Víkurfréttir 13.tbl. 41. árg.

Page 26

fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.

26 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

HEIMSFARALDUR COVID-19 OG ÁHRIF HANS Á SUÐURNESJAFÓLK HANNA BJÖRG KONRÁÐSDÓTTIR

Óþægileg tilhugsun að vita til þess að ég gæti hugsanlega verið smitberi Hanna Björg Konráðsdóttir er lögfræðingur hjá Orkustofnun segir að daglegt líf hafi breyst talsvert. „Ég vinn heima alla daga og nýti mér mér fjarskiptin til að vera í sambandi við vinnufélaga“. Hún segist lítið fara út úr húsi og hefur útbúið litla aðstöðu niðrí kjallara til að gera smá leikfimiæfingar „sem er nauðsynlegt til að halda geðheilsunni í lagi“. Hanna svaraði nokkrum spurningum frá Víkurfréttum um það hvernig hún er að upplifa ástandið í dag á tímum COVID-19. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

— Hvernig ert þú að upplifa ástandið í kringum COVID-19? „Líf okkar allra breyttist all skyndilega. Við þurfum sem einstaklingar að aðlaga okkur hratt að breyttum tíðaranda, samskipti milli fólks breytast, atvinnuhættir breytast og verða háðari öflugum fjarskiptum, verslun færist í auknum mæli á netið og fólk um allan heim hefur ákveðið að fresta ferðalögum. Þetta eru auðvitað miklir óvissutímar“. — Hefurðu áhyggjur? „Já ég get ekki neitað því, það er auðvitað innbyggt í okkur öll að óttast það sem við ekki þekkjum og getum ekki stjórnað. Það er erfitt að hafa ekki stjórn á aðstæðunum og við viljum haga lífi okkar þannig að við séum undirbúin og getum séð fram á við hvernig hlutirnir þróast. Við sköpum okkur ákveðið lífsmunstur sem við viljum lifa eftir en COVID-19 svo sannarlega breytir því án okkar vilja. Það er óþægilegt að hugsa til þeirrar miklu þjáningar sem þessi vírus er að valda fólki um allan heim og að heilbrigðiskerfið sé að kikna undan álagi“. — Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? „Daglegt líf hefur breyst talsvert, ég vinn heima alla daga og nýti mér mér fjarskiptin til að vera í sambandi við vinnufélaga. Allir fundir fara fram í TEAMS og það hefur reynt talsvert á samskiptin við utanaðkomandi aðila. Ég hef þurft að aðlaga mig talsvert að tækninni en vissulega er það líka jákvætt skref. Ég fer lítið út úr húsi, og hef útbúið litla aðstöðu niðrí kjallara til að gera smá leikfimiæfingar sem er nauðsynlegt til að halda geðheilsunni í lagi. Það er auðvitað mikil breyting að mamma er allt í einu mikið heima á daginn en er samt ekki til staðar, því hún er í vinnu. Eldri dóttir okkar er heima alla daga í fjarkennslu og það er púsluspil að reyna að aðstoða við heimanám á meðan vinndegi stendur. Yngri dóttir okkar fær þó að fara í skólann annan hvern dag og ég þakka fyrir hversu vel tókst til með skipulagningu skólastarfs í hennar skóla. Ég held það reynist yngri börnum enn erfiðara að hitta aldrei skólafélaga sína en þeim eldri. Það eru auðvitað miklar breytingar hjá tómstundastarfi stúlknanna minna og við þurfum að halda að þeim hreyfingu eins og við getum“. — Hvenær fórstu að taka COVID-19 alvarlega? „Ég fór að taka COVID alvarlega um leið og fyrstu fregnir bárust af smituðum Íslendingum. Ég átti að fara til Ljubljana á fund en ákvað að hætta við ferðina“.

— Hvað varð til þess? „Mér fannst hrikalega óþægileg tilhugsun að vita til þess að ég gæti hugsanlega verið smitberi og gat ekki hugsað mér að hafa það á samviskunni að einstaklingar með undir-

liggjandi sjúkdóm yrðu alvarlega veikir af mínum völdum. Ég tók þá ákvörðun að vera meðvituð og bera ábyrgð, því frestaði ég ferðinni og hef takmarkað mjög samskipti við fólk og unnið heima síðustu tvær vikur“.

Ég fyllist aðdáun og lotningu við að fylgjast með fagfólkinu okkar. Teymi sóttvarnarlæknis, landlæknis og yfirlögregluþjóni almannavarna hefur unnið ótrúlega öflugt starf og reynt að takast á við útbreiðslu veirunnar af fullri hörku.

— Hvernig ert þú að fara varlega? „Við höfum lítið sem ekkert umgengist foreldra okkar og því hafa stúlkurnar lítið hitt afa sína og ömmur síðustu tvær vikur, sem er erfitt fyrir þær. Ég hef unnið heima eins og áður sagði, lítið fari út og ekki farið á líkamsræktarstöðvar. Reyndar fór ég einu sinni í sund með manninum mínum, eftir að hafa lesið ummæli aðstoðarmanns sóttvarnalæknis að veirusýkingar væru örsjaldan raktar til sundferða. Mig hefur samt ekki langað að fara í sund eftir að veiran fór að breiðast hratt út og smitum fjölgaði“. — Hvernig finnst þér stjórnvöld standa sig í sóttvörnum? „Ég fyllist aðdáun og lotningu við að fylgjast með fagfólkinu okkar. Teymi sóttvarnarlæknis, landlæknis og yfirlögregluþjóni almannavarna hefur unnið ótrúlega öflugt starf og reynt að takast á við útbreiðslu veirunnar af fullri hörku. Það er auðvitað magnað að hér hafi menn verið að eltast við hvert og eitt smit og rekja það til að koma fólki í sóttkví til að hægja á útbreiðslunni. Íslensk

erfðagreining bregst við af fullum þunga til að skilja eðli veirunnar og bregðast við þessum heimsfaraldri. Heilbrigðisstarfsfólkið er að bregðast við með því að breyta sínum störfum og hliðra til til að taka við veikum sjúklingum vegna COVID. Það er bara magnað að fylgjast með samvinnunni og augljóst er að allir eru boðnir og búnir að vinna vel saman á þessum erfiðu tímum. Stjórnvöld hafa ákveðið að ráðast í umfangsmiklar efnahagsaðgerðir til að bregðast við áhrifum veirunnar með sannfærandi hætti. Skilaboð ríkisstjórnarinnar eru skýr, það er betra að gera of mikið heldur en lítið. Greinilegt er að stjórnvöld ætla sér að standa með fyrirtækjum og almenningi og verja störf, þannig að launafólki og atvinnurekendum verði gert kleift að halda ráðningarsambandi. Það tel ég vera góðs viti. Það er verið að hvetja til fjárfestinga, sem vonandi skilar sér til til lengri tíma litið. Ég er í það minnsta bjartsýn og hef ákveðið að flýta endurbótum á mínu eigin húsnæði, það skiptir auðvitað miklu máli að hér fari ekki allt í frost“.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Víkurfréttir 13.tbl. 41. árg. by Víkurfréttir ehf - Issuu