þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.
26 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Nauðsyn þess að huga vel að börnunum Ásrún Helga Kristinsdóttir er kennari í Grindavík. Hún segir að föstudagarnir þegar elstu nemendur skólans stóðu fyrir sölu á snúðum og kókómjólk hafi verið algjörlega uppáhalds. Ásrún svaraði nokkrum spurningum í naflaskoðun Víkurfrétta.
Hvað er það fyndnasta sem hefur gerst fyrir þig? Þegar ég og eldri dóttir mín vorum í útsýnisferð í rútu um New York. Ég fékk þá hugmynd að fara úr rútunni í Harlem. Þegar við höfðum gengið þar um göturnar í einhverjar mínútur þyrmdi yfir mig þeim mikla menningarmun sem við urðum vitni að. Áður en ég vissi af var ég komin út á götu hlaupandi og kallandi á eftir næstu útsýnisrútu. Með allskyns handahreyfingum náði ég að vekja athygli bílstjórans sem stoppaði fyrir okkur. Mér var ekki skemmt á
PÁSKASPURNINGAR Hvernig á að halda upp á páskana? Að sjálfsögðu heima, borða góðan mat, fara í gönguferðir og bara njóta þess sem lífið býður upp á þá stundina. Eru hefðir í páskamat? Nei í sjálfu sér engar sérstakar hefðir. Við höfum þó sl. ár verið með hægeldað lambalæri með góðu meðlæti. Það klikkar ekki. Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Finnst líklegt að ég hefði samt sem áður verið heima en klárlega boðið einhverjum í mat og farið sjálf í matarboð. Tónleikar voru á dagskrá kringum páskana en vonandi gefst tækifæri síðar að njóta þeirra. Hvernig er uppáhalds páskaeggið þitt? Konfektegg Nóa og Síríus finnst mér vera toppurinn af nokkrum góðum. Hver er þinn uppáhalds málsháttur? Betri er bið en bráðræði.
þessari stundu en eftir á fannst mér þetta fyndið. Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna? Fékk símtal frá bróður mínum síðastliðna helgi þar sem hann tilkynnti mér stoltur að hann væri orðinn afi. Fátt gleður jafn innilega og þegar lítið ljós fæðist í þennan heim. Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Að takast á við breytt skólastarf síðastliðnar vikur og tryggja velferð nemenda minna samhliða. Ég vildi líka óska þess að jarðskjálftar yfir 3 kæmu ekki fram á skólatíma. Hvenær varstu stoltust af sjálfri þér? Þegar ég ákvað að gleðja yndislega samstarfskonu mína með óvæntum gjöfum og orðsendingum hvern dag í desember eða fram á aðfangadag. Þann dag kom ég svo í eigin persónu og færði henni síðustu gjöfina. Þetta voru síðustu jólin sem hún lifði. Þetta góðverk gladdi mig örugglega jafn mikið og hana. Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Á ferðalögum með fjölskyldu minni bæði hérlendis og erlendis.
TILKYNNING UM FORVAL LOKAÐ ALÚTBOÐ VEGNA HÖNNUNAR OG BYGGINGAR Á NÝJUM SVEFNSKÁLA Á ÖRYGGIS SVÆÐINU Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI FYRIR LANDHELGISGÆSLU ÍSLANDS
Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir? Að takmarka tímann sem ég eyði í blessaða snjalltækinu hefur reynst mér afar erfitt. Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Nauðsyn þess að huga vel að börnunum og gera þau virk í hversdagslegum hlutum. Virkja þau í rútínu, láta þau taka þátt og bera ábyrgð t.d. í léttum heimilisstörfum, láta þau lesa og sinna námi þannig að viðbrigðin verði ekki of mikil þegar hjólin fara aftur að rúlla. Byggja upp jákvæðni og von og velta þeim ekki of mikið upp úr svartsýnustu spám.
Myndi líka nota tækifærið og hrósa þríeykinu fyrir þeirra ómetanlega og óeigingjarna framlag. Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Föstudagarnir þegar elstu nemendur skólans stóðu fyrir sölu á snúðum og kókómjólk voru algjörlega uppáhalds. Þarna var ekki verið að fara eftir markmiðum MAST (Matvælastofnun) en góðar minningar sköpuðust klárlega. Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Það er ljúft að geta svarað þessari spurningu nákvæmlega þannig að ég færi í kennaranám. Ég fann mína hillu hvað starf varðar og hef unun af því að stuðla að þroska grunnskólabarna.
FORVAL NR. V21159 Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. Landhelgisgæslu Íslands og utanríkisráðuneyti auglýsir eftir verktökum til að taka þátt í forvali fyrir lokað alútboð vegna hönnunar og byggingar á 50 herbergja svefnskála á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Um að ræða forval, þar sem þátttakendur verða valdir með tilliti til hæfni og reynslu. Leitað er að verktökum, sem geta tekið að sér að hanna og byggja svefnskála samkvæmt forsögn, sem gefin verður út síðar sem hluti alútboðsgagna. Svefnskálinn skal innihalda 50 gistiherbergi með innbyggðu baðherbergi fyrir hvert herbergi, ræstiherbergi, tæknirými, ganga og tilheyrandi. Gert er ráð fyrir að skálinn sé alls um 1.000 m2 að stærð á tveimur hæðum. Lagt er upp með að húsið sé einfalt í viðhaldi og rekstri, vandað og hagkvæmt í byggingu. Húsið skal uppfylla kröfur alútboðsgagna, byggingarreglugerðar og alla hefðbundna staðla og lög sem um verkið gilda. Skila skal byggingunni tilbúinni til notkunar ásamt fullfrágegninni lóð og bílastæðum eigi síðar en 15. nóvember 2021. Fjöldi þátttakenda verður takmarkaður við 5 og verði umsækjendur fleiri verður dregið á milli hæfra umsækjenda. Þátttökutilkynningum ásamt fylgiblöðum skal skila inn á TendSign útboðsvef Ríkiskaupa eigi síðar en 7. maí 2020, fyrir klukkan 12.00. Forvalsgögn ásamt fylgiskjölum verða aðgengileg í rafræna útboðskerfinu TendSign frá 7. apríl 2020. Nánari upplýsingar og kröfur til verksins eru í útboðskerfi Ríkiskaupa www.tendsign.is Sjá nánari upplýsingar á vefsíðunni www.utbodsvefur.is
Frábær gjöf frá foreldrafélaginu Foreldrafélag Njarðvíkurskóla kom færandi hendi fyrir stuttu með peningagjöf upp á 100.000 krónur sem var hugsað til að kaupa bækur og spil fyrir bókasafn skólans. Vilborg Sævarsdóttir, bókavörður í Njarðvíkurskóla, var fljót að bregðast við og kaupa bækur og spil í bókasafnið. Njarðvíkurskóli þakkar foreldrafélaginu kærlega fyrir gjöfina segir í frétt á heimasíðu skólans.