Víkurfréttir 15. tbl. 41. árg.

Page 16

þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

„ÞÚ ERT FRÁBÆR“

— segir María Líndal og vitnar til skilaboða frá uppáhaldsversluninni sinni María Líndal er alveg laus við að syngja í sturtu en segist samt syngja mjög mikið. „Fljótlega eftir að ég vakna skelli ég mér fastandi í fjögurra til fimm kílómetra göngu, tek góðar teygjur og fæ mér svo góðan morgunmat áður en haldið er í aðrar rútínur dagsins“. María svaraði spurningum um allt og ekkert frá Víkurfréttum.

allt&ekkert Hvað er það fyrsta sem þú gerir eftir að þú vaknar á morgnana? Það er blessaður síminn. Kíki á nýjustu fréttir í honum og kem mér svo fram úr. Fljótlega eftir að ég vakna skelli ég mér fastandi í fjögurra til fimm kílómetra göngu, tek góðar teygjur og fæ mér svo góðan morgunmat áður en haldið er í aðrar rútínur dagsins. Hlustarðu á útvarp eða eitt og eitt lag á Spotify? Geri hvoru tveggja. Vegna COVID-19 er ég án atvinnu í dag og er ekki mikið að þvælast úti nema það allra nauðsynlegasta. Þá hef ég tekið upp prjónana og þegar þannig liggur á mér sæki eitthvað af þáttunum sem morgunútvarp RÚV sendir út, svo margt fjölbreytt og fróðlegt að hlusta á þar. Eins horfi ég á Ísland í bítið í sjónvarpinu. Þeir Heimir og Gulli eru alltaf hressir. Hlusta af og til á Spotify í göngutúrunun

Hvað raular þú eða syngur í sturtu/ baði? Ég er alveg laus við að syngja í sturtunni en syng samt mjög mikið. Fæ mína útrás á kóræfingum og svo í göngum úti í náttúrunni þegar ég er með í „eyrunum“ upptökur frá æfingunum. Þetta eru um tuttugu lög, sem ekki verða talin hér, bæði á ensku og íslensku og verða sungin á tónleikunum í haust. Ef ég er 100% viss um að engin sé nálægt þá syng ég hástöfum með og fæ fína útrás þannig. Örugglega alveg á við að syngja í sturtunni.

Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum á Netflix eða öðrum streymisveitum? Var að ljúka við síðustu þáttaröðina af Impractical Jokers. Ekkert betra en að geta hlegið og gleymt sér aðeins á þessum furðulegu tímum okkar.

Hvaða blöð eða bækur lestu? Þessa stundina er ég að hlusta á hljóðbókina Skjáskot eftir Berg Ebba.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú horfðir á nýlega í sjónvarpi? Ég er alveg að fíla alla tónleikana sem verið er að streyma til okkar uppá síðkastið og vona svo sannarlega að við höldum áfram að fá svona skemmtilegar uppákomur í samkomubanninu.

Uppáhaldsvefsíða? Ég skoða aðallega fréttamiðlana vf.is, mbl.is og visir.is. Pinterest.com er í miklu uppáhaldi hjá mér, þar finnur maður nánast allt, ef ekki bara allt

Uppáhaldskaffi eða -te? Ég er mjög einföld í kaffivali, Americano drekk ég svona daglega en sparikaffið mitt er með vanillu-Torrini og smá rjóma ... algjört sælgæti og aðeins um helgar.

Hvað matreiðir þú ef þú vilt gera eitthvað gott fyrir fjölskylduna? Við mæðgur fáum seint leið á kjúklingi og það er svo ótalmargt hægt að

gera gott með kjúklingi. Endalausar hugmyndir. Beikonvafinn kjúklingur með tilheyrandi hefur ekki klikkað hingað til. Draumafríið þitt eftir að COVID-19 verður yfirstaðið? Mig hefur lengi dreymt um að fara í siglingu með stóru skemmtiferðaskipi en það verður að bíða betri tíma. Nú verður aðeins ferðast innanlands og það sem fyrst ... áður en erlendir ferðamenn yfirtaka landið okkar aftur. Uppáhaldsverslun? Ef við erum að tala um matvöruverslun þá er það Kostur í Njarðvík. Þau Gunni og Arna fara extralangt í að gera vel við viðskiptavinina sína. Þau eru yndisleg og allir þessir litlu hluti sem gleðja hjartað eins og bara litla spjaldið á hurðinni sem stendur á „þú ert frábær“. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Óstundvísi. Stóra fréttin síðustu daga sem ekki tengist COVID-19? Er það ekki bara lóan?

