Víkurfréttir 15. tbl. 41. árg.

Page 54

þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

54 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

PÁSKA SPURNINGAR

Ég hlýði Víði um páskana!

Hvernig ætlarðu að halda upp á páskana? Minnast þess að páskarnir eru stærsta hátíð kristinna manna, upprisuhátíð. Án upprisuhátíðarinnar væru ekki haldin jól eða aðrar kristnar hátíðir.

Kristjana Jóhannesdóttir, heimavinnandi. Hvað er það fyndnasta sem hefur komið fyrir þig? Þegar Palli minn hélt að ég og Dóra vinkona værum fullar í Target en við vorum bara á fullu í Target en svona getur misskilningur gert hlutina fyndna. Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna? Barnabörnin kalla alltaf fram bros. Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Að sætta mig við lífið án elsku mömmu.

Eru hefðir í páskamat? Það er þá helst hamborgarhryggur á páskadag.

Hvenær varstu stoltust af sjálfri þér? Er alltaf stolt af sjálfri mér.

Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Farið í messu á páskadagsmorgun í Keflavíkurkirkju.

Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Með fjölskyldunni og úti í náttúrunni. Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir? Að sætta mig við að ég get ekki stjórnað öllu.

Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Lakkrísfyllt páskaegg – verður að vera algjörlega rétt hlutfall af lakkrís.

Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Hvað við getum verið þakklát fyrir margt. Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Brautarnesti og Skúlabúð. Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Íþróttakennarann.

Hver er uppáhaldsmálshátturinn þinn? Í upphafi skyldi endinn skoða.

Fyndnast þegar lestarvörðurinn hélt að ég væri Hugh Grant Birgir Þórarinsson, þingmaður, svaraði nokkrum surningum í naflaskoðun Víkurfrétta. Hvað er það fyndnasta sem hefur komið fyrir þig? Þegar ég fór í fyrsta skipti til New York-borgar og skellti mér í neðanjarðarlestarkerfið. Skömmu eftir að ég var komin þangað niður gengur lestarvörður, sem var kona, til mín og spyr mig hvað ég sé að gera hér. Nú, taka lestina segi ég undrandi. Já, en það er ekki ráðlegt fyrir þig að vera hér, segir hún. Ég varð orðlaus og skildi ekkert hvað var í gangi. Það er fullt að fólki hérna, er ég eitthvað undarlegur í útliti, hugsaði ég með mér. Lestarvörðurinn hvetur mig síðan til að taka frekar leigubíl og réttir mér svo blað og penna og bað mig um eiginhandaráritun. Hún hélt að ég væri leikarinn Hugh Grant! Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna? Hundurinn okkar, hún Móa, þegar hún veiddi vorboðann ljúfa rauðmaga í fjörunni og reyndi að fela hann fyrir mér. Ástæðan var líklega sú að deginum áður hafði hún einnig

PÁSKASPURNINGAR Hvernig ætlarðu að halda upp á páskana? Ég hlýði Víði. Eru hefðir í páskamat? Nei. Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Ég væri með fjölskyldunni eða erlendis. Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Handgert frá Hafliða Ragnarssyni, hrikalega gott. Hver er uppáhaldsmálshátturinn þinn? Sæll er sá sem annars böl bætir. Gamall málsháttur en alltaf góður.

veitt nýjan rauðmaga, sem ég tók af henni, sauð og borðaði í hádeginu, enda herramannsmatur. Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Starfið í fjárlaganefnd Alþingis síðustu dagana fyrir setningu fjáraukalaganna vegna veirufaraldarins var krefjandi. Það var auk þess sláandi að heyra í gestum sem komu fyrir nefndina og lýsa stöðunni í atvinnumálum, einkum hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Hvenær varstu stoltastur af sjálfum þér? Þegar ég starfaði fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Jerúsalem og tókst að koma sendingu af gervifótum frá Össuri til Gaza. Stríðinu var þá nýlega lokið og Gaza nánast lokað. Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Heima er best eins og sagt er. Ég er áhugamaður um grjóthleðslur og veit fátt betra en að hlaða grjótveggi á góðum sumardegi í Knarrar-

ALIVE

MÁNUDAG KL. 21:00 HRINGBRAUT OG VF.IS

nesinu á Vatnsleysuströnd. Góð líkamsrækt og hreinsar hugann. Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir? Að fá sér súkkulaði einungis um helgar. Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Mikilvægi kristinnar trúar á erfiðum tímum. Margir eru kvíðnir þessa dagana og trúin á Guð veitir innri frið. Að missa ekki sjónar af því að erfiðleikarnir eru til að sigrast á og í þeim felast tækifæri sem við sjáum ekki endilega þessa stundina. Að faraldurinn tekur enda og það er ljós við enda ganganna. Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Kæfusamlokan, engin spurning. Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Arkitektúr.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.