þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.
68 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Veðrið, það er alltaf í gríninu Pálmar Örn Guðmundsson, kennari, þjálfari, myndog tónlistarmaður, segist hafa lent í svo mörgu fyndnu um dagana að erfitt sé að velja. Hann hefði farið til Parísar um páskana ef ekki hefði verið heimsfaraldur. Pálmar fór í naflaskoðun fyrir Víkurfréttir. Hvað var það fyndnasta sem hefur gerst fyrir þig? Maður hefur lent í svo mörgu fyndnu og erfitt að velja eitthvað eitt. Oft er eitthvað fyndið í dag en var það ekki á því augnabliki sem það gerðist. Einu sinni fyrir löngu síðan þegar ég var byrja að koma fram sem trúbador fékk ég frábært tækifæri að spila eitt lag á flottu skemmtikvöldi hjá háskólanemum. Ég valdi lag sem var nokkuð vinsælt á þeim tíma en hafði þann galla að fyrsta og síðasta erindið byrjuðu eins. Ég var ekki með textann fyrir framan mig og gerði þau mistök að fara beint í síðasta erindið. Ég var ekki nógu reynslumikill til að bjarga mér á þessum tíma þannig þetta var mjög stuttur flutningur.
PÁSKA SPURNINGAR Hvernig á að halda upp á páskana? Ætli maður verði ekki bara heima. Eru hefðir í páskamat? Nei, ekkert frekar en lambið er alltaf viðeigandi. Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Ég hefði farið til Parísar. Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Stærð 5 með lakkrískurli.
Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna? Veðrið, það er alltaf í gríninu. Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Þurfti kannski ekki að takast á við hana, heldur kom mér í hana. En hún er að taka upp eitt lag eftir mig á viku í 40 vikur. Vinna það og mixa eins vel og ég get og gefa út á Spotify. Þetta hefur verið miklu meiri vinna en maður sá fyrir þar sem maður er að reyna gera þetta eins vel og maður getur en það styttist í síðasta lagið. Hvenær varstu stoltastur af sjálfum þér? Örugglega þegar ég útskrifaðist sem íþróttafræðingur. Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Úti í náttúrunni. Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir? Að nota tannþráð á hverju kvöldi. Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Klárlega um COVID. Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Man ekki eftir að eitthvað hafi verið girnilegara en annað en það var alltaf sport að ná að vera með eitthvað sem var nýtt á markaðinum og vera sá fyrsti með það. Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Kvikmyndagerð eða skógfræði.
Jólamaturinn endurtekinn um páskana Guðrún Ösp Theodórsdóttir, bráðahjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, segist eiga auðvelt með að gera grín að sjálfri sér. „Ég er með mikið keppnisskap sem getur þvælst fyrir mér,“ segir hún í naflaskoðun Víkurfrétta.
Hver er þinn uppáhaldsmálsháttur? Öll él birtir um síðir.
PÁSKA SPURNINGAR Hvernig á að halda upp á páskana? Bara heima í rólegheitunum. Ég hlýði Víði. Eru hefðir í páskamat? Ég geri hamborgarhrygg með sósunni hans pabba, brúnuðum kartöflum og ávaxtasalati. Í raun og veru bara jólamaturinn endurtekinn, mínus möndlugrauturinn og plús páskaegg. Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Hefði sennilega verið að vinna, hef starfað sem flugfreyja hjá Icelandair síðastliðin sumur en er núna komin alfarið aftur í hjúkrunina. Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Páskaeggin frá Nóa Siríus. Hver er þinn uppáhaldsmálsháttur? Hver er sinnar gæfu smiður.
Hvað var það fyndnasta sem hefur komið fyrir þig? Ég lendi oft í fyndnum aðstæðum og finnst margt fyndið sem aðrir sjá kannski ekki skoplega hlið á. Ég á líka auðvelt með að gera grín að sjálfri mér og ég er með mikið keppnisskap sem getur þvælst fyrir mér. Ég hef til dæmis lent í að mismæla mig í beinni útsendingu í Útsvarinu, sem er ennþá fyndnara því ég tel mig vera ágæta í íslenskri málfræði og málnotkun. Ég var alveg viss um svarið þegar spurt var um kvikmyndina „Með fullri reisn/The Full Monty“. Ég hins vegar kallaði hátt og ákaft: „Í fullri reisn“ og var leiðrétt eftir vandræðalega þögn sem ég reyndi ítrekað að fylla uppí með því að kalla þetta næstum rétt svar. Ég auðvitað kafroðnaði í gegnum allt sminkið þegar ég áttaði mig á því hvað ég var raunverulega að gala í beinni útsendingu á fjölskylduþætti og svo þegar Baldur liðsfélagi minn sagði: „Það var örugglega önnur og öðruvísi mynd sem þú varst að horfa á“. Þá var hláturskastið komið til að vera og ég átti erfitt með að klára þáttinn þar sem ég var sífellt að hugsa um þessi mismæli mín og hvernig merking setningarinnar var svo allt önnur út frá þessu eina orði. Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna? Ég er alltaf brosandi! En annars var það Heiðrún Helga dóttir mín sem fékk mig síðast til að springa allhressilega úr hlátri þegar hún fékk lánaðan símann minn í smástund og fiktaði eitthvað í stillingunum þannig að alltaf þegar ég ætlaði að skrifa „nei“ þá kom „já“. Að því loknu sendi hún mér skilaboð og spurði hvort hún mætti fá hvolp. Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Fyrir utan heimsfaraldur er það líklega bara að læra að lifa í núinu og slaka aðeins á.
Hvenær varstu stoltust af sjálfri þér? Strax eftir fæðingar dætra minna og svo þegar ég kláraði meistararitgerðina, sem er eiginlega eins og ein dóttir í viðbót. Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Bara hvar sem er með fólkinu sem ég elska. Alltaf hægt að hafa gaman, hvort sem það er í karabíska hafinu eða á grámyglulegum degi í vinnunni, snýst bara um hugarfar. Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir? Að borða ekkert á kvöldin ... eða jafnvel bara að borða ekki sætindi á kvöldin. Annars er ég ekki mikið að setja mér reglur. Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Ég myndi vekja athygli á kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga og kannski upplýsa fólk um hvað við gerum í vinnunni, held að fólk geri sér ekki alltaf grein fyrir því. Myndi líka þakka þeim fyrir ótrúlega vel unnin störf, ég treysti þeim bókstaflega fyrir lífi mínu. Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Franskbrauð með nutella og appelsínusafi. Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Mjög erfið spurning, ég er hálfgerður eilífðarstúdent, finnst afskaplega gaman að læra. Einhverjir hafa reynt að plata mig í doktorsnámið í hjúkrun en öll vinnan við meistaragráðuna er enn í of fersku minni. Skynsamlegt væri að klára kennsluréttindin eða verkefnastjórnun en ég væri líka til í að læra eitthvað allt annað eins og skapandi skrif.