þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.
32 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
ÍTALÍA ER ALGJÖR DRAUMUR
— segir Harpa Lind Harðardóttir
Harpa Lind Harðardóttir er með stafla af glæpasögum á náttborðinu, er dottin inn í Netflix og risarækjur í hvítlauk eru ofarlega á óskalistanum þegar matur er annars vegar. Harpa Lind svaraði spurningum um allt og ekkert frá blaðamanni Víkurfrétta.
allt&ekkert
PÁSKASPURNINGAR
Hvað er það fyrsta sem þú gerir eftir að þú vaknar á morgnana? Ég byrja alla morgna á því að fá mér sterkan kaffibolla og renni yfir blöðin á netinu.
Hvernig á að halda upp á páskana? Við hlýðum Víði og ferðumst innandyra um páskana. Borðum góðan mat, spilum og hlustum á tónlist. Elsti sonur okkar þurfti að koma heim frá Bandaríkjunum þar sem hann er í námi, þannig að við hjónin ætlum að njóta samverunnar með öllum strákunum okkar.
Hlustarðu á útvarp eða eitt og eitt lag á Spotify? Einu skiptin sem ég hlusta á útvarp er þegar ég er í bílnum en annars Spotify því það er of mikið blaður í útvarpinu.
Eru hefðir í páskamat? Lamb er ómissandi í páskamatinn.
Hvað raular þú eða syngur í sturtu/ baði? Ég syng ekki í sturtu en raula stundum með lögum þegar ég er ein í bílnum. Hvaða blöð eða bækur lestu? Ég er núna með stafla af glæpasögum eftir okkar allra bestu rithöfunda á náttborðinu; Arnald, Yrsu og Stefán Mána. Uppáhaldsvefsíða? Mér finnst gaman að pæla í fasteignum og skoða því mikið af innlendum og erlendum fasteignasíðum. Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum á Netflix eða öðrum streymisveitum? Yfirleitt horfi ég ekki mikið á sjónvarp en vegna aðstæðna í þjóðfélaginu og mikillar inniveru þá er af nógu að taka á Netflix.
Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Við áttum flug til Noregs þar sem við ætluðum að hitta góða vini og undirbúa opnun nýrrar netverslunar þar í landi með vinsælustu vörunum okkar. Það frestast um einhverjar vikur eða mánuði vegna aðstæðna. Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Ég kaupi yfirleitt bara páskaegg handa strákunum mínum en mér finnst allt súkkulaði gott og get því ekki gert upp á milli. Hver er þinn uppáhaldsmálsháttur? Kulnar eldur nema kyntur sé. Uppáhaldskaffi eða -te? Ég drekk yfirleitt kaffi út ítölskum kaffibaunum, nýmöluðum. Ekki hægt að byrja daginn öðruvísi. Hvað er það skemmtilegasta sem þú horfðir á nýlega í sjónvarpi? Ég er dottin inn í Vikings á Netflix, annars horfi ég ekki á annað en fréttir í sjónvarpinu. Eru ekki allir hættir að horfa á línulega dagskrá? Hvað matreiðir þú ef þú vilt gera eitthvað gott fyrir makann?
Það fer alveg eftir veðri. Ef það er sumar og sól þá fáum við okkur oft léttari máltíðir eins og risarækjur í hvítlauk og chilli með góðu salati og hvítvínsglas með. Annars finnst okkur íslenska lambakjötið alltaf gott á grillið. Draumafríið þitt eftir að COVID-19 verður yfirstaðið? Við vorum nú ekki búin að plana neitt sumarfrí en það hefði örugglega verið eitthvert í hlýrra loftslag. Mér finnst Ítalía algjör draumur og förum þangað vegna vinnunnar að hitta okkar birgja en því miður verður
einhver bið á því um óákveðinn tíma.
Hvað fer mest í taugarnar á þér? Smjatt.
Uppáhaldsverslun? Willamia á Garðatorgi sem við hjónin eigum og rekum. Þar erum við sex daga vikunnar saman og líkar vel. Við höfum bæði mjög gaman af innanhússhönnun enda lifum við og hrærumst í því alla daga. Það eru líka forréttindi að geta unnið við áhugamálið sitt.
Stóra fréttin síðustu daga sem ekki tengist COVID-19? Eru ekki allar fréttir tengdar COVID-19 á einhvern hátt í dag? Það er alla vega ekkert sem hefur fangað athygli mína sem sker sig úr þar.
Númer eitt að hlýða Víði og hlusta á þríeykið Einar Jón Pálsson, stöðvarstjóri Fjarskiptastöðvar og forseti bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar, tók aldrei nesti með í skólann á grunnskólaárunum. Hann hljóp bara heim, enda stutt að fara. Hann segir að það sé of mikið af sjálfskipuðum sérfræðingum í landinu þegar kemur að COVID-19. Einar Jón fór í naflaskoðun fyrir Víkurfréttir.
PÁSKA SPURNINGAR Hvernig á að halda upp á páskana? Heimavið með góðum mat og ef veður leyfir þá kannski maður fari rúnt á fjórhjólinu. Eru hefðir í páskamat? Nei, en mér finnst lambið alltaf gott. Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Líklega sama og ég ætla að gera, hefðum kannski tekið rúnt í bústað ef veðrið myndi leyfa. Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Nói Síríus er alltaf best. Hver er þinn uppáhaldsmálsháttur? Þeir eru margir en ætli að „Sjaldan er ein báran stök“ eigi ekki við svona í upphafi þessa árs.
Hvað var það fyndnasta sem hefur gerst fyrir þig? Þegar ég, sautján ára, ætlaði að vera töffari og bakkaði óvart á fullu á fótboltamark og skemmdi bílinn. Var ekki fyndið þá en oft hlegið að því í seinni tíð. Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna? Konan, hún kemur mér oft til að brosa og þá eru það bara þessu litlu hversdagslegu hlutir hjá okkur. Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? COVID-19 hefur breytt miklu á síðustu vikum og ég hef þurft að takast á við ýmsar breytingar tengdar þessum vágesti. Hvenær varstu stoltastur af sjálfum þér? Þegar ég lauk háskólanámi í Danmörku, enda var það draumur minn að fara út að læra. Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Við veiði með flugustöngina í náttúrunni sem við erum svo rík af. Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir?
Taka ekki að mér fleiri verkefni, þau bara koma endalaust til mín …. Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Um að vinna saman og mikilvægi þess að leggja sitt af mörkum við þær aðgerðir sem eru í gangi. Númer eitt að hlýða Víði og hlusta á þríeykið, það er of mikið af „sjálfskipuðum sérfræðingum“ í landinu! Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Ekkert nesti, hljóp bara heim til að borða enda stutt að fara. Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Ég held að rafmagnsog tölvuverkfræði yrði fyrir valinu.