Víkurfréttir 13.tbl. 41. árg.

Page 19

fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.

19 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

JÓHANNA ÓSK GUNNARSDÓTTIR

Sakna þess að knúsa fólkið mitt og vini Jóhanna Ósk Gunnarsdóttir er starfsmaður Isavia á Keflavíkurflugvelli. Hún segist hafa tekið veiruna alvarlega frá því hún kom fyrst upp í Kína. Hún heldur að ástandið muni vara fram í júní en vonar innilega að þessu ljúki fyrr, enda vill hún getað knúsað fólkið sitt og vini. Jóhanna svaraði nokkrum spurningum um ástandið á tímum COVID-19. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

— Hvernig ert þú að upplifa ástandið í kringum COVID-19? „Ég upplifi ástandið sem mjög alvarlegt“. — Hefurðu áhyggjur? „Já, af mömmu og pabba og barnabarni sem er með slæman asma. Ég hef ekki áhyggjur af mér en vil engan smita“. — Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? „Ástandið veldur ýmsum takmaörkunum. Ég er að vinna í furðulegu ástandi og svo reyni ég að vera sem mest heima, já og hugsa mun meira um allt hreinlæti, spritta vel og hugsa um allt sem ég snerti“. — Hefur þú þurft að gera miklar breytingar varðandi þína vinnu? „Já, vinnutíminn er orðinn annar og ekki eins og vanalega en það er verið að byrja að senda fólk í frí“.

— Hvenær fórstu að taka COVID-19 alvarlega og vað varð til þess? „Ég hef alltaf tekið veiruna alvarlega en vildi bara ekki leyfa óttanum að sigra. Þetta er erfitt en ég hef fulla trú á okkar fólki og veit að við komum sterkari frá þessu“. — Hvernig ert þú að fara varlega? „Með því þvo, spritta og fara sem minnst“. — Hvernig finnst þér stjórnvöld standa sig í sóttvörnum? „Mjög vel“. — Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? „Að allir fari eftir fyrirmælum og geri sitt besta til að halda þessu í skefjum og halda í gleðina“. — Finnst þér að sveitarfélagið þitt gæti gert meira? „Nei, ég sé ekki betur en að þau séu að gera sitt allra besta í stöðunni“.

— Er samkomubannið að hafa áhrif á þig? „Nei, það er ekki að hafa mikil áhrif en auðvitað eitthvað og þá helst sakna ég að komast í líkamsrækt og sundferðir“. — Hvernig hagar þú innkaupum í dag? „Ég nota netið ekkert fyrir innkaup, fer mun sjaldnar í búð og nýti bara það sem ég á“. — Hvað gerir þú ráð fyrir að ástandið muni vara lengi? „Ég held júní verði síðasti mánuðurinn og ég vona innilega að þetta verði búið fyrr. Ég sakna þess að knúsa fólkið mitt og vini“. — Þegar faraldurinn er yfirstaðinn, gerir þú ráð fyrir að ferðast innanlands eða utan? „Bæði. Ég mun vonandi komast ferðina mína í haust og mun klárlega ferðast um fallega landið okkar“.

Ég hef alltaf tekið veiruna alvarlega en vildi bara ekki leyfa óttanum að sigra. Þetta er erfitt en ég hef fulla trú á okkar fólki og veit að við komum sterkari frá þessu.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Víkurfréttir 13.tbl. 41. árg. by Víkurfréttir ehf - Issuu