Víkurfréttir 15. tbl. 41. árg.

Page 57

þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

57 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

allt&ekkert Björgunarsveitirnar hafa aldeilis haft nóg að gera í vetur Agnes Ásta Woodhead syngur um rigninguna þegar hún fer í sturtu. Þá les hún prjónablöð og góða krimma. Agnesi dreymir um frí á sólarstönd þegar heimsfaraldurinn verður yfirstaðinn. Agnes svaraði nokkrum spurningum um allt og ekkert frá Víkurfréttum.

Skemmtilegast með fólkinu mínu Fritz Már Jörgensson, prestur í Keflavíkurkirkju, grenjaði úr hlátri þegar hann horfði á þátt með Mister Bean um daginn. Hann vill vekja miklu meiri athygli á netkirkju.is núna mitt í faraldrinum. Hvað er það fyndnasta sem hefur komið fyrir þig? Það hefur nú örugglega margt fyndið gerst en það sem kemur í hugann er þegar ég var í sundi með stelpunni minni um daginn og ætlaði að taka flotta margæfða svanadýfu af háa brettinu til þess að vera rosalega flottur en missti jafnvægið og rétt tókst að bjarga mér frá stórum magaskelli. Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna? Díana konan mín fékk mig til að brosa núna rétt áðan en ég grenjaði úr hlátri þegar ég sá fyrir tilviljun þátt með Mr. Bean á dögunum.

Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Meinarðu fyrir utan það að vera eiginmaður? Hvenær varstu stoltastur af sjálfum þér? Þegar ég gifti mig! Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Með fólkinu mínu. Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir?

PÁSKASPURNINGAR Hvernig á að halda upp á páskana? Vonandi með mörgum ferðum í Bláfjöll, fésbókarsímtölum við þau sem geta ekki verið með okkur heima, spila rommý, kana, besservizzer og yatzy. Fara í gönguferðir, hlaupa og æfa í stofunni, lyfta og gera æfingar. Eru hefðir í páskamat? Páskalæri, páskahnetusteik, reynum að hafa ketó fyrir þau sem eru á því matarræði og vegan fyrir þau sem eru á því matarræði, meðlæti og góður ís í eftirrétt. Höfum reyndar síðustu ár haft góðan bröns einn daginn, amerískar pönnsur, jarðarber, bláber, rjómi (líka vegan), egg og beikon. Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Farið í bústað með fjölskyldunni nálægt gönguskíðasvæði. Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Algerlega venjulegt með súkkulaði, mér finnst reyndar Nóa súkkulaðið best. Hver er uppáhaldsmálshátturinn þinn? Sannleikurinn er sagna bestur!

Af því ég er með ADHD þá reyndist það mér gríðarlega erfitt að venja mig á að nota dagbók til að skipuleggja mig. Nú get ég ekki án hennar verið. Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Netkirkju, netkirkja. is – Það er mér svo hugleikið að fólk geti leitað eftir aðstoð á netinu, að það geti haft samband án þess að gefa upp nafn, síma eða netfang, sagt frá líðan sinni og kringumstæðum og fengið stuðning, fengið samtal þar sem velferð þess er í fyrsta sæti. Ég vildi óska þess að netspjall netkirkju myndi fá meiri kynningu þannig að þau sem á þurfa að halda fengju upplýsingar um þessa leið og gætu farið þar inn og talað við netprest. Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Samloka með skinku og kókómjólk en svoleiðis fínerí var nú reyndar alls ekki í boði nema endrum eins ef það var eitthvað sérstakt tilefni. Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Lögfræði, félagsráðgjöf...ee, nei sáttamiðlun, efnafræði, afbrotafræði.. vá það er svo margt, ég yrði að kasta upp á það.

Hvað er það fyrsta sem þú gerir eftir að þú vaknar á morgnana? Fer fram úr rúminu, fer fram að pissa og hef mig svo til í daginn.

Hvað matreiðir þú ef þú vilt gera eitthvað gott fyrir makann? Nautabuff í raspi með kryddkartöflum.

Hlustarðu á útvarp eða eitt og eitt lag á Spotify? Hlusta bara á útvarp þegar ég er í bílnum, er ekki með Spotify.

Draumafríið þitt eftir að COVID-19 verður yfirstaðið? Á sólarströnd, t.d. á Tenerife.

Hvað raular þú eða syngur í sturtu/baði? Mér finnst rigningin góð.

Uppáhaldsverslun? Garnbúð Eddu í Hafnarfirði sem er nammibúð prjónarans. Flott úrval og frábær þjónusta.

Hvaða blöð eða bækur lestu? Prjónabækur og góða krimma.

Hvað fer mest í taugarnar á þér? Svartsýni og röfl.

Uppáhaldsvefsíða? Facebook og Ravelry.com

Stóra fréttin síðustu daga sem ekki tengist COVID-19? Hvað björgunarsveitirnar okkar eru alltaf til taks og hafa aldeilis haft nóg að gera í vetur við að aðstoða okkur hin í þessu leiðindaveðri sem við höfum mátt þola í vetur. Ég hvet alla til að styrkja björgunarsveitina í sínu bæjarfélagi.

Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum á Netflix eða öðrum streymisveitum? Annie with an E á Netflix. Uppáhaldskaffi eða -te? Lakkríslatte á Te og kaffi. Hvað er það skemmtilegasta sem þú horfðir á nýlega í sjónvarpi? Þættirnir Mannlíf með Evu Ruza á Sjónvarpi Símans.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.