Víkurfréttir 15. tbl. 41. árg.

Page 67

0

þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

67 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Setti á mig hárkollu, skegg og gervitennur Óskar Herbert Þórmundsson er yfirlögregluþjónn á eftirlaunum í dag en starfaði á árum áður meðal annars við fíkniefnadeildina í Keflavík. Þá þurfti hann stundum að fara í gervi til að þekkjast ekki og setti á sig hárkollu, skegg og gervitennur en þetta gervi villti einnig um fyrir samstarfsmönnum hans í lögreglunni. Hvað er það fyndnasta sem hefur komið fyrir þig? Það hlýtur að vera í lagi að segja frá þessu núna, það er svo langt um liðið. Á áttunda áratugnum var oft erfitt að vera einn í fíkniefnadeild lögreglunnar í Keflavík (Gullbringusýslu) og varð maður þá að vera frumlegur og uppátækjasamur til þess að sinna starfinu og geta farið um án þess að þekkjast, því fór ég í gervi. Setti á mig hárkollu, skegg og gervitennur. Engin innan lögreglunnar þekkti mig í þessu gervi nema Rúnar Lúðvíksson, lögreglumaður. Eitt kvöldið varð ég að hitta Rúnar, sem ég vissi að var á fundi í nýju lögreglustöðinni við Hringbraut. Ég fór á stöðina og bankaði á fundarherbergið en allar lögreglustöðvar voru ólæstar í þá daga. Til dyra kom Birgir Ólafsson, lögreglumaður. Birgir leit á mig og spurði hvað ég vildi. Ég svaraði að ég þyrfti að hitta Rúnar. Birgir sagði þá með þjósti að Rúnar væri upptekinn á fundi. Ég sagðist þurfa nauðsynlega að hitta hann. Þá lokaði Birgir dyrunum og ég heyrði hann segja að það væri maður frammi að hitta Rúnar. Rúnar spurði þá hver maðurinn væri og sagði Birgir þá: „Æ þetta er eitthvað

fífl úr Garðinum!“ Ég ætlaði að deyja úr hlátri og ekki hló Rúnar minna þegar hann kom út af fundinum og sá hver maðurinn var. Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna? Eiginkonan fékk mig síðast til að brosa þegar hún var að taka mynd af mér úti í skúr vegna spurninga Víkurfrétta og sagði: „Þú ert ekkert nema kinnarnar.“ Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Að takast á við þessa nýju heimsmynd sem er að verða vegna COVID-19. Hvenær varstu stoltastur af sjálfum þér? Þegar lögreglan á Keflavíkurflugvelli tók á móti líkkistu Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur forsetafrúar 17. október 1998. Engin fordæmi voru fyrir slíkri móttöku og til að gera hana sem virðurlegasta þurfti að æfa hóp lögreglumanna til að

bera kistuna og standa heiðursvörð. Af mörgu sem ég hef komið nærri á ævinni er ég einna stoltastur af þeim virðuleika sem lögreglumenn mínir settu á þessa móttökuathöfn. (sjá 41. tbl. Víkurfrétta 22/10 1998) Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Það er hvergi skemmtilegra en í golfi á Íslandi í góðu veðri. Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir? Að hætta að borða brauð og þá aðallega rúnstykki með osti. Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Hvað ég væri stoltur og ánægður með heilbrigðisstéttina í landinu. Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Fransbrauð með osti. Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú læra? Ég ætlaði aldrei að verða lögreglumaður en aðstæður urðu þannig. Listir og smíðar voru mér kærar en þegar ég horfi til baka yfir farinn veg myndi ég fara aftur í lögreglunám. Ég hugsa að starfið og fólkið sem ég kynntist hafi gert mig að betri manni.

Samloka með gúrku og tómat

PÁSKA SPURNINGAR

Sigurjón Guðleifsson starfar sem sjálfstæður múrari á Grænlandi. Honum finnst skemmtilegast að vera í bátnum úti á hafi eða í bústaðnum.

Hvernig á að halda upp á páskana? Ferðast innanhúss og gera vel við sig í mat og drykk með fjölskylduna í fjarbúnaði og hlýða Víði.

Hvað er það fyndnasta sem hefur komið fyrir þig? Man ekki eftir neinu í augnablikinu.

Eru hefðir í páskamat? Hátíðarmatur á páskadag með aspassúpu og lambasteik. Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Planið var að við hjónin ætluðum að heimsækja Belgíu og gamla kunningja. Labba um hönd í hönd, skoða söfn og setjast á veitingahús við göngugötu í Brussel og skoða mannlífið. Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Hefðbundið páskaegg með mjúkum gulum hænuunga á toppnum og lykilatriði að inni í egginu sé málsháttur. Hver er uppáhaldsmálshátturinn þinn? Mannorðið fylgir manni til dyra.

Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna? Litla frænka konunnar sem vildi bara láta mig halda á sér. Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Að gera upp sex baðherbergi á níu vikum, nýja veggi og flísar á alla veggi og gólf. Hvenær varstu stoltastur af sjálfum þér? Þegar ég kláraði þessi baðherbergi á átta vikum án athugasemda. Hvar finnst þér skemmtilegast að vera?

Úti á hafi í bátnum og í bústaðnum. Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir? Að borða minna nammi. Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Sennilega um veiruna og ástandið á Íslandi. Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Samloka með tómat og gúrku. Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Trésmíði.

PÁSKASPURNINGAR Hvernig á að halda upp á páskana? Saman með fjölskyldu konunnar. Eru hefðir í páskamat? Grænlenskt lambakjöt og íslenskt hangikjöt. Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Bara það sama og venjulega. Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Egg frá Nóa Síríus. Hver er uppáhaldsmálshátturinn þinn? Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Víkurfréttir 15. tbl. 41. árg. by Víkurfréttir ehf - Issuu