Víkurfréttir 15. tbl. 41. árg.

Page 49

þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

49 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Páll Ketilsson pket@vf.is

Veiran hefur umturnað mínu daglega lífi Körfuknattleiksmaðurinn Elvar Már Friðriksson er kominn heim frá Svíþjóð. Hann varð meistari með liði sínu en missti vinnuna í kjölfar COVID-19. Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson segir veiruna hafa umturnar lífi sínu en hann var nýlega valinn besti bakvörðurinn í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Hann segist vera án vinnu eftir að tímabilinu var aflýst í Svíþjóð. Hvernig ert þú að upplifa ástandið í kringum COVID-19? Það breyttist margt hjá mér við þetta ástand. Ég þurfti að flytja til baka til Íslands og öll dagleg rútína er orðin allt önnur en hún var. Þetta eru öðruvísi tímar fyrir mann, allt sem maður var vanur að gera og tók sem sjálfsögðum hlut er eitthvað sem maður getur ekki gert eða tekið þátt í nú til dags. Hefurðu áhyggjur? Ég hef auðvitað smá áhyggjur hvernig þetta allt saman er en það er lítið sem ég get stjórnað, svo ég reyni að vera ábyrgur og halda mig innandyra og ekki vera í kringum margt fólk. Ég held að það er það besta sem ég get gert í þessum aðstæðum. Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? Þetta hefur umturnað mínu daglega lífi, sem fór úr því að vera mikið frjálsræði, liðsæfingar og leikir alla daga yfir í það flytja heim og hanga inni á meðan þessu stendur yfir. Hefur þú þurft að gera miklar breytingar varðandi vinnu þína? Já, tímabilinu var aflýst. Þar af leiðandi missti ég vinnuna.

Ert þú eða þitt fólk í sóttkví? Hvernig er það? Fjölskyldan mín er á lokasprettinum í sóttkví en ég held að það muni fátt breytast hjá okkur þar sem við munum ennþá passa okkur vel og vera heima. Hvenær fórstu að taka COVID-19 alvarlega? Fyrir u.þ.b. fjórum vikum þegar mér var tilkynnt að tímabilinu hjá mér væri aflýst og ég væri þar af leiðandi án vinnu. Hvernig ert þú að fara varlega? Held mér heima fyrir, þvæ hendur vel og sótthreinsa og er ekki í snertingu við annað fólk. Hvernig finnst þér stjórnvöld standa sig í sóttvörnum? Mjög vel. Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? Að fylgja fyrirmælum stjórnvalda. Hvernig finnst þér sveitarfélagið standa sig í þessum málum? Ég hef ekki kynnt mér það nægilega vel en ég treysti því fólki sem er að stjórna, þau eru að gera allt sem þau geta til þess að þetta fari í betri farveg.

Er samkomubannið að hafa áhrif á þig? Það hefur áhrif á mitt daglega líf, ég er vanur að fá mikla hreyfingu svo ég nýti tímann í að gera eitthvað skemmtilegt heima í staðinn. Hvernig hagar þú innkaupum í dag? Notar þú netið meira? Ég hef notað netverslun Nettó, það er algjör snilld. Svo hef ég fengið eitthvern út fjölskyldunni til að skjótast fyrir mig þar sem ég er búinn að vera í sóttkví síðan ég kom heim. Hvað gerir þú ráð fyrir að ástandið muni vara lengi? Ég hef enga hugmynd um það en ég held við verðum að vera þolinmóð í góðan tíma. Þegar faraldurinn er yfirstaðinn, gerir þú ráð fyrir að ferðast innanlands eða utan? Þetta er svo mikil óvissa svo ég hef ekki planað hvað við fjölskyldan munum gera. Hvaða tilfinningu hefur þú fyrir því hvernig Svíar hafa tekið á COVID-19? Þegar ég var úti fyrir um tveimur vikum voru Svíarnir ekki að passa sig mikið. Búðirnar voru fullar og veitingastaðir sömuleiðis svo þeir voru ekki að taka hart á þessu þá. En ég veit ekki hvernig þetta er í dag, vona að þeir hafi minnkað samkomurnar.

Valinn besti bakvörðurinn í Svíþjóð Njarðvíski körfuknatt­leik­skapp­inn Elv­ar Már Friðriks­son sem lék með Borås í efstu deild Svíþjóðar var val­inn besti bakvörður deild­ar­inn­ar á leiktíðinni sem nú er lokið. Elv­ar gekk til liðs við Borås fyr­ir tíma­bilið frá Njarðvík og átti frá­bært tíma­bil í Svíþjóð en lið hans Borås var krýnt meist­ari eft­ir að keppni var hætt í Svíþjóð vegna kór­ónu­veirunn­ar. Borås var með fjög­urra stiga for­skot á toppi deild­ar­inn­ar eft­ir 33 um­ferðir en úr­slita­keppni deild­ar­inn­ar var blás­in af vegna veirunn­ar. Elv­ar spilaði alla 33 leiki Borås á tíma­bil­inu, skoraði sautján stig að meðaltali í leik og gaf átta stoðsend­ing­ar. Hann var stoðsend­inga­hæsti leikmaður deild­ar­inn­ar og stiga­hæsti leikmaður liðsins á tíma­bil­inu. „Bakvörður­árs­ins í deild­inni fékk ansi erfitt hlut­verk í upp­hafi tíma­bils­ ins þegar hann þurfti að fylla í skarð Ni­mrod Hilli­ard sem var val­inn besti bakvörður deild­ar­inn­ar á síðustu leiktíð,“ seg­ir í um­fjöll­un deild­ar­inn­ar um Elv­ar. „Sókn­ar­leik­ur liðsins var byggður í kring­um Hilli­ard en því­líkt tíma­bil sem Íslend­ing­ur­inn hef­ur átt í Svíþjóð.“ „Hann er bæði harður af sér og ein­stak­lega sval­ur á því í öll­um sín­um aðgerðum. Hann leiddi liðið til sig­urs í deild­inni og þá hef­ur hann verið einn af betri sókn­ar- og varn­ar­mönn­um deild­ar­inn­ar í ár,“ seg­ir í um­sögn deild­ar­inn­ar um ís­lenska landsliðsmann­inn. Elv­ar fékk 44% kosn­ingu í val­inu á bakverði deild­ar­inn­ar en Brandon Rozzell, fyrr­ver­andi leikmaður Stjörn­unn­ar í úr­vals­deild karla, hafnaði í öðru sæti með 24% at­kvæða,“ segir í frétt á mbl.is um Njarðvíkinginn fyrir stuttu. „Ég átti mjög gott tímabil í Svíþjóð. Liðinu gekk vel og við enduðum í efsta sæti þegar deildinni var blásið af. Ég fékk stórt hlutverk hjá liðinu og hentaði leikstíll liðsins mér mjög vel. Að vera valinn besti bakvörðurinn er mikil viðurkenning fyrir mig og mun klárlega hjálpa mér með framhaldið. Það er rosalega gott að búa í Svíþjóð. Okkur fjölskyldunni leið mjög vel þarna og voru allir í kringum okkur mjög hjálpsamir og vinalegir svo mín upplifun af Svíþjóð fær topp einkunn,“ sagði Elvar Már við Víkurfréttir.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Víkurfréttir 15. tbl. 41. árg. by Víkurfréttir ehf - Issuu