Bobby Charlton sjálfur kynnti mig upp sem Auschwitz Ásdís Þorgilsdóttir er einkaþjálfari og verðandi Bowenmeðhöndlari. „Ég myndi leggja áherslu á að vinna með andlega heilsu fólks á þessum erfiðu tímum. Ég veit að margir eiga um sárt að binda núna og eiga erfitt,“ segir hún þegar spurt er um hvað hún myndi leggja til málanna á fundi með þríeykinu. Hvað var það fyndnasta sem hefur gerst fyrir þig? Það var þegar ég þjálfaði í knattspyrnuskóla Bobby Charlton í Manchester þá átti ég að standa á sviði fyrir framan fullan bíósal af fólki og tilkynna hverjir væru að vinna til verðlauna í hópnum sem ég var að

þjálfa. Þá kynnti sjálfur Bobby Charlton mig upp sem Auschwitz. Hann kunni ekki alveg að bera fram nafnið mitt og það var mikið hlegið. :-) Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna?

PÁSKASPURNINGAR Hvernig á að halda upp á páskana? Við ætlum að hlýða Víði og vera heima um páskana. Eru hefðir í páskamat? Ég elska hamborgarhrygg og verð því alla vega með hann en annað er ekki ákveðið.

Litla prinsessan mín, hún Emilíana Dís, þriggja ára, sem er algjör gleðigjafi.

Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Við fjölsyldan ætluðum að koma bróður mínum á óvart og skella okkur til hans til Kaupmannahafnar þar sem hann býr. En það verður því miður ekkert úr því.

Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Að vera búin að vera innilokuð, geta ekki unnið, þjálfað, hitt vinina og fjölskylduna.

Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Það sem eiginmaðurinn minn, hann Gunnar Einarsson, hefur búið til handa mér. Hann er snillingur í páskaeggjagerð. Það er blanda af Opal Appelsínusúkkulaði og dökku súkkulaði. Svo skellir hann uppáhaldsnamminu mínu inn í eggið, ásamt einhverjum fallegum skilaboðum til mín. Já, hann er mjög rómantískur. Hver er þinn uppáhaldsmálsháttur? „Hver er sinnar gæfu smiður,“ hefur alltaf verið uppáhaldsmálshátturinn. Það er enginn sem stjórnar þínu lífi nema þú sjálf(ur). Sama hversu erfitt lífið getur verið þá er það bara spurning hvernig við tökumst á við erfiðleikana og vinnum úr þeim. Við getum verið fórnarlömb eða tekist á við erfiðleikana og lært af þeim. Ég vil meina að erfið upplifun í lífinu gefur okkur meiri lærdóm og þroskar okkur mun meira en nokkuð annað.

Hvenær varstu stoltust af sjálfri þér? Það eru svo margar stórar stundir í mínu lífi, t.d. þegar ég vann alla mína titla með yngri flokkum í Keflavík í handbolta, knattspyrnu og körfubolta ásamt sex titlum í meistaraflokki KR í fótbolta. Allir landsleikir í handbolta og knattspyrnu. Vera valin fyrirliði sextán ára landsliðsins í knattspyrnu og var fyrirliði meistaraflokks kvenna í Keflavík í knattspyrnu sextán ára. Einnig keppti ég fjórum sinnum í

fitness sem var mjög krefjandi ferli og ég hélt að ég myndi aldrei geta gert en ég gerði það nú samt. Þar fyrir utan er það hafa eignast þrjú yndisleg börn. Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Að vera í góðra vina hópi. Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir? Að halda sig við 100% hreint mataræði eins og þarf að gera fyrir fitness. Ég hef alla tíð verið verið mikill sælkeri og elska að borða góðan mat og eitthvað sætt. :-) Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um?

Ég myndi leggja áherslu á að vinna með andlega heilsu fólks á þessum erfiðu tímum. Ég veit að margir eiga um sárt að binda núna og eiga erfitt. Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Ég var í Myllubakkaskóla í Keflavík og samloka með skinku og osti og kókómjólk eða Trópí var uppáhalds. Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Ég er að læra Bowen-meðhöndlun og átti að klára fimmta og síðasta stigið núna í apríl en það verður smá frestun á því en ég er nú samt farin að taka að mér kúnna.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.