þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.
55 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Heilmikil áskorun að vera í MBA-námi með vinnu og fjölskyldu Guðjónínu Sæmundsdóttur, forstöðukonu hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, finnst rosalega gaman að vera í göngu á fjöllum en annars finnst henni líka mjög gott að vera heima í rólegheitum. Guðjónína fór í naflaskoðun fyrir Víkurfréttir. Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna? Þegar ég var úti að labba í góða veðrinu á sunnudaginn og festist í snjóskafli. Það var bara svo geggjað gaman.
Tveggja vikna COVIDsóttkví með eiginkonunni Ómar Ólafsson, aðstoðarverkefnastjóri hjá ÍAV og þriðjungur af Breiðbandinu, reif rassgatið úr jakkafatabuxunum fyrir framan fullan sal af fólki og allt sprakk úr hlátri. Honum finnst líka skemmtilegast að vera í félagsheimili Breiðbandsins með hinum Breiðbendingunum. Ómar fór í naflaskoðun fyrir Víkurfréttir. Hvað var það fyndnasta sem hefur gerst fyrir þig? Erfitt að nefna eitthvað eitt en mér dettur t.d. í hug atvik sem átti sér stað þegar ég var að leika í Bar-Par hjá Leikfélagi Keflavíkur haustið 2001 og var í góðum gír á sviðinu á frumsýningu að leika einhvern smeðjulegan karakter. Ég var klæddur í forláta jakkaföt sem Steinn Ármann, leikstjóri sýningarinnar, lánaði mér en í miðju atriði er ég að taka einhverja ógurlega dansstæla og reyni að fara í klaufalegt splitt en það heppnast það vel að buxurnar rifna allsvakalega í klofinu, eiginlega alveg frá rennilás og upp að buxnastreng að aftan. Það var eins gott að ég var í sæmilegum nærbuxum innan undir. Ég fékk náttúrlega sjokk en áhorfendur fögnuðu ógurlega, enda héldu þeir að þetta væri fyrirfram ákveðið. Ég náði nú að halda andliti og halda áfram með atriðið ásamt meðleikurum mínum sem áttu bágt með að halda hlátrinum niðri
en það hjálpaði að þetta atvik hentaði karakternum mínum ágætlega. Reyndar var svo ákveðið að halda þessu áfram á sýningunum eftir þetta þannig að ég þurfti alltaf fyrir sýningu að rimpa saman klofið á buxunum til þess að láta þær rifna aftur. Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna? Ég ljóma alltaf eins og sól þegar ég sé konuna mína. Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Ætli það sé ekki tveggja vikna COVID-sóttkví með eiginkonunni og sextán ára dóttur. Þar að auki var eiginkonan í einangrun á heimilinu. Mjög erfitt að mega ekki knúsa þær
PÁSKASPURNINGAR Hvernig á að halda upp á páskana? Planið er að ferðast innandyra og fara jafnvel nokkrar ferðir út í bílskúr. Svo verður eldaður einhver ljúffengur matur og borðað alla vega eitt páskaegg. Jú, ætli maður rolist nú ekki í gönguferðir með hundinn og jafnvel konuna. Eru hefðir í páskamat? Nei, við erum ekki föst í hefðum þegar kemur að hátíðarmat. Óhrædd við að gera tilraunir. Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Líklega verið heima, okkur líður ákaflega vel heima. Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Þar sem hvítt súkkulaði er í uppáhaldi hjá mér þá segi ég páskaegg úr hvítu súkkulaði. Hver er þinn uppáhaldsmálsháttur? Sjaldan fara sköllóttir í hár saman.
og ekki heldur eldri dótturina sem mátti alls ekki koma í heimsókn en allt gekk nú vel að lokum og allir útskrifaðir með fulla heilsu. Hvenær varstu stoltastur sjálfum þér? 17. desember 1998 þegar eldri dóttir okkar kom í heiminn og svo aftur 16. desember fimm árum síðar þegar yngri dóttirin kom í heiminn. Það hefur ekkert toppað þetta enn. Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Í félagsheimili Breiðbandsins (bílskúrinn hjá Rúnari Hannah) með hinum Breiðbendingunum og mökum okkar. Þar spilum við billiard og pílu ásamt því að vera með almennan fíflagang. Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir? Að hætta að borða sykur, vonlaus barátta. Þetta helvíti læðist alls staðar að manni. Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Það væri líklega vandræðalegt hversu mikið ég myndi hrósa heilbrigðisstarfsfólki landsins enda eru það sannar hetjur. Svo myndi ég taka undir allt sem Víðir segir og svo vegna þess að ég hef gaman af kveðskap þá myndi ég kasta fram einhverjum leirburði eins og t.d.: Á heiminum er nú slagsíða sökum veiru sem er að tröllríða. En hlusta nú þú og mundu að nú er mikilvægt Víði að hlýða. Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Kókómjólk og snúður með súkkulaði. Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Ég myndi vilja læra söng/raddbeytingu og nótnalestur.
Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Það hefur verið heilmikil áskorun að vera í MBA-námi með vinnu og fjölskyldu en er farin að sjá fyrir endann á því. Er að skrifa lokaverkefnið núna og það er heilmikil áskorun. Hvenær varstu stoltust af sjálfri þér? Það er nú erfitt að segja. Er stolt af mörgu sem ég hef gert og komið að hvort sem það er fjölskyldan, nám sem ég hef verið í eða stofnunin sem ég hef stýrt í sautján ár með góðum árangri. Hef oft upplifað eftir erfiða göngu stolt yfir að hafa komist á áfangastað. En annars er ég bara nokkuð stolt af sjálfri mér yfirhöfuð. Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Finnst rosalega gaman að vera í göngu á fjöllum en annars finnst mér líka mjög gott að vera heima í rólegheitum. Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir? Skoða tölvupóstinn á ákveðnum tímum. Sú regla hefur aldrei gengið upp. Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um?
Þau gera þetta svo vel að ég get ekki ímyndað mér að ég gæti einhverju bætt við. Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Tók maður nesti með sér í grunnskólann? Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Námið sem ég er í núna. Mun útskrifast úr MBA núna í sumar og það er búið að vera æðislega gaman. Skemmtilegt nám en ekki síður frábær skólasystkyni sem maður er búin að kynnast í náminu.
PÁSKA SPURNINGAR Hvernig á að halda upp á páskana? Ég bara veit það ekki. Eru hefðir í páskamat? Nei, get ekki sagt það. Var alltaf hamborgarhryggur þegar ég var krakki en ég hef sjálf ekki komið upp neinni hefð. Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Þá væri ég úti í Washington að skoða mig um. Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Tja, veit það eiginlega ekki en þar sem ég er svo vanaföst þá bara kaupi ég Nóa og síríus. Þetta gamla og góða. Hver er þinn uppáhaldsmálsháttur? Morgunstund gefur gull í mund.