum, fimm sinnum í viku og eru við foreldranir með að styðja okkar klúbb. Öllum mótum og viðburðum hefur verið aflýst. Ég hef sjálfur verið að hjóla síðastliðin ár og það er allt með öðru sniði núna og ekki svipur hjá sjón. – Hvenær fórstu að taka COVID-19 alvarlega? Við fengum heimsókn í síðustu viku febrúar af sýktum einstaklingi í vinnuna og var ein deild send heim eftir þá heimsókn. Ég er hluti af ITviðbragðsteymi hjá fyrirtækinu og það var kallað saman. Við höfðum