Víkurfréttir 15. tbl. 41. árg.

Page 44

þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

44 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

allt&ekkert

PÁSKA SPURNINGAR

Kaffihúsakaffi er alltaf best

Hvernig á að halda upp á páskana? Páskafrí eru bestu fríin, góður matur, lesa bækur og slaka vel á í faðmi fjölskyldunnar. Enginn þörf á að fara í búðir nema til þess að versla í matinn áður en fríið hefst. Þessa páska verður lítið um matarboð og veislur, skiljanlega. En við munum hafa það gott, mögulega mála einhverja veggi og dytta að heima við. Fara í gönguferðir og rækta líkama og sál.

„Ég átti nú að vera í þessum töluðu orðum í Danmörku að heimsækja dóttur mína en í augnablikinu krosslegg ég putta um að ég og tengdafjölskyldan komumst til Kanarí í júní þar sem við ætlum að fagna saman sjötugsafmæli tengdapabba míns,“ segir Margit Lína Hafsteinsdóttir. Hún svaraði nokkrum spurningum frá Víkurfréttum. Hvað er það fyrsta sem þú gerir eftir að þú vaknar á morgnana? Fæ mér kaffi.

Kanarí í júní þar sem við ætlum að fagna saman sjötugsafmæli tengdapabba míns.

Hlustarðu á útvarp eða eitt og eitt lag á Spotify? Hlusta á Bylgjuna í bílnum en hlusta svo frekar á lög á Youtube

Uppáhaldsverslun? Nettó á Iðavöllum (gamla Kaskó), af því að hún er í leiðinni úr vinnu, styst frá heimilinu og svo er hún lítil og það er almennt ekki eins margt fólk þar.

Hvað raular þú eða syngur í sturtu/baði? Nei, yfirleitt ekki. Hvaða blöð eða bækur lestu? Les mikið af Margit Sandemo Uppáhaldsvefsíða? Á maður ekki að segja VF? Annars fletti ég oftast visir.is, mbl.is, svo er það Google, Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum á Netflix eða öðrum streymisveitum? Ég horfi á flesta glæpa-/dramaþætti sem er verið að sýna, t.d. á RÚV er það Ísalög og á Premium eru það þættir eins og Hawai Five-O, Tommy, FBI Most Wanted og FBI. Uppáhaldskaffi eða -te? Kaffihúsakaffi er alltaf best, t.d. cappuccino, svo er Frappe algjört sælgæti Hvað er það skemmtilegasta sem þú horfðir á nýlega í sjónvarpi? Dýrin í Hálsaskógi með ömmubörnunum. Hvað matreiðir þú ef þú vilt gera eitthvað gott fyrir makann? Humarsúpu eða lambafillet Draumafríið þitt eftir að COVID-19 verður yfirstaðið? Ég átti nú að vera í þessum töluðu orðum í Danmörku að heimsækja dóttur mína en í augnablikinu krosslegg ég putta um að ég og tengdafjölskyldan komumst til

Eru hefðir í páskamat? Nei, í rauninni ekki. Það er nú samt einhver matseðill undirbúinn og mikið lagt í eldamennskuna. Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Við hefðum örugglega hitt stórfjölskylduna í matarboðum, spilað einhver góð spil og notið þess að vera saman. Sennilega hefðum við líka farið rúnt í sveitina okkar, sem er sumarbústaður rétt hjá Hvolsvelli.

Hvað fer mest í taugarnar á þér? Óheiðarleiki og fólk sem lætur alltaf bíða eftir sér.

Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Kólus og Góu egg eru með besta innihaldinu en mig langar að prófa páskaegg úr dökku súkkulaði þessa páska.

Stóra fréttin síðustu daga sem ekki tengist COVID-19? Lækkun launa hjúkrunarfræðinga en mér skilst að það sé verið að bakfæra hana, alla vega þar til að samið verður.

PÁSKA SPURNINGAR Hvernig á að halda upp á páskana? Með fjölskyldunni heima. Eru hefðir í páskamat? Páskaegg eru náttúrlega skylda, svo er bara gert vel við sig í mat. Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Ég hefði komið heim frá Danmörku á föstudaginn langa og eytt restinni hér heima. Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Nóa Siríus Hver er þinn uppáhaldsmálsháttur? Oft kemur regn eftir reiðarslag.

