Víkurfréttir 15. tbl. 41. árg.

Page 27

þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

27 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Stjörnuskoðun með stelpu stoppuð af löggunni Þorsteinn Árnason Surmeli er verkefnastjóri á menntaog menningarsviði Rannís. Hann bauð stelpu á rúntinn árið 2007, fór með henni á bensanum hennar mömmu að ónefndum vita þar sem átti að horfa á stjörnurnar upp um topplúguna. Löggan skemmdi það! Þorsteinn svaraði nokkrum spurningum frá Víkurfréttum nú í aðdraganda páska. Hvað var það fyndnasta sem hefur gerst fyrir þig? Ætli það hafi ekki verið þegar ég bauð stelpu, sem ég hafði nýlega hitt í eftirpartíi á Snorrabraut, á rúntinn haustið 2007. Ég fékk svarta bensann hennar mömmu lánaðan (takk Helga Ragnars) og við keyrðum um Keflavík á þessu fallega og stjörnubjarta haustkvöldi. Við stoppuðum við ónefndan vita, opnuðum topplúguna og störðum á stjörnurnar. Stuttu seinna var bankað á rúðuna og vasaljósi beint inn í bílinn. Hvað eruð þið að gera? Löggan. Við erum að skoða stjörnurnar, er ekki allt í góðu? Jú, þessi staður er bara þekktur fyrir ýmsa aðra hluti en stjörnuskoðun, sögðu þeir flissandi. Njótið kvöldsins. Við gerðum það svo sannarlega og höfum gert alla tíð síðan en þetta var óþarflega vandræðalegt á fyrsta stefnumóti sem er nógu vandræðalegt fyrir. Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna? Þegar við Fríða vorum að rifja upp fyndna hluti sem hafa komið fyrir mig fyrir fyrri spurningu, t.d. þegar ég var rekinn upp úr sundi í París fyrir klæðaburð.

tekst á við hvort tveggja á hverjum degi. Hvenær varstu stoltastur af sjálfum þér? Ég var frekar sáttur þegar ég kláraði grein fyrir tímarit um daginn. Það var langt ferli og tímafrekt. Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Ég er mjög heimakær en mér finnst líka yndislegt að vera með kanadísku fjölskyldu minni við eða á Grand Lake í Nova Scotia í Kanada. Þar er minn ódáinsakur. Bókaklúbburinn minn er líka unaðslegur staður að vera á, hvar sem hann er. Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir? Ég set mér ekki margar reglur, reyni að lifa lífinu lifandi eins og góður vinur segir reglulega. Mér hefur reyndar ekki tekist að gera æfingar heima eftir að líkamsræktarstöðvarnar lokuðu um daginn, það virðist henta mér og mínum metnaði illa.

tók á þeim tíma þátt í að innleiða og þróa svokallað vendinám. Aðferðin hentar ekki síður vel nú þegar fjölmargir skólar eru lokaðir eða með skerta starfsemi og kennarar þurfa jafnvel alfarið að eiga í samskiptum við nemendur sína á netinu. Þó ég muni sennilega ekki standa við hlið þríeykisins er öllum frjálst að hafa samband við mig.

Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Þegar ég hugsa um mat í grunnskóla sé ég fyrir mér samloku með skinku og osti og jógúrt og Svala og stundum snúð á eftir. Ég mun líka aldrei gleyma Subway Bræðingnum sem Hjalti vinur minn kom með í skólann og ég fékk einn bita af. Það er eftirminnilegasti biti ævi minnar.

Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Ætli ég myndi ekki kafa dýpra í ljósmyndun eða grafíska hönnun. Eða jafnvel ritlist. Mér finnst samt ekki skipta öllu máli hvað maður lærir nákvæmlega, heldur hvernig maður nálgast námið. Klisjan um að ferðalagið sé mikilvægara en áfangastaðurinn á vel við hér sem víðar.

FLUGSKÝLI - BYGGING NR. 831 Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI. LYFTUHÚS, VIÐHALD UTAN – OG INNANHÚSS. ÚTBOÐ NR. 21187

Hvernig á að halda upp á páskana? Með því að halda mig heima, lesa og borða góðan mat.

Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. Landhelgisgæslu Íslands og utanríkisráðuneytisins, óskar eftir tilboðum í framkvæmdir við byggingu nr. 831 á Keflavíkurflugvelli, Háaleitishlað 1. Um er að ræða viðgerðir og málun stáls, stálklæðninga og steyptra yfirborða utanhúss auk hreinsunar á tjörupappaklæddum þökum og einangrun og klæðningu útveggja, rif á 800 m2 viðbyggingu á suðurhliðinni. Einnig er um það að ræða að steypa upp tvö lyftuhús utan á bygginguna. Bygging nr. 831 er eitt af flugskýlum Atlantshafsbandalagsins á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli sem rekið er af Landhelgisgæslu Íslands f.h. utanríkisráðuneytisins að stærð um 12.200 m2. Fara þarf inn um vaktað hlið Isavia til þess að komast á verkstað og skulu starfsmenn verktaka hafa aðgangsheimildir inn á vinnusvæðið og fylgja öllum öryggisreglum og fyrirmælum Landhelgisgæslu Íslands, Isavia og þeim reglum sem gilda á Keflavíkurflugvelli og á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Eru hefðir í páskamat? Nei.

Vettvangsskoðun verður haldin föstudaginn 17. apríl 2020, kl. 10:00 að viðstöddum fulltrúum verkkaupa.

Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Hitt vini og fjölskyldu í raunheimum.

Tilkynna skal nöfn og kennitölur þeirra sem hyggjast mæta til vettvangsskoðunar fyrir kl. 14, fimmtudaginn 16. apríl 2020 með tölvupósti á netfangið gunnar.s@fsr.is

Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Helsta áskorun lífs míns síðustu þrjú ár er að vinna úr móðurmissi og að ala upp barn. Ekki beint nýlegt en ég

Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Fyrir utan að endurtaka í sífellu „ég tek undir það sem þau hafa sagt“? Ég held ég gæti sagt eitthvað að viti um fjarkennslu en ég starfaði í tæpan áratug sem íslenskukennari í Keili og

PÁSKASPURNINGAR

Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Dökkt. Hver er þinn uppáhaldsmálsháttur? Sem unglingur greip ég oft í þennan til réttlætingar á tóbaksnotkun: „Enginn þykist of vel mettur, utan fylgi tóbaksréttur.“ Hann hefur eflaust verið settur saman af einhverjum sem hefur þurft að réttlæta eigin ósið.

Tilboðum skal skila inn á TendSign útboðsvef Ríkiskaupa fyrir 30. apríl 2020, klukkan 12:00. Verkinu skal vera að fullu lokið 1. október 2021. Útboðsgögn eru í rafræna útboðskerfinu TendSign og skal tilboðum skilað þar inn. Útboðsgögnin verða aðgengileg á vefnum frá 8. apríl 2020.

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Nánari upplýsingar og kröfur til verksins í útboðskerfi Ríkiskaupa www.tendsign.is Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðunni: www.utbodsvefur.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Víkurfréttir 15. tbl. 41. árg. by Víkurfréttir ehf - Issuu