þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.
70 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
„Takk mamma gella“
PÁSKASPURNINGAR Hvernig á að halda upp á páskana? Heima í rólegheitum og borða góðan mat. Eru hefðir í páskamat? Nei, bara eitthvað gott – til dæmis lambalæri. Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Bara það sama, vera heima í rólegheitum og hafa það kósý. Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Páskaegg með lakkrís. Hver er uppáhaldsmálshátturinn þinn? Morgunstund gefur gull í mund.
Morgunstund gefur gull í mund Unnur Karlsdóttir er heimavinnandi listakona en helsta áskorun hennar er að mála á hverjum degi. Unni finnst skemmtilegast að vera með barnabörnunum sínum. Hvað er það fyndnasta sem hefur komið fyrir þig? Man ekki eftir neinu í augnablikinu. Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna? Marta Eiríks í hláturjóga. Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Áskorun mín hefur verið að mála á hverjum degi. Hvenær varstu stoltust af sjálfri þér? Þegar ég fór í brjáluðu veðri í jógagöngu úti á Garðskagavita. Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Hjá barnabörnunum mínum. Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir?
Að fara út að ganga á hverjum degi. Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Senda þakklæti til allra sem hafa farið eftir fyrirmælum þeirra. Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Kakó í glerflösku og normalbrauð með skorpu. Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Mig hefur alltaf langað læra garðyrkju.
ALIVE
ANNAN Í PÁSKUM KL. 21:00
HRINGBRAUT OG VF.IS
Þórunn Erlingsdóttir, alltaf kölluð Tóta og er íþrótta og sundkennari í Grindavík. Hún er íþróttafræðingur að mennt og finnst skemmtilegast að vera með fjölskyldu og vinum. Víkurfréttir lögðu nokkrar krefjandi spurningar fyrir Tótu. Hvað var það fyndnasta sem hefur gerst fyrir þig? Man nú ekki eftir miklu eins og er. Hér er ein saga sem ég ólst upp við og var oft mikið hlegið þegar hún var rifjuð upp. Ég ólst upp í sveit sem heitir Neðri Ás í Hjaltadal í Skagafirði. Þar eru tvö hús þar sem við fjölskyldan bjuggum og á neðri bænum bjó bróðir pabba og fjölskylda hans. Þar bjó Soffía frænka mín sem er jafngömul mér og vorum við mikið að leika. Mamma segir mér oft frá þeirri sögu þegar ég fékk að fara labbandi með Sámi hundinum okkar til Soffíu í heimsókn. Mamma sagðist hafa beðið í hurðinni eins og alltaf og Sámur ætti að labba með mér og passa að ég myndi beygja á réttum stað og mamma Soffíu stóð einnig í hurðinni á húsinu þeirra og beið eftir mér. Þetta hafði gengið svo oft áður en þennan dag sá ég víst pabba neðar í brekkunni og ætlaði greinilega að labba til hans og hélt áfram þrátt fyrir að Sámur reyndi að láta mig beygja að húsinu hennar Soffíu frænku. Ég hélt víst bara áfram að þramma niður veginn og Sámur hljóp í kringum mig og reyndi eins og hann gat að reyna stoppa mig. Þegar hann sá að hann gat ekki fengið mig til að beygja á réttum stað þá skellti hann mér niður og gólaði þangað til einhver kom að hjálpa honum. Sámur passaði vel upp á mig þegar ég ólst upp og það sást líka best þegar ég var um þriggja ára að veiða með pabba hjá ánni niður fyrir veg hjá okkur. Ég næ einhvern veginn að rúlla niður smá brekku og dett út í ánna. Áður en pabbi náði að gera eitthvað var Sámur stokkinn útí, synti að mér og beit í gallann sem ég var í og synti með mig í land. Einstakur hundur. Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna? Þegar yngsti sagði við mig um daginn: „Takk mamma gella,“ eftir að ég hjálpaði honum í útifötin. Alveg með allt á hreinu sá yngsti. Hann kemur með endalausa gullmola þessa dagana. Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Er núna í veikindaleyfi eftir að ég rakst eiginlega á vegg í lok síðasta árs eftir samsafnað álag og áfall í sumar. Skrýtið að kunna ekki lengur að hafa allt á hreinu, geta ekki hreyft sig/æft eins og ég vil eða geta ekki gert eðlilega hluti eins og áður og eiga að slaka á. Ennþá meiri áskorun í þessu ástandi þar sem maður er þá heima með börnin þrjú og kettina tvo heima alla daga og engin eðlileg dagskrá hjá neinum. En er jákvæð og trúi því að allt eigi að gerast sem gerist og
PÁSKASPURNINGAR Hvernig á að halda upp á páskana? Ætli við ferðumst ekki bara þá fram í stofu eða út í garð eins og við komust ekki norður. Aðeins öðruvísi ferðalag þetta árið. Eru hefðir í páskamat? Nei, ekki þannig. Ætli maður endi samt ekki í nautalund og Bearnaisesósu. Uppáhaldið á heimilinu og Orri Freyr maðurinn minn þekktur fyrir geggjaða sósu. Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Við hefðum farið norður eins fljótt og börnin væru búin í skólanum. Byrjað örugglega í sveitinni hjá pabba mínum í Hjaltadalnum þar sem nauðsynlegt er að koma reglulega við og endurhlaða batteríin í fallegri náttúrunni. Endað svo á Akureyri hjá tengdó í góðu yfirlæti. Tengdapabbi er kokkur og alltaf veisla hjá þeim. Hefði þá náð að hitta loksins vinkonur mínar fyrir norðan og vinafólk okkar. Hefði verið nóg af hittingum og gleði jafnt hjá okkur og börnum okkar og vinum þeirra. Áttum heima þar í nokkur ár og gott að komast þangað reglulega og halda í vinskapinn. Orðið alltof langur tími núna síðan við komust norður. Verður gott að komast aftur þangað þegar samgöngubanninu lýkur. Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Er mikil lakkrís og pipar unnandi og er því Appalo-eggið með piparfylltum lakkrís efst á listanum. Passa það að eitt barnið fái slíkt og get því fengið mér þannig í ár. Kannski ég kaupi bara eitt auka Appalo-egg með piparfylltum lakkrís og geymi á góðum stað bara fyrir mig. er bara til að kenna okkur hluti og styrkja okkur. Hvenær varstu stoltust af sjálfri þér? Þegar ég eignaðist börnin þrjú. Þau eru ríkidæmi okkar Orra. Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Vera með fjölskyldu og vinum og vera að þjálfa aðra. Til að geta gefið meira af mér til fjölskyldunnar þá verð ég að geta þjálfað aðra og hjálpað. Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir? Keyra alltaf á réttum hraða en það ætti kannski ekki að gefa það upp. Síðan að borða ekki súkkulaði, gæti ekki verið án þess. Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi
FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Úff, ég myndi nú örugglega bara hrósa þeim fyrir gott starf. Ótrúlegur tími sem fer í þetta allt hjá þeim og þurfa á meðan láta allt annað bíða. Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Ég er nú ekki þekkt fyrir gott minni en minnir að skólinn hafi alltaf boðið uppá kaffi og slíkt og við ekki verið með nesti. Kostur þess að vera í litlum sveitaskóla á Hólum í Hjaltadal. Var líka það heppin að mamma mín og kona bróður pabba unnu í eldhúsinu og var því oft eitthvað gott og kunnuglegt í kaffinu og í matinn. Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Myndi fara meira út í nám sem viðkemur þjálfun fólks og heilbrigði. Myndi fara í íþróttafræðina örugglega aftur og síðan beint í meira nám því tengdu.