ÁHUGALJÓSMYNDARINN EINAR GUÐBERG
Alltaf gaman að fanga augnblikið
Einar Guðberg Gunnarsson er húsasmíðameistari á eftirlaunum, spilar golf og er áhugamaður um listmálun og ljósmyndun. „Ég er í 99% vinnu þessa dagana við að varast sturlaðan innrásarher sem ég sé ekki. Búin að taka myndir af þessum risaeðlum en vélin mín zoom-ar ekki á þær, segir Einar, sem er áhugaljósmyndari. Hvenær fékkstu fyrst ljósmyndaáhuga? Um svipað leyti og ég byrjaði í listmálun, þetta tvennt tengist og þróast í sömu átt með árunum. Hvað varð til þess að áhuginn kviknaði? Sýndi hæfileika í barnaskóla í teiknun, kannski meðfætt, fylgdi því ekki eftir og í kaflaskiptum í lífi mínu fyrir rúmum tveimur áratugum ákvað ég að gerast listamálari í hjáverkum. Það kallaði á að taka ljósmyndir. Hver var fyrsta myndavélin þín? Fyrsta alvöruvélin var Canon EOS 55 og seinni vélin Canon EOS 70D (w), komin til ára sinn og farin að stirðna. Áttu þér einhverja fyrirmynd í ljósmyndun, uppáhaldsljósmyndara? Rax hefur alltaf verið mín fyrirmynd, hann lætur myndirnar tala sínu máli.
Hefur þú sótt einhver námskeið? Hafa þau hjálpað þér? Fór á námskeið hjá Rax og Einari Fal, mjög fagleg, markviss og lifandi námskeið. Sótti einnig námskeið til Pálma Guðmundssonar, flottur fagmaður á ljosmyndari.is. Hvað er í ljósmyndatöskunni þinni í dag? Þetta hefðbundna, Linsan er EFS 18– 135mm Image Stabilizer. Auka rafhlaða og hreinsigræjur. Þetta eru lítið notaðar græjur. Verð að viðurkenna að Canonvélin er að stirðna í töskunni. Hvað finnst þér skemmtilegast að ljósmynda? Hvaða tegund ljósmyndunar heillar þig mest? Alltaf gaman að fanga augnblikið. Annars er hugur minn alltaf á vaktinni í leit að verkefni. Nýt þess að fanga ramma úr víðáttu augans, við sjáum stóra heildarmynd og tökum ekki eftir að eitt smáatriði í myndinn er athyglisvert, fókusa á það og kalla fram.
Ertu alltaf með ljósmyndavélina við hendina til að grípa augnablikið eða þarftu að setja þig í gírinn og fara í ljósmyndaleiðangur? Stundum fer ég í leiðangur og mynda verkefni, það er bara gaman. Þá fer ég með myndavélatöskuna og munda vélina eins og hungraður veiðimaður. Ertu að notast við símann við myndatökur? Ég fjárfesti í iPhone 11 Pro Max, sannkallað kraftaverkaundratæki. Alltaf með hann í vasanum. Hvað er það sem skiptir máli í ljósmyndun? Veltir þú mikið fyrir þér myndbyggingu? Birtan gerir mynd að mynd. Engin spurning að vanda uppbyggingu myndverkefna. Þar er að mörgu að hyggja. Þar koma námskeiðin að góðum notum. Tekur þú margar myndir í hverri myndatöku? Ef ég tek myndir af fólki, þrjár til fimm, oftast ein sem er nothæf. Góður ef ég næ tíu nothæfum af eitt hundrað. Áttu uppáhaldsstaði til að ljósmynda? Svalirnar á heimili mínu í Pósthússtræti 1, á sjöundu hæð, í Keflavík við höfnina bjóða alla daga upp á ný viðfangsefni. Annars er hugur minn ómeðvitað að