þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.
29 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Mikilvægi þess að halda í gleðina yrði rætt á fundi með þríeykinu Ingigerður Sæmundsdóttir, ferðaþjónustubóndi á Öxl á Snæfellsnesi, kennari og markþjálfi, segir að kaffidrykkur sem ömmustrákurinn Jökull Ólafsson, tólf ára, bjó til fyrir sig núna í vikunni sem leið hafi fengið sig til að brosa og glatt sig mjög. Ingigerður svaraði nokkrum spurningum frá Víkurfréttum í liðnum naflaskoðun. Hvað var það fyndnasta sem hefur gerst fyrir þig? Það eru til mjög margar „Ingusögur“, sumar óprenthæfar og mjög neyðarlegar. Það er nauðsynlegt að geta hlegið af sjálfum sér. Ein eftirminnileg saga er þegar ég var í fæðingarorlofi með tvíburana mína og ákvað að fara út á meðal fólks í fyrsta skipti eftir barnsburð og skella mér í leikfimitíma með Röggu vinkonu. Við ákváðum þetta með mjög stuttum fyrirvara og hún keypti fyrir mig eróbik-föt svo ég gæti nú mætt sómasamleg í tímann en ég þurfti að redda skóm. Ég átti bara útihlaupaskó sem ég henti í þvottavélina. Skórnir voru enn blautir þegar tíminn byrjaði svo það vætlaði úr þeim. Ég gat ekki verið skólaus og
lét mig hafa það. Það var fullur salur af fólki, mikið fjör og fullt af danssporum. Fljótlega uppgötva ég mér til mikillar skelfingar að það er að myndast pollur á gólfinu í kringum mig. Smá saman færði ég mig aftast og út í horn og gerði sem minnst svo salurinn yrði ekki á floti. Fljótlega er kennaranum bent á bleytu á gólfinu þar sem ég hafði trampað og hoppað. Kennarinn stöðvar tímann nær í handklæði til að þurrka gólfið og síðan urðu miklar vangaveltur hvaðan vatnið kæmi. Niðurstaðan var sú að lekin kæmi úr loftinu út af rigningu en það var engin rigning. Þetta var allt hið dularfyllsta mál en við vinkonurnar fengum létt hláturskast þegar tímanum var lokið og rifjuðum oft upp þessa sögu.
PÁSKASPURNINGAR Hvernig á að halda upp á páskana? Á Öxl í Breiðuvík þar er mikil náttúrufegurð og margs að njóta. Eru hefðir í páskamat? Ég hef alltaf eldað góðan mat á páskadag og oft hefur það verið lambalæri með öllu tilheyrandi. Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Þá hefði ég farið á skíði innanlands og baðað mig í Bláa lóninu. Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Nóa páskaegg númer 4. Hef fengið það egg síðan ég var barn. Má ekki breyta þeirri hefð. Hver er þinn uppáhaldsmálsháttur? Hver er sinnar gæfu smiður.
Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna? Kaffidrykkur sem ömmustrákurinn Jökull Ólafsson, tólf ára, bjó til fyrir mig núna í vikunni. Hann innihélt Neskaffi, sykur og mjólk þeytt saman í skál, sett í glas með klaka og mjólk. Hann sá þetta á Youtube. Vildi endilega gefa ömmu sinni góðan kaffidrykk og þetta gladdi mig mjög. Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Helsta áskorun mín nýverið var að fara í markþjálfanám hjá Profectus og ljúka því. Hvenær varstu stoltust af sjálfri þér? Ég held það hafi verið á dánarbeði móður minnar. Þá var ég stolt af því að hafa ávallt verið til staðar og elskað hana skilyrðislaust. Á þessum tímapunkti stöðvaðist tíminn og ekkert skipti máli nema hún og hennar för á annað tilverustig. Ég fann hvað ég var stolt yfir því að hafa haldið gleðinni og náð að hlæja með henni í gegnum tárin við þessar sorglegu og yfirþyrmandi aðstæður sem kveðjustundin er. Í dag er skelfilegt til þess að hugsa að fólk geti ekki átt svona kveðjustund með sínum nánustu. Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Mér finnst skemmtilegast að vera á skíðum hvar sem er. Ég hef farið til Ítalíu nokkrum sinnum og skíðað á flestum skíðasvæðum hér á landi. Golfið er að koma sterkt inn og veitir mér mikla gleði.
Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir? Ég set mér þá reglu að fara einu sinni í viku í matvöruverslun. Held ég brjóti þessa reglu í hverri viku. Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Mikilvægi þess að halda í gleðina. Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið?
Snúður frá Valla og kókómjólk. Þá voru engar reglur um hollustunesti og okkur varð ekki meint af. Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Guðfræði ekki spurning. Þegar ég valdi mína menntun á sínum tíma þá var erfitt að komast að í Kennaraháskólanum. Ég ákvað því að sækja um hjúkrunarfræði, guðfræði og kennarann. Ég flaug inní Kennaraháskólann og þar með var framtíðin ráðin.
PÁSKASPURNINGAR Hvernig á að halda upp á páskana? Planið er að halda upp á páskana með góðum mat, fullt af páskaeggjum og jafnvel einn eða tvo páskabjóra. Ef veður leyfir förum við fjölskyldan kannski í bíltúr um Reykjanesið og viðrum okkur aðeins. Eru hefðir í páskamat? Það er hefð fyrir því að vera með lamb á páskadag, oftast læri en stundum hrygg, og einhvern heimalagaðan eftirrétt. við tókumst á við í kjölfar brotthvarfs varnarliðsins og aftur í bankahruninu. Það er aldrei góð tímasetning fyrir svona hörmungar en það er sérstaklega ömurlegt að fá þetta í fangið á sama tíma og bæjarsjóður Reykjanesbæjar er að jafna sig eftir fyrri áföll. Nú er algjört lykilatriði að við Suðurnesjamenn stöndum saman til að komast sem hraðast í gegnum þetta. Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Það þótti ekkert sérstaklega töff að mæta með nesti í Njarðvíkurskóla, sérstaklega ekki á unglingastiginu. Þannig að maður fór annað hvort í Biðskýlið að kaupa 250 krónu hamborgaratilboð eða í Valgeirsbakarí til að kaupa hálft franskbrauð og kókómjólk. En það var samt alltaf best að fara á Holtsgötuna til ömmu og fá
Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Við fjölskyldan erum ekki vön því að fara út úr bænum yfir páska en vanalega hittumst við bræðurnir með fjölskyldurnar okkar hjá foreldrum okkar í Innri-Njarðvík. Það verður ekkert úr því þessa pásakana, enda myndum við fullnýta takmörk samkomubannsins – hópurinn er það fjölmennur. Það er ekkert vit í því. Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Klassískt Nóa páskaegg er í mestu uppáhaldi. Hver er þinn uppáhaldsmálsháttur? Af máli má manninn þekkja.
eitthvað gott og spjalla um daginn og veginn. Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Það vill nú svo skemmtilega til að ég sit á skólabekk. Ég er í fjarnámi við Háskólann á Akureyri að læra nútímafræði. Þegar ég segi „nútímafræði“ er ég vanalega spurður strax í framhaldinu hvað það sé í
ósköpunum. Í stuttu máli er það þverfaglegt nám á sviði hugvísinda með áherslu á það hvernig nútímasamfélag hefur þróast í það sem við þekkjum sem „venjulegt“. Ég er sem sagt að læra um hagfræðikenningar, stríðsátök og þróun lýðræðis, fjölmiðlun og ýmislegt fleira. Lokaverkefnið mitt snýst um „tilgang fyrirtækja“ og samfélagslega ábyrgð þeirra.