Hver er þinn uppáhaldsmálsháttur? Haltu þig heima um páskana! kveðja, Víðir.

Byrjar daginn á því að ýta á snooze-takkann Særún Ástþórsdóttir horfir oft á Netflix og er þessa dagana að fylgjast með Ozark og The Crown. Hún byrjar reyndar daginn á því að ýta á snooze-takkann á vekjaraklukkunni en harkar svo af sér og gærjar kakóbolla með hreinu kakói frá Guatemala. Særún svaraði spurningum um allt og ekkert frá Víkurfréttum.

allt&ekkert Hvað er það fyrsta sem þú gerir eftir að þú vaknar á morgnana? Hreinskilið svar: ýti á snooze-takkann á vekjaraklukkunni! En teygi svo úr mér og græja kakóbolla dagsins með hreinu kakói frá Guatemala. Dásamlega vinkona mín, hún ­Kamilla, kynnti kakóið fyrir mér og ég drekk það á hverjum morgni. Hlustarðu á útvarp eða eitt og eitt lag á Spotify? Ég ólst upp með Rás 2 í eyrunum og hlusta mikið á þá stöð. Ég hlusta á útvarpið í bílnum en nota Spotify líka mikið hér heima. Hvað raular þú eða syngur í sturtu/ baði? Mer finnst æðislegt að syngja í sturtu og syng þá það sem ég er með á heilanum í það skiptið, en mjög oft lagið Lean on me með Bill Withers. Hvaða blöð eða bækur lestu? Ég hef gaman af því að lesa ævisögur, finnst áhugavert að skyggnast inn í líf fólks, skoða hvað hefur mótað það og hvernig samfélagið hefur þróast og breyst með tímanum. Mæli sérstaklega með bókinni Educated eftir Töru Westover. Ég les líka skáldsögur og vel skrifaðar bækur um sjálfsrækt. Ég les sjaldan blöð núorðið.

Uppáhaldsvefsíða? Miðað við síðustu síður í símanum þá er það leitarsíðan google.is. En ég leita að alls konar upplýsingum hjá Google frænda eins og margir aðrir væntanlega. Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum á Netflix eða öðrum streymisveitum? Ég horfi oft á Netflix og er þessa dagana að fylgjast með Ozark og The Crown t.d. Á sjónvarpi símans fylgist ég t.d. með This is us og Handmaids tale (bíð eftir næstu seríu). Uppáhaldskaffi eða -te? Fyrsti kaffibolli dagsins er uppáhalds, næstum sama hvaða tegund en Te og kaffi, Espresso roma er mjög gott. Hvað er það skemmtilegasta sem þú horfðir á nýlega í sjónvarpi? Við horfðum á myndina Game night um daginn og hún var nokkuð skemmtileg. Annars hló ég upphátt af vandræðalega mikilli dramatík í Million little things þætti nýlega, það kemur ekki svona margt svakalegt fyrir svona lítinn hóp af fólki! Hvað matreiðir þú ef þú vilt gera eitthvað gott fyrir makann? Góð spurning, það væri áskorun að elda handa honum góða nauta-

steik með tilheyrandi en ég hef ekki lagt í það ennþá. Hann er yfirleitt glaður með mitt framlag í eldhúsinu þó hann sé oftar sá sem eldar, enda mjög fær kokkur. Draumafríið þitt eftir að COVID-19 verður yfirstaðið? Það yrði klárlega heimsókn til systur minnar og fjölskyldu í Premiá de Mar í Katalóníu. Uppáhaldsverslun? Ég á mér enga uppáhalds verslun en gæti vel gleymt mér í Barnes & Noble-bókabúðum í nokkra daga. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Þessi spurning vefst aðeins fyrir mér. Ég gerði létta skoðanakönnun hjá fjölskyldumeðlimum sem hjálpaði ekki endilega til. En algengasta svarið tengist því þegar óhreinir diskar rata ekki í uppþvottavélina, samkvæmt börnunum mínum allavega. Ef ég er mjög svöng fer allt í taugarnar á mér, þar kemur sér vel að eiga maka sem er frábær kokkur. Stóra fréttin síðustu daga sem ekki tengist COVID-19? Ég fór vefrúnt til þess að athuga þetta og þurfti að leita svolítið en rakst svo á frétt um að Bill Withers væri látinn. Blessuð sé minning hans.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.