Víkurfréttir 15. tbl. 41. árg.

Page 18

þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Er ekkert að setja mér reglur sem ég get ekki farið eftir Kristín Eva Bjarnadóttir starfar sem kennari við Grunnskóla Grindavíkur. Ef hún fengi það hlutverk að vera gestur í beinni útsendingu hjá þríeykinu þá myndi hún ræða um jákvæðni og að við sköpum okkar eigið hugarfar. Kristín Eva svaraði nokkrum spurningum frá Víkurfréttum. Hvað var það fyndnasta sem hefur gerst fyrir þig? Ætli það sé ekki þegar ég var að vinna hjá bílaþvottastöðinni Löður og var að þurrka úr hurðafölsunum og einn

kúnni bað mig um að blása vatnið úr skráargatinu. Ég blés með munninum, vissi ekki að við værum með loftpressu til þess.

PÁSKASPURNINGAR Hvernig á að halda upp á páskana? Bara heima í faðmi fjölskyldunnar Eru hefðir í páskamat? Já, ég vil alltaf fá páskalamb á páskadag. Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Ég er oftast bara heima, við stórfjölskyldan förum alltaf í páskaeggjaleit í Heiðmörk en hún verður bara bíða betri tíma. Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Appalo með fylltum lakkrís. Hver er þinn uppáhaldsmálsháttur? Daufur er barnlaus bær og hver er sinnar gæfu smiður.

Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna? Það er sonur minn sem lætur mig brosa oft á dag. Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Að taka æfingu heima hjá mér ein en ekki með æfingarfélögunum. Hvenær varstu stoltust af sjálfri þér? Ætli það sé ekki þegar ég útskrifaðist úr Háskóla. Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Mér finnst gaman að vera á Spáni. Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir? Ég er ekkert að setja mér reglur sem ég get ekki farið eftir :-) Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Ætli ég myndi ekki ræða um jákvæðni og að við sköpum okkar eigið hugarfar.

Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Þegar mamma sendi mig með alls konar ávexti skorna niður; bláber, jarðaber, appelsínur, epli og fleira.

Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Ég veit það ekki alveg, kannski stjórnun og forysta í lærdómssamfélagi.

Diners, Drive-Ins and Dives á Food rásinni með Guy Fieri á Vodinu.

kór Keflavíkur en nú veit maður ekki hvernig það fer. Ætli maður ferðist ekki bara innanlands þetta sumar en svo veit maður ekki hvað maður gerir. Fer allt eftir því hvað hin heilaga þrenning segir okkur að gera.

Maður verður víst að halda rútínu — segir Bragi Einarsson Bragi Einarsson lagar sér hafragraut og sterkt kaffi alla morgna áður en hann fer í morgunverkin. Hann er með útvarpið á allan daginn en það er eitt lag sem hann setur reglulega á „fóninn“ þegar Spotify er annars vegar. Það er lagið „Þú brotnar eigi“ með Bjarna Thor bassa. Bragi svaraði nokkrum spurningum frá Víkurfréttum.

allt&ekkert Hvað er það fyrsta sem þú gerir eftir að þú vaknar á morgnana? Það fyrsta sem ég geri er að laga mér hafragraut og sterkt kaffi, fer svo í morgunverkin og gef henni Sokku að borða. Maður verður víst að halda rútínu á þessum síðustu og verstu og er svo sem ekkert að breyta því. Hlustarðu á útvarp eða eitt og eitt lag á Spotify? Útvarpið er eiginlega á allan daginn þó ég sé ekki beint að hlusta á það en það er eitt lag á Spotify sem ég set á stundum, það er lagið Þú brotnar eigi með honum Bjarna Thor bassa, mjög skemmtilegt til hlustunar. Hvað raular þú eða syngur í sturtu/ baði?

Yfirleitt fer ég í sturtu og er snöggur að eins og sungið er í einu frægu lagi. Ég er voða lítill heita-potts-rúsínukall. Annars raula ég bara það lag sem er á heilanum þá stundina, t.d. Þú brotnar eigi. Hvaða blöð eða bækur lestu? Ég les yfirleitt ekki dagblöð, fletti þeim en skoða helstu fréttir á iPadnum á morgnana og reyni að forðast kommentakerfin eins og heitan eldinn. Ég les yfirleitt sagnfræðitengdar bækur, Illugi Jökuls er í uppáhaldi hjá mér og svo tek ég stundum lestrarmaraþon, síðast var það þríleikurinn um Gullna kompásinn eftir Philip Pullman. Kláraði þær á tveim vikum. Þetta er svona nördaskapur í mér. Uppáhaldsvefsíða? Það er engin ein sérstök, er mikið að skoða YouTube þessa dagana. En það er meira vinnutengt og svo

dunda ég mér svolítið með Pinterest og yfirleitt að skoða þá eitthvað myndlistartengt. Svo bara allar síður sem fjalla um myndlist sem ég finn á netinu, Google Art & Culture skoða ég reglulega og svo WikiArt en þar er listasagan tekin fyrir. Og svo má nefna ýmsa myndlistarmenn á netinu sem halda úti vefsíðum um verkin sín og sýna þar myndir. Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum á Netflix eða öðrum streymisveitum? Datt inn á um daginn breskan þátt sem heitir COBRA og er svona ástandsþáttaröð um hvað gerist þegar allt fer úrskeiðis í þjóðfélaginu. Kannski ekki hollt að horfa á svoleiðis á þessum tímum. Svo hef ég verið svolítill nörd í mér og horfi á þættina eins Star Trek Discovery og Star Trek Picard. Annars dugar mér línuleg dagskrá stundum bara ágætlega þó að ég detti stundum inná

Uppáhaldskaffi eða -te? Morgungull frá Kaffitár. Klikkar ekki og svo er ég með Earl Grey á kantinum svona seinnipartinn. Hvað er það skemmtilegasta sem þú horfðir á nýlega í sjónvarpi? Ætli það sé ekki Heima með Helga á laugardögum. Svo eru það Landinn og Um land allt oft skylduhorf hjá mér og svo var ég að horfa á skemmtilegan ferðaþátt með honum Martin lækni, Martin Clunes, en hann var að þvælast um eyjar í Ástralíu. Hvað matreiðir þú ef þú vilt gera eitthvað gott fyrir makann? Yfirleitt er fiskur í miklu uppáhaldi hjá okkur báðum og þá getur það verið ofnréttur eða pönnusteikt bleikja A la Bragi í boði. Svo er hún svolítið svag fyrir grillinu hjá mér en ég tek það út núna um páskana. Draumafríið þitt eftir að COVID-19 verður yfirstaðið? Draumafríið átti að vera til NorðurÍtalíu núna í byrjun júní með kirkju-

Uppáhaldsverslun? Það mun vera Litaland hjá Slippfélaginu, Litir og föndur og nú nýlega falinn fjársjóður en hún heitir Föndurlist og er í Hafnarfirði, klikkuð búð, og það segir sig sjálft af hverju. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Sjálfskipaðir COVID-sérfræðingar sem þykjast vita allt betur en aðrir og sérstaklega kóvitar sem voru að leika sér að því að hrella viðkvæmt fólk með því að hósta framan í það í verslunum. Bara að því að þeim fannst þetta fyndið! Svoleiðis hátterni fer mikið í taugarnar á mér. Stóra fréttin síðustu daga sem ekki tengist COVID-19? Tengjast ekki allar fréttir meira eða minna COVID-19? Meira að segja kiðlingarnir tveir sem fæddust um daginn fengu heitin Víðir og Þórólfur!


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.