þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.
69 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Gullkornum rignir oft við matarborðið Hildur Sigfúsdóttir titlar sig húsfreyju þessa dagana en er einnig nemi í mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands. Hún hefði valið þetta nám aftur ef hún væri ekki þegar að stunda það núna. Hvað er það fyndnasta sem hefur komið fyrir þig? Mér tekst ýmislegt en akkúrat núna er mér hugsað til þess þegar ég gisti ásamt tveimur vinkonum á Egilsstöðum, við höfðum bætt við rúmi eftir pöntun og átti ekki að vera neitt mál. Þegar við komum stendur svo á gólfinu forláta samanbrjótanlegur beddi sem ég býðst til að sofa á. Um morguninn þegar við erum að vakna reisi ég mig upp og bið Lindu að rétta mér kókómjólk. Þegar ég teygi mig eftir henni hlunkast miðjufæturnir undan og ég með. Sit þarna í samloku í rúminu með útrétta hendi og kókómjólk. Það leið þó nokkur tími þangað til við hættum að hlæja og ég gat komið mér úr þessari óumbeðnu morgunleikfimi.
gleðina, þannig að skemmtilegast finnst mér að vera með fólki, hvort sem það eru fjölskyldan, vinirnir eða í félagsstarfinu. Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir? Að fara út að hreyfa mig í minnst 30 mínútur á dag, það er auðvelt að sleppa næsta degi þegar einn dettur út og getur því verið erfitt að rífa sig af stað og halda áfram.
Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Hvað fólk er frábært og alla þá sköpun sem á sér stað í heiminum bæði í list- og tæknigeiranum. Við erum að eignast nýjan skurðpunkt og líklegast mun margt sem þótti sjálfsagt hér áður ekki vera það lengur og öfugt. Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Kjallarabolla með túnfisksalati á unglingaganginum í Kópavogsskóla. Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Um þessar mundir sit ég á skólabekk, eða réttara sagt sit ég á stól heima hjá mér, og vinn að ritgerð í mannauðsstjórnun sem stefnan er að klára í maí. Myndi hiklaust fara í mannauðsstjórann ef ég væri ekki þegar byrjuð.
Nudd á gömlum jólapappír
Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna? Dætur mínar í kvöldmatnum, gullkornum rignir oft við matarborðið og ég met þær stundir mikils. Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Að halda rútínu síðustu vikurnar og láta ástandið hafa sem minnst áhrif á daglegt líf og líðan fjölskyldunnar á meðan við bíðum þennan veirustorm af okkur.
Sólveig Ágústa Guðmundsdóttir er hjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hún upplifði frekar fyndið nudd á Indlandi eitt sinn, þegar hún var beðin um að leggjast kviknakin á gólfið ofan á gamlan jólapappír.
Hvenær varstu stoltust af sjálfri þér? Þegar ég sagði upp vinnunni minni sem heimilisfræðikennari í Sandgerði og skellti mér í meistararnám af fullum krafti. Það var erfitt að segja bless við starfsfólkið og nemendur en mig langaði að stökkva og sé ekki eftir því.
Hvað er það fyndnasta sem hefur komið fyrir þig? Eitt af því fyndnasta sem ég hef upplifað er þegar ég fór í ayurvedískt nudd á Indlandi. Ég átti von á því að ég væri að leggjast á nuddbekk svona eins og maður er vanur hér á Íslandi. Í stað þess var mér sagt að klæða mig úr öllum fötum og leggjast á gólfið kviknakin. Á gólfið var búið að leggja pappír sem ég átti að leggjast á, kom þá í ljós að þetta var gamall jólapappír. Ég hló út í eitt og heyrði á sama tíma í vinkonu minni sem var einnig í nuddi og ómaði hláturinn okkar um allt húsið.
Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Það er ekki einhver ákveðinn staður fyrir mér heldur fólkið sem skapar
PÁSKASPURNINGAR Hvernig á að halda upp á páskana? Ætli það verði ekki svipuð dagskrá og hefur verið undanfarnar vikur, rólegheit og samvera með fjölskyldu. Mér datt reyndar í hug að þessi föstudagur gæti verið kjörinn til þess að rifja upp einn leiðinlegasta dag sem ég upplifði sem barn. Þegar allt var lokað og ekkert að gera, einfaldlega með því að hafa hann internetlausan og jafnvel með símana stillta á flug þannig að engin tenging væri við umheiminn. En ætli þeir verði ekki bara hefðbundnir með spil, Garðskagarúnti, sjónvarpsglápi og páskeggjaáti.
Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna? Snædís Lind, þriggja ára barnabarnið mitt, þegar hún sagði: „Amma þú átt svo fallegt heimili.“ Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Ég myndi segja þegar veiran COVID-19 helltist yfir okkur mannfólkið.
Eru hefðir í páskamat? Nei svo sem ekki, kannski einna helst að hafa lamb en það er meira af hagræði en hefð, finnst ekki gaman að stússast í eldhúsinu á rauðum dögum. Mér hugnast betur að nota venjulega daga til að brjóta upp og gera mér glaðan dag með mat, fjölskyldu og vinum. Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Það hefði verið gaman að hoppa í flugvél, ekkert langt kannski bara til vinafólks í Svíþjóð og njóta fyrstu vorboðanna. Annars bara vera heima og fara í fjölskyldumatarboð og hitta vini. Hvernig er uppáhalds páskaeggið þitt? Hæfilega stórt súkkulaðiegg með nammi. Held að ég hafi borðað yfir mig af páskaeggjum sem barn en mitt fyrsta starf var að brjóta óseld egg og sortera nammi frá súkkulaði eftir páska. Þeir voru ófáir molarnir sem duttu upp í munn en ekki niður í poka. Hver er uppáhalds málshátturinn þinn? Fjarðlægðin gerir fjöllin blá og langt til Húsavíkur.
Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á
vf is
Hvenær varstu stoltust af sjálfri þér? Þegar ég útsrkifaðist sem hjúkrunarfræðingur, 43 ára gömul. Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Að vera með fjölskyldunni og vinum. Ferðast innanlands og erlendis, jóga, golf og útivist. Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast að fara eftir? Líklegast að breyta mataræðinu.
Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórlólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Ég myndi tala um geðheilbrigði. Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Súkkulaðisnúðurinn úr Ragnarsbakarí. Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja að læra? Vinnusálfræði.
PÁSKA SPURNINGAR Hvernig á að halda páskana? Vera heima og elda góðan mat. Gönguferðir og njóta náttúrunnar. Eru hefðir í páskamat? Nei. Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Golfferð. Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Páskaegg frá Nóa Siríus. Hver er uppáhaldsmálshátturinn þinn? Man ekki eftir neinum sérstökum málshætti.