fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
30 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
HEIMSFARALDUR COVID-19 OG ÁHRIF HANS Á SUÐURNESJAFÓLK JÓN NORÐDAL HAFSTEINSSON
Íþróttakennarinn og körfuboltakappinn Jón smitaðist í golfi Jón Norðdal Hafsteinsson, íþróttakennari í Heiðarskóla í Reykjanesbæ er einn af þeim sem fékk COVID-19 veiruna. Hann smitaðist af félaga
sínum en þeir voru saman í golfhermi fjórir saman. Félagi hans hafði smitast af líkamsræktarþjálfara. Jón segir dagana langa og hann hafi verið rúmliggjandi í þrjá daga en sé að hressast. Hann er búinn að vera veikur frá því á mánudag í síðustu viku. „Ég málaði einn vegg í dag en var móður og þreyttur á eftir. Þannig að ég er alls ekki orðinn alveg góðour,“ segir Jón sem gerði garðinn frægan fyrir nokkrum árum í körfuboltanum með meistaraliði Keflavíkur. Páll Ketilsson pket@vf.is
— Hvernig ert þú að upplifa ástandið í kringum COVID-19? Þetta er auðvita skelfilegt ástand sem er í gangi en fólk er að sýna mikla samstöðu og skilning á ástandinu.
— Hvað varð til þess? Maður sá bara hvað þetta var að breiðast hratt út. — Hvernig ert þú að fara varlega? Bara með því að fara eftir því sem almannavarnateymið er búið að vera tala um, halda fjarlægð, þvo og spritta.
— Hefurðu áhyggjur? Nei ekki þannig.
— Hvernig finnst þér stjórnvöld standa sig í sóttvörnum? Roslega vel
— Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? Þetta er að hafa mikil áhrif á mitt líf þar sem ég er í einangrun og fjölskyldan í sóttkví.
— Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? Að fólk fari eftir því sem er verið að segja og sýni þessu skilning, við erum öll í þessu.
— Hvernig eru dagarnir hjá þér núna? Ég reyna að halda mig eins mikið til hlés eins og ég get. Þetta eru langir dagar, ég var meira og minna rúmliggjandi í 3 daga, en er að hressast núna.
— Hvernig finnst þér sveitarfélagið standa sig í þessum málum? Bara vel
— Hefur þú þurft að gera miklar breytingar varðandi þína vinnu? Ég er frá vinnu vegna veikinda — Ert þú eða þitt fólk í sóttkví? Já, ég er í einangrun og fjölskyldan í sóttkví. Það er ekki gaman, við höfum heitapott sem drengirnir nota mikið og svo erum við með smá heima-gym eins og allir Íslendingar í dag sem konan notar, ég get það ekki ennþá vegna mæði. — Hvenær fórstu að taka COVID-19 alvarlega? Man það ekki nákvæmlega en kannski svona um miðjan febrúar.
— Er samkomubannið að hafa áhrif á þig? Nei er í einangrun — Hvernig hagar þú innkaupum í dag? Konan verslar á netinu, svo hafa vinir og ættingjar verið að skilja eftir góða hluti við dyrnar og hlaupa í burtu. — Hvað gerir þú ráð fyrir að ástandið muni vara lengi? Úff geri mér ekki grein fyrir því, 2-3 mánuði. — Þegar faraldurinn er yfirstaðinn, gerir þú ráð fyrir að ferðast innanlands eða utan? Ég reikna með því að maður byrji á að ferðast innalands og svo sjá hvernig þetta er að þróast.
Ég reyna að halda mig eins mikið til hlés eins og ég get. Þetta eru langir dagar, ég var meira og minna rúmliggjandi í 3 daga, en er að hressast núna.